Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 17 Kalkúnn í kvöld: * JmmLu Þakkargjörð á íslandi Með auknum ferðum íslendinga til útlanda hafa margir kynnst bandarísku þakkargjörðarhátíðinni sem er í kvöld. Þakkargjörðarhátíð- in á rætur sínar aö rekja til sautj- ándu aldar og var upphaflega hald- inn af bandarískum landnemum og indíánum sem vildu þakka fyrir uppskeruna. Það var síðan árið 1863 sem Abra- ham Lincoln, forseti Bandarikj- anna, skipaði svo fyrir að fjórði fimmtudagur í nóvember skyldi gerður að opinberum hátíðardegi þakkargj örðarinnar. Æ fleiri halda þennan dag hátíð- legan og borða kalkún og annað hefðbundið meðlæti sem fylgir hinni amerísku hátið. En hvernig skyldu Bandaríkjamenn halda þennan dag hátíðleg- an? Hagsýni kannaði málið og spjallaði við hjónin Barböru Nelson og Mikael Karlsson prófessor sem hafa búið hér- lendis um árabil. Amerískur siður „Við kaupum að sjálf- sögðu hefðbundinn kalkún og bjóðum fólki i veislu i til- efni dagsins. Þetta er ekki trúarhátíð heldur uppskeru- hátíð að amerískum sið,“ segir Mikael. Þakkargjörðarhátíðin er stór hátíð í Bandaríkjunum og Mikael og fjölskylda hans bjóða vinum og ættingjum í stórt matarboð í kvöld. „Þeim íslending- um sem við höfum boðið líst yfir- leitt bara vel á þetta. Þessi hátíð snertir þá í raun og veru ekkert því hún er ekki haldin hér en öllum líst auðvitað vel á að vera boðið í góða matarveislu," segir Mikael. Mikael segir að þakkargjörðarhá- tíðin sé eiginlega eina bandaríska hátíðin sem hann og fjölskylda hans haldi sérstaklega hátíðlega. Jólin séu að miklu leyti haldin að ís- lenskum sið „Það má þó segja að við höldum jólin ** ekki alveg í réttri röð því við opnum pakkana enn þá á jóladagsmorg- un. Að öðru leyti er þetta að mestu leyti eins. Enda er allt orðið svo tölvu- vætt og alþjóðlegt hérna að það má eiginlega tala um raíjól." I borðum og alls kyns Wr w ' meðlæti. Að sjalfsögðu I höfum við kalkún með V heimatilbúinni fyllingu, JBfc-'-* með honum er sósa, litlir ifc: laukar í rjómasósu og kart- öflustappa eða fylltar bakaðar l kartöflur. Við höfum yfirleitt þrjá til fjóra grænmetisrétti á borðum og þá yfirleitt það sem við köllum langa helgi. Þá sest fólk snemma að borðum og situr fram eft- ir. Það eigi þvi allir að vera svo saddir þegar þeir Barbara og Mikael, eiginmaður hennar, halda stórt matarboð í kvöld í tilefni af þakkargjörðarhátíðinni. Kalkúnninn er ómissandi hluti af þakkargjörðarhátíðinni. Trönuber og bökur Mikael vísar á Barböru konu sína þegar hann er inntur nánar eftir því hvað sé borðað hjá honum á þakkargjörðarhátíðinni. „Á þakkar- gjörðarhátíðinni er mikið af mat á vetrargrænmeti, eins og gulrætur eða kúrbít ef hann er til. Ekki má heldur gleyma trönuberjasósunni sem er eiginlega hlaup og er alveg ómissandi,“ segir Barbara. í eftirrétt borðar fjölskyldan bök- ur að amerískum sið, t.d. graskers- bökur eða eplabökur. Stór fjölskylduhátíð Eins og áður sagði er ameríska