Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Síða 18
Arnaldur Máni er kannski ekki sprottinn upp úr malbikinu, en hann fer ekki langt út fyrir það. Hann er
miðbæjarrotta, 101-maður - það mætti jafnvel sjá hann á Kaffibarnum annað slagið ef hann væri ekki farinn út
til New York að eyða ævinni. í haust tók hann sig hins vegar til og dreif sig vestur á firði, óð þar á milli bæja,
kannaði og skrásetti mannlífið að hætti þeirra sem eitt sinn héldu á lofti svokallaðri nýrri-blaðamennsku - en
sem enginn man lengur hvað merkir. Hér er afraksturinn,
hörkukeyrsla um og yfir Vestfirðinga.
Þjóðv
Það er ekki erfitt að drulla sér
út á land ef mann langar til þess.
Meira að segja BSÍ er í 101
Reykjavík og kemur þér áleiðis ef
þú ert ekki maður í að fljúga eða
vilt einhvern veginn láta kylfu
ráða kasti og bara rífa þig upp úr
því að stara á Hallgrímskirkju-
tum og væla yfir atvinnuleysi
sem er ekki til. Og að sjá heim-
inn, ekki er það bara að fara út
fyrir 200 mílna lögsöguna.
Mig langaði vestur, vinur
minn búinn að koma sér fyrir í
verbúð og ekki nema sjálfsagt að
kasta einum pela í það að koma
sér með rútu í Brú, hálfnað er
verk þá hafið er. Þaðan er það
svo bara puttinn. En vá, veröldin
er villt maður, og það virðist
ekki jafneinfalt og í bíómyndum
að húkka, enda þessar myndir að
verða þrjátíu ára gamlar. Fólk
annaðhvort of mikið að flýta sér
eða bara hætt að taka uppí, sök-
um ofhræðslu við það að Amer-
íka sé hér ... Og þó, á endanum
áir vöruflutningabílstjóri, alveg
víðóma í rauðköflóttri skyrtunni.
Hann talar mikið fyrst; þreytandi
að vera á þessum þeytingi, svona
er að hætta í skóla, fólkið fyrir
vestan maður pjúff þama em sko
alvörukarakterar - stórmenni
maður - allir þeir sem hafa ein-
hverju breytt til góðs í þessu
landi hafa sko verið ættaðir að
vestan, Þórbergur og íslenskur
aðall, Laxness maður - Heims-
ljós, og sérðu líka hann Sverri
maður minn, þama býr sko fólk
... Farið að skyggja og maður
þreyttur eftir ferðalagið, eitthvað
að reyna að horfa útum glugg-
ann, nýbúið að tilkynna mér um
Hólmavík þegar ég dett út...
Ég hálfvakna einhvemveginn
svo mér líður eins og mig sé enn
þá að dreyma. Það er orðið
dimmt, dánarfregnir, ég lít á
gaurinn og um leið sé ég bakvið
hann blikka á gult skilti; Kolla-
fjarðarheiði F66. Hvar erum við?
spyr ég. Þjóðvegur 61, ísafjörð-
ur... Bíddu er ekki Súðavík á
undan ísafirði maður, ég ætlaði
út þar.
Ég átta mig fyrst núna á því að
ég er kominn út á land,
Og þeir fylgdust með ein-
umíkikiog tóku annan
fallan á reiðhjóli og
mættu fjórir á staöixm
þegar einhver datt á
handriö ogtoraut þaö, þú
veist, manisk réttlætis-
lrannri wi» mgan irogtrm
réttlætanleg.
við erum að keyra í flæðar-
máááálinu og maður þarf að
leggjast upp að rúðunni til að sjá
himininn. Ertu vaknaður, spyr
bílstjórinn eins og það sé ekki
augljóst. - Þarna útfrá er hótel
með sundlaug maður og alveg
frábær prestur, Baldur í Vatns-
firði, gáfumenni mikið og spek-
ingur og snillingur. Ég fékk einu
sinni að gista hjá honum þegar
ég lenti í vandræðum, hann er
góður maður skal ég segja þér ...
Ég fæ að opna hanskahólfið og
held áfram að lesa við týruna.
