Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 DV útlönd stuttar fréttir Kaus sex sinnum Kona nokkur sem kaus sex sinnum í kosningunum í Québec í Kanada á dögunum á yflr höfði sér málshöfðun. Konan gerði þetta fyrir skemmtiþátt I sjón- varpinu. Bush engu nær George W. Bush yngri, ríkis- stjóri i Texas, segist engu nær um það hvort hann ætli að sækjast eftir að verða forseta- frambjóðandi repúblikana ár- ið 2000. Bush er nýkominn úr ferð til Mið- Austurlanda en sagði ferðina ekki hafa haft þann tilgang að efla ímynd hans sem leiðtoga. Alnæmisveira í þvagi Ný gerð þvagprufu getur greint cdnæmisveiruna í þvagi fólks sem samkvæmt blóðprufum á ekki að vera smitað. Engar hrókeringar Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, vísaði á bug í gær orðrómi um að fyrir dyrum stæðu hrókeringar í ríkis- stjórninni. Minna atvinnuleysi Atvinnuleysi minnkaði í Bandaríkjunum í síðasta mánuði úr 4,6 prósentum í 4,4 prósent. Störfum fjölgaði um tæp 300 þús- und. í forsetahugleiðingum Bill Bradley, fyrrum öldunga- deildarþingmaður demókrata frá New Jersey, hefur tekið fyrsta skrefið í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Hann hefur stofnaö nefhd til að kanna hvort fýsilegt sé fyr- ir hann að bjóða sig fram til for- seta árið 2000. Nefndir skipaðar Vinnunefndirnar sem eiga að fjalla um fullveldi Færeyja hafa nú verið skipaðar og eiga þær að skila áliti sínu í júní á næsta ári. Jeltsín aftur til vinnu Borís Jeltsín Rússlandsforseti mætir aftur á skrifstofu sína í Kreml á mánu- dag. Hann hefur haft hægt um sig um nokkurt skeið vegna lungnabólgu. Ilann gaf sér þó tíma til að hitta Jovgeni Príma- kov forsætisráðherra í gær. San Francisco skelfur Jarðskjálfti sem mældist 4,1 stig á Richter varð snemma í gærmorgun í nágrenni San Francisco f Kalifomíu. Ekki urðu meiðsl á fólki né alvarlegar skemmdir en munir duttu úr hill- um og íbúum var brugöið. Egyptar finna olíu Upplýsingamálaráðherra Egypta- lands, Safwat el-Sherif, sagði á fimmtudag frá þvi að þrjár nýjar olíu- og gaslindir hefðu fundist í lcmdinu í síðasta mánuði. Þar með eru olíulindir sem fundist hafa í landinu á þessu ári orðnar alls 36. Framleiðsla á olíu er þegar hafin úr þeim öllum. Hráolia er unnin úr 22 lindanna en gas úr 14. Sherif sagði að fyrsta lindin af þeim þremur sem fundust í nóvem- bermánuði nefndist Nakhaw-lX. Spænskt olíufélag vinnur um helm- ing allrar þeirrar olíu sem þar er unnin. Alls gefur lindin af sér 19 milljón rúmfet af jarðgasi á dag og 732 tunnur af olíu. Önnur lindin er undir sjávarbotni skammt undan borginni Port Said við norðurenda Súezskurðarins. í til- raunavinnslu gaf sú lind af sér 40 milljón rúmfet af gasi og 800 tunnur af olíu á dag. Þriðja og sú stærsta er í Quattara-dal. Hún gefur af sér 800 tunnur af hráolíu á dag. -SÁ Hershöfðingi Bosníu-Serba fyrir rétt á mánudag: Karadzic og Mladic eru kannski næstir Bosníu-Serbinn Radislav Krstic hershöfðingi verður leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi á mánu- dag þar sem honum verður gefinn kostur á að svara ákærunum um þjóðarmorð sem á hann eru bomar. Bandarískir hermenn úr gæslu- liði NATO handtóku Krstic á mið- vikudag að beiðni stríðsglæpadóm- stólsins. Ákæruskjalinu var haldið leyndu í heilan mánuð til að tryggja að Krstic kæmi sér ekki hjá hand- töku. Rússnesk stjórnvöld gagn- rýndu einmitt þá málsmeðferð harð- lega í gær. Handtaka hershöfðingjans, sem ber mesta ábyrgð á morðum á sex þúsund múslímum i borginni Srebr- enica, hefur vakið vonir í Sarajevo um að NATO muni senn koma Radovan Karadzic má nú vara sig. böndum á aðra stríðsglæpamenn Bosníu-Serba, sjálfa höfuðpaurana Radovan Karadzic og Ratko Mladic. „Forleikurinn að handtöku Kara- dzics og Mladics," sagði í fyrirsögn á forsíðu óháða dagblaðsins Vecernje Novine i Sarajevo i gær. Mirko Sagolj, stjórnmálaskýrandi við blaðið Oslobodjenje sagði að handtaka Krstics á miðvikudag hefði hugsanlega verið „gener- alprufa" fyrir handtöku þeirra Karadzics og Mladics sem voru leið- togar Borsníu-Serba á meðan styrj- öldin geisaði í Bosníu á árunum 1992 til 1995. Handtaka Krstics þykir til marks um að enginn geti verið óhultur, sama hvaða embætti hann gegnir. Diplómatar vara þó sumir hverjir við of mikilli bjartsýni á að stórfisk- arnir verði