þakkargjörðarhátíðin upphaflega uppskeruhátíð sem haldin var þeg- ar uppskeran var komin í hús. í dag er þakkargjörðarhátíðin hins vegar fyrst og fremst tækifæri fyrir fjölskylduna til að koma saman og borða góðan mat. „Þetta er fjöl- skylduhátíð þar sem allir eiga að borða mikið og lengi. í Bandaríkjun- um er allt lokað þennan dag og jafh- vel á fóstudeginum líka svo fólk fái standa upp frá borðum að þeim finn- ist þeir ekki þurfa að borða fyrr en á næsta ári,“ segir Barbara hlæjandi. Að þessu sinni bjóða Barbara og maður hennar tengdafjölskyldu son- ar þeirra til þakkargjörðarhátíöar- innar. Hvernig skyldi íslendingum líka maturinn? „Það er nú helst graskersbakan sem þeir eru hrædd- ir við því flestir hafa áður borðað kalkún. En ef fólk þorir að smakka bökuna frnnst flestum hún góð og vilja bara meira.“ Að lokum voru Barbara og Mika- el spurð hvort þau stæðu upp frá borðum til að þakka fyrir eitthvað sérstakt á þakkargjörðarhátíðinni. „Nei það gerum við ekki. Ég er ekki alin upp við það en maður sér þetta í bíómyndum og sjálfsagt er þetta einhvers staðar við lýði, t.d. i Mið- vesturríkjunum," segir Barbara. -GLM Verðkönnun á bílaþvottastöðvum: Bíllinn þrifinn og bónaður Þrátt fyrir að veturinn hafi verið nokkuð mildur, a.m.k. hér á suðvest- urhominu, hrýs mörgum hugur við að standa úti og þrifa bílinn. Þá er gott að geta leitað á náðir bílaþvotta- stöðva sem þvo og bóna bílinn hátt og lágt. Hagsýni kannaði verð og þjónustu hjá níu bílaþvottastöðvum á höfúð- borgarsvæðinu. Þær eru: Bón- og þvottastöðin, Sóltúni 3; Þvottastöðvar Esso; Höfðabón, Borgartúni 19; Gæða- bón, Armúla 17a; Nýja bónstöðin, Trönuhrauni 2; SheO-þjónustustöðin, Laugavegi 180; Bónstöðin hjá Jobba, Skeifunni 17; Kópsson bílaþrif, Bílds- höfða 6, og Bón- og bílaþvottastöðin, Bfldshöfða 8. Ódýrara í vélum Ódýrast reyndist að láta þvo bflinn að utan og bóna hjá þvottastöðvum Esso. Þar er bfllinn tjöruhreinsaður í höndunum en síðan sápuþveginn og bónaður í vélum. Slík þjónusta kostar 890 krónur og tekur um það bil 9 mín- útur. Bón- og þvottastöðin er næst í verð- röðinni. Þar er bíllinn einnig tjöru- hreinsaður í höndunum og síðan þveginn og bónaður með Sonax-bóni í vélum. Sú þjónusta tekur u.þ.b. 10 minútur og kostar 1160 krónur fyrir meðalstóran fólksbíl. Handþvottur Af þeim stöðvum sem þvo og bóna bílinn algerlega i höndunum er Höfðabón ódýrasta stöðin. Þar er bfll- inn fyrst tjöruþveginn, síðan sápu- þveginn og loks bónaður. Tfl verksins eru notaðir svampar og kústar. Þjón- ustan tekur um það bfl 2 klukku- stundir og kostar 1500 krónur. Hjá bílaþvottastöðinni Gæðabóni kostar þvottur og bón í höndunum 1800-2000 krónur. Þar er bíllinn tjöru- þveginn, sápuþveginn með svömpum, þurrkaður og síðan bónaður. Þjónust- an tekur um 1-11/2 klukkustund. Á Nýju bónstöðinni kostar þvottur og bón í höndunum 1900 krónur. Þar er bíllinn tjöruhreinsaður, sápuþveg- inn, þurrkaður, bónaður og fólsin tek- in í gegn. Meðferðin tekur um eina