Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 30
30 sakamál LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 T*>~\7~ í fjörutiu og átta ár gekk allt vel. Ferdinand Liebl, atvinnulaus verka- maður, var sannfærður um að hin áttatíu og þriggja ára Amalie Liebl væri móðir hans, rétt eins og hún hafði ætíð sagst vera. í huga hans var ekki minnsti efi um að svo væri. Og hann var heldur ekki í neinum vafa um að hin sextíu og sex ára Amalie Wolters væri systir hans. Reyndar fannst honum hún sér mjög kær og samband þeirra var náið og hlýlegt. Höfðu ýmsir haft á orði að það væri mun vinsamlegra en venja væri þegar systkini ættu í hlut. En i byrjun þessa árs varð mikil breyting á sambandi þessara þriggja persóna. Sannleikurinn kemur í Ijós Nokkru eftir áramót veiktist hin aldraða Amalie Liebl og var lögð á sjúkrahús. Þá varð að taka fram viðeigandi persónuskilríki og þegar þau Ferdinand og Amalie yngri leit- uðu þeirra kom það í ljós sem átti eftir að gerbreyta lífl þessara þriggja persóna. Ferdinand brá svo mikið að segja má að hann hafi orð- ið fyrir raunverulegu áfalli, og margt bendir til að svo hafi verið því hann varð ekki samur maður aftur. í ljós kom að konurnar tvær sem hann hafði búið með höfðu log- ið aö honum frá því hann var lítill. í raun var það Amalie yngri sem var móðir hans, en Amalie eldri var amma hans. Skýringin var sú að Amalie Wolt- ers hafði orðið ólétt sautján ára. Þar eð hún var ekki eldri þótti ástæða til að leyna því hvernig ástatt var með hana og fór hún burt af heima- slóðum til að ganga með barnið og ala það. Eftir fæðinguna gaf hún það. En það var Amalie Liebl, móð- ir Amalie yngri, sem ættleiddi það. Af þeim sökum fékk Feminand eft- irnafnið Liebl. Skýringin sem hann fékk á því að „systir hans“ hafði eft- imafnið Woiters var sú að hún hefði gift sig en síðan skilið. Taumlaust hatur Daginn sem Ferndinand varð ljóst að konumar tvær sem höfðu staðið honum svo nærri höfðu blekkt hann í nær hálfa öld fylltist hann hatri á öllum konum. Honum fannst hann hafa verið settur til hliðar í heiminum, og fyrsta konan sem hatur hans bitnaði á var unnusta hans, hin fjörutíu og níu ára Helga Oberbremer. Helga Oberbremer. Ferdinand Liebl, til hægri, með verjanda sínum. „Hún mamma þín er búin að læsa sig inni á baði. Komdu og sæktu hana.““ Þegar dóttirin kom hafði Ferdin- and róast og leyfði hann þeim mæðgum að fara úr íbúðinni. „Hann sat í eldhúsinu og grét,“ sagði Helga. „Á miða sem hann lagði á borðið fyrir framan sig stóð: „Ég viðurkenni allt sem ég hef gert.“ Mér leiö illa eftir þennan atburð þvi mér var ljóst að eitthvað hafði komið fyrir hann og að hann var ekki heill heilsu. Þess vegna gerði ég lögreglunni ekki viðvart." Hefði Helga farið til lögreglunnar væri Renate Haltmaier, tuttugu og eins árs, nú ekki 50% öryrki. Dag- inn sem Ferdinand réðst á Helgu í síðara skiptið fór hann í ökuferð á bílnum sínum og meðan hún stóð yfir náði hið taumlausa hatur til kvenna enn einu sinni undirtökun- um. Hann sá fyrir framan sig á göt- unni konu á hjóli. Það var Renate, en hún vann á barnaheimili og var að fara erinda sinna um bæinn. þörf. Svo sneri ég baki í hann og gekk að hjólinu. Þá stakk hann mig í bakið með hnífi. Ég datt aftur en þá réðst hann enn á mig og frá báð- um hliðum. Hann stakk mig í háls- inn, í andlitið, í magann og svo aft- ur í bakið. Ég barðist um en kom ekki upp nokkru hljóði því hann hafði stungið mig í hálsinn. Ég var nú úrkula vonar um að halda lífinu. Ég sá að ég gat engum vörnum kom- ið við og man að ég vonaði að það liði yfir mig svo ég þyrfti ekki að umbera þessa ógn lengur. Hann stakk og stakk og hrópaði loks: „Auma skækja, nú færðu það sem þú átt skilið.“ 711 bjargar Vegfarendur sáu þegar Ferdinand ók aftan á hjól Renate og fylgdust með því þegar hann réðst svo aftan að henni og stakk hana í bakið með- an hún var að reyna að rétta við hjól- ið sitt. Fólki brá og vissi ekki hvað það gæti gert til að stöðva þennan óða mann með hnifinn sem virtist staðráðinn í að drepa ungu konuna. Rudolf Haltmaier með mynd af dótt- ur sinni, Renate. „Ég gleymi aldrei aðfaranótt 13. janúar," segir Helga. „Ég lá sofandi í rúminu mínu. Skyndilega gat ég ekki andað lengur. Ég vaknaði og fann að púða var þrýst á andlitið á mér. Ég barðist um og reyndi að losna við hann og að lokum tókst það. Ég veit ekki hvað gaf mér þann kraft sem til þurfti, en líklega hefur það verið óttinn við að deyja. Og nú horfði ég beint framan í andlitið á unnusta mínum, Ferdinand. Óður að sjá eins og villidýr sat hann klof- vega á lærunum á mér og hann hélt á hnífi. „Æptu ekki,“ sagði hann, „því þá sting ég þig.