Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 + ^ðtal 45 „Einu sinni flugum við til skiptis, þrír læknar, til Flateyrar, Þingeyrar og Hólmavíkur þegar þar var læknislaust. Fljótlega eftir það grófu þeir göng til ísafjarðar." bæjarfélögum tingar hefðu aukist frá þeim það var nokkuð til í því. “ „Islands helsedirektör siger: Islandske sömænd lidtar forst pa kaptenen, sa pa gud!“ Biskupinn tók þessu af kímni og mannþekkingu, minn maður.“ Árni Björnsson læknir: Hefur stækkað embættið „Embættismenn stækka annaðhvort eða staðna í embætti. Ólafur Ólafsson hefur stækkað í embættinu, og ekki bara stækkað heldur hefur hann stækkað embættið. Hann hefur fyrst og fremst gert það mannlegra og kappkostað að vera framar öllu umboðsmaður sjúklinga i landinu en um leið forsvarsmaður læknastéttarinnar. Mín von er að komandi landlæknir haldi áfram á sömu braut en þó með sínum eigin áherslum.“ var bréf frá dómsmálaráðherra, þar sem hann fer fram á að landlæknir út- vegi vistunarpláss fyrir ósakhæfan geðsjúkan afbrotamann, sem áður hafði verið vistaður í fangelsi. Ólafur gerði það og segist þá strax hafa farið að íhuga þessi alvarlegu mál sem hafa verið honum svo hugleikin í gegnum tíðina. „Hjá siðuðum þjóðum eru starf- ræktar réttargeðdeildir. Ég hóf strax baráttu fyrir þessum málum. Sú bar- átta stóð í 17 ár og endaði með Sogni. Margir kollegar voru á móti slíkri stofnun og í ráðuneytinu var mikill mótvindur alveg þar til síðustu árin þegar Guðmundur Bjarnason fór að vinna í málinu og Sighvatur Björg- vinsson rak smiðshöggið." Ertu ánægður með hvernig málefn- um geðsjúkra afbrotamanna er háttað í dag? „Sogn er eitt af því sem ég er einna stoltastur yfir og starfsemin þar geng- ur mjög vel. Áður var ástandið skelfl- legt. Geðsjúklingarnir voru stundum vistaðir erlendis en þegar meðferð var lokið var ekkert sem beið þeirra hér annað en fangelsi. í stöðu eins og þessari verðurðu náttúrlega að vera óhræddur við að taka slaginn, þó að þú vitir ekkert hvort hann vinnst eða ekki. Sumir þeirra sem komnir eru áfram í kerflnu hafa sagt við mig að taka ekki slag nema ég sé viss um að vinna hann. Ég er ekki sammála því.“ Fundur með Samtökunum 78 Ólafur var landlæknir þegar eyðni- umræðan hófst og því kom í hans hlut að gera eitthvað við þessum mikla vá- gesti. Kom á daginn að hann var jafn- vel gagnrýndur fyrir að gera of mikið þegar auglýsingar fóru að birtast. „Við vissum ekkert við hvað var að eiga. Ég skrifaði grein í Læknablaðið 1983 um að hér væri einhver ókenni- legur sjúkdómur á ferð. Þegar um- ræða um eyðni hófst vorum við með mjög mikla útbreiðslu miðað við fólksfjölda, en nú erum við með lægstu þjóðum í nýgengi. Það eina sem við vissum var að hommarnir voru í hættu og okkur fór að gruna að um væri að ræða smit við mök. Við héldum að um ónæmissjúkdóm væri að ræða og ég hringdi í prófessor í ónæmisfræðum, Helga Valdimarsson, og við ákváðum að heimsækja Sam- tökin ‘78. Við töluðum við 40 manns á fundi hjá samtökunum og sögðum þeim hreint út frá grun okkar og sögð- um þeim hvernig þeir ættu að hafa samfarir. Þeir yrðu að passa að sær- ast ekki og þeir yrðu því að nota smokka og vaselín. Þegar litið er á kúrfuna þá sér maður að það dettur niður nýsmit á þessum tíma og ég er ekki i neinum vafa um að fundurinn skipti miklu máli. Það er svona sem á að tala við fólk. Ekki stofnanamál sem enginn skilur. En í auglýsmgaherferð- inni þótti mönnum við fara ansi geyst. Nú