Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Síða 30
38
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998
J
Frá Hollywood til blákalds raunveruleikans:
við brjóstakrabba
Svo viroist sem lesbíum sé
hættara við að fá brjóstakrabba
en gagnkynhneigðum konum.
Þannig hljóða niðurstöður
tveggja vísindamanna í San
Francisco, þeirra Stephanie Ro-
berts og Suzanne Dibbie.
„Fleiri rannsókna er þörf en
niðurstöður þessarar rann-
sóknar benda til að marktækur
munur sé á þessum tveimur
hópum kvenna," segir í yfirlýs-
ingu frá læknasamtökum
lesbía og homma sem hafa að-
setur í San Francisco.
Borin voru saman gögn rúm-
lega eitt þúsund kvenna sem
komu á heilsugæslustöð eina í
San Francisco á árumun 1995-
97. Um 57 prósent kvennanna
sögðust vera gagnkynhneigðar
en 42 prósent lesbíur. Rann-
sóknin leiddi í ljós að lesbíur
komu verr út þegar þrír þekkt-
ir áhættuþættir fyrir
brjóstakrabba eru annars veg-
ar. Þyngdarstuðull þeirra var
hærri, þungnanir færri og
fleiri vefjarsýni höfðu verið
tekin úr brjóstum þeirra.
Frosnar múmíur á
eldfjalli í Perú
Sex ver varðveittar frosnar
múmíur hafa fundist á tindi
snæviþakins eldfjalls í sunnan-
verðum ^
fjöllum í £
Perú.
iMúmíuni-
ar eru af
fólki sem
var fórn-
að guðum fHjjMg
Inka fyrir
fimm
hundruð
árum.
Aö sögn Vm
fornleifa-
fræðinga
voru
múmíurn-
ar vafðar fl|
inn i alpa-
kaull og
aiit í mi
kringum
þær voru munir úr bæði silfri
og gulli. Hvergi í heiminum
munu fleiri mannfómir hafa
verið færðar en á þessu eldfjaili
sem er tæplega sex þúsund
metra hátt.
Sömu fomleifafræðingar
fundu múmíu á nærliggjandi
fjalli árið 1995 og var hún með-
al annars sýnd í Bandaríkjun-
um árið eftir.
Ríki Inka náði yfir mestöll
Andesfjöll þegar Spánverjar
komu til Suður-Ameríku
snemma á 16. öld.
Streituhormón
getur drepið
heilafrumur
Eins gott að vera ekki of
stressaður sé manni annt um
heilasellumar. Of mikið af
streituhormónum í heilanum
getur nefnilega drepið heila-
frumur.
Þetta kom fram á ráðstefnu
margra fremstu sérfræðinga
heimsins á þessu sviði í Lundi
fyrir skömmu.
Streita getur verið í finu lagi
í litlum mæli, eins og þegar
maður er að hefja nýtt starf. Sé
hún hins vegar langvarandi er
hún af hinu illa, einkum þó
þegar maður hefur ekki stjóm
á öllum aðstæðum.
Andlitaskipti em ekki
bara fjadægur draumur
Hugmyndin að baki hasarkvik-
myndinni Face Off kann að verða
að veruleika áður en langt um líður.
í þessari vinsælu kvikmynd skipt-
ust aðaltöffaramir, leiknir af þeim
John Travolta og Nicolas Cage, á
andlitum, að vísu bara annar af fús-
um og frjálsum vilja.
Það sem veldur þessari bjartsýni
vísindamanna er ágræðsla handar
og handleggs, með öllum tilheyr-
andi, svo sem beinum, vöðvum og
taugum, sem nýlega var gerð í
Frakklandi. Talið er aö sú vitneskja
sem aflaöist við þá aðgerð geti flýtt
fyrir því að hægt verði að skipta um
aðra líkamshluta, eins og andlit inn-
an tíðar.
Vísindatímaritiö New Scientist
segir frá því að lýtaskurðlæknirinn
John Barker við háskólann í Louis-
ville í Kentucky eigi ekki von á
öðra en að farið verði að græða ný
andlit á fólk á næstu fimm ámm.
„Barker spáir því að mest spurn
eftir slíkum ágræðslum muni koma
frá fólki sem hefur misst andlitið í
bruna, af völdum sjúkdóma, hagla-
byssuskota eða árása hunda,“ segir
í grein í New Scientist.
Lýtaskurðlæknar em þegar fam-
ir að nota húð og vöðva frá öðmm
hlutum líkamans til að gera við
sködduð andlit. Barker telur hins
vegar að miklu betri árangur náist
með því að græða á andlitshömnd,
vöðva og varir látins gjafa á sama
aldri.
Mesti vandinn sem fylgir
Batnandi manni er best að lifa:
Ekki eins sársaukafullt
að eldast og áður fyrr
Rolling Stones höfðu kannski rétt
fyrir sér þegar þeir kveinuðu há-
stöfum yfir því fyrir margt löngu
hvað það væri fúlt að verða gamall.
Sumum þykir það eflaust enn fúlt
en víst er að það er ekki eins sárs-
aukafullt og áður fyrr, ef marka má
niðurstöður rannsókna vestur í
Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn sem ná hárri
elli em ekki endilega dæmdir til að
ganga við staf eða hækjur, eins og
sumir óttuðust, að sögn vísinda-
manna við Rand stofnunina.
Þess í stað kom í ljós að þeir sem
lifa lengi em heilbrigðari en áður.
