Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 16 mal Eitt helsta sameiningar- tákn síöari ára má segja að sé íslenska landsliöið í hand- knattleik. Þær eru ófáar stundirnar sem stœrstur hluti þjóöarinnar hefur eytt fyrir framan sjónvarpið eða á vellinum til þess eins að berja augum „strákana okk- ar“. Þeir eru afreksíþrótta- menn og hafa hrifið ólíkasta og ólíklegasta fólk með sér í spennandi leik. Amma grœt- ur, afi hoppar og Knútur litli á 5 fékk blöðrur í lófana af því hann klappaði svo mikið. „Ef ég hugsa til baka er á hreinu að auðvitað hefði ég þurft að sinna fjölskyldunni betur. En einhvern veginn fór ég í gegnum þetta og það var ekkert tiltöku- mál. Tíminn var auðvitað knappur. Þegar ég er spurður hvers vegna sé svona langt á milli barnanna segi ég alltaf að það hafi ekki gefist tími fyrr.“ DV-mynd E.Ól Handboltinn er ekki bara dans á rósum og um síðustu helgi varð ljóst að íslenska landsliðið kæmist ekki á heimsmeistarmótið sem hald- ið verður í Egyptalandi. Þjóðin ber harm sinn í hljóði og það gerir einnig landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson. Hann ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari. Hann segist ætla að standa við samninginn sem renn- ur út næsta vor. Lengra segist hann ekki hafa hugsað en það styttist i ákvörðunina. Hann segir að lands- liðið komi alveg eins til greina og hvað annað. En eru ekki meiri peningar í þjálfun í útlöndum? „Það eru meiri peningar í því en ég hef ekki sett það á oddinn. Mér finnst þetta ekki snúast um það heldur miklu frekar hvar maður hefur gaman af því að starfa. Maður verður að sjálfsögðu að geta lifað af því en ánægjan er líka mikilvæg. Annars verða engin vinnubrögð af viti.“ 34 ár í boltanum „Ég er búinn að vera í boltanum frá því aö ég var ellefu ára gamall og þekki ekkert annað.“ Hann hefur verið hjá Val mestall- an tímann fyrir utan það að hann var 6 ár á Akureyri og lék þar með Þórsurum. Síðan kom hann suður aftur og hefúr verið hjá Val síðan, fyrir utan nokkur ár í Svíþjóö. Ferill Þorbjörns hófst sem útileik- maður en hann er þekktastur fyrir að hafa staðið á línunni og barist við alla snjöllustu og sterkustu handknattleiksme m heims. „Þetta er erfið staða, mikil átök allan tímann og mikið um pústra. Línumaðurinn fær ekki svo oft bolt- ann, hans hlutverk er meira að búa til færi fyrir aðra. Seinna meir hef- ur þessi fjölbreytta reynsla hjálpað mér í þjálfuninni. Ég þekki hvað það er að vera útimaður og líka það að vera línumaður. Það er ekki nóg fyrir þjálfara að opna einhverja þjálfunarbók og lesa sig í gegn. Ég myndi segja að fræði- legi hlutinn væri 40% en reynslan er 60%. Þess vegna finnst mér oft að þeir sem eru sprenglærðir á bókina geti ekki þjálfað. Þessu kynntist ég aðeins í Svíþjóð. Það eru auðvitað til undantekningar en oft á tíðum er þetta svo. Þetta veltur ekki á fræð- unum en það er gott að hafa þau með.“ Þorbjörn er „uppeldisfaðir" margra snjallra handknattleiks- manna en hann þjálfaði meðal ann- arra Geir Sveinsson, Júlíus Jónas- son og Valdimar Grímsson í yngri flokkunum hjá Val. Seinna meir lék hann líka með þessum snáðum í meistaraflokki og í landslið- inu. „Það var gaman að því að þeir sem ég byrjaði að þjálfa enduðu með mér í landsliðinu. Ég þekki þá auð- vitað óhemju- vel og veit hvaða karakt- er þeir hafa að geyma. Ég sagði við þá þegar þeir byrjuðu í landsliðinu að ég myndi ekki hætta í liðinu fyrr en þeir væru orönir betri en ég. Ég stóð við það. Þegar Bogdan vildi hafa mig áfram fann ég að Geir Sveinsson var orðinn betri en ég og þótt ég hefði upphaflega verið að grínast með það þá hætti ég. Víeir tók við að mestu leyti og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun." Of mikill frítími í Svíþjóð Þorbjörn er fjölskyldumaður og á tvö böm. Það eldra er stúlka sem er fædd 1972 en strákurinn hans er fædd- ur 1981. Það hve langt leið á milli barna vitnar kannski um hve mikill tími hefur farið í iþróttimar í lífi Þor- björns. Hann hefur, líkt og aðrir ís- lenskir íþróttamenn stundað íþróttina með vinnu. Hann er rafvirki og starf- aði lengi á Landspítalanum. „Þegar ég fer út haustiö 1986 að spila handbolta í Svíþjóð var það í fyrsta skiptið sem ég fékk borgað fyr- ir að spila. Þá var ég 33 ára gamall. Ég var bara að spila handbolta og frítíminn var óhemjumikill. Það var voðalega gott fyrstu þrjá mánuðina eftir að hafa vanist því að vinna 10 tíma á dag og fara