Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 I>‘\T Frjálst, öháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaatgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Forréttindi úrskurðuð óheimil Hæstiréttur hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að Al- þingi hafi verið óheimilt að gefa sægreifum einum að- gang að auðlindum hafsins. Hæstiréttur segir í nýjum úrskurði, að þessi mismunun sé stjórnarskrárbrot. Hún brjóti í bága við jafnræðisreglu stjómarskrárinnar. Hefðbundið er, að Hæstiréttur styðji málstað stjórn- valda gegn smælingjum. Upp á síðkastið hefur hann stundum verið gerður afturreka með slíkt fyrir fjölþjóða- dómstólum í Evrópu. Úrskurðurinn bendir til, að hann vilji ekki lengur sitja í skammarkróknum. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir Alþingi, bæði þegar framsal auðlinda var upphaflega ákveðið af ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks og svo aftur nýlega, þegar hnykkt var á því af núverandi ríkisstjóm Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Áfall núverandi Alþingis er þó meira, því að nýju lög- in voru sett eftir mikla umræðu um stjórnarskrána og réttlætið í þjóðfélaginu, en í gamla daga vissu menn síð- ur, hvert þeir voru að fara. Núverandi Alþingi átti að vita, að sægreifalög þess voru stjórnarskrárbrot. Ef Alþingi bregzt ekki vel og skjótt við úrskurði Hæstaréttar, má búast við, að landsmenn allir fari smám saman hver fyrir sig að höfða mál gegn ríkinu til þess að fá hver sinn hluta í þjóðareign fiskimiða. Þingið verðiu- talið ábyrgt fyrir öllum uppákomum af því tagi. Óhjákvæmilegt er, að Alþingi taki ólög sín til endur- skoðunar nú þegar og láti flest annað sitja á hakanum á meðan. Ef það vill halda lífi í kvótakerfinu, ber því að flnna skömmtunarleið, sem ekki tekur sérhagsmuni sæ- greifa fram yfir hagsmuni annarra landsmanna. Bezta leiðin til varðveizlu keríisins er auðvitað sú, sem margir hafa oft sagt, að veiðikvótarnir verði boðnir út og allir hafi jafnan rétt til að bjóða í þá. Þar með er jafnræðisregla stjórnarskrárinnar höfð í heiðri og eng- um pólitískum gæludýrum afhent neitt á silfurfati. Útboð veiðileyfa er í senn réttlætismál í samræmi við stjórnarskrána og hagkvæmnismál í samræmi við vest- ræn markaðslögmál. Veiting einkaleyfa og sérleyfa af hvers konar tagi hefur í meira en tvær aldir verið talin úrelt hagstjórnartæki á Vesturlöndum. Hæstiréttur gefur stjórnvöldum svigrúm til að finna almenna lausn á hneykslismáli sínu. í úrskurðinum er ekki sagt, að sækjanda málsins, Valdimar Jóhannessyni, skuli afhentur umbeðinn kvóti, heldur aðeins, að synjun ráðuneytisins hafi verið stjórnarskrárbrot. Forvígismaður einkaleyfa og sérleyfa, hinn síreiði for- sætisráðherra, hefur þegar séð fyrir sér, að fara megi undan dómi Hæstaréttar í flæmingi með því að hafa lög- in um forréttindi sægreifa tímabundin og framlengja þau eftir þörfum, svo að þau teljist ekki varanleg. Hagsmunagæzluflokkar sægreifanna munu beita öll- um finnanlegum undanbrögðum til að komast hjá mál- efnalegum viðbrögðum við úrskurði Hæstaréttar. Fyrstu ummæli forsætisráðherra benda til, að áherzla verði lögð á að fmna leið, sem varðveiti forréttindin. Samt segir Hæstiréttur beinlínis, að ólögin felist í, að réttur þeirra, sem áttu skip á öndverðum níunda ára- tugnum sé annar en hinna, sem áttu þau ekki. Erfitt verður fyrir forsætisráðherra og aðra hagsmunagæzlu- menn sægreifanna að snúa út úr þessum orðum. Hæstiréttur hefur nefnilega upplýst, að gæzlumenn sérhagsmuna geti ekki tekið þjóðareign og afhent gögn og gæði hennar fámennum hópi gæludýra. Jónas Kristjánsson Þau leiöu mistök uröu í leiðara fimmtudags, að vitnað var í ónafngreind- an varaþingmann Framsóknarflokks á Austíjörðum en átti að vera fyrrver- andi varaþingmann Alþýðubandalags. Er beðizt velvirðingar á þessu víxli. „Andinn