Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 Spurningin Hver er þinn uppáhalds sjónvarpsþáttur? Ólafur Sigurðsson, 16 ára: Fri- ends. Ólafur Eyjólfsson flugafgreiðslu- maður: Fréttir. Gerður Lúðvíksdóttir, 12 ára: Leiðarljós. Erna Karen Kristjándóttir nemi: Friends. Lesendur Lús og ofbeldi í grunnskólum - uppræta þarf hvort tveggja Óværa f hári og agaleysi í skólum vaxandi vandamál hér á landi, segir í bréfinu. Unglingar með ólæti við Kringluna fyrr á árinu. - Lögregla skakkar leikinn. Foreldri skrifar: Þeir eru margir sem velta því fyr- ir sér hvemig þjóðfélag okkar hefur þróast á allra síðustu árum og jafn- vel bara misserum. Ofbeldi færist í vöxt og fjármálaglæpir aukast og spilling sem nær langt inn I is- lenska stjómsýslu er sýnilegri en áður. Foreldrar eru sá hópur í land- inu sem mestar áhyggjur hefur vegna bama sinna sem foreldrum ber aö skila af sér sem nýtum og heiðarlegum borgurum. Það hlut- verk verður æ erflðara á þessum upplausnartímum sem eru mun meiri og meir áberandi en t.d. í ná- grannaríkjunum. Fréttir síðustu daga úr skólunum era ekki uppörvandi fyrir foreldra ungra krakka á skólaaldri. - Þar er bæði um agavandamál að ræða og hreinlætismál. Sem sé lúsin og of- beldið. Hver hefði trúað því að lúsin væri enn þrifnaðarvandamál hjá þjóð sem býr við einn mesta íburð í húsnæðismálum og hreinlætisað- stöðu allra þjóða? Eða er þá þrifnað- ur fyrir borð borinn einmitt vegna þess að aðstaða til hreinlætis er orð- in yfirþyrmandi? Spyr sá sem ekki veit. En það er einfaldlega niður- lægjandi að búa við þá staðreynd að börnin komi lúsug heim úr skólum borgarinnar. Auðvitað á að senda aflúsunarmenn á heimilin til að ganga þar hreint til verks eða sjá um að húsráðendur fylgi settum reglum um aflúsun. Þettá er ekkert gamanmál lengur. Enn verri og ískyggilegri era þó fréttimar um aglaleysi skólabama og hótanir þeirra í garð kennara sem eru famir að óttast nemend- urna sem sparka í þá og skera á dekk bifreiða þeirra og þar fram eft- ir götum. En er nokkur furða þótt illa fari hjá þjóð sem tekur það gott og gilt að áramótaskaup ríkisrekins sjón- varps gantist með þessi mál með því t.d. að leika nemendur sem halda hnifi að hálsi kennara? - Hefur fólk gert sér grein fyrir því hve þetta er ósvíflð af Sjóvarpinu? Er þessi þjóð ekki einfaldlega að verða að villidýram - alla vega að villimönnum - sem ganga sjálfala um stræti og torg og eira engu? Stjórnmálamenn era svívirtir í fjöl- miðlum, ráðherrar einskis metnir, og stjórnsýslan rotin með óábyrga, fákæna og lafhrædda embættis- menn við stjórn. Sjónvarpið er dæmi um ógeðslegan og óábyrgan fjölmiöil sem best væri kominn lok- aður og læstur nema fyrir þá harð- jaxla - eða perverta - sem fá útrás við það efni sem þar er sýnt. Hér era verk að vinna sem flokkast und- ir þjóðþrifamál. ' Of margir afglapar í stjórnmálum Torfi skrifar: Mig undrar hversu lítið mannval gefur sig í stjómmál hér á landi. Það er eins og fólk sem hefur aflað sér sæmilegrar menntunar vilji alls ekki í stjómmál fara. Það haslar sér annars staðar völl, jafnvel þar sem þess er engin þörf með sína menntun. Ekki er launum þing- manna að kenna, þeir hafa t.d. meiri laun en kennarar og margir aðrir. Mér finnst satt að segja vera of margir afglapar í stjómmálum hér. Þetta er áreiðanlega ekki bara mín skoðun því ég hef hitt aðra sem eru þessarar sömu skoðunar. Og svo annað. Ég fullyrði líka að of fáir landsmenn láti sig varða þjóðarheill. En það ætti að þó að vera aðaláhugamál þeirra sem sitja á Alþingi. Ég er alls ekki að segja að þing- menn vilji ekki vel sem persónur, en þeir era ekki að hugsa á þjóðar- vísu allir. Og allt of, allt of fáir. Þeir hugsa fyrst og fremst um sitt kjör- dæmi og sjá varla'út yfir það. Það er líka þess vegna sem sífellt er slagsíða á þjóðarskútunni. Þaö er ekki séð um að hún sé rétt lestuð. Afglapar einir sigla til lengdar skútu sem ekki hefur réttan ball- ans. Eigendur sóknarbáta auðgast - en aðeins í bili Verða leigutekjur sóknarbáta helsta tekjulind sóknarbátaeigenda? Þorsteinn Einarsson skrifar: Nú hafa tillögur sjávarútvegs- nefndar séð dagsljósið og þegar þetta er sett á blað er ekki annað að sjá en að eigendur svokallaðra sókn- arbáta auögist verulega með því að geta haft leigutekjur svo hundruð- um mUljóna skiptir árlega. Þau orð era látin falla af einstaka þing- mönnum að trillukarlar ættu að fagna