hefur hins vegar verið slak- að á í forvörnum en ég tel að brýnt sé að sinna þeim betur i framhaldsskól- um og á vinnustöðum." Líst illa á aagnagrunns- frumvarpiú Lengi vel ríkti hér eins konar sátt með þjóðinni og læknum, að læknar væru mannlegir og gerðu mistök í starfi sínu. Fólki fannst að ef slíkt kæmi fyrir þá yrði bara að kyngja því. Kærur voru mjög fáar. „Hvar sem mannshöndin kemur nálægt má búast við einhverjum mis- tökum eða óhappaslysum." segir Ólaf- ur. „En með aukinni menntun manna fóru menn að skoða þetta og sættu sig ekki við það. Ég tók málið upp á mína arma og fór að berjast fyrir því að fá sjúklingatryggingu sem átti að bæta sjúklingum meðal annars óhappaslys. Það reyndist erfitt þar sem einhver sökudólgur varð að vera ef bætur áttu að fást greiddar. Árin ‘83-’86 skilaði ég tillögum inn á þing þessa efnis. Ráðuneytið var alfarið á móti þessu í byrjun, en Karvel Pálmason var svo harður í málinu að hann neitaði að styðja stjórnina nema frumvarpið færi í gegn. Annað mál sem er mikið hitamál í þjóðfélaginu. Hver er þín afstaða til frumvarps um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði? „Mér þykir ánægjulegt að segja að við biskupinn erum sammála í því máli. Það þarf að vinna þetta miklu betur og setja skýrari reglur. Mér líst ekki á blikuna og ég er feginn að slíkt frumvarp var ekki samþykkt meðan ég var landlæknir. Það hefur komið fram í skoðanakönnunum að stór hluti þjóðarinnar veit ekkert hvað hér er á ferðinni. Fólk á að fá að vita hvaða upplýsingar á að setja í þennan grunn og hvað verður gert við þær upplýsingar. íslendingar eru sjálfum sér nægir, vilja stjórna sér sjálfir og treysta á sjálfa sig. Við erum komin af bændum og fiskimönnum. Þegar Vestmannaeyjagosið var sat ég í Almannavarnaráði. Gosið vakti mikla athygli og mikið af blaðamönn- um komu erlendis frá og tveir þeirra, frá Verdens gang, tóku mig tali og spurðu margs. Lokaspurningin var hvernig sjómennirnir í Eyjum hefðu tekið gosinu og hvort það hafi verið trúin sem hjálpaði þeim. Minnugur þess að trúarofstæki er mikið með- fram ströndinni í Noregi reyndi ég að útskýra að sjómennirnir þyrftu mikið að treysta á sjálfa sig og skipstjóra sinn í baráttunni við náttúruöflin. Viku síðar hringir Sigurbjörn Einars- son biskup í mig og segir: „Ólafur, ertu búinn að sjá Verdens gang?“ „Nei hvað stendur þar?“ spurði ég. Jú, það var forsíða: „Islands helsedirektör siger: Islandske sömænd lidtar forst pa kaptenen, sa pa gud!“ Biskupinn tók þessu af kímni og mannþekkingu, minn maður.“ Sigrar og ósigrar Síðasta verk þitt sem landlæknis var að gagnrýna aðbúnað ör- yrkja.Heldurðu að þú beitir þér fyrir einhverjum málum með áþreifanleg- um hætti eftir að þú ert hættur? „Það má ná góðum málum fram á margvíslegan hátt. Ég veit ekki á hvaða hátt, en þó að ég sé ekki land- læknir lengur þá hef ég áfram lækn- ingaleyfi, kosningarétt og málfrelsi. Þegar litið er á efnahagslegan aðbún- að öryrkja, þá hefur hann alls ekki batnað í hlutfalli við hag annarra þjóðfélagsþegna. Þeir sem hafa kom- ið hér á almannatryggingakerfi sjá þetta ekki því þeir gleyma þeirri staðreynd að ástæðan fyrir vel- gengni margra íslendinga er mikil vinna, yfirvinna. Öryrkjar geta ekki unnið neitt, eða mjög fáar stundir á viku og hafa því ekki sama tækifæri og aðrir.