frá Potsdam" Þegar Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti hitti Nikolai Búlganín, Nikita Krústsjov og aðra sovéska ráðamenn árið 1955 var tal- að um „andann frá Genf,“sem væri tákn um bætt samskipti risaveld- anna í miðju kalda stríðinu. Reynd- ar kom ekkert út úr fundinum en það sem ýtti undir goðsögnina um Genfarandann var að leiðtogamir ræddu deilumál sín í vinsemd. Fyrsti samráðsfundur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, með leiðtogum Frakklands, þeim Jacques Chirac forseta og Lionel Jospin forsætisráðherra í Potsdam í vikunni var dæmi um slíkan leið- togafund. Að forminu til var allt í himnalagi en undir yfirborðinu kraumaði vegna djúpstæðs ágrein- ings þjóðanna í veigamiklum mál- um. Fransk-þýskur aflvaki? Umgjörð Potsdamfundarins var táknræn: Schröder og Chirac gengu um götur Potsdam, tóku ibúana tali og létu alla vita að samband þeirra væri orðið svo náið að þeir þúuðust. Eins og við var að búast var ekki gert of mikið úr sögulegum tengslum Potsdam við aðalsstéttir eða hinn prússneska „anda“ sem sveif þar yfir vötnum fram á þessa öld. Þeim mun meiri áhersla var lögð á menningarsögulegt gildi borgarinnar sem miðstöð evrópsks kvikmyndaiðn- aðar áður en Hollywood varð aflsráðandi í þessari grein. Og þegar kom að viðræðunum sjálfum var hið sama upp á teningnum. Leiðtogarnir lýstu yfir þvi að nýju lífi hefði verið hleypt í samvinnu Frakklands og Þýskalands - aflvaka Evrópusamstarfsins. Leita ætti samevrópskra lausna í baráttunni gegn atvinnuleysi sem er um 11% að meðaltali i ríkjum Evrópusambandsins (ESB) og grípa til ráðstafana sem miðuðu að því að beisla óheftar fjár- magnsfærslur á alþjóðamörkuðum og draga úr þunga efnahagssveiflna. Þá ætti að samræma skattastefnu Evr- ópusambandsins til að koma í veg fyrir að einstök ESB- ríki byðu upp skattaívilnanir til að greiða fyrir erlend- um fjárfestingum. Erlend tfðindi Valur Ingimundarsson Fyrsti samráðsfundur Gerhards Schröders, hins nýja kanslara Þýska- lands, meðJacques Chirac Frakklandsforseta og Lionel Jospin, forsætis- ráðherra Frakklands, fór fram í Potsdam í vikunni. Þrátt fyrir hástemmd- ar yfirlýsingar leiðtoganna um nýjan anda í samskiptum ríkjanna er ekk- ert sem bendir til þess að fundurinn hafi markað þáttaskil. Á myndinni eru Chirac og Jospin. Deilur um Evrópumál En ekki er allt sem sýnist: Schröder, Chirac og Jospin sópuðu undir teppið öll- um helstu ágreiningsefnum þjóðanna. Enn er óljóst hvort Þjóðverjum tekst að fá lækkuð framlög sín til Evrópusam- bandsins. Þeir láta langmest af hendi rakna til ESB og fá aðeins brot af fram- lagi sínu til baka. Þjóðverjar vilja að aðildaríkin sjálf taki í auknum máli á sig þær byrðar sem fylgja niðurgreiðslum til landbúnaðar (um 70% af flárlögum ESB renna til landbúnaðar- mála). Frakkar hafna öllum breytingum á styrkjafyrirkomulaginu, enda njóta franskir bændur góðs af því. Á Potsdam- fundinum kom ekkert nýtt fram varð- andi hugsanlega stækkun ESB til aust- urs. Þjóðverjar hafa ávallt sýnt því meiri áhuga en Frakkar að fá ríki Mið- og Austur-Evrópu inn í ESB, en forsendan er sú að komið verði á nýju greiðslufyr- irkomulagi innan þess. Frakkar vilja ekki síður en Þjóðverjar styrkja hergagnaiðnaðinn í Evrópu í samkeppni við Bandaríkin. En Schröder lét ekki undir þrýstingi Chiracs um að fafla frá þeim áformum að heimila sam- runa DASA, sem er hluti af Chrystler-Daimler samsteyp- unni, og British Aerospace. Þjóðverjar hafa ekkert á móti þátttöku helsta hergagnaframleiðanda Frakklands, Aerospatiale, en það, sem stendur í veginum er að fyrir- tækið er enn að miklu leyti í ríkiseign. Loks er engin lausn í sjónmáli varðandi kröfu Þjóðverja um að Frakk- ar og önnur Evrópuríki taki við fleiri flóttamönnum frá löndum utan Evrópusambandsins. Nú fær um helming- ur þeirra flóttamanna í ESB landvistarleyfi í Þýska- landi. Sú