Föstudagskvöld
22.45 Súðavík
Ég þakka bílstjóranum fyrir
hjálpsemina um leið og ég stekk
út við bensínstöðina. Síminn hin-
um megin við götuna; síðasti
andskotans stálgrái tíkallasím-
inn á landinu. Var þetta
tímatrukkur?
„Nei hann er ekki við, starfs-
fólk Frosta hf. fór allt
í óvissuferð fyrir
ballið. Hvert? Ég veit
það náttúrlega ekki,
þetta var óvissuferð.
Ballið; Hljómsveitin
Hjónabandið í Fé-
lagsheimili Súðavík-
Önni er annars
baraeirmaf
þessum venju-
legu gaurum,
h»nn mnwm* I
frystihúsinu
á daginn,
kúttar á
kvöldin,
hleypur
famnaki nift-
urí félags-
heimili á
hljómsveita-
ræfinguþess
ámillieða
býrsér til
furöuleg
hyóöfærL
ur, hyrjar klukkan ellefu.“
Ég geng eftir aðalgötunni, sem
enn er þjóðvegur 61, og finn Fé-
lagsheimilið, fallegt gamalt timb-
urhús með tveimur burstum.
Inni er blágrænt ljós og diskó-
kúla, einhver er að dreifa kaffi-
korgi á dansgólfið, svo hægt sé að
dansa almennilega, djæva og
svínga við Hjónabandið: Ámi á
Vöðlum og hans ektafrú spila fyr-
ir dansi - og þá er átt við alvöru-
dans. Ég bíð eftir mínum manni
og félögum hans. Fólk fer að tín-
ast inn í samhentum hópum,
borðin standa í röðum meðfram
veggjunum. Hver bóndi finnur
sinn dilk. Loks mætir óvissu-
ferðafélagið, skemmtarinn er
kominn í gang, hljómborð og
nikka. Rúna Esradóttir segir
mér frá óvissuferðinni og hvem-
ig þetta er venjulega, þá borðar
fólk saman mat áður en farið er á
ballið og klæðir sig upp eftir
kúnstarinnar reglum; karlamir í
jakkafötin sín, konurnar smeygja
sér í dansskóna sem eru keyptir
sérstaklega fyrir tilefni sem
þessi. Þegar líða tekur á kvöldið
er ég svo rifinn upp í dans, það
verða allir að vera með þegar far-
ið er í Kokkinn. Þú verður bara
að vera jákvæður eins og við,
segir Rúna og bætir við, hér er
rosalega gaman og þú færð ekk-
ert að komast upp með það að
láta þér leiðast. Ég lendi fyrst á
pólskri hefðarmær og árið er
1930 og 1986 í senn. Við skiljum
Andrúm er grundvöllur
fýrir okkur sjálf til aö
skapa en líka til aö fljrtja
inn listafólk frá Reykjavik
sem kemur hingað og spil-
ar eöa les upp íjóð eöa eitt-
hvað svona. Pú veist, þarf
ekkert að vera neitt rosa-
lega frægt eða neitt, bara
aö fá hingað fólk sem er að
gera eitthvað sniðugt.
tánum á mér og héir hæll borast
inn að beini. Svona er að kunna
ekki sporin. Ég er ódansfær það
sem eftir er kvöldsins en það
kemur ekki að sök, Bakkus
skemmtir skrattamun og mér.
Eftir svona böll er vanalega farið
heim að borða afganga en óvissu-
ferðin setti strik í þann matar-
boðareikning en samt, stuðið
heldur áfram og þó að fólk eigi að
fara að vinna eftir þrjá tima er
Megas stilltur í botn; „þú sem
lætur hvunndagsraunimar ríða
þér á slig, ef þú smælar framan í
heiminn þá smælar heimurinn
Laugardagur
13.30 Súðavík
Langeyri
Þegar ég rankaði við mér voru
flestir famir í vinnuna, Rúna er
á leið i flug. Suður í söngnám. En
hún býðst þó til að skutla mér til
ísafjarðar fyrst og leiða mig að-
eins um bæinn. Loksins hafði
sjoppan í Súðavík verið opnuð,
ég keypti filmu hjá Dóra. Hann
er með sítt að aftan. Inni era þrjú
borð og einn spilakassi. Það em
„Bannað að reykja“-skilti alls-
staðar. Þó hefur einhver hluti
samtimans komist hingað; Tó-
baksvamarfasisminn.
