Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 6
Opnanir
Galleri Ingólfsstrætl
8. í gærkvöld var opn-
uð sýning á verkum
gamla septem-brýnis-
ins Guómundu Andr-
ésdóttur í þessu höf-
uðbóli konsept-listar.
Guðmunda hefur all-
an sinn feril verið trú
abstraktinu og einkum hallað sér að hringform-
inu. Það er áberandi á verkunum I Ingólfs-
stræti sem öll eru ný af nálinni og sérstaklega
unnin fýrir þessa sýningu.
Vilrii
f Ó k U S 13. nóvember 1998
Norræna húslð. Sýning á verkum Herdísar
Tómasdóttur verður opnuö á morgun kl. 14.
Sýningin verður opin kl. 14-18 alla daga nema
mánudaga og stendur til 29. nóvember.
Gallerí Jörð, Hafnarfirði. Stelnvör BJarnadóttlr
Oþnar sýningu á morgun og stendur hún til 29.
nóvember.
Gallerí Hornlð. Á
morgun kl. 16-18
oþnar Guðrún Lára
Halldórsdóttlr,
Glára, sýningu á ol-
íumálverkum slnum.
Sýningin verður opin
alla daga kl. 11-24
en sérinngangur kl.
14-18 og stendur til
2. desember.
Síðustu forvöð
Listasafn ASÍ. Ásmundarsalur: Þrjár sýningar
hætta á sunnudaginn: Sýning Katrínar Slgurð-
ardóttur í Gryfjunni, Guörúnar Elnarsdóttur í
arinstofu og Krlstlns Péturssonar í stóra saln-
um. Opið verður frá kl. 14-18.
Gallerí Svartfugl. Sýning í Listagillnu á verkum
Drafnar Guðmundsdóttur myndhöggvara hætt-
ir á sunnudaginn. Opnunartimi Gallerísins er
kl. 14-18.
Gallerí Stöölakot, Bókhlöðustíg 6. Steinþór
Marlnó Gunnarsson er með sýningu á verkum
sínum sem flest eru unnin á árunum '96-'98.
Sýningunni lýkur á sunnudag en þangað til er
opið frá kl. 14-18.
Aðrar sýningar
Llstasafn íslands. Sýningin 80/90 Speglar
samtímans frá samtímalistasafninu í Ósló er
úti um allt hús. Þverskuröur nútímalistar sem
Norðmenn hafa safnað saman fyrir olíugróö-
ann. Þótt eflaust megi sitthvað finna að úrvali
þeirra þá verður að segja að það er betra en
þorskgróði íslendinga hefur getið af sér í Lista-
safni íslands. Hér er því tækifæri fyrir Islend-
inga aö spássera um sali og ímynda sér hvern-
ig Listasafnið liti út ef við værum ríkari - eða
smekklegri.
KJarvalsstaðlr. Þrjár sýningar eru I gangl:
„Framsýnlng: Faroysk nútíðarllst" í austursal.
Nýja kynslóöln í norrænum arkltektúr í vestur-
sal. Myndlist og tónlist: Halldór Ásgeirsson og
Snorri Slgfús Birglsson í miðsal. Sýningarnar
eru opnar alla daga frá kl. 10-18. Á sunnudög-
um kl. 16 er leiðsögn um sýningarnar fyrir þá
sem það kjósa.
Mennlngarstööln Gerðuberg.
Yfirlitssýning á verkum Hann-
esar Lárussonar, einkum verk
frá 1978 og fram til loka ní-
unda áratugarins. Hannes er
einnig með verk í Galleríl Sæv-
ars Karls við Bankastræti.
Gerðarsafn Kópavogl. Sýning til heiðurs Sæ-
mundl Valdlmarssyni áttræðum, yfirlit yfir feril
hans. Það sem vartil sölu af verkunum rann út
á fyrstu mínútunum - enda þykja stytturnar
hans mikil heimilisprýði.
Bílar og llst, Vegamótastíg 4, Reykjavík. Á
morgun opnar Hildur Waltersdóttlr listmálari
sýningu er ber heitið „Dýr - Leikur". Sýningin
verður opin alla virka daga kl. 10-18. Laugar-
daga og sunnudaga kl. 12-16 og stendur til
10. desember.
svona ferðalögum er þetta bara
vinna á daginn og svo á ég kvöldin
eftir til að skemmta mér, spóka
mig um og skoða lífið og tilveruna.