““ Hótanir og skurðir „Skyndilega fór hann að skera náttkjólinn minn. Ég varð mjög skelfd og reyndi að tala rólega við hann. Þá stakk hann mig í hálsinn, en síðan færði hann sundur á mér fótleggina og fór að skera í kynfær- in á mér. Það var ægilega sárt og þá hélt ég að nú væri úti um mig, ekki síst eftir að hann sagði: „Nú eru bara tvær mínútur eftir. Þá er þessu öllu lokið." Ekki gekk það þó eftir og á ein- hvern hátt sem ekki hefur fengist að fullu skýrður tókst Amalie að koma í veg fyrir að Ferdinand svipti hana lífinu. „Hann reyndi að kæfa mig með púðanum um tíuleytið um kvöldið en fimm stundum síðar, eða um þrjúleytið um nóttina, tókst mér loks að velta honum fram úr rúm- inu. Þá missti hann hnífinn. Um leið og hann var orðinn vopnlaus varð hans eins og barn. Hann fór að gráta og afsakaði sig á margvíslegan hátt. „Ég var næstum búinn að drepa þig,“ sagði hann meðal annars. „Þú verður að fyrirgefa. Þetta gerist aldrei aftur.“ Næsta tilraun „Ég tók afsökun hans til greina," sagði Helga, „en það hefði ég aldrei átt að gera. Samband okkar var í raun búið. Hann hafði misst hæfi- Leikann til að sýna mér kærleik og ástarlíf var ekki lengur til um- ræðu.“ Tveimur mánuðum eftir morðtil- raunina gerði Ferdinand aðra og mun verri atlögu að Helgu. „Hann hótaði mér líka með hnífi þá,“ sagði hún, „en nú sagðist hann ætla að leyfa mér að velja á hvern hátt ég dæi. Ég gæti látið stinga mig til bana, ég gæti látið hann drekkja mér í baðkerinu og ég ætti þann kost að drekka eiturblöndu sem hann haföi blandað og kom með á flösku. Meðan hann var að segja mér þetta hélt hann hnífnum að hálsi mér. Ég sagðist ætla að láta hann drekkja mér í baðkerinu. Þá gekk hann inn á baðherbergið til að fylla kerið. Áður hafði hann læst hurð- inni fyrir aðaldyrum ibúðarinnar svo ég komst ekki út úr henni." Tvenn mistök „Ferdinand brá sér í augnablik út úr baðherberginu. Ég flýtti mér þangað inn og læsti á eftir mér. Þá barði hann í hurðina og sagði að ég yrði að opna svo hann gæti drekkt mér. Rétt á eftir heyrði ég að hann hringdi í dóttur mína og sagði: Amalie Liebl. Úk á hana Ferdinand ók í smástund rólega á eftir ungu konunni á hjólinu. Síðan jók hann ferðina og ók beint aftan á hjólið. „Ég heyrði í bílnum fyrir aftan mig,“ sagði Renate þegar hún lýsti atvikinu, „en hélt að hann væri að auka hraðann af því hann ætlaði að aka fram úr. í staðinn ók hann beint aftan á hjólið svo ég kastaðist í göt- una. Ég hélt í fyrstu að um óhapp hefði verið að ræða, þvi gatan var nógu breið til þess að hann kæmist fram hjá mér.“ Ferdinand steig út úr bílnum og gekk að Renate þar sem hún lá á götunni. „Ég sá þig ekki,“ sagði hann. „Á ég að aka þér á slysavarð- stofuna?“ „Ég bandaði honum frá mér,“ sagði Renate, „og sagöi að ég væri ekki það illa meidd að þess væri Árás Ferdinands lauk með því að hann reyndi að koma Renate i far- angursgeymsluna á bíl sinum. Þá tókst manni einum að stöðva hann. Þessi hugrakki maður, sem komið hafði þarna að á bíl sínum, kom nú Renate, stórmeiddri og alblóðugri, upp í bíl sinn og ók í skyndi með hana á næsta sjúkrahús. Þar var henni þegar í stað komið í aðgerð. Ferdinand flúði af vettvangnum en skömmu síðar stöðvaði lögreglu- þjónn hann fyrir hraðakstur. Þá fór hann aö tala um að hann hefði ráðist á konu. Fyrir rétti Frásagnir málsaðila hér að fram- an eru úr réttarskjölum, en mál Ferdinands Liebls kom fyrir dóm- stól í Regensburg í Þýskalandi. Hann gat enga viðhlítandi skýringu gefið á athæfi sinu en reyndist sak- hæfur. Niðurstaða þeirra sem rann- sökuðu geðheilsu hans var að hluta til sú að um svonefnt „yfirfært hat- ur“ væri að ræða, það er hatrið á konunum tveimur sem hann hafði búið með alla ævi og höfðu ekki sagt honum sannleikann um hvor væri móðir hans hefði færst yfir á konur almennt. Þegar Amalie Wolters, hin raun- verulega móðir hans, var að því spurð hvers vegna hún hefði aldrei sagt honum að hún væri í raun móðir hans svaraði hún: „Ég veit það ekki. Ég var svo ung þegar allt þetta gerðist. En ef Ferdinand segir að ég sé móðir hans er það víst rétt Ferdinand Liebl fékk tólf ára fangelsi fyrir morðtilraunir. Amalie Wolters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.