Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir r>v Sjávarútvegsnefnd í vanda vegna breytinga á kvótalögum: Einkavæða veiðirétt - segir Svanfríður Jónasdóttir. Þjóðhagsstofnun lagði fram útreikninga DV Sjávarútvegsnefnd hefur haft í nógu að snúast við að berja saman tillögur sem dugi til að tryggja frið um kvótann. Hér eru þeir Árni Árnason, Einar Oddur Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson á rökstólum. DV-mynd HH Sjö manna meirihluti sjávarút- vegsnefndar tók annað stórmálanna út úr nefndinni í fyrradag, grásleppu- frumvarpið svonefnda kláraðist ekki. Af þessum sjö í nefndinni eru ekki allir par ánægðir með verk og við- fangsefni nefndarinnar og tveggja þingmanna minnihluti alls ekki. Svanfríður Jónasdóttir segir press- una á nefndina ómannlega. „Ég gerði athugasemd við afgreiðsluna og lét bóka það, vegna þess að ég tel að mál- ið sé fjarri því fullunnið. Þegar við erum að gera atrennur að lögunum um stjórn fiskveiða þá erum við alltaf að færa til milljarða. í þessari vinnu megum við ekki kasta til hönd- unum eins og gert er,“ sagði Svan- fríður Jónasdóttir, alþingismaður og annar fulltrúi minnihluta í sjávarút- vegsnefnd Alþingis, í gær. Hún segir að ríkisstjóm og meirihluti sjávarút- vegsnefndar séu að einkavæða allan veiðirétt á tslandsmiðum í stað þess að auka aðgang og gera sameignina aðgengilegri. Þarna sé allt þvert á niðurstöðu Hæstaréttar. Gott í þverpoka Svanfríður segir að nú sé verið að búa til byggðastofnúnarpott sem trú- lega sé milljarður. Allar reglur um hann séu óljósar og erfítt að sjá að hægt verði að gera hann brúklegan öðravísi en að raska samkeppnis- stöðu. Á sama tíma er búið til að- gengi fyrir nýja aðila með skip og veiðileyfi í landhelginni. En þeir Svanfríður Jónasdóttir að störfum í sjávarútvegsnefnd á laugardag. verði að kaupa sér aflaheimildir. „Ég óttast að hér séu menn að búa til eitthvað í þverpokana til að reiða V heim fyrir kosningar," sagði Svan- fríður Jónasdóttir. Hún segir að bara við það að opna fyrir fleiri sóknar- daga fyrir smábátana fari háar upp- hæðir að birtast. „Ég bað Þjóðhagsstofnun að kíkja á þetta fyrir mig, það þykir oft gott að geta vitnað í Þjóðhagsstofnun, þó margir geti reiknað þetta. Þeir reikna út að með því að auka afla- krókabátanna úr 9 dögum í 23 sé ver- ið að auka aflann mn 6 þúsund tonn, það þýðir, ef reiknað er með virði þorskaflahámarksbáta, um 250 millj- ónir en ef það eru aflamarksbátar þá eru það 500 milljónir. Ef verið er að selja varanlegri sölu birtast ofboðs- legar upphæðir, milljarðar, þegar núlli er bætt aftan við,“ sagði Svan- fríður. Sama er að segja um afla- heimildir millifærslusjóðsins sem Byggðastofnun á að fá, þar er um að ræða milljarð. „Ég spurði líka hvað búast mætti við að gangverð yrði á framseljanleg- um afladegi, þeir voru svo sniðugir að mæta með ljósrit úr DV þar sem þið reiknuðuð virði sóknardaga," sagði Svanfríður. Svanfríður segist hafa reynt að vekja athygli meðnefndarmanna með þessu, kostnaðarvitund býsna margra þeirra væri lítil. En þama væri stöðugt verið að ræða um pen- inga, mjög mikla peninga, sem fólki í landinu kæmi við. „Það' er engin nauðsyn að klára þetta grásleppufrumvarp, þvert á móti er það betra fyrir karlana sem stunda þær veiðar að við tökum tíma sem þarf til að afla gagna og láta vinna þau. En aðalfrumvarpið