Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 28
2« fréttaljós LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 DV Nú blása naprir vindar um sálar- tetur harðstjóranna, hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi. Ekki er víst aö þeir geti áfram sótt teboð fína fólksins og látið eins og ekkert sé, að fortíðin, eða nútíðin, muni ekki elta þá uppi og krefjast þess að þeir standi reikningsskil gerða sinna. Nei, nú er um að gera að vera var um sig. Handtaka Augustos Pinochets, fyrrum einræðisherra í Chile, í Bret- landi í október er til vitnis um það. Á dauða sínum átti einræðisherrann fyrrverandi von en ekki því að vinir hans Bretar létu undan kröfu spænskra dómara sem vilja hafa hendur í hári hans. Jón og sára Jón Ef allt væri með feUdu ættu harð- stjóramir nú að vera skjálfandi á beinunum. Alþjóðlegir sáttmálar, svo sem bann Sameinuðu þjóðanna við pyntingum, leggja sérhverju ríki þá skyldu á herðar að handtaka aUa þá sem hafa gerst sekir um pynting- ar og aðra alvarlega glæpi. Raunveruleikinn er þó annar. Og mál Pinochets sýnir að í heimi harðstjóranna er ekki sama Jón og séra Jón. Úr því menn vUja endUega vera harðstjórar er eins gott að sitja þar tU maðurinn með ljáinn kemur, ef stætt er svo lengi, eUegar að halda sig heima við eftir að harð- stjóraferlinum lýkur. Þar feilaði Pinochet sig. Teboðin hennar Margretar Thatcher voru of freist- andi og því fór sem fór. Pinochet hefur átt marga sálufé- laga í ríkjum Rómönsku Ameríku þar sem harðstjórar og einræðis- herrar hafa komið og farið. Einn einræðisherranna fyrrverandi hef- ur verið kjörinn forseti lands síns og enn annar fann guð og boðar fagnaðarerindið. Nokkrir sitja í fangelsi fyrir ýmsir sakir og enn aðrir lifa í vellystingum í Evrópu. Flestir harðstjóranna úr þessum heimshluta hafa hins vegar komiö því svo við að þeir njóta friðhelgi heima fyrir. Þokkapiltar í Suður-Ameríku Hugo Banzer stjórnaði Bólivíu meö harðri hendi í sjö ár eftir að hann komst til valda í blóðugu valdaráni árið 1971. Hann var hins vegar kjörinn forseti landsins fyrr á þessu ári. Stjómarandstöðuflokkar hafa krafist þess að Banzer verði dreginn fyrir rétt fyrir að slást í lið með öðram harðstjórum álfunnar Harðstjórar Bretland Frakkland Bandaríkln Kúba Haitf Gvatemala Panama • m Júgóslavía 1 Radovan Karadglc, . serbneska J* i lýbveldjú f Bosniu Irak___— Saddam Hússein, Sadi-Arabia jrak Brasllla Manuel Antonlo Norlega, Panama. Bollvia I fangelsl f Bandaríkjunum Pan Úrúgvæ Argentína Eþíópía Kongó Úg8ndi'- • Indónesía Simbabve Idi Amin, Uganda. í útlegó I Sádl-Arabíu Pafagva Lauren Kablla, lýöveldiö Kongó Suóur - Afríka P.W. Botha, Suöur-Afríka Alfredo Stroessner, Paragvæ. í útlegö í Brasilíu [TlrZ] gegn vinstrisinnuðum skæruliðum á áttunda áratugnum. Luis Garcia Meza heitir annar bólivískur herstjóri sem nú situr í fangelsi. Hann var dæmdur í 30 ára fangavist árið 1995 fyrir þjóðar- morð, pyntingar og morð á andstæð- ingum sínum á meðan hann var við völd 1980 tft 1981. I Gvatemala var hæstráðandi til lands og sjós í sautján mánuði mað- ur að nafni Efrain Rios Montt. Hann komst til valda, eins og svo margir kollegar hans, i blóðugu valdaráni árið 1981. Þótt valdatíminn væri ekki langur tókst Rios Montt engu að síður að drepa þúsundir bænda í herför stjómvalda gegn skærulið- um. Rios Montt var veitt almenn sak- aruppgjöf árið 1986 og í dag rekur hann trúboðskirkjuna E1 Verbo, eða Orðið. Hann hefur ekki leyfi til að gegna opinberu embætti en eigin- kona hans og dóttir sitjá báðar á þingi fyrir helsta stjórnarandstöðu- flokkinn í Gvatemala. Annars er Rios Montt bara einn fjölmargra hershöfðingja sem stjómuðu Gvatemala í meira en þrjátiu ár. Á þeim tíma týndu tug- þúsundir pólitískra andstæðinga, meintir eða raunverulegir, lífið. Margir böðlanna eru enn á lífi en öllum gleymdir, jafnvel mannrétt- indasamtökum. Aðdáandi nasista Þá er komið aö þokkapiltinum Al- fredo Stroessner sem rikti yfír því landlukta Paragvæ í 35 ár, frá 1954 til 1989. Stroessner var aðdáandi nasista og stóð fyrir ofsóknum á hendur andstæðingum sínum. Mannréttindahópar segja að hund- ruð manna hafí ýmist týnt lifi eða horfíð í þeim ofsóknum. Stroessner hefur búið í höfuðborg nágrannaríkisins Brasilíu siðan honum var steypt af stóii fyrir níu árum. Brasilísk stjórnvöld hafa tvisvar hafnað framsalsbeiðni frá Paragvæ, vegna formgalla, eins og það heitir. í Úrúgvæ ríkti Gregorio Alvarez á árunum 1981 til 1985 og stundaði manréttindabrot af miklum móð. Honum var veitt sakaruppgjöf árið eftir að hann fór frá