Ég nýt lífsins alveg í botn og fer
ekki í vont skap nema einu sinni
til tvisvar á ári. Og þá verða allir
mjög hissa.“
Sóley er stór. Hún er að minnsta
kosti einn og áttatíu en eins og al-
kunnugt er þykir það mjög gott í
fyrirsætubransanum. Hins vegar
væri hún alveg til í að vera lægri í
loftinu og notar ýmsar aðferðir til
að líta út fyrir að vera minni en
hún er.
„Ég á enga háhælaða skó og
þess vegna fila ég þessa hipp-hopp
tísku svo vel. Það er frábært að
geta verið í strigaskóm og víðum
fotum sem láta mann líta út fyrir
að vera aðeins lægri í loftinu. Svo
stend ég yfirleitt gleið og set mig í
þannig stellingar að ég virki enn-
þá minni. Ég er ekki nógu mikil
glenna I mér til þess að rétta úr
mér og gnæfa yfir alla sem eru í
kringum mig.“
Kyrkislöngur um hálsinn
Af hverjufluttir þú sextán ára aó
heiman?
„Ég ákvað það þegar ég fermdist
að ég skyldi flytja að heiman um
leið og ég yrði sextán. Þetta er
bara einhver þrá eftir sjálfstæði.
Ekki vegna þess að mér líkaði illa
að vera hjá mömmu, alls ekki. Við
erum mjög góðar vinkonur og
vinnum meira að segja á sama
stað. Það er samt miklu betra að
vera ein en að hlusta á mömmu
skipa mér að bursta tennumar
klukkan eflefu og svona.“
Hvenær œtlar þú aö eignast
börn?
„Verður þetta langt viðtal?"
Þaó fer bara eftir því hvað þú
talar mikiö,
„Ég er nú ekki þekkt fyrir að
vera mikil sögumanneskja. Þegar
ég fer að segja sögur verður alltaf
vandræðaleg þögn og fólk lætur
sig hverfa. Ég er aflt of langorð og
fer út í óþarflega mikil smáatriði,“
segir Sóley og bætir því við að
hún leggi miklu meiri áherslu á
tónlist en tal í útvarpsþáttunum
sínum á Skratz. Hún getur ekki
ímyndað sér að fólk hafi gaman af
því að heyra endalaust hvað
klukkan sé orðin margt og hvemig
viðri úti fyrir.
„Þá er betra að vera með nóg af
R&B og rappi og minna af blaðri.
Auk þess verður þáttagerðin
miklu auðveldari þannig. Persónu-
lega er ég meira fyrir rappið en
læt mig hafa R&B.“
Rappar þú ekkert sjálf?
„Nei, ég er svo hrikalega feimin.
Þá þyrfti ég líka að fara að semja
texta.“
Sumir myndu nú ekki sam-
þykkja þessa yfirlýsingu Sóleyjar
Kristjánsdóttur, að hún sé feim-
in. Þama virðist vera á ferðinni
stelpa sem er einmitt alls ófeimin
við að koma sér áfram. Hún var
aðeins sextán ára þegar leið henn-
ar lá í útvarpið í gegnum eins kon-
ar kynningarstjórastarf á
skemmtistaðnum Tetris.
Útúrsniðug kvöld
„Ég stóð fyrir sérstökum kvöld-
um á Tetris fyrir sextán ára
krakka. Þessi kvöld voru útúrsnið-
ug og loksins var eitthvað að ger-
ast fyrir þennan aldurshóp. Þau
vom líka sniðug að því leytinu til
að Sverrir og Júlli Kemp, sem
voru þá með staðinn, misstu
skemmtanaleyfið í einhvem tíma
og þá fékk ég að halda svona sak-
laus kvöld á meðan. Ég var eins og
litla systir þeirra þar sem ég leigði
hjá Júlla. Ég sá um allt sjálf í
tengslum við þessi kvöld, útvegaði
plötusnúða, drykki frá Sól, hélt
tískusýningar, vann í fatahenginu,
hengdi upp plaköt úti um allan bæ
til að auglýsa þetta og svo var ég
líka látin lesa sjálf útvarpsauglýs-
ingamar. Það vom fyrstu skrefin
mín í útvarpi," segir Sóley og skil-
ur ekkert í því núna hvað hún var
dugleg. Sextán ára krökkum til
mikillar ánægju er hún samt að
vinna í því að endurtaka leikinn.
