Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 DV viðtal „Ef landlæknir bregst því að standa vörð um skyldur sínar, þá getur hann „Talaðu sem minnst um galla þína og mistök, aðrir sjá um það.“ eins farið heim,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir. DV-myndir ÞÖK „Mér var góðfúslega bent á að fólksfluti sem ég hafði heimsótt og ég sá síðar að Ólafur Ólafsson landlœknir hefur látið af embœtti landlœknis eftir 26 ára starf. Hann segist vera feginn að hafa náð þeim aldri sem hann hefur náð og auk þess skilj- ist honum á náunganum að hann hafi komið standandi niður. Það þyki gott í dag, á þeim tímum sem gefin hafa verið út veiðileyfi á embœttismenn. Þeir séu ekki einu sinni friðaðir á vorin. Hann sé hins vegar vel lifandi. Glíman við ráðherrana Ólafur hefur aldrei orðið kerfiskall, eins og þeir gerast, því hann hefur ekki veigrað sér við því að segja óþægilega hluti og brydda upp á erfiðum málum. En hvað seg- ir hann við því sem sumir halda Ólafur segir að yfirleitt hafi sér gengið ágætlega að glíma við ráð- herrana. En staðan sé þannig að landlæknir þurfi að sjá tO þess að heilbrigðisþjónustu sé sinnt eftir landslögum. Ef landlæknir ekki bendi á það sem úrskeiðis fer og heldur því til streitu, þó að póli- „Auðvitað er viss eftirsjá i emb- ættinu," segir Ólafur. „Þetta er þjónustuembætti sem iðar af lífi og það hefur verið gaman að takast á við það. Ég hef líka verið heppinn með samstarfsmenn sem ég hef unn- ið náið með og 1 raun sé ég ekki síð- ur eftir þeim en starfinu sem slíku.“ Læknir verður landlæknir Faðir Ólafs, sem var bóndi í Braut- arholti, sendi börn sín í framhalds- nám. Hann var ekki háskólamenntað- ur maður sjálfur en sonur prests úr Austur-Húnavatnssýslu og móðir Ólafs var prestsdóttir. „Ég lauk læknaprófi héðan frá há- skólanum í janúar 1957. Ég ákvað að fara strax utan til framhaldsnáms, þó að mælt væri með því að læknar tækju kandidatsnámið hér heima. Við fórum tveir saman til Kaupmanna- hafnar, ég og Ragnar Arinbjarnar, sem þá var kvæntur Vigdísi Finn- bogadóttur. Við hringdum strax morg- uninn eftir komuna til landlæknis Dana og báðmn hann aö útvega okkur stöðu og fyrir hádegi var búið að ráða okkur. Þetta gekk allt vel og ég var kandídatsárið þar en flutti mig svo yfir til Svíþjóðar í mitt framhaldsnám sem ég stundaði fyrst í farsóttum, svo í lyflæknisfræði og að lokum í hjarta- sjúkdómum. Síðar lærði ég í Bret- landi það sem kallað er lýðheilsa í dag. Ég var síðan kominn í stöðu að- stoðaryfirlæknis á Karólínska sjúkra- húsinu þegar mér var boðin yfirlækn- isstaða á rannsóknarstofu Hjarta- verndar. Ég tók henni og sinnti í fimm ár, þar til 1972 þegar laus var staða landlæknis sem ég sótti um, fimm mínútur fyrir tólf.“ Hafðirðu tíma tU þess að koma þér upp fjölskyldu? „Já. Ég veit að vísu ekki hvort ég náði í konu mína eða hún náði í mig. En ég er giftur Ingu Marianne Ólafs- son sem er sænskur hjúkrunarfræð- ingur. Hún er sérfræðingur í barna- hjúkrun og vann lengi á Landakoti en er nú skólahjúkrunarfræðingur í Hagaskóla. Við eigum fimm börn og tvö átti ég fyrir hjónaband. Böm okk- ar hafa lagt fyrir sig lögfræði, hjúkr- unarfræði, stjórnmálafræði og útlend- ingaeftirlit." Ég veiði ekki lax! Þegar Ólafur er spurður um áhuga- mál segist hann fyrst og fremst hafa gífurlegan áhuga á manneskjunni. „Landlæknisembættið er þjónustu- embætti. Það er í lögum að állir þegn- ar íslands eigi að fá þá bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á. Þegar vegið er að þeim rétti manna kemur til kasta landlæknis og hann lendir óhjákvæmilega í mjög alvarlegum málum þar sem hann þarf að þjónusta þá sem eiga erfitt. Það kallar vita- skuld á það að maður fari að hugsa mikið um manneskjuna og það hefur einnig orðið að mínu aðaláhugamáli. Ég hef einnig haft mikinn áhuga á sögu, les hana mikið og það kom reyndar vel til greina að ég gerði sagnfræði að ævistarfi mínu. Ferðalög um landið heilla mig mjög og ég held að á þessum 26 árum hafi ég líklega farið sjö sinnum um allt ísland. Skrið- ið eftir hverjum firði.“ En laxinn, golfið og briddsið? „Ég hef alveg sloppið við laxveiði- og golfdellu og bridds spilaði ég bara í skóla. Mér sýndist líka á viðtölum við ýmsa menn fyrr á þessu ári að lax- veiðiáhugi hafi farið mjög dvínandi. Það fyrsta sem þeir sögðu áður en við- talið hófst var: „Ég veiði ekki lax!