Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 12
12 fólk LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 33"V „Hvaö er ég aö gera í Madríd?“ segir Kristinn R. Ólafsson, hissa, þegar hann er spuröur en hann er senni- lega sá Madrídarbúi sem flestir á íslandi kannast viö þar sem hann hefur verið fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd svo lengi sem elstu menn muna. Nú er Kristinn staddur hér á landi til þess aö ota sínum tota og láta bera á sér og bókinni, eöa eins og hann oröar þaö sjálf- ur: ,fer eldi og usla yfir“ því sagan er dauö nema einhver lesi hana og einhver önnur sál lýsi upp textann. „Ég hef verið i Madríd í sautján og hálft ár og sinni fréttaritara- starfinu auk þess sem ég er við þýðingar bókmennta og annars sem hefur rekið á fjörur mínar,“ segir Kristinn. „Síðustu mánuöi hef ég verið að þýða fyrir ferða- málaráð, Iceland Review og fleiri, jafnvel lögfræðilega texta þó að ég sé ekki löggiltur skjalaþýðandi. Tæknin er orðin slík að allt hefur þetta farið fram í gegnum Inter- netið. Bókin var send heim á Internetinu á þremur og hálfri mínútu.“ Kristinn R. Ólafsson talar frá Madríd. í þetta sinn skrifar hann frá Madríd og geta íslendingar notið afrakstursins í bókinni Pósthólf dauðans sem er nýkom- in út hjá Ormstungu. DV-mynd Pjetur Skrifað frá. (fat//vc/ Þetta eru fjórar konur frá ís- landi, sín af hverri kynslóð- inni. Sú elsta er Arnrún frá Felli og svo koma þær Nú vinnurðu fyrir íslend- inga og skrifar á íslandi. Af hverju viltu endilega vera á Spáni? Af hverju ertu ekki bara á íslandi og gerir það sama hér? „Það eru nú ákveðnar ástæður fyrir því,“ segir Kristinn. „Ég er íjölskyldumaður á Spáni. Ég er ekki að kenna fjölskyldu minni um heldur líður mér mjög vel á Spáni. Ég hugsa að þaö yrði erfitt að koma aftur heim og byrja nýtt líf hér. Ég þjáist einfaldlega ekki £if neinni óyfirstíganlegri heimþrá, enda er ég alltaf með annan fótinn og hugann á íslandi, hér vinn ég mesta mína vinnu, eins og þú seg- ir, ég lifi á íslenskum orðum.“ Af hverju fórstu upphaflega? „Það var sambland af útþrá og ævintýraþrá, býst ég við, til þess að sjá mig um og læra spænsku. Svo ílendist maður eins og gengur en ég sé ekki eftir því.“ Þú vinnur ekkert fyrir Spánverj- ana? „Ég hef raunar verið að þýða af íslensku yfir á spænsku. í fyrra- sumar kom út bók sem heitir Kuldans dætur, með sögum eftir norrænar konur, sem ég þýði. Fríða Á. Sigurö- ardóttir, Ásta Sigurðardóttir og Kristín Ómarsdóttir. Þessi bók vakti bara þó nokkra athygli og um hana var fjallað í helstu dagblöðum Spánar sem er mjög gott því á Spáni koma út 40.000 titlar á ári. Og það eru aðeins útvaldir sem komast í blöðin. Spánverjar líta mjög upp til Norðurlandanna fyrir að vera mjög framarlega á kven- réttindasviðinu, því vakti athygli sú ófullnægja sem speglaöist í sög- unum, einkum þeim yngstu. Ein- hvers konar lífstóm. Það var til þess tekið í þessum sögum.“ Karlar í kreppu Á döfinni hjá Kristni er svo bók- in Rakaði víkingurinn sem á að hafa þemað karlmenn í kreppu. Ramminn er sá þó að Kristinn segi að hann sé mjög teygjanlegur. „Ég átti í erfiðleikum með að finna sögur þar sem íslenskir karl- menn virðast ekkert sérlega krepptir. Það hefur að minnsta kosti lítið verið fjallaö um slíkt á íslandi. Kvennasögurnar hafa meira fjallað um vandamál kvenna en karlar hafa ekki beint fjallað um vandamál sín sem hefa risið. Ég fann þó skondnar sögur eftir Rúnar Helga Vignisson, Guð- berg Bergsson og Böðvar Guð- mundsson. Saga Böðvars heitir Norður og niður. Hún fjallar um bílstjóra sem er kvæntur kennara. Hann er bara með bílpróf en hún er með kennarapróf og er þar með á hærra menntunarstigi. Karlinn er krepptur yfir þessu og dreymir um stelpurnar í Staðarskála sem gefa honum að éta. Hann fær lán- að stærsta hjólhýsi á landinu, sem bara er hægt að aka um nætur því það teppir alla umferð, og fer með kerlinguna norður í land þar sem hann fær þá hug- dettu að koma henni fyrir kattar- nef, láta hana bara gossa niður Ólafsfjarðarmúla. Sagan fjallar um þessa drauga sem að honum sækja. Mjög skemmtileg saga og mikið ísland í henni.