um breytingar á lögum um stjórn Fisk- veiða gengur út á það að verða við innihaldinu í dómi Hæstaréttar þar sem segir að allir skuli fá veiðileyfi sem eiga skip sem standast öryggis- kröfur. í öðrum greinum laganna verður að greina á milli þessa skil- yrðis og veiðiréttindanna sjálfra. Það gerum við með þessum ákvæðum," sagði Árni Ragnar Árnason alþingis- maður í gærkvöldi. Hann segir að atvinnuréttindi krókakarlanna hefðu ekki veriö skil- greind nægilega vel. „Núna verður þetta á þeim grundvelli að menn geta keypt nýja smábáta, fengið veiðileyfi og keypt réttindi af hinum sem fyrir eru likt og í almenna aflamarkskerf- inu,“ sagði Ámi Ragnar. Þingmaðurinn mótmælti því að með þessari vinnu nefndarinnar væri verið að vinna að enn auknu braski í sjávarútvegi, meira en áður hefur sést. „Ég held að hæstaréttar- dómurinn verði til þess en ekki þessi niðurstaða nefndarinnar. Mér finnst það mikiö álitaefni að við Islending- \ ar verðum eina öfluga velferðarríkið \ í heiminum sem byggjum efnahags- legan styrk á sjávarútvegi að heita má eingöngu skuli vera eina ríkið í heiminum sem bannar sjálfri sér með lögum að hafa stjórn á stærð fiskiskipaflotans. Það er svo annað viðfangsefni i stjórnmálum hvernig og hvort við viljum breyta aðgangi að fiskimiðunum. Það stendur ekki til frambúðar að við sémn ósátt um aðferðirnar. Niðurstöðu verðum við að fá sem sátt verður um,“ sagði Árni Ragnar Árnason. -JBP Sinfónían fagnar Stjóra Sinfónuhljómsveitar ís- lands fagnar ákvörðun borgar- ráðs og ríkis- stjórnarinnar um að byggja tónlistarhús. Hún vonar að framkvæmdum verði hraðað eins og unnt er. Enn fremur vonar stjórnin að sambýli við ráðstefnuhald geti stuðlað að aukningu erlendra gesta við ís- lenskt tónlistarlíf. Þröstur Ólafs- son er formaður Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. íslandsflug fær leyfi íslandsflug hefur nú leyfi til að fljúga bæði til Bandaríkjanna og Kaupmannahafnar. íslandsflug ætlar, svo sem DV greintji frá á föstudag, að fljúga tvisvar í viku til Kaupmannahafnar í sumar fyrir danska ferðaskrifstofu. Fyrsta ferðin til Bandaríkjanna verður farin í dag en flogið verð- ur frá Guadaloupe á Karíbahafi til Miami í Bandarikjiinum í tengslum við verkefni félagsins fyrir erlend flugfélög. Þrjár nýjar fuglategundir Á síðasta ári sáust þrjár nýjar fuglategundir á íslandi. Þetta voru svölugleða, kúfönd og kollönd. Auk þess leikur grunur á að tvær til viðbótar hafi sést en það eru hómatíta og njarðar- svala. Ríkisútvarpið sagði frá. Ganga erinda útgeröa Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði í fréttum Ríkis- sjónvarpsins að ljóst væri að ýmsir nefndar- menn sjávarút- vegsnefndar gengju erinda ákveðinna út- gerðarmanna. v Aukin flugumferð ' Um 10.000 fleiri flugvélar fóru úm íslenska úthafsflugstjómar- svæðið í fyrra en áriö þar á und- an. Talið er að tekjur vegna auk- innar flugumferðar nemi einum og hálfum milljarði króna þetta árið eða svipað og tekjur fimm frystitogara. Rikísútvarpið sagði frá þessu. Til heiðurs Jóni Leifs Tónlistarhátíð Tónskáldafélags íslands, Myrkir músíkdagar, verða í ár helgaðir aldarafmæli Jóns Leifs tónskálds. Þar verða fjölmörg verk Jóns frumflutt auk þess sem mörg önnur gömul verk tónskáldsins verða leikin. Á há- tíðinni verða flutt alls 60 islensk verk Breytingar samþykktar Meirihluti sjávarútvegsnefnd- ar