Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 10
M dtmn
Hafnarkráin er alvörustaður, mannaður alvörufólki sem
drekkur bjór og spekúlerar í lífinu. Norræn pöbbastemning
er loksins komin til landsins eftir tæp tíu ár í bjórnum.
Mikael Torfason vakti fram eftir og stýrði eldhúsdags-
umræðum á Hafnarkránni rétt eftir miðnætti.
enn
Kúi,
iur, lítil skip og alls konar
fiskidrasl hangir í loftinu. Minnir
óneitanlega á Hamborg. Það eru
ekkert svo margir á staðnum. Sex
á bamum og þrjú í einu homi.
Við göngum að bamum og biðjum
um Geira. Ekki það að ég eða Ijós-
myndarinn þekki hann. Geiri er
bara þekktur fyrir góðmennsku
og því athugum við hann fyrst.
„Sælir,“ segir hann og brosir.
Ég kynni mig og blaðið og segi
að erindið sé að spjalla við fólk.
Taka púlsinn á stemningunni og
svona. Geiri kinkar kolli og segir
að það sé nú í lagi en það séu nú
kannski ekki margir í kvöld.
„Nóvember hefur aldrei verið
feitur," segir Geiri. „Það er alltaf
meiri stemning í desember og á
sumrin. Veðriö spilar líka inn í
héma í miðbænum og því er alltaf
minna um að vera fyrst þegar
byrjar að kólna,“ heldur Geir
áfram og hlær að öllu saman.
En eru menn ekki aö rœöa
landsins gagn og nauösynjar
hérna?
„Auðvitað er sjálfsagt rætt
um heims- og landsmálin
héma eins og annars staðar.
Það vita náttúrlega allir
hvemig best er að reka þessa
blessuðu veröld. Ég tala nú
ekki um þegar búnir eru
nokkrir bjórar."
Geiri bætir því við að hann
vilji bjóða okkur ljósmyndar-
anum upp á bjór. Okkur þyk-
ir ekkert sjálfsagðara en mis-
nota aðstöðu okkar í þessari
dimmu yfirvinnu svo við
þyggjum hressingu að út-
lenskum sið og lítum líka á
það sem vopn í baráttunni við að
gestirnir treysti okkur. Enda
mildast augu gesta þegar við
fáum bjórinn.
Það er nú búið að vera rólegt í
kringum þig undanfarið, Geiri.
Var ekki alltaf verið að skammast
og kvarta undan þér í fyrravetur?
Nágrannamir?
„Jú. Ég hef töluvert reynt að
gera andlitslyftingu á staðnum.
Fyrir nokkmm árum var orðið
pakkfullt héma upp úr hádegi en
nú reynum við að vanda valið.“
Hagfræðingur,
öryrki og heimilishjálp
Þessi þrjú í horninu benda mér
að setjast hjá þeim. Ég brosi sett-
lega og hlamma mér með bjórinn,
Ekkert jafnast a við goða skal eftlr eldhusdagsumræður.
Kannski væri ráð fyrir þingmenn landslns að halda fundi
á Hafnarkránnl hér eftir. Þetta fólk var langt frá því að vera
vitlausara en alþinglsmennirnir.
Geiri er kóngurinn á Hafnarkránnl. Hann á og rekur
slotiö sem hefur gengið í gegnum breytingar hvað
kúnnahópinn varöar.
kynni mig og þau vilja vita hvað-
an ég er og hvar ég ólst upp. Ég
svara samviskusamlega og bið
þau að gera það sama.
„Björgvin Ómar. Ólst upp í
Skipasundi og er öryrki," segir
skeggjaður og hippalegur maður
á miðjum aldri. Hann er með
hreim og framburðurinn minnir
að einhverju leyti á Kára Stef-
ánsson.
„Einar Gimnarsson. Ólst upp
í Hlíðunum. Ég er hagfræðingur,
starfa sjálfstætt og sé um bókhald
Hafnarkrárinnar,“ segir rólegasti
maðurinn á svæðinu. Handa-
hreyfingarnar eru mjög yfirveg-
aðar, bjórglasið svífur hægt að
vörum hans og sopinn rennur
hæglega ofan í þennan hagfræð-
ing sem virðist taka
öllu með stóískri ró.
Konan í hópnum tek-
ur til máls. „Ég heiti
Ástríður, kölluð Ásta.
Ólst upp i vesturbæ og
vinn við heimilishjálp,"
segir þessi drottning
staðarins.
Ertu þá KR-ingur?
„Já.“
Varstu svekkt þegar
þeir klúöruöu titlinum?
