Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 50
■S LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 Víkingar í Þórshöfn Víkingahátíö verður haldin í Þórshöfn í Færum dagana f 12.-18. júlí næstkomandi sum- 4 ^ar. Til stendur að slá upp vík- ingatjöldum á lóð Þjóðminja- safnsins og þar geta gestir há- tíðarinnar kynnst lífsháttum víkinganna. Eldamennska, handverk og listmunagerð verður meðal þess sem verður kynnt sérstaklega. Siglingar á víkingaskipum verða kenndar ef veður leyflr og einnig getur fólk æft skot- fimi undir stjórn þjálfaðra manna. Hestamennska verður einnig á dagskrá. Áhugasamir geta sent ferðamálaráði Fær- eyja tölvupóst, torsin- fo@post.olivant.fo og óskað frekari upplýsinga. Tapað, funtíið og selt Margir þekkja þá raun þegar farangurinn kemur ekki á ^færibandinu að lokinni flug- ferð. Stundum er hann að ei- lífu týndur. Bandarískar tölur segja að rúmlega 90% af týnd- um farangri skili sér innan fimm daga. Alltaf verður þó eitthvað eftir og nú er slíkur farangur í Bandaríkjunum sendur til Scottsboro í Ala- bama þar sem hann er seldur í umboðsverslun á vegum flug- félaga. í versluninni kennir ýmissa grasa, allt frá finustu skartgripum og niður í ódýra '**náttkjóla. Fyrir þá sem ekki komast alla leið til Alabama er alltaf möguleiki að skoða inni- hald búðarinnar á Netinu. Slóðin er www.unclaimed- baggage.com. Límósínubátur Nú geta farþegar sem ferðast | á fyrsta farrými með flugfélag- inu Virgin Atlantic stokkið beint um borð í „límósínubát" þegar þeir koma til London. Nýi báturinn, sem reyndar tekur aðeins sex farþega í hverri ferð, siglir á Thames- ánni frá Heathrowflugvelli og til miðborgar London. í bátn- um er að finna öll helstu þæg- indi og heitir flugfélagið því að fólk sé komið á land í miðborg- inni klukkustund eftir að það gengur frá borði flugvélarinn- ■:*ar. Sofið á flugvöllum Á Netinu er að finna fróð- lega slóð þar sem fólk getur lesið sig til um hvemig sé best að sofa á flugvöllum heimsins. Byggt er á reynslusögum fjöl- margra farþega sem margir hverjir gefa góð ráð um hvar á ákveðnum flugvöllum helst sé að finna ró og svo framvegis. Okkar ágæta flugstöð, Leifs- stöð, fær til dæmis ágæta ein- ' 'kunn, þykir hafa rólegt og fal- legt yfirbragð. Því er þó fundið til foráttu að flugstöðin er lok- uð yfir blánóttina. Slóðin erwww3.sympat- ico.ca/donna.mcsherry. Umfangsmikil lesendakönnun á vegum Condá Nast ferðablaðsins: San Francisco skemmti- legasta borgin borgin þetta árið, að mati lesenda Condé Nast ferðablaðsins. Þá þykja veitinga- Á hverju ári efnir alþjóðlega ferðatímaritið Condé Nast til les- endakönnunar þar sem spurt er um hvaðeina sem viðkemur ferðalögum og ferðaþjónustu. Meðal annars eru lesendur beðnir að meta hvaða borgir eru áhugaverðari og skemmtilegri en aðrar. Bestu hótel- in eru valin og flugfélögum og bíla- leigum gefin einkunn, svo að eitt- hvað sé nefnt. Þátttaka í könnuninni þótti með eindæmum góð þetta árið en blað- inu bárust svör 37 þúsund lesenda. Það eru því litlar ýkjur að halda því fram að ferðakönnunin sé ein sú umfangsmesta í heiminum enda blaðið eitt útbreiddasta ferðatímarit sem gefið er út. Hér að neðan getur að líta niðurstöður úr fjórum könn- unum blaðsins. í hverjum flokki eru gefnar einkunnir og er 100 hæst. Sydney næstskemmti- legust Þegar lesendur Condé Nast voru beðnir að leggja mat á borgir heims- ins lögðu þeir til grundvallar þætti á borð við veitingastaði, umhverfi, menningu, viðmót borgarbúa og al- mennt hvort borgin væri skemmti- leg að sækja heim. Undanfarin ár hafa tvær borgir, hver í sinni heimsálfunni, bitist um fyrsta sætið. Þetta eru San Francisco á vesturströnd Bandaríkj- anna og Sydney í Ástralíu. San Francisco náði toppnum þetta árið með 83,8 stig en Sydney fylgir fast á eftir með 82,8 stig þannig að munur- inn er ekki mikill. Veitinga- húsaflóra San Francisco fær hæstu einkunn eða 91,6 stig. Dublin kemst ekki á listann en fær þrátt fyrir það hæstu einkunn Evrópuborga fyrir vinalegt viðmót borgarbúa. Þegar kemur að menningu standa Evrópuborgirnar Flórens, París og Róm upp úr en þær sitja líka á topp tíu listanum. Fyrir utan þær er að- eins ein önnur Evrópuborg á listan- um en það er Feneyjar. Eins