Sóley hefur gert fleira en að
vera í útvarpinu og skemmtana-
bransanum. Hún hefur unnið við
fyrirsætustörf víða um heim síðan
hún var fjórtán ára. Dvalið í aðal-
borgunum, London, París, New
York, Mílanó og Tokyo sem
hún segir vera „geðveik-
ustu“ borg í veröldinni.
„Ólíkt því sem ég hafði
ímyndað mér er þetta önn-
ur mesta hipp-hopp borg
heims á eftir New York.
Maður sér fyrir sér að
þama sé allt morandi í litl-
um körlum með skjala-
töskur en svo kemur í ljós
að unga fólkið er í geð-
veikislega flottum hipp-
hopp fötum og frábær
tónlist ómar um allt.“
Sóley er stór
Er gaman aö vera fyr-
irsœta?
„Það fylgir því rosa-
mikil vinna og sumar
stelpur hringja grenj-
andi heim og gefast upp
af heimþrá og vanlíð-
an. Ég nýt þess hins
vegar að kynnast fólki
og lít ekki endilega á
mig sem módel. Á
átján ára og
ennfærri
hafa verið
reglulega í
loftinu í
meira en ár. Þess vegna
er Sóley Kristjánsdóttir
á útvarpsstöðinni Skratz
svolítið sérstök. Sóley er
alttaf hress og svo er hún
líka sæt þó það sjáist
ekki í útvarpinu. Hún hef-
ur starfað sem fýrirsæta
vfða um heim, er hávaxin
en gerir altt til að líta út
minni en hún er.
„Úff. Ég veit það ekki. Ég er eig-
inlega miklu meira fyrir dýr. Svo
væri líka betra að vera búin að
finna hinn eina sanna áður en ég
fer að hlaða niður bömum.“
Þegar Sóley segist vera hrifin af
dýrum er hún ekki að tala um
litla, sæta hvolpa og kettlinga. Þau
eru öllu hárlausari kvikindin sem
hún hefur tekið ástfóstri við.
„Ég elska kyrkislöngur, hef átt
einar þrjár og líka risastóra tar-
antúlukönguló. Slöngur eru bestu
dýr í heimi. Þær hafa allar mis-
munandi persónuleika.
Það tekur bara soldinn
tíma að kynnast þeim. Þær
lykta ekki, fara ekki úr
hárum, gefa engin hljóð frá
sér og ég get farið frá þeim
í mánuð án þess að þurfa að
hafa áhyggjur af því að þær
fái ekki að borða. Svo er
líka æðislegt að hafa þær
vafðar um hálsinn þegar
maður er að slaka á eða
horfa á vídeó.“
Erfitt að veija
Þó Sóley hafi verið að vinna í
skemmtanabransanum, útvarpinu
og sem fyrirsæta er ekki þar með
sagt að hún hafi gefið allt nám upp
á bátinn. Hún er á öðru ári í
Kvennaskólanum í Reykjavík og
stefnir á stúdentspróf. Hvaö hún
ætlar svo að leggja fyrir sig í fram-
tíðinni er hins vegar alls óvíst.
„Ég skipti um skoðun á hverjum
degi. Ætlaði einu sinni að verða
skordýralíffræðingur en hætti við
þegar ég komst að því að það bygg-
ist allt á stærðfræði og skýrslu-
gerð. Það heillar mig ekki. Ég vil
bara gera það sem er skemmti-
legt.“
Nú ert þú komin meö kosninga-
rétt. Ætlar þú aó kjósa í alþingis-
kosningunum?
„Já, örugglega ef ég get ákveðið
mig. Ég er enn ekki búin að kom-
ast aö því hvar ég stend í pólitík
en þarf að finna einhvern til að
setja mig inn í þau mál. Mér finnst
bara svo erfitt að velja þegar úr-
valið er mikið. Eins og þegar ég fer
út í sjoppu til að kaupa mér lang-
loku og það eru til margar tegund-
ir. Þá ruglast ég alveg í ríminu og
veit ekkert hvað ég vil.“ -ilk
FÓKUSMYNDIR: ÞÖK