Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Page 8
8
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998
Utlönd
Stuttar fréttir dv
Borís Jeltsín
kvefaöist í
Úsbekistansferö
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
var bæöi fölur og fár í opinberri
heimsókn sinni til Úsbekistans í
gær. Talsmaður
Jeltsíns sagöi
skýringuna
vera kvef og
hósta sem plög-
uðu forsetann.
Og ástæðan fyr-
ir heilsuleysinu
var meðal ann-
ars óvenjulegur kuldi í Tasjkent,
höfuðborg Úsbekistans, miðað við
árstíma.
Svo illa haldinn var Jeltsín við
komuna til Úsbekinstans i gær að
gestgjafi hans, íslam Karímov for-
seti, varð að binda snarlega enda
á móttökuathöfnina. Þetta var
fyrsta utanlandsferð Rússlands-
forseta í hálft ár. Jeltsín hefur
verið fremur heilsuveill undan-
farin ár.
Jeltsín og fylgdæTið hans ætla
að ræða alþjóöleg öryggismál og
vanda þessa heimshluta við ús-
bekíska ráðamenn.
Á sama tíma gengur ríkisstjórn
forsetans erfiölega að komast að
niðurstöðu um ráðstafanir til
bjargar efnahagslífinu, að sögn
fjármálaráðherrans.
Táningar sekir
um fólskumorö
Franskur dómstóll hefur dæmt
unglingspar til langrar fangelsis-
vistar fyrir fólskulegt morð á
bekkjarfélaga sínum fyrir tveimur
árum. Skötuhjúin, Véronique og
Sébastien, sögðu fyrir rétti að
kvikmynd Olivers Stones, Fæddir
morðingjar, hefði heillað þau. í
þeirri mynd tekur kærustupar upp
á því að myrða mann og annan.
Þetta er annað morðréttarhald-
ið á stuttum tíma í Frakklandi
þar sem mynd þessi er nefnd til
sögunnar.
Við réttarhöldin kom fram að
fórnarlambið, 16 ára unglingur,
var stunginn 39 sinnum með egg-
vopni á meðan það haföi kynmök
við Véronique. Skötuhjúin gáfu
enga trúverðuga skýringu á at-
hæfi sínu.
Hillary var að
heiman á brúð-
kaupsafmælinu
Hillary Clinton, forsetafrú í
Bandaríkjunum, var að heiman á
23 ára brúðkaupsafmæli sínu í
gær. Hillary var í Búlgaríu þar
sem hún nefndi bónda sinn að-
eins einu sinni á nafn í 20 mín-
útna langri ræðu. Aðstoðarmenn
Hillary segja að ferðin tengist á
engan hátt angist vegna írafárs-
ins út af kynlífshneykslinu í
Hvíta húsinu.
Reynt að tala um fyrir Milosevic alla helgina:
Ákvörðun um
loftárásir í dag
Richard Holbrooke, erindreki
Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga,
og Slobodan Milosevic Júgóslavíu-
forseti ráðgerðu að halda fundum
sínum áfram í gærkvöld og freista
þess að leysa Kosovodeiluna svo
koma mætti í veg fyrir loftárásir
Atlantshafsbandalagsins (NATO).
Holbrooke og Milosevic ræddust
við í sjö klukkustundir áður en þeir
gerðu hlé á fundum sínum um
kvöldmatarleytið í gær.
Ekki var vitað hvort Holbrooke
hafði eitthvað miðað í friðarvið-
leitni sinni. Hann sagði þó fyrr um
daginn að hann væri reiðubúinn að
tala eins lengi og nauðsyn krefði til
að komast að friðsamlegri lausn.
Aðildarríki NATO eru svo gott
sem tilbúin til loftárása á stöðvar
Serba í Kosovo láti þeir ekki af
hemaðaraðgerðum sínum gegn að-
skilnaðarsinnum albanska meiri-
hlutans í héraðinu og hefji friðar-
viðræður þegar í stað. í dag er fyr-
irhugaður fundur sendiherra NATO
þar sem gefa á endanlegt leyfi til
loftárásanna.
Sex bandarískar sprengjuflugvél-
ar af gerðinni B-52 komu til her-
stöðvar á Englandi í gær, þess al-
búnar að taka þátt í hernaðarað-
gerðunum gegn Serbum.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær að breska
stjómin mundi halda neyðarfund í
dag vegna ástandsins í Kosovo.
Helmut Kohl, fráfarandi Þýska-
landskanslari, og Gerhard Schröder,
væntanlegur eftirmaður hans, hitt-
ast einnig í dag til að ræða sam-
þykki Þjóðverja fyrir loftárásunum.
