Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Side 13
 popp Sænska sveitin The Cardigan hefur sent frá sér sína fjórðu piötu, Gran Turismo - ágætís piötu en kannski ekki sama meistarverkið og „Life“. Dr. Gunni sló á þráðinn til sönggyðjunnar Ninu Persson. Eins og aðrir Skandínavar vefst fyrír henni hvort hægt sé að þjást af einhverju viti í velferðarþjóðféiögum. Það er slatti Ýmsir flytjendur - Popp í Reykjavík: ikiL Þúsund Nú þegar ráðherrar lýsa því yíTr að tónlist skuli flutt út á sama hátt og fiskur er mokveiði á íslenskum poppmiðum. Tónlistarfólk er dreg- ið spriklandi um borð í ryðkláfa gamalgróinna útgerða, jafnt sem splunkunýja frystitogara nýrri sæ- greifa. Tilmæli poppfræðinga um kvótaskerðingu eru að engu höfð og má búast við hruni í stofninum á komandi árum. Meðal aflakónga þetta árið hljóta að teljast útgefendur Popps í Reykjavík. Fyrst var það bíó- myndin, svo geisladiskurinn sem inniheldur ekki nema að litlu leyti lög úr myndinni - væntan- lega svo að auðveldara verði að selja myndbandið. Öll lögin á Popp í Reykjavík eru gefin út með góðfúslegu leyfi ein- hvers, jafnvel listamannanna á færibaucli sjálfra. Greinilega harður bransi þegar maður þarf að semja við sjálfan sig um útgáfu á eigin lagi. Það er einmitt þessi atvinnu- mennska og ofuráhersla á að standast samanburð við útlent popp sem skemmir hvað mest fyr- ir poppinu reykvíska. Alltof marg- ir róa þar á sömu mið og koma í land með kauðslegt danspopp með (yfirleitt) kvenrödd yfir. Jafnvel bönd eins og Gus gus, Quarashi og Lhooq virka þreytt og eru þó mun betri en ball- öðusullið í Bang Gang eða gangsterarappið frá Real Flavaz. Því popp í Reykjavík er sungið á ensku þessa dagana og í raun fátt á plötunni sem minnir á höfúð- borgina. Helst þá eitthvert gamal- dags reifpartí þar sem allir eru löngu famir heim. Botnleðja á þó gott innskot með Flight 666. Fínt lag og eitt af fáum skífunnar þar sem hljóð- blöndunin bendir ekki til þess að allir sem við hana eru riðnir liggi andvaka á nóttunni yfir áhyggjum af útvarpsspilun. Magga Stína kemur einnig vel út að venju en það eru engar frétt- ir. Fréttimar era þær að Popp í Reykjavík samanstendur að mestu af bragðdaufum eftirlíking- um af því sem þykir/þótti fint úti i heimi. Einnig koma sömu nöfn- in grunsamlega oft við sögu í mis- munandi lögum á plötunni; of oft til að hægt sé að taka þetta trúan- legt sem hlutlausa mynd af popp- lífinu í landinu. En það má reyna að selja þetta útlendingum. Það má alltaf reyna. Ari Eldon „Fréttirnar eni þær að Popp í Reykjavík samanstendur að mestu af bragðdaufum eftirlfldngum af þvi sem þykir/þótti fínt úti í heimi. Einníg koma sömu nöfnin grunsamlega oft við sögu í mismunandi lögum á plötunni; of oft til að hægt sé að taka þetta trúanlegt sem hlutlausa mynd af popplífinu í landinu." Víkurröst á Dalvík. Á mótl sól verður komin þangað annað kvöld. Akureyri. Sálin hans Jóns míns verður í SJall- anum I kvöld og fagnar tiu ára starfsafmæli sinu og tvöfaldri geislaplötu með þekktustu slögurunum. Á Polllnum á Akureyri veröur konukvöld i kvöld. Á morgun verður hins vegar Eyjakvöld og Raggl SJonna ætlar að stýra veislunni. Danssveitin KOS leikur fyrir dansi bæði kvöldin. 