Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Side 26
Bestu dansmyndirnar
Bíóborgin
Popp í Reykjavík *★ Helsta vandamál
Popps í Reykjavlk: rysjóttur taktur, blindandi
leióinlegur á köflum, en með þónokkrum
smart mómentum. En meö nokkrum finum
vísúal-sprettum og ánægjulegri leiðsögn Páls
Óskars um næturlífið þá er Popp í Reykjavík
alls ekki slæm sem kynning á tónlistarmenn-
ingu nútímans - og tónlistin sjálf er fín. -úd
The Horse Whlsperer ★★★ Bók Nicholas
Evans hlaut misjafnar viötökur og var annars
vegar lofuð sem glæsilegt meistaraverk og
hins vegar gagniýnd sem innihaldslaus loft-
bóla. Myndin brúar að mínu mati bilið, og
kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge
Bíóhöllín/Saga-bíó
Snake Eyes Sna-
ke Eyes fer af stað með
miklum glans, atburða-
rásin er hröð og mark-
vlss. Brian De Palma
nær síðan að fýlgja eftir
góöri byrjun á meðan
sögusviðið er íþróttahöllin. Þegar síðan sagan
færist úr höllinni yfir I spilavítið og ofnotkun
fer að verða á myndskeiöum frá tilræðinu fer
myndin að missa flugið. í lokauppgjörinu nær
De Palma sér aftur á strik. -HK
Wrongfully Accused ★★ Ef þú ert nægilega
skilyrt I aulahúmor þá má vel skemmta sér yfir
þessari þvælu. -úd
Töfrasverðlð ★★
Háskólabíó
Maurar ★★★ Vel heppnuð og skemmtileg
tölvugrafísk teiknimynd með rómantísku ívafi
sem öll fjölskyidan getur sameinast um að
sjá. Woody Allen talar fyrir aðalpersónuna Z og
fer á kostum í hlutverki sem skrifað var fyrir
hann. Af öðrum frægum röddum er vert aö
geta hlut Sylvester Stallone og Gene Hack-
man sem báðir komast vel frá sínu. -HK
Prlmary Colors ★★★ Mike Nichols hefur búiö
til snjalla og góða kvikmynd sem er beitt í ádeil-
unni á atvinnufólk I pólitíkinni, hefur góðan
húmor og er skemmtilega kræf og laus við for-
dóma. -HK
Smálr hermenn ★★ Eina ferðina enn er það
brúðu- og brellumeistarinn Stan Winston sem
stendur með pálmann I höndunum því það
eina skemmtilega í annars einhæfri ævintýra-
mynd er sköpunarverk Winstons. -HK
Danslnn ★★★ Ágúst Guðmundsson með sína
bestu kvikmynd frá því hann gerði Með allt á
hreinu. Áhrifamikil saga sem lætur engan
ósnortinn. Vel gerð og myndmál sterkt. Oft á
tíöum frumleg þar sem dansinn dunar í for-
grunni og/eða bakgrunni dramatískra atburða.
Leikarar í heild góðir og ekki hallað á neinn
þegar sagt er að Gunnar Helgason, Pálína
Jónsdóttir ogGísli Halldórsson séu best meðal
jafningja. -HK
BJörgun óbreytts Ryan ★★★★ Strið I sinni
dekkstu mynd er þema þessa mikla kvikmynda-
verks. Stórfenglegt byrjunaratriði gæti eitt sér
staðið undir ómældum stjörnuflölda, en Steven
Spielberg er meiri maður en svo að hann kunni
ekki að fylgja þessu eftir og I kjölfarið kemur
áhugaverð saga um björgun mannslífs, saga
sem fær endi í öðru sterku og löngu atriði. -HK
Sporlaust ★★★ Leikararnir skila sínu og
sögufléttan er að mestu í anda góðra spennu-
mynda. Þó er að finna slæmar holur í plottinu
sem eru leiðinlegar fyrir þá sök að auðvelt
hefði verið aö komast hjá þeim. Þessir
hnökrar spilla þó tæplega miklu. -ge
Paulie ★ -*
Stjörnubíó frumsýnir
dans-, ástar-,
gaman- og
skemmtimyndina
Dance with Me:
Stjömubíó tekur til sýningar í
dag danskvikmyndina Dance with
Me þar sem er að finna blöndu af
gamni og alvöru. Þar er einnig að
finna frábæra salsa-, diskó- og af-
ródansa sem blandast við suður-
ameríska danstónlist og að sögn
þeirra sem til þekkja þá eru dans-
arnir sérlega vel útfærðir.
í myndinni segir frá Rafael sem
ákveður eftir lát móður sinnar að
yfirgefa Kúbu og halda til Houston.
Rafael geislar af lífsgleði í nýjum
heimkynnum og smitar hann út frá
sér í dansskólanum sem gamall
vinur móður hans rekur. Rafael
veröur fljótt hrifinn af danskennar-
anum Ruby sem ekki er móttæki-
leg í fyrstu, enda hefur hún beðið
nokkur skipbrot þegar ástalífið er
annars vegar. Ruby á sér draum,
hana langar til að keppa aftur í al-
þjóðlegri danskeppni þar sem suð-
ur-amerískir dansar em í fyrir-
rúmi. Þegar hún loks lætur undan
Rafael og fer með honum út á lífið
velja þau vinsælan salsa-dansstað.