Einar Gunnarsson er alinn
upp í Hlíðunum. Hann er
sjálfstætt starfandi hag-
fræðlngur og sér meðal
annars um bókhald Hafnar-
krárinnar.
Ástríður, kölluð Ásta,
ólst upp í vesturbænum
og er því KR-lngur. Hún
starfar við heimilishjálp
og finnst vera of mlklð um
þjófa í þessu landi.
„Nei,“ svarar Asta
og hlær að öllu sam-
an.
En hvaö finnst
ykkur um gagna-
grunnsfrumvarpiö?
Björgvin finnst
eðlilegt að það verði
samþykkt. „Sérstak-
lega ef það bjargar
mannslífum."
Einar: „Ég er
sömuleiðis fylgjandi því.“
„Mér finnst það ekkert sér-
stakt,“ segir Ásta og bætir því við
að þetta sé glæpaþjóðfélag sem
við lifum í.
Ég spyr þá hvort það sé eitt-
hvað sem fari í taugarnar á þeim
við samfélagið, fyrir utan þá stað-
reynd að við lifum í glæpaþjóðfé-
lagi.
Björgvin baðar út höndum og
segir að bjórinn og brennivínið sé
allt of dýrt. Honum er mikið niðri
fyrir. „Þetta er einfaldlega of dýrt
vegna þess að það eru alkóhólist-
ar sem drekka mest af þessu og
þeim er alveg sama. Þetta gengur
fyrir hjá þeim og því mótmæla
þeir ekki.“
Hagfræðingurinn Einar er
greinilega frjálshyggjumaður
hvað bjór og léttvín varðar því
hann vill selja það í matvöru-
verslxmum og vitnar í könnun
sem Bónus gerði um þetta mál.
Hvaö um fíkniefni, á aö lögleiöa
þau?
„Það eiga bara ekki að vera til
nein fíkniefni," svara Ásta, alvar-
leg.
Þetta var best 1974
Þorsteinn (Steini) Jón Ósk-
arsson sjómaður mætir á
staðinn. Fastagestirnir
okkar heilsa og hann fær
sér sæti hjá okkur og segir
mér að skipið sé í slipp og
því sé hann blankur þessa
dagana. Þá biður hann um
sopa af bjórnum en fær
ekki. Ljósmyndarinn gefur
honum bara sinn bjór, vel
rúmlega hálfan.
Finniöi fyrir góöœrinu?
„Já, ég finn fyrir því,“
segir Einar og kveikir yfir-
vegað í sígarettu. „Sérstak-
lega eftir að áætlaður hagn-
aður eftir níu mánaða upp-
gjör íslandsbanka nam níu
Þorsteinn Jón Oskarsson, kallaður Stelnl,
ólst upp á Nesinu. Hann er sjómaður á
rækjutogaranum Guðrúnu Hlín sem er í slipp.
Stelni er því pínu blankur þessa dagana.
hundruð milljónum. Og svo
finnst mér matvöruverð fara
lækkandi.“
Ásta er ósammála því og segir:
„Ég finn jafnvel minna fyrir góð-
æri nú en áður. Því það eru allir
glæpamenn í þessu þjóðfélagi."
„Ég finn fyrir góðæri," segir
Steini. „Nema að það þarf að fara
að veiða þorskinn svo við getum
farið á rækju og það þarf líka að
leyfa hvalveiðar."
„Þetta var best hérna 1974,“
fullyrðir Björgvin og vinirnir
kinka kolli til samþykkis.
Hvaö um veiöileyfagjald, eruö
þiö hrifin af því?
„Nei,“ segir Einar. „Ég er mjög
hrifinn af stefnu Þorsteins Páls-
sonar og ríkisstjórnarinnar í
þessum málum.“
Björgvin: „Við getum ekki lifað
án kvóta.“
Ásta segir þá að þetta séu allt
saman þjófar en Steini sjómaður
hefði ekkert á móti því að útgerð-
armennimir greiddu fyrir afnot-
in af auðlynd allra landsmanna.
Tár yfir jarðarförinni
Ef það yrði kosið á morgun,
hvað mynduð þið kjósa?
Einar myndi að sjálfsögðu exa
við D-listann, Davíð og hans fólk
í Reykjavík. En Einar skýst
snöggvast á barinn og heyrir ekki
svör hinna.
„Ekki neitt,“ segir Ásta í fússi.
„Ég hef alla tíð verið sjálfstæð-
ismaður," segir Björgvin og hall-
ar sér fram á borðið. „Og ég verð
það á meðan stefnan þeirra er
eins og hún er.“
„Ég bara veit það ekki,“ segir
Steini og tekur sopa af bjómum.
„Ég á mjög erfitt með að ákveða
10
f Ó k U S 13. nóvember 1998