1 meira áf www.visir.is Kaffl Reykjavik. Hljóm- sveitin Slxtles spilar í kvöld og annaö kvöld en á sunnudagskvöldið verða Rúnar Júl. og Slggi Dagbjarts á staönum. Snæfríður og stubbarnlr spila i siöasta skipti saman eftir 10 ára spilamennsku á Fógetan- um í kvöld og á morgun en á sunnudagskvöld- iö koma Irskir og íslenskir tónlistarmenn sam- an og spila órafmagnað. Á Kringlukránni ætlar hljómsveitin SÍN að halda uppi stuöinu alla helgina og Vlðar Jóns- son verður á rólegri nótunum í Leikstofu staö- arins. Naustlð. Að venju veröur Gleðlstund meö Ernl Árnasyni og Kjartanl Valdlmarssyni í kvöld og á morgun. í Naustkjallaranum ætlar plötusnúöurinn Skugga-Baldur að stjórna tónlistinni um helg- ina en á fimmtudaginn verður stiginn línudans á vegum Kántrýklúbbsins. Grand Hótel v/Sigtún. Allir eru velkomnir að hlýða á Gunnar Pál leika og syngja dægurlaga- perlur um helgina. Síðdegistónleikar Hlns hússlns og rásar 2 verða í dag klukkan fimm eins og venjulega. Nú ætlar hljómsveitin Klamedia X að spila en hún sigraði á Rokkstokk '98 i Reykjanesbæ. Klúbbastemning á Spotllght i kvöld með DJ ívarl. Á morgun mætir svo Páll Óskar I eigin persónu í fyrsta sinn á staðinn og ætlar að flytja nýja jafnt sem gamla danstónlist i bland við þekkt lög úr „gay“ tónlistarheimin- um. Anna Vllhjálms og Hllmar Sverrls veröa á Næturgalanum í kvöld og annaö kvöld en á sunnudagskvöld mætir Hjördís Gelrs og hljómsveitin hennar með nýju og gömlu dansana. Tónlistinni á Slr Ollver í kvöld verður stjórnað af hinni velkunnu útvarpskonu Stjörnunnar Andreu Jónsdóttur. Pétur og Beggi (helming- ur Bítlanna) mæta svo á morgun og spila og syngja með stæl.til klukkan þrjú. Á sunnu- dagskvöldiö veröa það Andrea Gylfa og Eddl Lár sem vaka meö fólki fram á mánudag eða til klukkan eitt. Lelkhúskjallarlnn. Stjórnln leikur fýrir dansi i kvöld en á morgun verður Slggl Hlö með það nýjasta frá Bandarikjunum í diskóbúrinu. í FJörunnl á Fjörukránni spilar Jón Meller á pí- anóið en í Fjörugarðinum leikur Víklngasveltln og syngur fyrir i Víkingaveislum i kvöld og á morgun. Vegamót. DJ. Maggl Legowitz verður meö diskóvæna blöndu fyrir konur í kvöld. Á Catalínu í Kópavogi verður hljómsveitin Út- lagar alla helgina. Vegna fjölda áskorana mun Jóhanna Þórhalls- dóttir söngkona ásamt Slx-Pack Latlno laöa gesti Kaffileikhússins fram á dansgólfiö með blóðheitri tónlist á morgun. Kvðldverður hefst klukkan átta og tónleikar klukkan tíu en þeir eru aðeins fýrir matargesti. Klukkan ellefu verður rýmt til svo hægt verði að dansa fram á nótt. Álafoss föt bezt. Dagskrá helgarinnar er til- einkuö Creedence Clearwater Revlval. Rytj- endur eru Glldrummezz. Á Glaumbar á sunnudagskvöldið og reyndar öll þau kvöld í vetur munu þeirfélagar úr „Bítk unum“ vera með sneisafulla dagskrá af spilirii og öðrum uppákomum eins og þeim einum er lagið. Sveitin Búðarklettur I Borgarflröi. Rut Reginalds og Blrglr Jóhann leika í kvöld og á morgun. Hljómsveitin Buttercup verður í góðri stemn- ingu í kvöld þar sem hún stendur fýrir heljar- ins sveitaballi i Hlöðum i Hvalfirði meö nem- endum og gestum Fjölbrautaskólans við Ár- múla. Á morgun færa þeir sig svo upp á Skaga og halda þar uppi viðteknum hætti á veitingahúsinu Langasandl. Keflavík. I Skothúslnu I kvöld verður kosn- ingadansleikur Gunnars Blrglssonar og mun stórsveitin Reggle On lce leika fýrir dansi til klukkan þrjú. Húsið verður opnað klukkan tiu. Á morgun verður svo R&B kvöld og sá allra heitasti i danstónlistinni, DJ. Svali af FM957. Lundlnn í Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Haf- rót verður þar bæði í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin Sóldögg leikur á Mællfelll á Sauðárkróki i kvöld en á Hótel