Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 11
Björgvin Ómar ólst upp í Skipasundi og er fyrrum sjómaöur og iönverkamaöur. Hann bjó í Svíþjóö í sjö ár og þótti þaö fínt þar til hann fékk heimþrá og fór heim. í dag er Björgvin öryrki. hvað ég á að kjósa eftir að Ólafur Ragnar varð forseti." Geiri skellihlær á bamum svo það glymur í staðnum. Einar kem- ur aftur með glas í hendi og réttir Ástu. Innihald glassins er bronslitað, líkt og eplasafi. Ásta vill fá að vita hvað er í því og Ein- ar fullyrðir að þetta sé vodka í spræt. Hún er ekki alveg að kaupa það og spyr út í litinn. Einar út- skýrir að það hafi óvart slysast smákók út í drykkinn. Ásta lætur kjurt liggja og sýpur af glasinu. „Ég er uppalinn á Nesinu," heldur Steini áfram og ekki er laust við að hann sé frekar sorg- mæddur. „Og ég þekkti hjónin. Þau voru alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem áttu bágt.“ Horföiröu á jaröarförina? „Já. Og fannst hún mjög sorg- leg,“ svarar Steini og byrjar að hósta. „Ég horfði líka á hana,“ segir Björgvin og bætir því viö að hann hafi einnig horft á það þegar kist- an kom til landsins. „Mjög sorg- legt. Þau voru fædd fyrir hvort annað.“ Steini heldur áfram að hósta djúpum og óhugnanlegum hósta. Einar: „Ég horfði á alla jarðar- förina og táraðist. Þetta var allt saman til sóma fyrir ríkisstjórn- ina, hvernig þeir stóðu að þessu. Og ég tók sérstaklega eftir því hvemig Margrét Danadrottning lifði sig inn í sálmana og alla at- höfnina. Enda hef ég heyrt að hún kunnu dálítið í íslensku." „Ég horfði svolítið á jarðaríor- ina en ekki alveg, sko,“ segir Ásta og aðspurð um hvernig henni hafi fundist hún svarar hún: „Jú, jú, sosum ekkert sérstök en allt í lagi.“ Steini getur ekki hætt að hósta. Þykjast vera drottningar „Ég er með krónískan bronkít- is,“ útskýrir Steini þegar hann hættir loks að hósta. „Einu sinni var ég næstum kafnaður. Bara steinlá í gólfinu." „Það hefur nú aldrei verið svo slæmt hjá mér,“ segir Björgvin sem sjálfur hefur þurft að berjast við hósta stöku sinnum. „Eru þetta ekki reykingamar?" spyr Einar. „Jú, líka,“ svarar Steini, dauf- lega. Ásta grípur þá um handlegginn á Steina og segir: „Þú verður bara að hætta þessu.“ Steini kinkar kolli og segist vita það. Síðan snýr hann sér að Ein- ari og fær lánaða hjá honum sígar- ettu. Ásta og Einar byrja að spjalla um lífið og tilveruna á meðan Steini og Björgvin sökkva sér í dýpri heimspeki um þrálátan hósta. Einar hrósar hári Ástu og hún tekur hrósinu vel. Þau skála sam- an og skjalla. Einar segir mér að íslenskar konur séu allar svona. „Þær þykjast vera drottningar." Ásta hlær og þau skála aftur. Skála síðan við alla og við mig og við Teitur ljósmyndari látum okk- ur hverfa. -MT Edda Pétursdóttir er stelpan sem vann Fordkeppnina núna síðast, aðeins fjórtán ára og nýfermd. Það var einmitt þá sem allir urðu svo hneykslaðir vegna ungs aldurs keppenda og stór hluti þjóðarinnar talaði ekki um annað. En Eddu er alveg sama um svona raddir og heldur ótrauð áfram því sem hún var byrjuð á. Um helgina liggur leið hennar til Portúgals í keppnina Supermodel of the World. Ert þú súpermódel? „Nei, alls ekki.