Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Side 15
Það er engin nýlunda að popparar barmi sér, þótt sjaldnast hafi þeir aðrar ástæður til þess en hversu erfitt það er að vera frægir. Mark Everett í Eels tekur öllum fram í depurð og mærð en öfugt við fíesta aðra hefur hann fulla ástæðu til að væla: Ojaífe. cxkrab ■ r- Ég er því búinn að byggja mig upp andlega til að takast á við öll óþægindin. Ég er búinn að ákveða að næsta plata verður með stórum gulum broskarii framan á umslaginu og text- amir verða bara um góða og þægilega hluti.“ . RJ2 I poppinu er engin nýlunda að fólk væli úr sér lungun, beri sínar innstu tilfmningar í trogum á torg. Menn eins og Billy Corgan í Smashing Pumpkins og Trent Reznor í Nine Inch Nails hafa mikið barmað sér, svo ekki sé minnst á Kurt heitinn Cobain og síðan ekkjuna hans. Aðalvælið siðustu árin hefur falist í að kvarta yfir því hvað er erfitt að vera frægur og ríkur, en sjaldnar hefur verið einhver raunhæf ástæða fyrir vælinu, ekki önnur en sú hvað það er erfitt að vera til og allt það. Maður er nefndur Mark Ever- ett. Hann kallar sig „E“ og hafði gert tvær sólóplötur áður en hann sló í gegn sem aðalmaðurinn í tríóinu Eels. Önnur plata Álanna er nýkomin út, „Electro-shock Blues“, og þar tekur E öllum öðr- um fram í depurð og heimspeki- legrnn vangaveltum um lifið og dauðann. Hann hefur lika ástæðu til að kveina; á síðustu misserum missti hann fjölskyldumeðlimina, foreldrar hans og systir dóu og á plötunni gerir hann upp þessar hamfarir allar. Geðveiki, krabba- mein og hugsanir við jarðarfarir skyldmenna hafa verið tabú i dægurlagatextum til þessa og því má segja að textamir á plötunni séu nýstárlegir. Textana skreyta E og Álarnir með rólegu en skemmtilegu poppi þar sem áhrif frá R.E.M., Beck, Tom Waits, sjötta áratugar Hollywood tónlist og jafnvel Erik Satie hrærast sam- an í sérstæða og einlæga heild. Platan byrjar á laginu „Elizabeth on the Bathroom Floor“, sem lýs- ir síðustu andartökunum í lífi systir hans og endar tveim jarðar- förum og miklum pælingum síðar á „PS You Rock My World“, þar sem glittir í ljós við enda gang- anna og E syngur: „Ég var að pæla í hvemig allir deyja, en nú er kominn tími til að lifa.“ E kem- ur sem sagt jákvæður út úr þessu uppgjöri. „Fólk sér kannski lagaheitin og hugsar, vá, hvílíkur bömmer," seg- ir E, „en ég læt ekkert frá mér sem er eingöngu svartsýnt. Ég reyni alltaf að komast að hinu góða, komast að sætri niðurstöðu." Er ekki óþœgilegt aö opna sig svona gjörsamlega? „Auðvitað. Það er jafnvel óþægilegra að tala um textana, hvað þá að flytja þá á tónleikum. Ég er því búinn _ að byggja mig upp andlega til að takast á við öll óþægindin. Ég er búinn að ákveða að næsta plata verður með stór- um gulum bros- karli framan á umslaginu og textarnir verða bara um góða og þægilega hluti.“ -glh i/'r að spá u plötu Af íslenskum plötum virðist Steins Steinarrs-platan „Heimur- inn og ég“ seljast best á íslandi þessa dagana. Vinsælasta erlenda platan er hins vegar safnplatan 1980-90 með írunum í U2. Hún virð- ist vera vinsælasta platan í öllum heiminum um þessar mundir og aðeins Alanis Morissette blandar sér i slaginn. Hún hefur yfirhönd- ina í Bandaríkjunum, seldi þar hálfa milljón eintök af nýju plöt- unni og sló um leið met Lauren Hill i sölu I kvennaflokki á einni viku. Þó U2 þurfi ekki að kviða ellinni eru fjónnenningarnir þegar famir að huga að næstu hljóðversplötu. Þeir hafa fengið Brian Eno og Daniel Lanois til að vinna með sér, en það er sama teymi og vann að plötunni „The Joshua tree“. The Edge segir að í þetta skiptið verði engin „dedlæn" með í spilinu, en hann er ekki frá því að síðasta U2- plata, „Pop“, hefði getað orðið betri ef þeir hefðu ekki þurft að vinna með deadlæn-svipuna yfir sér. Gít- arleikarinn sagði einnig að næstu plötu verði ekki fylgt eftir með jafn stífu tónleikaprógrammi og „Zoo- ropa“ og „Pop-Mart“ túramir voru. Þótt „Brúnin" sé stoltur af þeim túrum segir hann að bandið muni bíða nokkuð lengi með að fara í jafn yfirgengilega risatúra. Fyrsti GSM síminn með íslenskri valmynd lslenska þ a ö e r m á L i ö v a Sagem 725, sem erfyrsti GSMsíminn með íslenskri valmynd, býðst á sérstöku kynningartilboði. Þetta er handhægur og traustur sími, aukþess sem íslenska valmyndin gerir notkun hans einfaldari og skemmtilegri. Fáðuþér nýja úrið frá Símanum sem segirþér ekki eingöngu hvað klukkan er heldur líka hvort GSM síminn er að hringja. I4.98OJ verð áður 18.920,,, PÓSTU RIN N Afgreidslustaöir Islandspósts um land allt Sagem 725 Rafhlaðan endist allt að 72 klst. í bið eða 3 klst. í notkun - íslensk valmynd Númerabirting - Geymir 20 síðustu inn- og úthringinúmer með tima og dagsetningu - Klukka og vekjari Hnappur til að loka fyrir hljóðnema - 2 forritanlegir hnappar skilaboðasending og -móttaka -16 mismunandi hringitónar Ármúli 27, sími 550 7800 • Kringlan, sími 550 6690 Landssímahúsið v/ Austurvöll, sími 550 6670 • Þjónustuver Símans, sími 800 7000 Siminn Internet, sími 800 7575 • Akureyri, sími 460 6710* Saudárkrókur, sími 455 1000 SIMINN www.simi.is 13. nóvember 1998 f ÓkllS 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.