“ Hvað ertu ánægðastur með á ferl- inum? „Réttur sjúklinga hefur verið auk- inn og allar reglur varðandi hann eru skýrari en þær áður voru. Ráðu- neytið hefur unnið vel að þessum málum. Svo hlýt ég að vera ánægður með þá gífurlegu uppbyggingu sem hefur orðið í heilsugæslu á síðustu 25 árum. Fyrsta árið sem ég var landlæknir var ég á Ólafsfirði um tíma og vitjaði þá gamallar konu sem reri fram í gráðið og grét. Þegar ég fór að grennslast fyrir um hvers vegna hún væri svona var mér sagt að hún væri að bíða eftir plássi á Grund. Af hverju að rífa þessa gömlu konu upp og flytja hana alla leið á Grund? hugsaði ég, hvers vegna má hún ekki deyja í sínu héraði? Ég átti svo viðtal við ráðherra, sem varð upphafið að uppbyggingu dvalar- heimila úti á landi, en það verk hef- ur gengið sérlega vel.“ En hefurðu gert mistök? „Talaðu sem minnst um galla þína og mistök, aðrir sjá um það. Mann- skepnan er þannig gerð að hún hefur sérstaka hæfileika til þess að gleyma mistökum sinum. En auðvitað hef ég gert mistök. Það sem hefur hleypt einna verstu blóði í mig er þegar mér hefur gengið illa að ná fram málum. Auðvitað hefði ég líka getað gert meira. Ég hefði átt að sjá til þess að þjónustugjöld væru lækkuð og berjast enn frekar fyrir rétti sjúk- linga. Annað sem maður verður að vara sig á er að stjórna lífi manna. Starf lækna er þess eðlis að það er alltaf verið að leita ráða hjá þeim. Eftir nokkur ár kemur fyrir bestu menn að þeir halda að þeir viti allan and- skotann. Ekki bara varðandi heilsu- far, heldur líka fiskinn og ósonlagið. Og maður á að vara sig á fólki sem á svar við öllu,“ segir Ólafur að lok- um. -þhs Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri: Er harður í horn að taka „Ég kynntist Ólafi fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Ríkisspítölunum. Eftir að ég hóf störf hér í ráðuneytinu höfum við átt náið samstarf. Ólaf- ur er harður i hom áð taka, hann hefur alltaf knúið mjög fast á hvað varðar hagsmuni skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar. Það er gott að vinna með honum. í hans framgöngu er ekki til pot um eiginhagsmuni né illvilji í garð annarra. Ólafur er hugsjónamaður sem gaman er að hrífast með. Hann kann líka að taka því þegar hugsjónir hans ná lengra en efnahagur heilbrigð- iskerfisins leyfir, þá hægir hann á og bíður næsta færis. Ólafur er mikill fundamaður og þó að hann tali stundum í löngu máli þá er kímnigáfa hans og sannfæringarkraftur, sem hann oft blandar fag- legum rökum, slíkur að honum tekst oftar en ekki að ná viðmælendum á sitt band.“ Helgi Seljan, formaður Öryrkjabandalags íslands: Gekk vasklega fram „Ég hef þekkt Ólaf alla hans landlæknistíð og þegar ég var þingmaður átti ég við hann mikil samskipti sem alltaf gengu snurðulaust fyrir sig. Ólafur er traustur maður og réttsýnn. Hann er samviskusamur í vinnu sinni að málefnum sem varða embættið og er mér sérlega minnisstæð framganga hans í sjúkratryggingamálunum, eða varðandi Karvelslögin sk. sem sett voru á til þess að gæta hagsmuna sjúklinga vegna afleiðinga aðgerða og læknismeðferða. Þar gekk hann vasklega fram. Það dýrmætasta í fari Ólafs þykir okkur hér hjá Öryrkjabandalaginu vera samkennd hans með öllum þeim sem á einhvern hátt eiga á bratt- ann að sækja í lífinu. Hann hefur alla tíð verið óhræddur við að draga fram staðreyndir byggðar á könnunum og segja þeim sem málum ráða til syndanna. Ölafur Ólafsson á mikla þökk okkar og virðingu fyrir það hvað hann hefur tekiö á okkar málum af mikilli mannúð og skilningi." +-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.