Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Side 25
Það er ekki langt síðan Eyþór
ákvað að hella sér út í pólitík.
Hann gerði garðinn fyrst frægan
sem tónlistarmaður og margir
muna sjálfsagt eftir að hafa séð
hann fyrst með slétt og ofsalega
sítt hár, spilandi á selló. Nú er
hann kominn á kaf í tölvur,
tækni og borgarmál og er allt
annað en ánægður með frammi-
stöðu R-listans enda er hér um
mjög hægrisinnaðan mann að
ræða. Sem er kannski athyglis-
vert í ljósi þess að undanfarin ár
hafa margir listamenn gefið sig
út fyrir að vera vinstra megin á
kvarðanum.
„Það er bara goðsögn að lista-
menn séu vinstrisinnaðir. ís-
lendingar eru í eðli sínu sjálf-
stæðismenn. Það mótast af þvi
hvernig landnámið var, hvernig
sjálfstæðisbaráttan var og
hvernig við viljum öll hafa okk-
ar skoðanir og skrifum greinar í
blöðin. Hver einstaklingur vill
vera sjálfstæður eins og í land-
náminu þar sem trúin á einstak-
lingsfrelsið var einlæg. Þetta er í
eðli okkar þó einhverjir hafi
reynt að herma eftir sænskum
sósíalisma. Það er sama hvort
við erum útgerðarmenn, blaða-
menn eða tónlistarmenn, við
erum öll frekar miklir sjálfstæð-
ismenn," segir Eyþór.
Innantómir
vinstri-tækifærissinnar
Er þá ekkert hallœrislegt aö
vera hœgrisinnaður í dag?
„Það er hallærislegt að vera
vinstrisinnaður og innantómur
tækifærissinni því að lokum er
hulunni svipt af slikum mönn-
um,“ segir Eyþór og vill þá
meina að vinstrimenn víða um
heim hafi breyst úr hugsjóna-
mönnum í tækifærissinna. Þeir
grípi vinsælar skoðanir, bregði
sér í ákveðnar ímyndir og noti
tískuorð um samkeppni, þjón-
ustu og fleira til þess að komast
til valda. Hann bendir á leiðtoga
Breta og Bandaríkjamanna og
segir þá sækja orðfar og ímynd
til hægrimanna.
„Ég held að þessum leiðtogum
þyki að minnsta kosti ekki hall-
ærislegt að vera hægrisinnaðir
fyrst þeir reyna að líta út fyrir
að vera það sjálfir. Enda hafa
vinstrimenn náð að sigra í
mörgum löndum með þessari að-
ferðafræði. En það eru samt enn
einhverjir sem sýna sitt rétta
andlit endrum og sinnum. Eins
og til dæmis Lafontaine sem er
fj ármálaráöherra hjá Gerhard
Schröder í Þýskalaridi. Hann er
gamall sósíalisti af fyrstu gráðu
og hótar nú þýska seðlabankan-
um að hann vilji stýra vöxtun-
um með handafli sem er svipað
og Steingrímur Hermannsson
sagði héma um árið þegar hann
vildi stjórna verðlaginu með
handafli. Nú eiga þessir vinstri-
menn bara eitt markmið og það
er að halda völdunum."
Eitthvaó hlýtur aö hafa brugö-
ist hjá hœgrimönnum fyrst
vinstrimenn hafa komist til valda
svo víöa?
„Ef það á að segja að hægri-
menn hafi klikkað á einhverju
þá er hægt að segja að þeir hafi
unnið hugsjónastríðið, bæði í ut-
anríkismálum og fjármálum, en
ekki varað sig á þvi að vinstri-
menn breyttust í tækifæris-
sinna.“
Popparar í pólitík
Eyþór tók þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins fyrir sið-
ustu borgarstjórnarkosningar.
Hann lenti í niunda sæti en end-
aði í því tíunda eftir hrókering-
ar á framboðslistanum. Baltas-
ar Kormákur var líka á þessum
lista, eitthvað neðar þó, og ein-
hverjir töldu að lítið mark væri
tekið á menningarvitum listans
og illa farið með þá. Spurt var
hvort popparar gætu yfirleitt
meikað það í pólitík.
„Það getur í sumum tilfellum
verið verra að ver'a þekktur fyr-
ir eitthvað annað en pólitík þeg-
ar maður stígur sín fyrstu skref
inn í hana. Það er nú samt hægt
að nefna Ronald Reagan sem
gott dæmi um hið gagnstæða.
Davíð Oddsson líka sem var
einn aðstandenda Matthildar og
það virðist ekki hafa háð hon-
um. Ég held að hvers konar
reynsla nýtist mjög vel í pólitík.
Ég vil heldur ekki meina að ár-
angur minn í síðasta prófkjöri
hafi verið slakur. Ég lenti í ni-
unda sæti og tel það vera mjög
gott miðað við að þetta var í
fyrsta sinn sem ég tek þátt í
slíku,“ segir Eyþór.
Eðli R-listafólks
Eins og þegar hefur komið
fram hefur Eyþór margt við R-
listann og vinnubrögð hans að
athuga. Hann segir stjórnskipu-
lagið vefjast fyrir þeim og vísar
til fjölgunar á starfsmönnum og
hagræðingu í nefndamálum.