“ Það sækja draugar að þér líka fyrst þú ert farinn að skrifa morð- sögu. „Þetta er ekki harðsoðin spennusaga. Mér skilst að menn- ingarvitar telji spennusögur til óæðri bókmennta og því kalla ég Pósthólf dauðans spennandi sögu. Mér þykir alltaf að það þurfi að vera saga í sögum. Það mega ekki vera 80-90 bls. af einhverjum fal- legum lýsingum, þó að ég telji mig einnig vera myndrænan í skrifum mínum. Ég get ekki skrifað nema sjá fyrir mér það sem ég er aö fjalla um. Ég nota formið því að það er afsökun til þess að segja aðrar sögur en þaö er fjarri mér að halda því fram að ég haldi uppi spennu alla bókina." Spann sögu út frá morðmáli Kveikjan að bókinni var grein sem birtist i spænska dagblaðinu E1 País árið 1992 um mann sem fannst myrtur. Kristinn las grein- ina og nýtti sér hana. „Eg gerði enga tilraun til þess að komast að því hver lausn þess morðmáls var en ég notaði nokk- ur atriði úr greininni og byrjaði að spinna mína eigin sögu. Þar fékk ég þrjár sögupersónur í fang- ið sisona. Og mín saga fjallar um aldraðan Spánverja sem finnst látinn, að öllum líkindum myrtur, á heimili sínu. Þessi maður var vopnabróðir íslendings sem barð- ist í spænsku borgarastyrjöldinni og skrifaði bók um reynslu sína. Ég kalla hann Hermann B. Her- mannsson en hann á sér einnig fyrirmynd í raunverulegum manni, Hallgrími Hallgrímssyni, sem skrifaði bókina Undir fána lýðveldisins í byrjun fimmta ára- tugarins um reynslu sina í borg- arastyrjöldinni. Ég vann úr bók Hallgríms þó að alls ekki sé þetta nein lýsing á Hallgrími. Þessa bók sögupersónunnar rekur svo á fjör- ur fréttaritara útvarpsins í Ma- dríd.“ Sem ert þú? „Mitt fulla nafn er þarna í bók- inni, þó að þessi Kristinn R. Ólafsson nafni minn sé ekkert endilega ég. Mér þótti það einfald- lega frumlegt að vinna út frá þeim punktum og segja sögu þessa gamla manns sem jafnframt er táknræn fyrir þá Spánverja sem urðu undir í borgarastyrjöldinni og jafnframt undir í lífinu. Saga þeirra sem urðu ofan á er líka sögð þarna. Franco kemur við sögu í þessari bók. Á engar ömmusögur Þetta er þá ekki einungis spennusaga heldur líka þjóöfélags- gagnrýni? „Þessi gamli maður er að sjálf- sögðu blóðrauður kommúnisti, eins og sá íslendingur sem hélt út í heim að berjast í alþjóðahersveit- unum. Ég hef átt gott samstarf við Þjóðarbókhlöðu til þess að vinna að gagnaöflun fyrir þessa bók. Til þess að nálgast þann anda sem ég vil fá inn í bókina. Fréttaritaran- um tekst að hafa upp á þessum gamla manni og er að taka við hann viðtal þegar hann finnst allt í einu myrtur. Kristinn segir að í bókinni sé hoppað aftur í tímann og fram og til baka um hans líf. Sagan er líka sérstæð að því leyti að hún er skrifuð í annarri persónu, til gamla mannsins. Hann ásækir sögupersónuna Kristin þrátt fyrir dauða sinn og heldur áfram að vera persóna í bókinni. „Einhver hefur sagt aö skáldin þurfi að eiga góðar ömmur til þess að þær segi þeim sögur sem þeir geti síðan byggt á. Ég hef því mið- ur aldrei getað notið slíkra kvenna því að báðar ömmur minar létust þegar ég var ungbarn, ég hafði því engar ömmusögur á að byggja en sumt af sögunum sem ég byggi á sagði mér guðmóðir konu minnar. Sem heild er sagan þó skáldskapur einn, ég byggi undirstöður skáld- sögunnar á hinum raunverulega heimi." Kristinn gefur ekki mikið út á að spennusögur eigi að vera spennandi út í gegn og getur sér þess meira að segja til að sæmi- lega glöggur lesandi ætti að geta sagt hver er morðinginn, um mið- bik bókarinnar. „Þá stendur hins vegar eftir spurningin „Hvers vegna?" Og ef til vill svara ég því,“ segir Kristinn og brosir. -þhs „Ég átti í erfiðleikum með að finna sögur þar sem íslenskir karlmenn virðast ekkert sérlega krepptir. Það hefur að minnsta kosti lítið verið fjallað um slíkt á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.