Akranesi á morgun. Hlööufell á Húsavík. Á móti sól leikur í kvöld. Það eru orðin sex ár síðan Sví- amir í Cardigans stungu fyrst í samband í bílskúr í Janköping með það að leiðarljósi að verða frægir popparar. Þetta voru krakkar sem höfðu gaman af indírokki banda eins og Stone Roses og Smiths og áhugi á þung- arokki Black Sabbath hefur einnig alltaf verið viðloðandi. Á fyrstu plötunni, „Emmerdale" var þó komið annað og djassaðra hljóð í strokkinn, í indírokkið var kominn poppaður tónn og ferskir straumar frá sixtís barnatíma- djassi. Frá og með annarri plöt- unni, „Life“, var persónulegi stíll- inn orðinn fullmótaður, platan sló í gegn um allan heim, sérstaklega voru Japanir áfjáðir í poppið, enda er „Life“ mikið meistara- verk. Sigurgöngunni fylgdu tón- leikaferðir, Svíarnir fimm með hina eðaltýpísku sænsku gyðju Ninu Persson í fararbroddi komu m.a. til íslands og spiluðu á Hótel íslandi í febrúar ‘96. Sama ár kom þriðja platan, „First band on the moon“ og enn vænkaðist hagur strympu þegar lagið „Lovefool“ var notað í Rómeó og Júlíu-kvik- myndinni. Lagið var spilað í ræm- ur á MTV og sænsku peysurnar héldu áfram í heimsferðinni. Ný- lega kom út fjórða plata sveitar- innar, „Gran Turismo". Það leyn- ir sér ekki hverjir em þar á ferð þótt poppið sé ekki jafn grípandi og áður. Ágætis plata, en ekki það besta sem frá Cardigans hefur komið. Nina Persson er á línunni. Hvaö er aö gerast í rokkinu í Sví- þjóð? „Það er góð rokksena hérna, mörg minni bönd sem em frábær; Eggstone og Soundtrack of our lives, og svo auðvitað Bob Hund, það er kannski besta bandið í Sví- þjóð eins og er.“ Var þaö meóvituð bisnessákvörö- un aö syngja á sœnsku og hafiö þiö einhvern tímann pœlt í aö syngja á sœnsku? „Sænskan er mjög hart og beint mál. Þú verður að vera frábært skáld ef þú ætlar að gera sómasam- lega texta á sænsku. Og við neitum því ekki að okkur langaði að meik- aða út fyrir landsteinana. Og svo er enskan líka okkar annað tungumál. Flest öll tónlistin í Svíþjóð er sung- in á ensku, það eru fáar hljómsveit- ir sem ná því að syngja á sænsku." Margir tónlistarmenn nota tón- listina til aö losna viö reiði og tjá firringu og óánœgju. Hvaö liggur aö baki hjá ykkur? „Við erum ekki í neinum sálræn- um kröggum, en, jæja ókei, við erum Skandínavar! Við erum vík- ingar og það er slatti af myrkri í sálum okkar.“ Hvað segiröu þegar þú ert beðin um aö lýsa tónlist Cardigans? Reyn- iróu aö foröast einhverja merki- miða? „Það er alltai' pirrandi fyrir band, allavega okkur, að vera brenni- merkt einhverri einni stefnu. Við erum ekki bara „altemative" hljóm- sveit og við erum alveg öragglega ekki stofupopphljómsveit (easy- listening). Það er ótrúlega pirrandi þegar fólk kallar tónlistina okkar stofupopp, við bara þolum það ekki!“ Er einhver tónlist sem þú þolir ekki sjálf? „Já, ég á í líkamlegum erfiðleik- um með að hlusta á raggí. Frekar skrýtið, takturinn passar bara ekki við hjartsláttinn í mér og ég verð veik þegar ég heyri hann. Nágranni minn er gengilbeina og kemur yfir- leitt heim kl. 4 á nóttinni og fer að spila þetta helvíti. Ég get hvorki sof- ið né vakað við helvítis raggíið, fy faan!“ Þiö hafiö veriö kölluö popphljóm- sveit, hvað er popp fyrir þér? „Popp er ákaflega flókið fyrir- bæri. Ég pæli nú meira í því hvort tónlistin sé góð eða vond. Ef hún er góð er mér alveg sama hvort hún er popp eða eitthvað annað." -glh 13. nóvember 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.