klukkustund. Lakkhreinsun Á Shell-þjónustustöðinni er bfllinn tjöruhreinsaður og þveginn í vélum en bónaður í höndunum. Þjónustan kostar 1995 krónur og tekur um 1-2 klukkustundir. Á Bónstöðinni hjá Jobba er allt gert í höndunum. Þar er bíllinn fyrst tjöruþveginn, síðan sápuþveginn og bónaður og fólsin tekin í gegn. Þjón- ustan kostar 2000 krónur og tekur um eina klukkustund. Hjá Kópsson bílaþrifum kostar venjulegur þvottur og bón í höndun- um 3000 krónur. Þá er bíllinn lakk- hreinsaður, ef í honum eru litlar risp- ur, tjöruhreinsaður, þveginn og bón- aður með venjrflegu bóni. Ef fólk vill láta bóna bílinn með sterku teflon- bóni kostar þjónustan hins vegar 4500 krónur. Meðferðin tekur um 11/2-2 klukkustundir. Að lokum býður Bón- og bflaþvotta- stöðin þvott og bón í höndunum á 3300 krónur. Þar er bfllinn tjöruþveg- inn, sápuþveginn, þurrkaður, bónað- ur og fólsin tekin í gegn. Þjónustan tekur um 2 klukkustundir. -GLM Husráð Bílaþvottur í stað þess að þvo bílinn með sápu og vatni skaltu nota eina fötu af vatni og bæta í einum bolla af steinolíu. Á eftir skaltu þurrka hann vel með mjúkum klúti. Það besta við þetta er að ekki þarf að bleyta bílinn neitt áður sama hversu skítugur hann er, né heldur þarf að skola hann á eftir. Þegar rignir hripar vatn- ið af honum og það tefur fyrir ryði. Notið ekki bón að þessari meðhöndlun lokinni, Gluggaþvottur Matarsódi hreinsar bletti og umferðaróhreinindi af rúðum, ljósum og krómi. Nuddið með matarsóda sem stráð hefur verið á rakan svamp. Skolið á eftir. Límmiðar Losna má við límmiða af plast- flötum með því að væta þá í naglalakkseyði. Skafið síðan miðann af með rakvélablaði eða hnífi. Hvítvoðungar Til þess að móðirin geti fengið að sofa nokkrar stundir í viðhót er ráð að nota sama ilmvatnið á fæðingardeildinni og þegar heim er komið. Einnig má setja nokkra dropa af ilmvatninu á vöggima eða rúmfótin. Þá fmnur barnið móðurilminn og finnst það vera öruggt. Ferðarúm Ef þú ert á faraldsfæti og vilt ekki dragnast með vögguna get- ur þú notað uppblásna barna- sundlaug í staðinn fyrir vöggu. Klæddu botninn og hliðarnar með laki og stingdu endunum undir botninn. Öryggi Fullorðnum verður jafnvel á að ganga á glerhurðir. Til að bægja þeirri hættu frá ungvið- inu skaltu líma litað limband á hurðina í augnhæð barnsins. Þegar barnið er byrjað að skríða skaltu lima allar lampa- snúrur við borðfæturna meö límbandi. Það kemur I veg fyrir að bamið togi lampana niður á gólf. Best er að nota glært líma- band því það skemmir síður hús- gögnin. Til að barnið klemmi sig ekki á píanólokinu skaltu koma korktöppum við hvorn enda hljómborðsins. Fyrstu skórnir Fyrstu spor barnsins á harð- sóla skóm eru sambærileg við það þegar fullorðinn maöur gengur á ís. Ef þú límir svamp- gúmmí á skósólana mun bamið öðlast sjálfstraust þegar það gengur. Þegar gúmmíið er uppurið skaltu skrapa leifamar af með rakblaði og setja nýtt í staðinn. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.