Laugardagur ,
15.30 Isafiörður
Sjallinn
Þynnkusamkoma. Rúna kynnir
mig fyrir Vonarbræðrum: Valda
og Geira. Ég er að bisa við að
koma filmunni í vélina.
V: Ertu e-ð svona að taka mynd-
ir?
am: ne-nei.
V: Hvað ertu þá að gera með
þessa myndavél?
G: Ertu kannski blaðamaður?
Lýður læknir og Óli popp á Flateyri:
Við erum karlrembusvín!
Á Flateyri við Önundarfjörð er alltaf að styrkjast í trúnni eftir skilja að þessir ágætu menn eigi
fiskvinnsla aðalatvinnuvegurinn
og allir hafa á einhvern hátt
komið nálægt sjávarútvegi, og
þó: Lýður Árnason hefur aldrei
farið á sjó en hefur þó ásamt fé-
lögum sínum í kvikmyndafélag-
inu „í einni sæng“ fengið þrisvar
sinnum handritsstyrk frá Kvik-
myndasjóði til framleiðslu á sjón-
varpsmyndinni í faðmi hafsins
sem byggð er á gamalli íslenskri
þjóðsögu. „Flatkakan magnaði
upp þessa hugmynd," segir Lýð-
ur og hlær, en hann kom í þorp-
ið fyrir tæpum tveimur ámm til
að bjarga staðnum úr læknis-
eklu.
Ólafur Ragnarsson, „Óli
popp“, hefur verið hér lengur.
Hann kom hingað fyrst árið 1976
til að fara á sjó og hefur aldrei
getað slitið sig burt. „Ég kem
alltaf aftur. Mér finnst þessi stað-
ur bara vera algjör paradís. Ég
veit ekki hvað það er en ég er
því sem ég eldist. Og eftir að
kvenfólkið hvarf." Staðurinn hef-
ur einnig orðið Óla að yrkisefni
en á hápunkti pönktímabilsins
reykvíska 1983 gaf hann út ball-
öðuplötu sem innihélt þjóðsöng
Flateyringa, Hafið eða fjöllin. „Sá
sem heyrir þann söng sunginn á
menningarsetrinu Vagninum
siðla kvölds, þegar bæjarbúar
koma saman yfir/undir glasi, og
gengur svo út undir stjömubjart-
an himin og norðljósatraf... lítur
svo í kyrrðinni á hafið og fjöllin,
hann verður aldrei aftur samur
maður,“ segir Lýður og bendir á
það sem lækningu við ýmsum
sjúkdómum, ásamt náttúrlega
því að bíða lengur eftir viðtölum
við lækninn... En er kvenmanns-
leysið ekkert vandamál hér? Lýði
finnst það jú dálítið þrúgandi en
Óli svarar glaðbeittur: „Maður
hugsar ekki um það sem ekki er
til staðar.“ Það er þó ekki svo að
sér ekki drauma og hugsýnir.
í október eru fyrirhugaðar
upptökur á nýrri plötu frá þeim
félögum - og Jóni nokkrum Rós-
mann. Og nú fer fólk að kannast
við ... Kartöflumýsnar alræmdu.
Það er sem sagt von á plötu frá
Kartöflumúsunum ásamt nýút-
skrifaðri mús: fyrrnefndum Óla
popp.
„Yrkisefni okkar er nú
kannski oft konur,“ segir Óli, „og
ekki beint í neikvæðri merkingu,
en svona... Við erum karl-
rembusvín!"
Lýður hlær. „Kannski eigum
við einhverja sök á kvenmanns-
leysinu héma, við eram ekkert
svo góð andlit út á við. En annars
er til mjög einfold skýring á
þessu. Konur eru miklu flóknari
vélar heldur en karlmenn, við
emm svo einfaldir. Þær ráða
þess vegna við miklu flóknari
vandamál en að sama skapi em
f ÓkllS 13. nóvember 1998