Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 DV ★ ★ 'éttir Þegar farið að huga að þátttöku í miðlægum gagnagrunni: Tugir tilkynninga berast landlæknis - frá fólki sem ekki vill setja upplýsingar í grunninn Milli 30 og 40 einstaklingar hafa þegar tilkynnt bréflega til embættis landlæknis að þeir óski eftir því að heilufarsupplýsingar um þá verði ekki settar í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Auk þeirra hafa allnokkrir sent embættinu slíka til- kynningu í tölvupósti. Að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðar- landlæknis hafa einnig borist fjöl- margar fyrirspumir frá fólki varð- andi málið. I fyrsta lagi um miðjan júní nk. má fara að setja upplýsingar inn í gagnagrunninn, þ.e. hálfu ári eftir að frumvarpið varð að lögum. „Landlæknisembættið mun standa fyrir ítarlegri kynningu áður en farið verður að setja upplýsingar inn í gagnagrunninn," sagði Matth- ías. „Við óskum því eftir að fólk sendi ekki tilkynningar núna, því við eigum erfitt um vik að svara er- indum þess. Þegar þar að kemur verða beiðnir fólks útbúnar þannig að það haldi eftir staðfestingu um að það hafi komið ósk sinni á fram- færi um að upplýsingar um það fari ekki inn í gagnagrunninn. Enn sem komið er er ekki einu sinni ljóst hvaða upplýsingar eiga að fara inn í hann.“ Matthías sagði að tilkynningum yrði væntanlega þannig háttað að fólk gæti tilkynnt í eitt skipti fyrir öll ef það vildi ekki að upplýsingar um það færu inn í gagnagrunninn. Þá gæti verið að einhverjir vildu að tiltekin gögn um þá færu inn en Matthías Halldórsson með bunka af tilkynningum frá fólki sem vill ekki að heilsufarsupplýsingar þess fari í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. önnur ekki. Þeir gætu þá tilgreint þau gögn. -JSS Guðríður Þorsteinsdóttir í heilbrigðisráðuneyti: Stöðva má sendingu gagna - en gögn komin í grunninn óafturkræf Þegar heilsufarsupplýsingar eru einu sinni komnar inn í miðlægan gagnagrunn á heilsufarssviði, er ekki hægt að ná þeim þaðan út aft- ir. Hins vegar getur fólk stöðvað sendingu slíkra gagna í grunninn hvenær sem er, að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Ekki þarf að gefa upp nein- ar ástæður, óski fólk eftir að upplýs- ingar um það fari ekki í miðlægan gagnagrunn. Eyðublöð fyrir slíkar beiðnir munu m.a. liggja frammi á heilsugæslustöðvum. Guðríður sagði aö ferlið á upplýs- ingasöfnunni yrði þannig að starfs- menn heilbrigðisstofnana myndu vinna upplýsingar úr sjúkraskrám i tölvutækt form á viðkomandi sjúkrastofnun. Persónuauðkenni þeirra upplýsinga yrðu síðan Óskað eftir vitnum Að kvöldi Þorláksmessu, 23. desember, kl. 21.20 varð árekst- ur á gatnamótum Breiðholts- brautar og Skógarsels. Tvær bifreiðir lentu í árekstri á gatnamótum og kastaðist önnur þeirra á aðra kyrrstæða bifreið. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna er árekstur varð og er óskað eftir að þeir sem hafa orðið vitni að árekstr- inum hafi samband við lögregl- una í Reykjavík í síma 569-9020. dulkóðuð. Þeir aðilar sem sæju um að flytja upplýsingar frá stofnunun- um í gagnagrunninn fengju skrá sem væri dulkóðuð með sama hætti, frá landlæknisembættinu. Þar væri um að ræða skrá yfir þá einstak- linga sem óskuðu eftir því að upp- lýsingar um þá færu ekki inn í grunninn. Með þessum hætti færu allar upplýsingar inn í síu, þar sem dulkóðuð skrá yfir þá sem ekki vildu vera með, skildi heilsufars- upplýsingar þeirra frá hinum sem mættu fara í grunninn. „Þetta verður ekki vinsað úr á heilsufarsstofnunum," sagði Guð- ríður, „enda