gómaðir, þeir Karadzic og Mladic verði ekki handteknir nema því fylgi lítil hætta. Mörgæsirnar í dýragarðinum í Munchen f Þýskalandi fara í gönguferð klukkan tvö síðdegis á hverjum einasta degi yfir vetrarmánuðina. í gær heimsóttu þær ísbjörninn og fór vel á með þeim, eins og sést best á mynd þessari. Flugvél tilbúin að flytja Lockerbie-tilræðismennina: Beðið eftir ákvörðun Gaddafís Ef stjórnvöld í Líbýu ákveða að framselja jnennina tvo sem grunaö- ir eru um að sprengja flugvél Pan Am yfir Lockerbie á Skotlandi árið 1988, eru Sameinuðu þjóðirnar til- búnar með flugvél til að flytja þá til Hollands áður en sólarhringur er liðinn. Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri SÞ, fer til Líbýu í dag. Hann mun þó ekki flytja hina grunuðu i flugvél sinni, heldur er önnur vél til reiðu á Ítalíu að fara til Trí'polí að sækja mennina. „Svo virðist sem flugvél bíði til- búin til brottfarar," sagði embættis- maður í bandaríska utanríkisráðu- neytinu 1 gær. Annan hittir Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga og aðra embættis- menn að máli í strandbænum Sirte í dag. Hann gerir sér vonir um að Gaddafí muni ákveða hvenær mennimir verða framseldir. Öryggisráðið veitti Annan heim- ild í ágúst til að semja um flutning mannanna svo færa mætti þá fyrir dómara. Frekara samningsumboð hefur hann ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt Líbýumenn viðskiptaþvingunum frá 1992 þar sem þeir neita að fram- selja mennina tvo, sem báðir eru í leyniþjónustu Líbýu. Tvö hundruð og sjötíu fórust með vél Pan Am fyrir tíu árum. Kauphallir og vöruverð erlendis 1 ; ; :: 1 1 m B Þrýst á Pers- son aö rann- saka leyniskjöl Hart er nú lagt að Göran Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, að láta fara fram umfangsmikla rannsókn á leynilegri skráningu á kommúnistum á sjötta og sjö- unda áratugn- um. Skráning- in sú var skil- yrði fyrir því að Svíar gætu keypt bandarísk vamartól. Teknar vom saman leyniskýrslur um fimm þúsund Svía sem voru stimplaðir komm- únistar. Bæði vinstriílokkurinn og græningjar sem em bandamenn stjómarflokks jafnaðarmanna á þingi segja að skýrsla sem lögð var fram í vikunni sé ekki nóg. Hneykslið snýst um sérstaka leyniþjónustu sem jafnaöarmenn, herinn og aðilar vinnumarkaðar- ins settu á laggirnar til að safna upplýsingum um vinstrisinna. Það var gert að undirlagi banda- rískra stjómvalda. Leynilegar friö- arviöræöur í Stokkhólmi Leynilegar friðarviðræður um Mið-Austurlönd hafa verið haldn- ar í Stokkhólmi frá árinu 1994. Það mun meðal annars vera þess vegna sem Yasser Arafat, forseti Palestínumanna og leiðtogi Frels- ishreyfingar Palestínu, kemm- í heimsókn til Stokkhólms um helgina. Sænska fréttastofan TT skýrði frá þessu í gær. Litið er á fundina í Stokk- hólmi sem framhald viðræðn- anna í Ósló sem leiddu til sam- komulags ísraela og Palestínu- manna árið 1993. Á Stokkhólms- fundunum hafa verið rædd mál sem ekki voru leyst í Ósló, svo sem staða Jerúsalem, vatnsrétt- indi og heimflutningur flótta- manna. Heima í héraði saka ísraelar og Palestínumenn hvorir aðra um að eyðileggja friðarsamning- inn sem gerður var í Bandaríkj- unum fyrir nokkrum vikum. Olsengengiö tekið í gíslingu Dönsku bíóbófamir vinalegu í Olsengenginu eru nú orðnir bit- bein tveggja danskra sjónvarps- stöðva. Ný kvikmynd um þá fé- laga Egon, Benny og Keld, sem ís- lenskir bíógestir þekkja vel, verð- ur frumsýnd skömmu fyrir jól. Af því tilefni bauö framleiðandinn rikissjónvarpinu danska, DR, þátt þar sem bófamir kæmu fram. Síðar var svo tilkynnt að ekkert yrði af gerð þáttarins. Grunar menn að forráðamenn TV2 hafi átt þar hlut að máli þótt þeir neiti þvi. TV2 hafði áður keypt heimildarmynd um gerð Olsenbófamyndarinnar. Ekkert samiö um Pinochet Breskir embættismenn höfn- uðu í gær hugmyndum um að hægt væri að semja um að Augu- sto Pinochet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, yrði yf- irheyrður af spænskum dómara í Englandi í stað i þess að vera framseldur til Spánar, krafist er. Breska blaðið Daily Telegraph sagði í gær að hægrisinnaður chileskur stjórnmálamaður væri í London til að reyna að koma slíkri málamiðlun í kring. Bresk stjómvöld segja þetta tvennt vera alveg óskylt. ems
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.