“ En ef þú vinnur keppnina? Hlýturðu þá ekki titilinn „Supermodel of the World“? „Jú, en ég geri alls ekki ráð fyrir því að sigra. Aðalatriðið er að vera með og ganga vel, þá gæti allt eins farið svo að ég kæmist á samn- ing. Þarna keppa um það bil fjörutíu stúlkur og ég verð ánægð ef ég lendi einhvers staðar fyrir ofan miðju." Værirðu tilbúin að fresta námi ef þú kemst á góðan samning? * „Ég stefni á að fara í framhaldsskóla, líklega Menntaskólann við Hamrahlíð, en ef mér bjóðast góð tækifæri sem fyrirsæta þá kemur alveg til greina að hliðra þessu eitthvað til.“ Ferðu ein þíns liðs utan? „Nei, umboðsmaður frá Eskimo Models verður með í för og líka mamma og pabbi. Þau styðja mig í þessu öllu saman og sjá um margt fyrir mig." Er ekkert fúlt að hafa mömmu og pabba alltaf með? „Nei, það er þara fínt. Stundum taka þau stjórnina alveg í sínar hendur en það er samt mikið öryggi í að hafa þau með í ráðum." Finnst þér þú ekki vera of ung til að standa í þessu? „Nei, mér finnst það ekki. Sumir vilja meira að segja meina að ég sé frekar þroskuð miðað við aldur en ég get auðvitað ekki dæmt um það sjálf." Hvernig finnst vinkonunum að þú sért ------- vinsæl fyrirsæta? „Vinir mínir taka þessu allir vel og eru bara ánægðir með mig. Svo á ég líka vinkonur sem eru að gera svipaða hluti og ég. Ég held að ég sé ekkert öðruvísi en vinir mínir þó að ég sitji fyrir.“ Svo ertu líka í ballett. Hvort myndir þú frekar vilja ná frama þar eða sem fyrirsæta? „Ég æfi jassballett og finnst það gaman en held samt að ég myndi velja hinn kóstinn ef ég ætti um þetta tvennt að velja. Það eru miklu meiri pening- ar í fyrirsætubransanum og svo býður hann líka upp á mikil ferðalög. Mér finnst mjög gaman að ferðast og þess vegna hlýtur fyrirsætustarfið að henta mér ágætlega." Býst alls ekki við að sigra fyrir börn Avaxtakarfan er leikin I Óperunnl kl. 14 á morgun, örfá sæti. Karfan er líka á sunnudag kl. 17, uppselt. Foreldrar virðast samþykkja þessa sýningu sem fjallar um það hvernig eigi að haga sér gagnvart öðr- um. Síminn í Óperunni er 551-1475. ÞJóðlelkhúslð, á Stóra sviði. Bróðlr mlnn Ijóns- hjarta eftir Astrid Lindgren er sýnt á sunnduag kl. 14, uppselt. En það eru nokkur sæti laus á miðvikudag kl. 15. Símapantanir f síma 551- 1200. Snuðra og Tuðra eftir Iðunni Stelnsdóttur er | sýnt i Móguleik- j húslnu við hlemm. Það er I þvf miöur upp-1 selt á sýninguna kl. 14 á morgun en um að gera fýrir foreldra að fá sér miða kl. 16 en þá eru örfá sæti laus. Síminn er 562-5060. Iðnó sýnir ævintýrið Dimmalimm á laugardaginn kl. 14, laus sæti. Sími 530-3030. Hafnarfjarðarleikhúslð. Ailra, allra, allra, allra sfðasta sýning (vegna fiölda áskorana) á Sfð- asta bænum f dalnum á sunnudaginn kl. 14. Þetta ævintýri er frá leikárinu f fyrra og hefur ver- ið að reyna að hætta en neyðist til að fram- lengia vegna aðsóknar. Mögulelkhúsið við Hlemm. Góðan dag, Elnar Áskell, eftir Gunlllu Bergstróm er sýnt f allra sfðasta skipti á sunndudaginn kl. 14. Það má enginn aðdáandi Einars missa af þessu verki. meira a. www.visir.is 13. nóvember 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.