Meðan Ruby fer eftir formfostum
dansreglum og sýnir agaðar dans-
sveiflur dansar Rafael óheflað og
lætur tilfinningar sínar ráða
danstaktinum. Þau ná vel saman í
dansinum og æfa saman en Ruby
ákveður á síðustu stundu að slíta
sambandinu við Rafael og taka aft-
ur upp samband við fyrrverandi
ástmann sinn og dansfélaga sem er
víðfrægur atvinnudansari. í helstu
Flottir dansarar í spennandl dansl í Dance with Me.
hlutverkum era Vanessa L. Willi-
ams, Chayanne, Kris Kristofferson
og Joan Plowright.
Vanessa L. Williams, sem leikur
Ruby, hefur jöfnum höndum feng-
ist við söng og leik og er skemmst
að minnast hennar í Eraser þar
sem mótleikari hennar var Amold
Schwarzenegger. Tveir atburðir
munu þó alltaf tengjast lífi henn-
ar. Hún var árið 1983 fyrsta svarta
konan sem kosin var Ungfrú Am-
eríka og ári síðar var hún fyrsta
Ungfrú Ameríka sem svipt var
titlinum. Það gerðist þegar karla-
tímaritið Penthouse birti nektar-
myndir af henni sem teknar höfðu
verið áður en hún varð fegurðar-
drottning. Með þvi að tapa þessum
titli missti hún ekki aðeins tvær
milljónir dollara í tekjur heldur
missti hún af aðalhlutverki í söng-
leik á Broadway sem henni hafði
boðist. Flestir töldu að ferill henn-
ar í skemmtanabransanum væri á
enda, en Williams er hörkukona og
gafst ekki upp; hún lék í sjónvarpi
og gaf út plötu og gæfan brosti við
henni aftur þegar lag með henni,
Save the Best for the Last, komst i
efsta sæti vinsældalista viða um
heim og á sama tíma fékk hún
mjög góða dóma fyrir leik sinn i
Kiss of the Spider Woman á Broad-
way.
Leikstjórinn Randa Haines er
sjálfsagt frægust fyrir að hafa leik-
stýrt Children of a Lesser God, sem
var fyrsta kvikmynd hennar.
Einnig má nefna The Wrestling of
Emest Hemingway og The Doctor,
tvær ágætar kvikmyndir sem hún
gerði. Haines er búin að vera lengi
í bransanum, hafði leikstýrt í sjón-
varpi mörgum seríum áður en hún
tók til við kvikmyndaleikstjóm.
-HK
3Ínn ttair -
Inn tv@ir - tgn
.lObestu,,
danemynaimar
1. All That Jazz 1979
Dance with Me, sem Stjörnubíó
frumsýnir í dag, fellur í þann flokk
mynda sem kenndar eru við dans
og era aðgreindar frá þeim sem
kenndar era við söngleiki þó þar
séu oft og tíðum frábærir dansar,
samanber West Side Story og Sweet
Charity. Dansmyndir njóta kannski
ekki sömu virðingar og söngleikja-
myndir enda eiga söngleikir oft og
tiðum mikla sögu á bak við sig og
meira lagt i kvikmyndir gerðar eft-
ir þeim. í gegnum tíðina hafa þó
komið fram margar góðar kvik-
myndir þar sem dansinn er í fyrir-
rúmi. Það vekur athygli að á þess-
um lista sem hér er birtur og valinn
var af nokkrum gagnrýnendum er
japanska myndin Shall We Dance,
sem gerð var í fyrra og hefur vakið
heimsathygli; hér á landi fór hún
beint á myndbandamarkaðinn. Þess
má geta að í Bandaríkjunum er nú
verið að undirbúa ameríska útgáfu
Leikstjóri: Bob Fosse
2. The Red Shoes 1948
Leikstjórar: Michael Powell
og Emeric Pressburger
Saturday Night Fever, 1977
Leikstjóri: John Badham
Shall We Dance? 1997
Leikstjóri: Masayuki Suo
Ginger and Fred 1985
Leikstjóri: Federico Fellini
Carmen 1980
Leikstjóri: Carlos Saura
Fame 1980
Leikstjóri: Alan Parker
The Turning Point 1977
Leikstjóri: Herbert Ross
Stríctly Ballroom 1992
Leikstjóri: Baz Luhrman
Dirty Dancing 1987
Leikstjóri: Emiie Ardolino
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
John Travolta í frægri stellingu
í Saturday Night Fever.
af þessari mynd. Að öðra leyti er
lítið um nýlegar myndir á þessum
lista sem segir okkur að dansinn
er kannski ekki svo hátt skrifaður
í kvikmyndaiðnaðinum í dag.
26
f Ó k U S 13. nóvember 1998