hefur samþykkt breytingar á kvótafrum- varpi sjávarút- vegsráðherra. Arthúr Boga- son, formaður Landssamband smábátaeig- enda, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að mikið vantaði upp á að komið væri til móts við sjónarmið smábátaeig- enda. Læknaskortur í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins kemur fram að yflrvof- andi sé læknaskortur á íslandi. í grein eftir Svein Magnússon lækni kemur fram að á hverju ári haldi 14 læknir til starfa er- lendis. Það eru fjórir af hverjum 10 sem útskrifast. í dag eru 900 læknar á íslandi og þar af eru konur flmmtungur stéttarinnar. -hb Alvöru matador Ævintýrið hans Pálma í Hagkaup held- ur áfram, enda þótt Pálmi sé allur. Sú var tíðin að Pálmi Jónsson setti upp matvöruversl- un í gömlum útihúsum við Eskihlíðina til að geta selt ódýrar vörur í þágu alþýðunnar í Reykjavík. Smám sam- an óx Hagkaupsversl- ununum fiskur um hrygg og Kringlan var byggð og alþýðan hélt tryggð við Pálma og hans afkomendur, vegna þess að þeir seldu ódýrt og héldu álagningunni niðri og vildu frekar að við- skiptavinimir græddu heldur en kaupmaður- inn. Eitthvað varð þó eftir af peningum í fjölskyld- unni þegar Pálmi féll frá og eitthvað varð líka eft- ir þegar fjölskyldan seldi Hagkaup og eitthvað verður maður að gera við peningana og það þyk- ir í rauninni ekki mikið þegar þaö spyrst að Flug- leiöir hafi selt Hagkaupslektinu tvö stykki hótel til að losa um fjármagn. Flugleiðir eru með veltu upp á nokkra millj- arða á ári, en þá skorti skotsilfur og hvers vegna þá ekki að selja þeim sem eru í vandræðum með peningana sína? Stórfyrirtækin eiga ekki pen- inga. Bara þeir sem græddu á því að eiga Hag- kaup, sem græddi á því að græða á alþýðunni. Þessi tvö hótel, sem strákarnir hans Pálma eru að skemmta sér við að eignast án þess þó að reka þau, eru bara byrjunin á þeim fjárfestingum sem eru strákunum nauðsynlegar til að koma pening- unum sínum í lóg og reykvísk alþýða getur glaðst með þeim bræðrunum hvað það gengur vel að ávaxta þann gróða sem fékkst af því að selja ódýrt í Hagkaup. Nú biða menn spenntir eftir því hvað þeir kaupa næst. Kannske Þjóðleikhúsið, kannske ytri höfnina, kannske kaupa þeir Flug- leiöir næst? Er ekki mikið betra fyrir Flugleiðir að selja flugvélarnar á einu bretti og leigja þær síðan af þeim Hagkaupsstrákunum til aö vera ekki með of mikið bundið fé í fasteignum og flug- vélum, sem heftir reksturinn? Ef Flugleiðir eiga ekki peninga til reksturs og ef fyrirtækið getur losað sig við hótelin, hvað er þá verið að hanga á flugvélunum, sem kosta sitt? Þá má heldur ekki gleyma því að útgerðar- mennirnir á íslandi, sem eiga kvótann og fara á hausinn ef þeh- missa kvótann, hafa nokkrar krónur afgangs þegar þar að kemur og eitthvað verða þeir að gera við peningana. Kannske geta þeir líka keypt. Þegar íslenskt fjármagn og fasteignir safnast saman á fárra manna hendur, eins og nú er orð- in raunin, mun smám saman myndast blómleg atvinnustarfsemi í landinu, þar sem þessir sömu menn kaupa og selja til skiptis, hver af öðrum, til að sitja ekki inni með allt það lausafé, sem er arð- urinn af því ævistarfi að fá allt upp í henduraar. Þetta er einhvers konar matador, sem er frá- brugðinn gamla matadomum, að því leyti að nú er spilað í alvöru. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.