svo á æfingar og leiki um helgar. Það hafði verið lífs- mynstrið í mörg ár og gott að komast út og sinha handboltanum. Eftir íjóra mánuði var ég búinn að fá leiða á því að hafa svona lítið að gera. Ég komst í vinnu hjá íslenskum byggingaverk- taka og seinna fór ég út í rafvirkjun. Ég hafði nokkuð frjálsar hendur og ég hafði eitthvað til að vakna til á morgnana." Þorbjöm vann þá til klukkan tvö eða þrjú á daginn og mætti á æfingu síðdegis. Hann segir að það fyrir- komulag hafi hentað sér mjög vel. Konan hans gafst líka upp á þessum mikla frítíma og fór að vinna á sjúkra- húsi fyrir gamalt fólk. Vonlaust án skilningsríkrar konu En hvernig gekk að vera fjöl- skyldumaður og handboltamaður? „Ef ég hugsa til baka er á hreinu að auðvitað hefði ég þurft að sinna fjölskyldunni betur. En einhvern veg- inn fór ég I gegnum þetta og það var ekkert tiltökumál. Tíminn var auð- vitað knappur. Þegar ég er spurður hvers vegna sé svona langt á milli bamanna segi ég ailtaf að það hafi ekki gefist tími fyrr. Það er svipað mynstur hjá mörg- um sem era í boltanum núna. Þetta bitnar töluvert á fjölskyldunni og þá sérstaklega á konunni. Það er þannig í boltanum að ef menn eiga ekki skilningsríkar konur þá þýðir ekkert að standa í þessu.“ Þorbjöm segir að þetta komi allt i ljós milli 18 og 22 ára aldurs þegar framtíðarsambönd era að myndast. „Á þessu tímabili verður makinn að gera það upp við sig hvort þetta er lífsmynstur sem hann er tilbúinn í. Ef þessi mál eru ekki gerð upp á þess- um tíma er þetta útilokað mál. Ég hef horft upp á það lengi sem þjálfari. Ef menn ætla að verða afreksí- þróttamenn þá þarf allt umhverfið að vera í lagi; ekki bara æfingamar og þjálfarinn. Allur bakgrunnur verður að vera traustur og það verður allt að vera í lagi heima. Ef þaö er ekki þá kemur það niður á leikmanninum á vellinum; þar er andlega álagið mik- ið og ef menn koma með vandamál að heiman spillir það árangrinum. Þjálfarinn þarf að hafa skilning á þessum málum." Og á Þorbjörn skilningsríka konu? „Já, ég hef átt það og þekki ekki annað. Hún hefur tekið mikinn þátt í þessu í gegnum árin og þá sérstak- lega eftir að ég varð þjálfari. Þá verð- ur þetta umfangsmeira. Þá verður að sinna öllu í kringum boltann. Það er ýmislegt sem kemur upp á og þarf að leysa úr. Ef einhveijir, sem ætla að fara að þjálfa, halda að þeir geti gengið út eftir æfingar, lokað símanum og slappað af þá er það mikill misskiln- ingur. Það þarf að vera hægt að ná í þjálfarann mestan hluta sólarhrings- ins. Þjálfarar félagsliða eru kannski að þjálfa 20 ólíka leikmenn, með 20 mismúnandi sjónarmið og áhyggjur og þjálfarinn þarf að vera tilbúinn til að sinna þvi. Menn geta auðvitað gert þetta með einhverju kæruleysi en þá næst enginn árangur." Ég á ennþá vini Nú kemst Þorbjöm ekki til Egypta- lands. „Nei, ekki nema sem túristi.“ Eru það ekki mikil vonbrigði? „Jú. Það era auðvitað alltaf sár vonbrigði þegar maður ætlar sér eitt- hvað sem ekki tekst. En það er nú þannig að í mínu lífi hefur mér oftar en ekki tekist að gera það sem ég ætl- aði mér. Auðvitað hafa þó komið stundir þegar það hefur ekki tekist og það verður maður að sætta sig við, vinna úr því og gera eitthvað annað. Ég er einhvem veginn þannig að þótt á móti blási þá eflist ég. Ég gefst aldrei upp. Ekki fyrr en ég verð sett- ur undir græna torfu. Þangað til gefst ég ekki upp.“ Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn í leik Ungverjalands og ís- lands flautaði til leiksloka og ljóst var að ísland kæmist ekki á heims- meistaramótið? „Hún var náttúrlega slæm og lifði í nokkra daga og jafnvel enn. Ég er ekkert ánægður enda fyndist mér það óeðlilegt. Þess vegna hef ég ekki enn- þá horft á leikinn. Mig langar ekki til þess þegar ég er ekki beint í jafnvægi til þess. En eftir því sem fleiri dagar líða styttist í það.“ Þú hefur ekki grátið? „Nei, maður verður að bera sig karlmannlega. Þótt vissulega hafi verið ástæða til að gráta. En íþrótt- irnar era svona. Það er sem betur fer ekkert öraggt því að þá væri engin spenna. Fólki þykir þetta auðvitað slæmt. En ég hef fengið mikið af stuðnings- yfirlýsingum og geri mér grein fyrir því að ég á ennþá einhverja vini.“ -sm „Það eru alltaf sár vonbrigði þegar maður ætlar sér eitt- hvað sem ekki tekst. En það er nú þannig að f mínu lífi hef- ur mér oftar en ekki tekist að gera það sem ég ætlaði mér.“ DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.