völdum og lifir nú í vellystingum í fínu hverfi í höf- uðborginni Montevideo. Þá á hann sjö búgarða. Franskur lögfræðingur hefur reynt að fá hinn-73. ára Al- varez handtekinn fyrir að standa fyrir ráni á frönskum ríkisborgara í Argentínu 1976. Alvarez segir til- burði lögmannsins lið í aðgerðum „hryðjuverkasamtaka sósíalista". Ekki er hægt að skilja við fyrr- verandi harðstjóra úr vesturheimi án þess að nefna þá Manuel Anton- io Noriega, hershöfðingja í Panama, Frábært ver» .... Höfðatúni 12 *105 Reykjavík • Sími 552-6200 & 552-5757 • Fax: 552-6208 ‘og Jean-Claude Duvalier á Haítí. Noriega var sakaður um spillingu og aðild að eiturlyfjasölu á meðan hann veir við völd á níunda áratugn- um. Þegar bandarískir hermenn gerðu innrás í Panama í janúar 1990 gaf Noriega sig fram og var fluttur í járnum til Bandaríkjanna. Hann var svo dæmdur í fjörutíu ára fang- elsi fyrir eiturlyfjasmygl og aðra glæpi fyrir rétti í Flórída árið 1992. Hann dúsir enn í steininum. Jean-Claude Duvalier var ekki al- veg jafn óheppinn. Baby Doc, eins og hann var kallaður til aðgreining- ar frá foður sínum og harðstjóran- um Papa Doc, flúði land í kjölfar uppþota árið 1986, eftir fímmtán ára valdasetu. Hann settist að í glæsi- villu á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands en neyddist til að yfirgefa hana þegar eiginkonan skildi við hann, tók af honum börnin og hirti svo til alla peningana. Duvalier býr nú hjá vinum sínum í París. Áður en haldið er austur yfir Atl- antshafið verður að geta þess að Argentínumenn eru hinir einu í Rómönsku Ameríku sem hafa sótt böðlana úr herforingjastjórnum landsins frá 1976 til 1983 til saka fyr- ir að heyja svokallað „skítugt stríð“ gegn andstæðingum sínum. í stríð- inu því týndu þrjú þúsund manns lífi. Engir eftirbátar í Afríku En harðstjórar og einræðisherrar hafa verið og eru víðar en í Rómönsku Ameríku. Afríkuríki hafa fengið sinn skerf. Frægastur allra er sennilega Idi Amin sem réð ríkjum í Úganda. Talið er að ógnar- stjóm hans, sem stóð í átta ár, hafi kostað hálfa milljón manna lífið. Idi Amin flýði til Sádi-Arabíu eftir að hann hrökklaðist frá völdum þar sem hann lætur lítið fyrir sér fara. Hann býr þar með fjölmörgum barna sinna. Annar frægur harðstjóri var Haile Mengistu Mariam sem ríkti í Eþíópíu á árunum 1977 til 1991 og hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á dauða allt að tvö hundruð þúsunda manna. Hann dvelur nú í góðu yf- irlæti í Simbabve, í einu af lúxushúsum þarlendra stjórnvalda. Ekki er úr vegi að nefna til sögunnar Pieter W. Botha, fyrrum forseta að- skilnaðarstjómarinnar í Suður-Afríku. Hann er frjáls ferða sinna en hefur verið gert að sæta ábyrgð á voðaverkum kynþáttaað- skilnaðarstjórnarinnar. Af harðstjórum austur í Asíu sem hafa hrökklast frá völdum og lifa enn skal nefna Suharto, fyrrum Indónesíuforseta. Á þrjá- tíu ára valdaferli er hann talinn hafa allt að milljón mannslíf á samviskunni. Þá rakaði hann saman miklum auðævum í skjóli valdsins. Fyrir dyrum stendur rannsókn á þeim þætti valdaferilsins. Eins og fínir menn Fyrrum harðstjórar þurfa kannski að óttast um sinn hag vogi þeir sér að yfirgefa griðastaðinn sem þeir hafa fundið sér. Hið sama verður vart sagt um núlifandi harð- stjóra og einræðisherra. Og þeir eru nokkrir. Ekki er langt síðan nýja harð- stjóranum í lýðveldinu Kongó, sem einu sinni hét Saír, var tekið með kostum og kynjum þegar hann sat ráðstefnu frönskumælandi Afríku- rikja í París. Hefur Laurent Kabila þó verið sakaður um fjöldamorð, rétt eins og maðurinn sem hann velti úr sessi, Mobutu Sese Seko heitinn. Eða sér nokkur fyrir sér að Fidel Castro Kúbuforseti verði handtek- inn þegsir hann bregður sér í opin- bera heimsókn til útlanda. Castro, eins og fleiri leiðtogar kommúnista- ríkja, sem flestir eru fjarri hlýjum valdastólum, hefur verið sakaður um gróf mannréttindabrot á fjöru- tíu ára valdaferli sínum. Hann er líka sakaður um að hafa staðið fyr- ir aftökum andstæðinga sinna eftir valdatökuna 1959. Saddam jáHíi#IlMrak er gott rlen réttaljós dæmi um/harðstjora sem rígheldur enn í völdin. Öfugt við þá Kabila og Castro er honum þó sennilega holl- ara að halda sig heima. Að lokum er ekki úr vegi að geta tveggja kumpána úr fyrrum Júgóslavíu. Annar þeirra, Radovan Karadzic, fyrrum leiðtogi Bosníu- Serba, fer huldu höfði, ákærður fyr- ir stríðsglæpi á borð við þjóðemis- hreinsanir. Hinn er Serbinn Slobod- an Milosevic sem nú situr í embætti forseta Júgóslavíu. Byggt á Jyllands-Posten og Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.