“ Það hlýtur að hafa dregið mjög úr vin- sældum þeirrar íþróttar." Þú hefur ekki hugsað þér að fara að dedúa við slíkt fyrst þú ert nú laus við atið sem fylgir embættinu? „Ég hugsa meira um framtíðina en fortíðina þó að ég hafi ekki tekið nein- ar ákvarðanir varðandi mina framtíð. Iðjuleysi er þreytandi og slítandi og ég held að það færi mér illa. Því tel ég rétt að leggjast ekki alveg á meltuna þó að ég sé laus úr embættinu og mér hefur komið í hug aö opna stofu. Ein- hver spurði mig þegar ég viðraði þess- ar hugmyndir hvort það yrðu ekki bara gamaldags lækningar. Ætli það verði ekki svo,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur hefur reynt að halda tengsl- um við læknastarfið í landlæknistíð- inni og oft hlaupið í skarðið fyrir heilsugæslulækna víðs vegar um landið. „Ég er ekki viss um að ég sé neitt sérstaklega góður embættismað- ur, þar sem ég hélt að slík hlaup væru embættinu til góðs. Þá var mér góð- fúslega bent á að fólksflutningar hefðu aukist frá þeim bæjarfélögum sem ég hafði heimsótt og ég sá síðar að það var nokkuð til í því. Einu sinni flugum við til skiptis, þrír læknar, til Flateyrar, Þingeyrar og Hólmavíkur þegar þar var læknislaust. Fljótlega eftir það grófu þeir göng til ísafjarðar. Að öllu gamni slepptu held ég að það sé ekki gott fyrir stjórnendur að tala bara við millistjómendur, þar sem ekki er víst að maður fái athuga- semdir fólksins ómeltar úr meltingar- vegi þeirra. Mikið af hugmyndunum sem ég hef fengið eiga rætur að rekja til veru minnar á þessum stöðum og kynnum mínum af fólkinu þar. Þá veit maður sjálfur hvernig ástandið er og enginn býr til neinar sögur." fram að hann hafi verið óvinsæll hjá heilbrigðisráðherrum í gegnum tíðina? „Það er ekki rétt, þó að einn ráð- herrann hafi ekki talað við mig í fleiri mánuði.“ segir Ólafur. En það var líka vegna þess að það kom fram stjómarfrumvarp um að leggja landlæknisembættið niður. Það átti að sameina það embætti ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneyti og þetta kom í hausinn á mér nokkmm mánuðum eftir að ég hóf störf. Mér þótti bitinn stór að kyngja. Ég fór til ráðherra og sagði að ég sætti mig ekki við þetta og rétti honum upp- sagnarbréf, sem ég held að hann hafi stungið ofan í skúffu. Skrifaði síðan hréf sem ég sendi til heilbrigð- isnefndar Alþingis og Alþingi féllst á min rök. Ráðherra varð súr um tíma en síðan urðum við miklir vin- ir.“ tíkusar séu ekki á sömu skoðun, þá geti hann tekið sínar pjönkur, labb- að upp í ráðuneyti, sest þar og farið í einu og öllu eftir því sem ráðu- neytið segir. „Ef landlæknir bregst því að standa vörð um skyldur sínar, þá getur hann eins farið heim. Skoðan- ir mínar og ráðherra hafa ekki alltaf farið saman en málin hafa þó alltaf leyst að lokum. Embætti heil- brigðisráðherra er eitt erfiðasta embættið og ráðherrar þess mikið í skotlínunni og fá oft ekki þann stuðning sem þeir eiga að fá. Núver- andi ráðherra sýnist mér vera vax- andi í starfi, enda orðin sjálfstæð- ari,“ segir Ólafur. Deilan um Sogn Fyrsta málið sem kom inn á borð til Ólafs eftir að hann gerðist landlæknir Jón Þorsteinsson gigtarlæknir: Er og verður landlæknir „Mér hefur alltaf líkað vel við Ólaf, enda ervun við frændur, en fyrst kynntist ég honum þegar við unnum saman á rannsóknarstöð Hjarta- verndar. Það sem mér líkar best við Ólaf er hvað hann er skemmtilegur og mikill höfðingi heim að sækja. Brandarar hans og hnyttiyrði eru fleyg, hann er ráðhollur, mjög frjór í hugsun og fljótur að hugsa og framkvæma. Eftir að hann varð landlæknir voru margir sem ekki spáðu vel fyrir honum í starfi vegna þess hversu vondur ræðumaður hann var. Við fé- lagar hans gerðum okkur til dæmis að leik að skoða hversu oft hann gæti raðað saman altso. Hann er frægur fyrir sín altso. En í embættinu hefur hann þroskast í frábæran ræðuskörung og tilgáta mín er sú að hann hafi tekið sér einn fomkappanna til fyrirmyndar, farið upp á Brautarholt og þmmað yfir briminu á Kjalarnesi með steinvölu í munninum, slík eru stakkaskiptin. Mér hefur líkað vel við hann sem landlækni þó að leiðir okkar hafi lítið legið saman þessi ár. Hann hefur tekið embættið réttum tökum og bryddað upp á mörgum nýjungum. í mínum huga er hann og verður Ólafur landlæknir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.