Igor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, gerði lítið úr því í gær
að loftárásir á Serba kynnu að valda
nýju köldu stríði, eins og landvarna-
ráðherra landsins gaf til kynna fyr-
ir viku. Hann sagði hins vegar að
slíkar árásir kynnu að valda glund-
roða á alþjóðavettvangi. Rússar eru
andvígir loftárásum á Serba vegna
Kosovodeilunnar.
Gífurlegir skógareldar loguðu í einu hverfa borgarinnar Haífa í norðurhluta ísraels í gær. Þúsundir borgarbúa þurftu
að yfirgefa heimili sín vegna eldshafsins. Að minnsta kosti tuttugu heimili urðu eldinum að bráð. Á þessari mynd má
glögglega sjá við hvaða ofurefli slökkviliðsmenn áttu að etja.
Líkin til krufningar
Um 250 lík fórnarlamba Bosníu-
stríðsins, sem fundust í stærstu
fiöldagröfinni úr átökunum, hafa
verið flutt til krufningar.
Gyðingar reiðir páfa
Jóhannes Páll páfi reitti leið-
toga gyðinga mjög til reiði á
sunnudag þegar
hann tók nunn-
una Edith
Stein, sem var
drepin í gasklef-
unum í
Auschwitz, í
dýrlingatölu.
Edith er fyrsti
kaþólikkinn sem sneri bakinu við
gyðingdóminum sem hefur verið
tekinn í dýrlingatölu frá timum
postulanna.
Ekkert að óttast
William Cohen, landvamaráð-
herra Bandarikjanna, sagði í gær
að arabar þyrftu ekki að óttast
harðlínumanninn Sharon sem
var skipaður utanríkisráðherra
ísraels, slíkir menn hefðu einmitt
stundum gert samninga við and-
stæðingana.
Dauðadómur í hæstarétt
Mál þýsks kaupsýslumanns
sem var dæmdur til dauða f íran
fyrir kynmök við þarlenda konu
hefur verið sent til hæstaréttar
landsins.
Nokkurra línu virði
Franski hægriöfgamaðurinn
Jean-Marie Le Pen sagði þýska
vikuritinu Spiegel að gasklefar
nasista í heimsstyrjöldinni síðari
væru ekki meira en nokkurra
línu virði í þúsund siðna sögubók
um stríðið.
Þýskar skattalækkanir
Jafnaðarmenn og græningjar
sem standa í stjómarmyndunar-
viðræðum í Þýskalandi tilkynntu
í gær að þeir mundu lækka skatta
um hundruð milljarða króna á
næstu fjórum árum.
Hvattur til að semja
Orrinb Hatch, formaður dóms-
málanefndar öldungadeildar
Bandaríkja-
þings, hvatti Bill
Clinton Banda-
ríkjaforseta í
gær til að semja
um lok málaferla
Paulu Jones fyr-
ir kynferðislega
áreitni svo
hraöa megi rannsókn þingsins á
þvi hvort rétta eigi yfir forsetan-
um fyrir embættisafglöp.
Karpað í Róm
ítalskir stjórnmálamenn karpa
nú um hver eigi að leiða næstu
stjórn Ítalíu. Hugsanlega verður
mynduð stjórn til að koma fjár-
lagafrumvarpinu fyrir næsta ár
gegnum þingið eftir að fráfarandi
stjóm missti meirihluta sinn.
' yU j ,
VCM51GM
31.900,-)
VCMH71SM
möjp)
SHARR VCM300SM
Tveggja hausa
- Árs mlnnl
8 liða
- Scart tengi
Allar aögerðir á skjá
Islenskur leiðarvísir
SHARR VCM51SM
• Fjögura hausa
- Árs minni
Myndvaki
• 8 liða - áxscart tengi
- SP/LP
Allar aðgerðir á skjá
• Sjálfvirkur hreinsi-
búnaður
íslenskur leiðarvísir
SHARR VCMH71SM
• Fjögura hausa
• Árs minni • Myndvaki
8 liða • áxscart tengi
• Nlcam Sterfó
- SP/LP • Ntsc afspilun
Allar aðgerðir á skjá
Sjálfvirkur hreinsi-
búnaður
• íslenskur leiðarvísir
Umbcðsmenn um land allt
Umboðsmenn: Vosturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafver, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri.
KEA, Lónsbakka. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lónið Þórshöfn. Austurland: Kaupfólag Vopnfirðinga.Vopnafiröi. Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kaupfélag Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúösfirði. Vólsmiðja Hornafjarðar, Höfn Hornafiröi. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás,
Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum.