Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 38
46
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998
mik
Einhvern tíma heyrði ég
frá manni sem ég tek
mark á að kveðskapur
Súkkats vœri svokallaður
„nonsense“-kveðskapur.
Nonsense er samkvœmt
mínum orðabókum, það
sem ekkert vit er í. Skyldu
Hafþór og Gunnar kann-
ast við að semja texta sem
ekkert vit er í?
„Ætli þaö sé ekki rétt að þannig
sé okkar kveðskapur í þland," segir
Hafþór. „Það er líka betra að semja
texta sem er yfirlýst nonsense
t vegna þess að það er til svo mikið af
textum sem eru nonsense, en sigla
undir fólsku flaggi. Það er ágætt aö
vera ekki með neinar væntingar."
Eftir ströndinni ganga þeir Stefán og ég
stefiia ekkert nema sinn veg
vindur er áttlaus og aldan er treg
angan í lofti mjög ógreinileg
Textarnir eru rímaðir þrátt fyr-
ir allt?
„Já við leitumst við að reyna að
ríma og ástæðan fyrir því er sú að
við syngjum textann. Rímaður
texti er betur fallinn til söngs.“
En þið haflð ekki ort ljóð sem
ekki eru ætluð til söngs, gefið út
ljóðabók?
„Ljóðabók hefur ekki komið út
en í fyrstu voru textamir ljóð sem
ég vissi ekki hvað ég átti að gera
við,“ segir Hafþór. „Það var algjör
tilviljun sem réði því að við byrj-
uðum að spila saman. Við byrjuð-
um á því að leika okkur saman,
sennilega fyrir um tíu árum. Við
kynntumst þegar við vorum mat-
reiðslunemar en siðar vorum við
að vinna saman á Búðum. í fyrstu
spiluðum við bara fyrir okkur
sjálfa því okkur grunaði ekki að
nokkur gæti haft gaman af þessu.
Siðan tróðum við nokkrum sinn-
um upp á Búðum og að var gerður
góður rómur.“Aðspurðir um hvort
þeir hafi einhvern tima reynt að
skipta um hlutverk segja drengirn-
ir að það gæti aldrei gengið og
metast síðan um það dágóða stund
hvor þeirra sé lélegri; Hafþór á gít-
ar eða Gunnar sem söngmaður.
Þeir komast ekki að niðurstöðu.
Þið hafið tekið það sem var nær-
tækt úr ykkar veruleik sem mat-
reiðslumanna þegar þið ákváðuð
nafn á bandið. Súkkat?
„Nafnið er ekki eins nærtækt og
það virðist í fyrstu. Við kölluðum
okkur Súkkat þegar við fórum að
koma fram opinberlega, en það er
hennar gengju eftir þá gæfl hún
honum köku. Sigga fékk prestinn,
en sveik aumingjann um kökuna
og var því eftir það kölluö Sigga
kaka. Þetta var auðvitað neyðar-
legt og gert henni til ævarandi háð-
ungar. Mórallinn er að það borgar
sig ekki að fara illa með aumingja.
En það merkilega við þessa frá-
sögn i dulrænu bókinni var að hún
var sú eina sem ekkert dulrænt
var við. Ég þurfti að bæta smá
draugagangi inn í textann.“
Ef við stiklum á stóru um text-
ana og tilefni þeirra þá þykir mér
ástæða til þess að spyrja hvers
vegna talað er um kvaðratrót og pí
í einum textanum.
„Einar Bogason á þennan texta,
en hann gaf út fyrir margt löngu
kver sem í eru stærðfræðiformúlur
ætlaðar til söngs, með það fyrir
augum að létta unga fólkinu stærð-
fræðinámið. Við gerum okkar
besta til þess líka og vonum að fólk
geti sungið lagið í samkvæmum og
reiknað síðan út rúmmál
bumbtunnu:,,
Þriðjung summu þessarar skalt kvaðrera
þaó sinnum pí ég þetta víst þér rœð
er það rúmmál sem um er hér að gera
allt þetta pródúkt sinnum tunnu hœð
Þið viljið greinilega vera góðir.
Takið upp hanskann fyrir þroska-
hefta, kennið bömum að reikna
og flytjið tregasöng rafmagnstækj-
anna. Um hvað fjallar það lag sem
mest hefur verið spilað í útvarpi
af lögunum ykkar og þið vomð
sérstaklega fengnir til þess að
flytja á baráttufundi um hálendis-
málin?
„Við erum að reyna að snúa við
þeirri öfugþróun að það er komið
óorð á öll þægilegu rafmagnstæk-
in sem við eigum. Þeirra eina
hlutverk er að láta ljós sitt skína,
en þau fá ekki að gera það. Þau
eru notuð til gjafa og oft látin ryk-
falla inni í geymslum. Þeim hlýtur
að leiðast skelfllega," segir Hafþór
og vill ekki tjá sig frekar um það.
Sódawathnesystur kom’á kvöldin
í veióikofann sinn og tak’upp meik
þœr þurfa ekki neitt að hugs’um aflann
sem allur er farinn i reyk
en í bitið laxmenn allir laxamœður og
börn
þió megið vera smeyk.
„Þetta lag er um konur sem hafa
gaman af því að veiða lax,“ segir
Hafþór og neitar að viðurkenna að
um nokkra stífa þjóðfélagsádeilu sé
að ræða. Neitar raunar að segja
nokkuð meira um textana.
Gunnar Örn og Hafþór. Saman skipa þeir dúettinn Súkkat, sem varla er lengur dúett þar sem fjöldi listamanna kem-
ur nálægt bandinu þegar mikið stendur til. Nú hafa þeir nýlega gefið út geislaplötuna Ull. „Það er vefnaður utan á
plötunni og nafnið er þjóðlegt og hlýtt. Við vitum ekki hvort kom á undan, vefnaðurinn eða nafnið," segja strákarn-
ir aðspurðir.
DV-mynd Brynjar.
notað á Akureyri af börnum, ef
einhver er of lítill til þess að leika
með sér eldri krökkum þá er hann
súkkat. En upphaflega hugmyndin
var auðvitað hýðið sykraða sem
notað er í jólakökurnar, sem allir
þekkja þó aö mjög lítið sé vitað um
þennan ■ ávöxt og hann gjaman
plokkaður úr kökum þegar þær
eru étnar.“
Sigga kaka
Kona ein á plötunni hefur
skemmtilegt viðumefni; Sigga
kaka. Er hún byggð á raunveru-
legri persónu?
„Já, ég las um hana í bók sem í
vom dulrænar frásagnir," segir
Hafþór. Þetta var nokkurs konar
19. aldar X-files og höfundurinn
hét einhverju mjög vestflrsku
nafni, en það er of langt síðan ég
las sögu Siggu til þess að ég muni
nafn höfundarins eða bókarinnar.
Siggu þessa fysti að eiga prest
sveitarinnar og hét þess vegna á
aumingjann á bænum, ef áform
Undir áhrifum
Þið hafið löngum verið taldir
vera undir sterkum áhrifum frá
Megasi og nú hefur sá orðrómur /
fengið byr undir báða, þar sem þið
starflð mikið með honum um þess-
ar mundir. Emð þið kannski að
reyna að herma eftir honum?
„Við höfum miklar mætur á
Megasi, en við emm ekki að herma
eftir honum þar sem það er ljótt að
herma. Viö höfum hins vegar
reynt að læra af honum en treyst-
um okkur ekki til þess að dæma
um hvort það hefur tekist. Það er
rétt að það hefur loðað við okkur
að við séum að stæla Megas en
meiri parturinn er á misskilningi
byggður."
En haflð þið aldrei prófað að
semja texta í sameiningu þar sem
þið haflð unnið svo mikið saman?
„Það hefur verið reynt, en hann
er svo fljótur að semja að við höf-
um ekki roð við honum. Við ætluð-
um að semja textann Það er vont
bara fyrst, í sameiningu, sem er til-
brigði við sama stef og við unnum
með á fyrri plötunni okkar; Það er
vont en það venst. Við vorum rétt
að setja okkur í stellingar til þess
að fara að semja, orðnir mjög
spenntir, en Megas skrapp þá út í
búð og kom með lagið og textann
tilbúið til baka.“ Gamli Pres-
leyslagarinn Suspicion er einnig á
plötunni. Hefur Presley verið
áhrifavaldur?
„Við erum yngri en svo að við
höfum fengið hann beint i æð í
uppvexti okkar, en auðvitað hafa
allir, með einum eða öðrum hætti
orðið fyrir áhrifum af hans tónlist,
og því sem hann mótaði. Við syngj-
um lagið aðallega vegna þess að
við kunnum það og það hefur ver-
ið í uppáhaldi hjá okkur í mörg ár.
Útgáfan sem við kunnum best að
meta var, merkilegt nokk, ekki
með Presley, heldur gamalli hippa-
grúppu sem hét Bonzo band.“
Rædd eru i kjölfarið síðustu ár
Kóngsins, sem hann lifði við ein-
kennilegar aðstæður ef marka má
bók Alberts Goldmans, þar sem
umfjöllunin er að vísu mjög nei-
kvæð. Strákamir em þá spurðir
hvort þeir ætli virkilega að leggja
á þessa víðsjálu braut frægðarinn-
ar sem orðið hefur svo mörgum
góðum drengnum að falli, en þeir
svara með þvi að segja að Roy
Rogers hafl komist heill í gegn í
góðu jafnvægi. Og þess vegna hljóti
þeir að geta það líka.
Þriðjungur þorpsins
mætti '
Er bransinn erfiður?
„Það verður að viðurkennast að
útkoman er oft ansi döpur. Met var
sett í Grindavík í fyrra þar sem fjór-
ir sátu og tveir þeirra höfðu fylgt
okkur að sunnan. Það era þó ekki
leiðinlegustu tónleikar sem við höf-
um þurft að afplána. Tónleikar sem
við héldum á Skagaströnd fyrr á
þessu ári hafa vinninginn í leiðind-
um. Við vorum læstir inni á skrif-
stofu fyrir tónleikana þegar brjálað-
ar konur, ofsalega fullar, fóm að
berja á hurðina og æpa hvenær ball-
ið ætti að byrja. Við emm ekki ball-
hljómsveit og það var mikið áfall að
fá þá spumingu. Við sváfum í kenn-
arabústað þar sem ekkert var, utan
dýnur á gólfum og svefhpokar.
Þama var ekki einu sinni glas, og
því gat þessi aðstaða ekki flokkast
undir það að vera neyðarskýli. En
svo þurftum við aö borga fyrir gist-
inguna. Þetta var verulega skelflleg
lífsreynsla. En auðvitað gengur
stundum vel, eins og um daginn
þegar við spiluöum á Tálknaflrði.
Þá mættu rúmlega hundrað manns,
sem er tæpur þriðjungur þorpsins.
Það var nú almennilegt.“
En hverju halda drengirnir að
þeir fái áorkað með spilamennsk-
unni?
„Ætli við fáum nokkru áorkað
nema því að skemmta okkur og öðr-
um,“ segir Hafþór. „Svo eru náttúr-
lega rosalegir peningar í þessu,"
segir Gunnar með svip sem gefur til
kynna að hann hafi ekki meint það
sem hann sagði. -þhs