þessum lyktum og geta verið sáttir í bili. Það má til sanns vegar færa að sumir trillukarlar geta verið sáttir, en aðeins í bili. Skamma stund verður hönd höggi fegin, segir mál- tækið. Hér á það líka við. En hvað verður svo um þessa „eigendur" sóknarbátanna eftir þeirra dag? Eða ef þeir sem era í sambúð eða í hjónabandi skilja? Og hvert verður svo hið raunverulega gangverð á sóknardag? Á að bíða eftir reynsl- unni? Það hefur aldrei gefist vel að láta hlutina dankast og það á líka við um lagasetningu á Alþingi. Að hnýta ekki alla hnúta fasta í upphafi gagnvart þessum eigendum sóknarbátanna boðar ekki gott. Það boðar ekki gott að persónubinda sóknardaga við bátasjómenn án þess að setja um leið fastar reglur um þessa „eign“, hvernig hún megi nýtast og eigi að nýtast. Það er gagnslaust að bíða eftir því að sókn- ardagar „verðleggi sig sjálfir" eftir því sem kaupin gerist á eyrinni. Raunar vítavert af löggjafanum. Ég sé ekki annað fyrir mér en að þessi handarbakavinnubrögð á Al- þingi nú (því hér er sannarlega um handarbakavinnubrögð að ræða) séu til þess eins fallin að skapa enn meira óöryggi fyrir alla þá sem ætla að hafa krókaveiðar að aðalatvinnu og lífsbjörg fyrir sig og sína fjöl- skyldu. Sorglega leiöin- legt ára- mótaskaup H. Karlsdóttir skrifar: Þrátt fyrir landslið leikara fannst mér áramótaskaupið gjörsamlega grinlaust. Meira að segja Laddi (sem oftast á þó eitthvað í poka- horninu) var ekki fyndinn! - Þetta voru líka allt of einhæf málefni sem tekin voru fyrir. Við hér heima vor- um sex manns sem horfðum saman á Skaupið í þetta sinn og okkur stökk varla bros. Vonandi verður meiri fjölbreytni næst. Höfum við yfir- unnið krabba- meinið? Gíslína hringdi: Ég heyrði í fréttum emhvers ljós- vakamiöilsins að nú væri fundin leið til að stöðva eilífðarvél krabba- meinsins, ems og þetta var orðað. Sem sé búið að finna út hvernig krabbameinsfrumum er hægt að eyða með því að láta þær deyja af sjálfu sér. Nú veit maður ekki meir um málið, en mér finnst það skylda fjölmiðla að fjalla meira um þetta afrek hinna bresku vísmdamanna sem hafa fullyrt aö krabbameini sé hægt að eyða, eða vissum tegundum þess með því að skrúfa fyrir ensím til frumanna. Ég trúi því ekki að í þetta skipti verði það læknar eða vísindamenn sem stöðvi framgang þessara uppgötvana vegna hins gíf- urlega lyfjamassa sem seldur er í dag tU lækna og sjúklinga með krabbamem. Húrra fýrir Jim Rogers Reynir hringdi: Mér finnst við ættum að heiðra Jim Rogers hnattfara sérstaklega fyrir að koma hingað tU lands og hefja sína hnattferð héðan. Þetta á eftir að verða umtalað afrek, því varla gefst hann upp eins og þeir í loftbelgjunum sem ráða ekki við veður og vmda. En Jim Rogers virðist kraftakarl og kjarkaður að leggja i hann héma iim hávetur án þess að þekkja aðstæður tU hlítar. Þakka ber og þeim sem hafa lagt kappanum lið fyrir norðan og aust- an er hann lenti í bylnum og hálkunni. Sannleikurinn er sá að sjaldan höfum við íslendingar tæki- færi tU að koma landinu jafii vel á síður erlendra blaða og við svona nokkuð. Ég segi: Húrra fyrir Jim Rogers, veitum honum viðurkenn- ingu áður en hann yfirgefur landið. Tekið undir kjall- aragrein Mikaels Axel hringdi: Ég las kjallaragrein Míkaels Torfasonar i DV 5. janúar, „Lög- sækjum Helga Hjörvar". Ég geri mér fúUa grein fyrir því að þarna er rithöfundurmn Mikael á gráu svæði hvað orðfæri snertir gagn- vart borgarfuUtrúanum Helga. En það eru margir sárir sem urðu fyr- ir vonbrigðum með loforð þeirra R- lista manna sem eru nú að hækka aUt sem hækkað getur. Ungt fjöl- skyldufólk er sérstaklega sárt. Ég reikna ekki með að það kjósi R-list- ann aftur. Grein Mikaels er orð í tíma töluð, hörð en réttlætanleg vegna allra vonbrigðanna. Auðvit- að á Helgi Hjörvar að svara þessu með sínum hætti. Skil ekki Björk Anna hringdi: Ég hlustaöi á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur 1 Sjónvarpinu. Mér féU aUur ketUl í eld. Þetta er náttúrlega ekki nokkur söngur. Þetta átti að vera söngur, ekki satt? Tónlistin, þ.e. lögin og útsetning þeirra, var hins vegar nokkuö at- hyglisverð. Hún verður það líka alltaf þegar góðir tónlistarmenn leika saman að undangengmni góðri æfingu. En söngurinn sjálfur? Ég á bara ekki orð. Það er hægt að verða frægur af endemum auðvit- að. Ég segi ekki meir, gat bara ekki á mér setið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.