Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 59
fréttir LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 BONUSVIDEO Regína Thorarensen býr við góðan kost á Hulduhlíð á Eskifirði: r Arni Johnsen fer til himnaríkis en á ekkert erindi á Alþingi „Mér líkar mjög vel hér 1 Huldu- hlíð. Hér er hugsað mjög vel um fólk- ið enda úrvals starfsfólk, jafnt lærðir sem ólærðir," segir Regína Thorarensen, fréttaritari DV til áratuga. Regína dvelur á hjúkrun- arheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði þar sem AIli ríki er sem kóngur i ríki sínu. Hún hefur skrifað fréttir frá þremur landshlutum. í upphafi skrifaði hún frá Ströndum þar sem fram- sóknarmenn gerðu henni lífið leitt og lágu gjarnan á línunni og gripu fram í þegar hún las inn ,,óheppilegar‘' fréttir um sveitasímann. Þannig gramdist þeim mjög þegar hún skrifaði um saltleysi í Kaupfélaginu sem réðst að hennar mati af sof- andahætti kaupfé- lagsmanna. Salt- leysið truflaði útgerð frá staðnum og varð að stórmáli í steinn Pálsson sé að hætta þing- mennsku og á fórum úr pólitík séu slæm. „Ég kallaði Þorstein á sínum tíma súkkulaðidreng en hann hefur vaxið mjög síðan þau orð féllu. Ég harma mjög að hann skuli vera á fórum. Þetta er í dag mikilfenglegur maður og það er skaði fyrir pólitíkina að missa hann af Alþingi og fá kannski einhverja í staðinn sem láta stjórnast af öðrum,“ segir hún og setur mikinn fyrirvara við að Árni Johnsen taki sæti Þorsteins sem oddviti listans. Regina Thorarensen, fréttaritari DV og áður Moggans, er í góðu yfirlæti í Huldu- hlíð á Eskifirði. Hún fylgist vel með póli- , tíkinni og harmar brotthvarf Þorsteins Pálssonar sjáv- . arútvegsráðherra sem V . hún eitt sinn kallaði súkkulaðidreng. hann á alls ekkert erindi á Alþingi," segir hún og bætir við að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi vald- ið sér miklum vonbrigðum. „Eins og ég fagnaði og lofaði Guð mikið þegar hann var kosinn for- maður Sjálfstæðisflokksins með glæsilegri kosningu. Mér finnst hann ekki hafa reynst þjóðarbúinu mjög vel. Ég er aftur á móti heilluð af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgcu-stjóra sem mér finnst vera heilbrigð manneskja og laus við æs- ing. Það var þó óskaplega barnalegt af henni að hækka útsvarið á borg- arbúa,“ segir hún. Ófrísk forstöðukona Regína gefur starfsfólki Huldu- hlíðar hæstu einkunn fyrir sam- viskusemi og segir engan skugga bera þar á. Það sé Eskifirði mikil- vægt að eiga slíkt elliheimili þó að dvalarmenn séu fáir eða aðeins 26 talsins. „Forstöðukonan er til fyrirmynd- ar og stjórnar þessu einstaklega vel, meðhöndlun Regínu á síðum Mogg- ans. Þá skrifaði hún fréttir fyrir DV | frá Ströndum, Selfossi og Eskifirði þar sem hún er enn að þrátt fyrir háan aldur. Þegar DV ræddi við hana var hún að setja saman frétt um jóla- ljósadýrðina á Eskifirði sem hún seg- ir að slái öll met. Hún segir að samskiptin við fram- sóknarmennina á Ströndum hafi orð- ið til þess að hún varð fráhverf j flokknum þrátt fyrir að hafa erfða- fræðilega séð átt erindi í þann flokk. 1 Voðalegt á Ströndum „Það var voðalegt á Ströndum hvað þeir voru illa innrættir fram- sóknarmennirnir. Þeir svifust einskis til að ná sínum málum fram og mér er afar minnisstætt þegar ég neitaði að kaupa tímann og þeir lokuðu á mig reikningnum , í kaupfélaginu. Ég hugsa að ég hefði orðið framsóknarmaður eins og pabbi en þessi framkoma varð í til þess að ég hallaði mér að Sjálf- 1 stæðisflokknum. Ég hugsa að ef framsóknarmennirnir hefðu verið heilir þá væri ég framsóknarmað- ur. Það var margt gott í honum Hermanni Jónassyni, föður Stein- gríms, en framkoma hinna varpaði skugga á allt annað. Einræðið var svo mikið og Guðmundur Valgeirs- son stóð þar fremstur. Hann er á lífi og mér hefur alltaf verið hlýtt til hans. Hann hafði bara þann j ókost að vera algjör eiturpadda þegar komið var út i pólitík. Það fældi unga fólkið frá flokknum og hann skemmdi fyrir framsókn. Hann missti mikið fylgi eftir að ég tók hann í gegn á kaupfélagsfund- inum forðum,“ segir Regína. Steingrímur dýr Hún segist bíða spennt eftir að lesa bók Steingríms Hermannssonar sem hljóti að vera skemmtileg lesning. I Vandinn sé bara sá að okrað sé á bók- um hérlendis og því ekki fyrir hvern sem er að kaupa þær í dag. „Hann Emil sonur minn er búinn að kaupa bókina og ég vonast til að hann láni mér hana. Þetta er svoddan djöfulsins okur að það er ekki fyrir okkur litla fólkið að kaupa. Ég held hann Steingrímur hefði átt að gefa þjóðinni þetta bara,“ segir hún. Hún segist fylgjast vel með í pólitík- inni. Þar sem hún hafi búið á Selfossi um árabil sé henni annt um Sjátfstæð- isflokkinn þar. Þá hafi hún með árun- um fengið meira álit á Þorsteini Páls- syni, sjávarútvegs- og dómsmálaráð- herra, en í upphafi ferils hans. Þau tíðindi sem borist hafi um að Þor- Árni til himna „Arni er voða indæll drengur en hann er ekki maður mikilla at- hafna. Þegar ég átti heima á Selfossi var eitt sinn skemmtun hjá eldra fólkinu og þá komst ekki aUt þar sem það var lasið. Árni skemmti okkur sem vorum í salnum en þeg- ar ég kom heim var Árni að koma með gítarinn út úr íbúð þar sem hann hafði farið og skemmt veiku fólki. Hann er svo góður drengur að hann mun komast til himnaríkis en enda barnabarn Vilhjálms Hjálm- arssonar, fyrrum menntamálaráð- herra. Hún er að fiölga mannkyninu og á von á litlum framsóknardreng sem ég vona að verði eins mikUhæf- ur og vel innrættur og VUhjálmur. Þetta er hörkudugleg manneskja. Ég vUdi óska þess að aUs staðar væri eins vel hugsað um gamla fólkið eins og hér. Það kann vel að vera að svona sé þetta aUs staðar en það veit ég ekkert um þar sem ég hef aldrei verið á elliheimili fyrr og reikna ekki með að fara neitt ann- að,“ sagði Regína Thorarensen í samtali við DV. -rt LEÐURHORNSÖFI SOFATILBOÐ Leður á slitflötum Litir: brúnt og grænt Leigan í þínu hverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.