Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Side 17
h •^r * MANUDAGUR 14. DESEMBER 1998 Bitið í axlir lennmg Heppnin er með unnendum fyndinna barnabóka þessi jólin því Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur sent frá sér framhald af sögunni um hana Brynhildi Beru Guðmunds- dóttur eða Binnu eins og hún er kölluð. Bíttu á jaxlinn, Binna mín, heitir framhaldið og er engu síðra en fyrri bókin. Binna segir sögu sína sjáif og það er hvergi að sjá að neinn fullorðinn hafl haft hönd í bagga. Sjónarhomið er fullkom- lega bemskt og þó að söguþráðurinn sé mæta hversdagslegur verður hann að hreinu ævin- týri þegar Binna segir frá. Húsið hennar verður kastali, hundurinn heimilisdreki og ósköp venju- legar kjötbollur verða að steiktum villisvinavört um. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Sagan gerist á einum vetri og þann vetur er lífið oft erfitt og Binna verður að bita á jaxlinn (eða bíta i axlir eins og ein persóna bókarinnar skildi orðtakið). Pabbi Binnu týn- ist á fjöllum, Þorbjörg heimilisdreki lendir tvívegis í líf- háska og Binna verður fyrir einelti í skólanum, en að sjálf- sögðu leysast málin í sögulok. Erfiðleikar Binnu gera bók- ina dýpri og hún er langt frá því að vera hreinræktuð skemmtisaga. En Binna lendir líka í skemmtilegum ævin- týrum. Þær vinkonurnar fara til dæmis að stunda andaglas og komast í kynni við hana Margréti sem var ráðs- kona í norræna húsinu árið 1230 og hafði drukknað i tjörninni í Reykjavík en enginn ennþá fundið hana. Að vissu leyti er bókin líka fróðleg fyrir böm, því hún gerist á þeim tíma sem foreldrar þeirra vom að alast upp og ekkert sjónvarp var á fimmtudögum. „Sem betur fer gefur sjónvarpið manni frí einu sinni í viku til þess að gera eitt- hvað annað,“ (bls. 89) segir Binna og nútíma- börn geta velt því fyrir sér hvernig hafl ver- ið að alast upp á sjónvarpslausum fimmtu- dögum. í bókinni er einnig haldið til haga ýmsum smáatriðum frá þessu tímabili sem gam- an er að rifja upp, til dæmis verður tískan ljóslifandi án þess þó að það verði nútímabörnum til trafala. Myndir Margrétar E. Laxness eru fyndnar og blása enn meira lífi i söguhetjurnar. Þær fylgja sögunni vel eftir og birtast á hárréttum augnablikum. Bittu á jaxlinn, Binna mín er unaðsleg skemmtun fyrir alla. Takk fyrir mig. Kristín Helga Gunnardóttir: Bíttu á jaxlinn, Binna mín. Margrét E. Laxness myndskreytti. Mál og menning 1998. Saga stuttrar ævi íslendingar eru frægir fyrir ævisagnaritun og áhuga, Kveður svo rammt að þessu að rúmlega þrítugir menn hafa gefið út endurminningar sinar. En það er ekki á hverjum degi, ekki einu sinni á íslandi, sem maður fær ævisögu tólf ára drengs til aflestrar. Hefurðu farið á hestbak? eftir Önnu Dóru Ant- onsdóttur segir frá Mumma sem kynnist rithöf- undi nokkrum og með þeim takast góð kynni. Mummi fær þá kostulegu hugmynd að koma út ævisögu sinni og biður höfundinn um aðstoð en fær í fyrstu þá vinsamlegu ábendingu að mað- ur þurfi að vera kominn til ára sinna til að standa í slíku. En þegar höfundurinn kynnist Mumma betur skiptir hann um skoðun og í sameiningu skrásetja þeir stutta ævi drengsins. Bókmenntir Oddný Árnadóttir Segja má að sagan sé sögð á tveimur plönum. Annars vegar talar höfundur til lesanda í fyrstu persónu og segir okkur af tilurð ævisögunnar. Þeir kaflar eru skáletraðir. Hins vegar er ævisaga Mumma sögð frá hans sjónarhorni og með hans orðum. Þetta kemur afskaplega vel út og skáletruð innskot höfundar gefa sögunni sannfærandi og heilsteypt yfirbragð. í sögunni hans Mumma fer höfundur á kostum. Hún er sögð á skemmtilegan og leikandi léttan hátt, sérstaklega framan af. Höfundur á auðvelt með að setja sig í spor 12 ára drengs og frásögn hans er sannfærandi. Persónusköpun er góð og sérstaklega kemur móðir drengsins vel út. Hún er ákveðin og lit- rík, einstæð móðir sem kallar ekki allt ömmu sína. Drengurinn hefur mikið álit á henni og mn- ber hana á skemmtilegan hátt. „Amma segir að enginn karlmaður tolli með henni. Ég held að það sé ekki rétt, hún mamma er bara gefin fyrir að breyta til.“ Þetta er skemmtileg þroskasaga drengs sem ég mæli með fyrir alla aldurshópa. Stílhreinar og fallegar myndir Freydísar Kristjánsdóttur falla vel að efninu. Gall- ar bókarinnar eru svo smávægilegir að ekki er vert að nefna þá nema kannski nafn hennar. Það er óheppilegt að maður fái þá hugmynd, þegar maður sér titil bókarinnar, að hún sé kennslubók i reiðmennsku en ekki þetta frábæra byrjandaverk sem hún er. Anna Dóra Antonsdóttir: Hefurðu farið á hestbak? Myndir: Freydís Kristjánsdóttir. Æskan 1998. §12® pagjof Gerð undir borðplötu H-82-87, B-60, D-57. Ryðfrítt innra byrði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki). Hægt að lækka efri grind með einu handtaki fjórfalt vatnsöryggiskerfi. Mjög hljóðlát aðeins 47db (re 1 pW). TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri Hægt að stilla start-tíma allt að 12 klst. fram í tímann. Sjálfvirk hurðarbremsa. 12 manna stell. 5 kerfi. Hvað er TURBO þurrkun? í þurrkkerfinu blæs vélin út heitri gufunni sem hituð er upp af hitaelementinu. Hin fullkomna þurrkun. 17 PEISINN Sími 552 0160 t Jfuftis* o<j/ rÝúfú'yjeluf/' l á/HHi/i ///\ k/cm&i&/uy /afno(fu/x iceisyodu/vt- / áyjur qy -JctA/um ////cu/uUhw oi/ja/Juu* /neé /ocf&Aái/ U/ Kirkjuhvoli - sími 552 0160 í/,ta< sern uant/fá/tj* oej's/tt í a//t a/f SÓ'/ná/nufi. u/x Í&/un/i&/uír/)ö/uJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.