yfirlýsing leiðtoganna um að koma á fót sjálfstæð- um öryggisarmi Evrópusambandsins utan NATO ber ekki að taka alvarlega. Hugmyndin er í samræmi við Maastricht-samkomulagið frá árinu 1991. En fyrri til- raunir Frakka og Þjóðverja tfl að efla sjálfstæði Evrópu- sambandsins í öryggismálum fyrr á þessum áratug gefa ekki tilefni til bjartsýni. Bretar, Hollendingar og fleiri þjóðir hafa komið í veg fyrir að Vestur-Evrópusamband- ið, sem legið hefur í dvala frá árinu 1954, verði notað í þessum tilgangi. Ekki þarf að fjölyrða um hernaðarvanmátt Evrópuríkj- anna í Bosníudeilunni, en Edskipti Bandaríkjanna af stríðinu í fyrrver- andi Júgóslavíu og Dayton-samkomu- lagið frá árinu 1995 þögguðu niður í þeim röddum sem vildu auka sjálf- stæði ESB gagnvart Bandaríkjunum í öryggismálum. Og þar sem Þjóðverj- ar vilja ekki hrófla við forræðisstöðu Bandarikjanna í Nato eru litlur líkur á því að ESB hafi frumkvæði að breytingum á þessu sviði. Banda- ríkjamenn hafa ekki aðeins neitunar- vald í evrópskum öryggismálum heldur einnig í þeim málum sem varða hið kapítalíska alþjóðakerfi. Bretar hafa neitunvald í öllum þeim málum sem varða öryggisstefnu og skattastefnu ESB. Þeir hafa þegar lýst yfir andstöðu við tillögur um að samræma skattastefnu ESB. Og sú áhersla sem mið-vinstri stjórnir Schröders og Jospins leggja á vaxta- lækkanir til að draga úr atvinnuleysi mæta harðri andstöðu Wims Duisen- bergs, bankastjóra evrópska seðla- bankans, sem á að standa vörð um hinn sameiginlega evrópska gjald- miðil eftir áramót. Það er því ekkert sem bendir til þess að nýtt blað hafl verið brotið með Potsdam-fundinum - hvorki í samskiptum ríkjanna né á vettvangi Evrópusamstarfsins. skoðanir annarra Úr böndunum „Rannsókn dómsmálanefndar fulltrúadeildarinn- ar á því hvort forsetinn hafi gerst sekur um embætt- isafglöp er komin úr böndunum. Repúblikanar juku umfang rannsóknarinnar á þriðjudag og nær hún nú til fjársöfnunar fyrir kosningabaráttuna 1996. Af hálfu repúblikana virðist þetta vera til merkis um ósamkvæmni og örvæntingu. Nefndir á vegum öld- ungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar og sér- j sveit frá dómsmálaráöuneytinu hafa rannsakaö | málið undanfarin tvö ár. Þær rannsóknir hafa ekki j leitt neitt í ljós sem með sanngimi er hægt að segja að réttlæti málshöfðun til embættismissis." Úr forystugrein Washington Post 3. desember. Neyð Asíu „Ríkir nú samskonar kreppa i Asíu og rikti 1930 í Bandaríkjunum og í Evrópu? Og mun Asía draga sömu lærdóma um þörfina á nýjum félagsmálaað- gerðum í iðnvæddum löndum sínum? Þessu spurn- I ingum er varpað fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnu- j málastofnunarinnar. í skýrslunni er dregin upp mynd af auknu atvinnuleysi, félagslegri neyð og aukinni hættu á pólítískum óróa og „þingi götunn- ar“ eins og við höfum þegar séð í Indónesíu. I skýrslimni er sérstaklega bent á að ekkert félagslegt öryggisnet sé fyrir þá sem skyndilega missa starf sitt.“ Úr forystugrein Aftenposten 3. desember. Erfítt að biðjast afsökunar „Afsakið er orð sem mörgum þykir erfitt að segja. Það er ennþá erfiðara ef þaö á að setja afsökunar- beiðnina á blað. Að þessu komst forseti Kína, Jiang Zemin, er hann var á ferð í Japan í síðustu viku. Heimsóknin var ekki eingöngu kurteisisheimsókn. Þetta var i fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni sem kínverskur leiðtogi heimsækir Japan. Japanir vildu ekki biðjast skriflega afsökunar á gerðum sin- um í stríðinu. Margir þingmenn stjómarflokksins eru þeirrar skoðunar aö Japanir þurfi ekki að biðj- ast afsökunar á neinu. Hlutverk Japans í alþjóðleg- um stjórnmálum er lítið miðað við efnahagslega stöðu landsins. Öðmvísi getur það ekki verið á með- an þeir geta ekki sagt hið erfiða orð afsakið." Úr forystugrein Jyllands-Posten 30. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.