Sjónin er betri, þeir eiga ekki í eins
miklum erfiðleikum með að komast
leiðar sinnar og þeir hafa meira þol
til aö komast í gegnum amstur dag-
anna.
„Ef svo heldur fram sem horfir er
framtíðin ekki jafnskelfileg og fyrri
rannsókir bentu til, þar sem ekki
varð vart neinna framfara," segja
þær Vicki Freedman og Linda Mart-
in frá Rand-stofnuninni í grein sem
þær skrifa í bandarískt tímarit um
lýðheilsu.
í rannsókn sinni notuðust þær
Freedman og Martin við kannanir
sem bandaríska manntalsskrifstof-
an gerði á meira en tólf þúsund
manns sem talað var við á fjögurra
mánaða fresti frá árinu 1984. Þær
fundu greinilegan mun á erfiðleik-
unum sem fylgja þvl þegar árin
færast yfir.
Rétt tæplega fjórðungur þeirra
sem vora 65 ára eða eldri árið 1984
greindi frá því að hann ætti í erfið-
leikum með sjónina, í þessu tilviki
að lesa dagblað. Árið 1993 áttu að-
eins 19,6 prósent sama aldursflokks
í sams konar erfiðleikum. Þá var
búið að taka tillit til mismunar
milli hópanna.
Ef teknir em allir sem voru
komnir yfir fimmtugt, áttu 15,3 pró-
sent í erfiðleikum með að lesa dag-
blað árið 1984 en 11,6 prósent 1993.
Þá áttu 23,5 prósent erfitt með að
bera 4,5 kílóa innkaupapoka árið
1984 en ekki nema 18,9 prósent voru
sama sinnis níu árum síðar.
Freedman og Martin segja í lok
greinar sinnar að sífellt fleiri ættu
að vera færir um að starfa og búa út
af fyrir sig þar sem þeim fækkaði
sem þyrftu á læknisþjónustu og öðr-
um stuðningi að halda.
ígræðslu er sá að likami þiggjand-
ans hafhi vefjum eða líffærum gef-
andans. Ástralski kaupsýslumaður-
inn Clint Hallam, sem fékk hand-
legginn græddan á sig i Frakklandi,
verður að taka sterk lyf gegn höfn-
im það sem eftir er.
Ástralski skurðlæknirinn Wayne
Morrison, sem setti andlit ungrar
konu afhu- á hana eftir að það rifh-
aði af í hræðilegu slysi, segir að að-
gerð sín hafi verið eins konar gener-
alprufa fyrir andlitságræðslur.
John Davies, yfirmaður lýta-
skurðlækninga- og bmnadeildarinn-
ar á St Andrews sjúkrahúsinu í
Essex í Englandi sunnanverðu, seg-
ir að tæknilega sé mögulegt að
græða á andlit nú. Aðeins siðfræði-
legar og sálfræöilegar hömlur komi
í veg fyrir það.
„Þetta er spuming um höfnun,
þetta er spuming um að frnna gef-
anda við hæfi og þetta er spuming
um að fá leyfi allra siðanefndanna,"
segir Davies.
í forystugrein í New Scientist seg-
ir að þeir bjartsýnustu spái því að
húð sem ræktuð yrði með aðstoð
erfðatækninnar muni leiða til þess
að ekki vrði þörf á andlitságræðsl-
um, allir varahlutimir séu þá fyrir
hendi.
40 milljón ára
hvalur til sýnis
Gestir og gangandi í Georgia
Southem háskóla í Statesboro
geta nú fengið að berja augum
fágætan 40 milljón ára gamlan
steingerðan hval sem fannst fyr-
ir fimmtán árum þegar verið
var að reisa kjarnorkuver í
Georgíuríki. Hvalurinn verður
til sýnis til 25. október fyrir þá
áhuga hafa.
Steingervingurinn fannst níu
metra undir yfirborði jarðcir við
Savannah-ána, rúma tvö hund-
rað kílómetra austan við Atl-
anta. Hann samanstendur af
hauskúpu, neðri skolti, tönnum,
hryggjarliðum, rifbeinum og
mjaðmargrind.
„Þetta er hugsanlega eitt best
varðveitta eintakið sem til er í
heiminum af fyrstu hvölunum,"
segir Richard Hulbert, stein-
gervingafræðingur við Georgia
Southem. „Við höfum verið að
reyna að átta okkur á því hvem-
ig hann passar inn í þróunar-
mynstur hvala.“
Steingerði hvalurinn reyndist
við greiningu vera 39 til 41 millj-
ónar ára gamall. Á þeim tíma
var mestallt Georgíuríki, eins og
það er nú, undir hitabeltissjó.
í yfirlýsingu sem vísinda-
mennimir sendu frá sér fyrir
skömmu kemur fram að hvalur-
inn hafi verið byrjaður að breyt-
ast úr landdýri í sjávardýr.
Mjaðmagrindin hafði losnað frá
hryggjarsúlunni en dýrið var þó
enn með afturlappir. Mun þetta
vera eini þekkti steingerði hval-
urinn sem sýnir þetta mikil-
væga skref aðlögunarinnar að
því að lifa í sjónum.
Það voru starfsmenn raf-
magnsveitu Georgiu sem fundu
hvalinn á sínum tíma. Þeir
gættu hans eins og sjáaldurs
augna sinna þar til hann komst
í hendur vísindamanna og fyrir;
tækið hefur síðan veitt fé til
rannsókna á dýrinu.