og fyrri ár situr Atlantic City á botninum og fær slökustu meðaleinkunn, 4,8 af 100 möguleg- um stigum. Góð hótel í Hong Kong Það er mat lesenda að besta hótel heims sé Amandari á Balí. Hótelið hefur ekki áður verið á listanum en það var nýlega endurbyggt. The Regent í Hong Kong hefur margoft verið i fyrsta sæti en fellur nú í það þriðja. Annars kemur Hong Kong vel út þvi þrjú hótel borgarinnar eru á listanum. Windsor Court í New Orleans í Bandaríkjunum er í öðru sæti og fær yfir 90 stig í öllum flokkum. Spurt var um gæði þjónustu, her- bergi, veitingastaði og staðsetningu. Slök útkoma í Evrópu Enn og aftur trónir Singapore Airlines á toppnum og telst vera besta flugfélag heims. Flugfélagið hefur verið í fyrsta sæti allt frá ár- inu 1989 og ekkert annað félag virð- ist ná að ógna þvi. Nema ef vera skyldi Swissair sem hefur verið í öðru sæti á sama tíma. Japan Air- lines skríður upp í þriðja sætið en var i því áttunda í fyrra. Virgin Atl- antic og Qantas skipta um sæti frá því í fyrra en þau eru i fjórða og fimmta sæti. Aðeins tvö evrópsk flugfélög rata inn á listann, Swissa- ir eins og áður greinir og svo SAS sem lendir í níunda sæti. í þessari San Francisco þykir áhugaverðasta hús borgarinnar skara fram úr. iow áhugaverðustu " borgirnar 1. San Francisco 83,3 2. Sydney 82,8 3. Róm 80,8 4. París 78,2 5. Feneyjar 77,7 6. Victoria B.C. 76,3 7. London 75,0 8. Vancouver 74,9 9. Höfðaborg 74,8 10. New Orleans 73,8 Esza bestu hótelin 1. Amandari, Balí 91.4 2. Windsor Court Hotel, New Orleans 93.3 3. Regent, Hong Kong 91.3 4. Peninsula, Hong Kong 91.0 5. The Oriental, Bangkok 90.3 6. Hotel Plaza Athénée, París 90.2 7. Four Seasons, New York 89.6 8. Island Shangri-La, Hong Kong 89.7 9. -10. Hotel Bel-Air, Los Angeles 89.5 9.-10. Hotel Le Bristol, París 89.5 ILUk^l könnun var tekið mið af þjónustu, sætarými, mat, meðferð farangurs, tímaáætlunum og almennri skipu- lagningu. Sex ár á toppnum Besta bUaleigan að mati lesenda Condé Nast er Hertz og hafa lesend- ur nú verið á þeirri skoðun i sex ár. Hertz þykir hafa öruggan og góðan bUaflota og fær einnig hæstu ein- kunn fyrir þjónustulund. Lesendur voru beðnir að gefa þjónustu, við- bestu bflaleigumar 1. Hertz 64.1 2. Avis 59.9 3. National 59.5 4. Europcar 58.5 5. Enterprise 58.2 6. Budget 53.6 7. Carey Limousine 52.9 8. Thrifty 52.8 9. Dollar 51.2 10. Alamo 49.8 iDgSil móti starfsfólks, bifreiðunum og flýti afgreiðslunnar einkunn. Avis er í öðru sæti og þykir hafa jafngóðan flota og Hertz og fylgir Europcar fast á eftir í þessum bestu flugfélögin í. Singapore Airlines 82.5 2. Swissair 74.2 3. Japan Airlines 72.1 4. Virgin Atlantic 71.5 5. Qantas 70.7 6. Air New Zealand 70.0 7. Cathay Pacific 69.8 8. SAS 67.0 9. Thai Airways 66.4 10. South African Airways 66.1 ________________ I5E3 flokki. Það er aðeins í einum flokki sem útkoma Hertz er miður góð en það er þegar gjaldskráin er metin. -Condé Nast Traveler írskir dagar fyrirhugaðir á Akranesi: Bæjarbúar stoltir af írsku landnámi DV. Akranesí: Nú er stefnt að því að halda írska daga á Akranesi í mars á næsta ári. „Þetta er gömul hug- mynd sem bæjarstjóri fól mér að skoöa betur síðastliðið sumar. Akranes er eitt af þeim landsvæð- um þar sem írar námu land og eru bæjarbúar stoltir af því,“ segir Björn S. Lárusson, markaðs- og at- vinnumálafulltrúi Akraneskaup- staðar. Ýmis örnefni á Skaganum bera írsku landnámi vitni. Minnis- merki um landnámið var valinn staður í bænum árið 1974. „Ef af verður munu írsku dag- amir verða haldnir seinni hluta vetrar, væntanlega á degi heilags Patreks eða 17. mars. Dagskráin mun tengjast írskum siðum og menningu og við höfum þegar sett okkur í samband viö nokkra inn- flytjendur á írskum vörum, m.a. Allied Domecq og Ölgerð Egils. Þá hafa Samvinnuferðir-Landsýn sýnt málinu áhuga enda flytja þeir þús- undir íslendinga til Irlands og íra hingað. Með milligöngu þeirra höf- um viö komist í samband við írska ferðamálaráðið. Almennt hefur hugmyndinni verið vel tekið og það er einstakt, ekki síst í ljósi þess að umræddir dagar eru utan háannatíma í ferðamennsku og stutt á Skagann frá höfuðborg- inni,“ segir Björn S. Lámsson. -DVÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.