„Sem dæmi um þetta get ég
nefnt að ákveðið var að sameina
atvinnu- og ferðamálanefndirn-
ar. Þá var stofnuð atvinnu- og
ferðamálastofa og henni bætt við
nefndasúpuna. Aðferðin virðist
vera sú að erfíð mál eru færð á
milli nefnda í staðinn fyrir að
eygja möguleika á sparnaði og
taka leiðinlegar og ef til vill nei-
kvæðar ákvarðanir. Þetta á víst
að líta betur út svona.
Aðalmálið er samt að R-listinn
horfir ekki fram á veginn. Það
liggur í orðanna hljóðan að for-
ystan á að horfa fram og vera í
fararbroddi. Þessu fólki hættir
hins vegar ansi oft til að horfa
til baka og er til dæmis enn þá
að tala um byggingu ráðhússins
og Perlunnar, nöldrar yfir því en
byggir ekkert slikt sjálft. Þetta
fólk er í eðli sínu mun hæfara til
að vera í stjórnarandstöðu en að
veita forystu og er i raun enn
hálfhissa á því að vera ráðandi.
Það væri réttast að létta þeim
byrðina hið fyrsta.“
Hvaó finnst þér um lögleiöingu
fíkniefna?
„Aðferðafræðin sem var notuð
í Bandaríkjunum, War on
Drugs, tókst bersýnilega ekki.
Þar var lögð meiri áhersla á
hræðslu en fræðslu. Menn verða
að átta sig á því að galdurinn
liggur ekki endilega í því að tak-
marka framboð á fíkniefnum. Ef
meiri áhersla verður lögð á að
minnka eftirspumina þá leiðir
Pólltík, tölvur og
tónllit. Lffið snýst
avona hilst um þið
hjá Eyþóri Arnalds,
Móí tr í útlðndum
og hann á fullu
hérna h©lmas á kafl
í OZ og pólitískum
pniingum, Hann
asglr RHIstinn
óhnfin tii foryitu
og að það si síður
ið vsra hngriiinn=
aður í dag, faltnd-
ingtr aéu í ©ðll sínu
ilfitnðliminn,
það til þess að framboðið minnk-
ar lika. Þó framboðið yrði tak-
markað yrði eftirspurnin samt
sem áður jafn mikil, verðið
myndi hækka og menn myndu
finna sér leiðir, og þá ólöglegar,
til að verða sér út um efnin. Lyk-
ilatriðið er fræðsla svo eftir-
spurnin minnki. Mér finnst til
dæmis athyglisvert það sem Ge-
orge Bush yngri er að segja, að
lestramám sé besta forvörnin."
En ólœsi er nú ekki vandamál
á íslandi.
„Nei, en það er vandamál í
Bandaríkjunum og vandann
verður að líta á í stóm samhengi
og tengja hann því umhverfi
sem hann á sér stað í. Það er
ekki nóg að rétta mönnum hjálp-
arhönd þegar þeir eru fallnir í
gryfjuna. Auðvitað er alveg ljóst
að það verður að taka á fikni-
efnavandanum en það verður
líka að gera það á heildstæðan
hátt.“
Aldamótaáhyggjur
Stjórnmál eru Eyþóri bersýni-
lega hugleikin og ólíklegt að
hann muni draga sig í hlé af
þeim vettvangi í bráð. Hann
hugsar samt um fleira og er alla
daga á kafi í upplýsinga- og fjar-
skiptamálum. Eins og alkunnugt
er, er hann einn forsvarsmanna
OZ og segir að þar sé svo margt
að gerast að ógerningur sé að
lýsa því öllu í stuttu máli.
„Ef ég á að segja eitthvað um
fyrirtækið þá myndi það vera að
það hefur framtíðarsýn. Horfir
langt fram í tímann í staðinn
fyrir að hafa bara áhyggjur af
næsta rekstrarári eins og allt of
algengt er með íslensk fyrirtæki.
Ég held að slik stjórnun sé
sprottin af örbirgð fyrri alda
þegar bóndinn hugsaði bara um
að hafa nóg í hlöðunni og vissi
varla hvað framtíðarsýn var.
Fyrirtæki eins og OZ og íslensk
erfðagreining hafa sýnt og sann-
að að það er hægt að vera með
hugrekki og koma með hug-
myndir sem byggja aðallega á
framtíðinni."
Sem tölvukarl, hefur þú
áhyggjur af aldamótunum?
„Ég held að íslendingar verði í
ágætum málum en ég myndi
ekki vilja vera í flugvél um alda-
mótin."
Er eitthvaö likt meö þessum
áhugamálum þínum, tölvum og
tónlist?
„Það er nú eitt einkenni ís-
lendinga að þeir vinna bæði
langt fram á nótt og um dimma
vetur. Þannig að þeir eru löng-
um í myrkri. Þess vegna er
myndlist á íslandi frekar veik og
flestir myndlistarmenn starfa í
útlöndum. Það sem við höfum
gert i staðinn er að skrifa og
semja, fyrst fornsögur, svo
skáldsögur, tónlist og nú síðast
forrit. íslendingar skrifuðu einu
sinni fornrit en núna forrit.“
-ilk
13. nóvember 1998 f ÓkuS
25
r-