þótti mikilvægt að þær hefðu ekki heldur upplýsingar um hverjir hefðu óskað eftir bessu. Það mun því enginn vita þetta nema landlæknir. Embætti hans og tölvu- nefnd eiga að tryggja að þessar upp- lýsingar fari ekki inn í grunninn." Það verður samkomulagsatriði milli heilbrigðisstofnana og væntan- legs rekstrarleyflshafa hvaða upp- lýsingar munu fara í miðlægan gagnagrunn og á hvaða formi þær verða. Síðan mun starfrækslunefnd, sem skipuð er af heilbrigðisráð- herra hafa hönd í bagga með þeim samningum. Fylgja verður skilyrð- um tölvunefndar um meðferð upp- lýsinganna. „Tölvunefnd þarf að samþykkja það dulkóðunarkerfi sem verður búið til,“ sagði Guðríður. „Þá á að fara fram úttekt óháðs sérfræðings á sviði öryggismála upplýsinga- kerfa, samkvæmt lögum.“ -JSS Ferli heilsufarsupplýsinga Heilsufarsupplýsingar á heilbrigðisstofnunum skráðar á tölvutækt form Upplýsingar dulkóðaöar Keyrðarí gegnum dulkóðasíu landlæknis Miðlægur gagnagrunnur Einstaklingar sem vilja vera utan gagnagrunns Eftirlit landlæknis og tölvunefndar Ríkislögmaður mótmælir „Sigurði sýslumanni Jón G. Tómasson ríkislög- maður hefur krafist þess að héraðsdómari vísi frá dómi 7 milljóna króna skaðabóta- máli Sigurðar Gizurarson- ar, fyrrum sýslumanns á Akranesi - máli þar sem Sigurður stefnir dómsmála- ráðherra fyrir að hafa flutt sig úr embætti þaðan til Hólmavíkur í fyrra. Dómari mun ákveða um mánaða- mótin hvort lagður verður efnisdómur á málið - með áframhaldandi réttarhöld- um - eða hvort þvi verður vísað frá. í réttarhaldi í fyrradag byggði rík- islögmaður frávísunarkröfu sína m.a. á því að Sigurður hefði sjálfur þegið stöðuna á Hólmavík. Síðan hefði hann að eigin ósk kosið að hætta Sigurður Gizurarson, t.v., heilsar Jóni G. Tómassyni ríkislögmanni með virktum í gær þegar sá síðarnefndi krafðist þess að Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari vísaði skaða- bótakröfu Sigurðar frá dómi. DV-mynd E.ÓI. störfum og þannig þegið eftirlauna- greiðslur. Sigurður er þó ekki hættur störfum og rekur lögfræðiskrifstofu. Hann rekur mál sitt sjálfur fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur. -Ótt í þættinum Þetta helst er gjarnan spurt um fyrirsagnir í blöðum og hvað sé að baki þeirra. Sl. fimmtu- ; dagskvöld voru gestir Hildar Helgu 8 Sigurðardóttur Matthildingamir Þórarinn Eldjám og Hrafn Gunnlaugs- son. Spurt var um fyrirsögn úr DV sem hljóðaði svo: „Vilja láta rassskeOa sig aftur“. Hrafn vissi greinilega að þama var vitnað í Valdi- mar Jóhannesson sem | taldi stjómarherrana ekki bregðast rétt við frægum kvótadómi. Valdi- mar sagði á dögunum í DV að hann hefði klippt konu sína í af- | brýðikasti. Hrafn svaraði strax að á bak við fyrirsögnina væri „hann þama, hárskerinn". Greinilegt var j j að Hrafni var í mun að standa með þriðja Matthildingnum, Davíð Oddssyni forsætisráðherra sem er j æði pirraður á Valdimar... Ekki samtíða Rembrandt Mikil spenna ríkir vegna mál- : verkafólsunarmálsins þar sem Pét- ur Þór Gunnarsson, eigandi Gall- j eri Borgar, er sakaður um að vera | hinn óprúttni náungi. Margir ffæg- I ir menn hafa komið fyrir dóminn og l skemmt bæði dóm- uram og áhorfend- um í dómssal en troðfullur salur áhorfenda var öll . réttarhöldin. Úlf- ar Þormóðsson, rithöfundur og fyrrum | eigandi Gallerí Borgar, kom fyrir | dóminn og skemmti með hnittnum Í svömm til sækjanda. Sá sem þótti p þó bera af í skemmtan var hæsta- réttarlögmaðurinn og fyrmm upp- | boðshaldari Gallerísins, Haraldur Blöndal. Aðspuröur hvort hann : þekkti eitthvað til listmálarans | Jóns Stefánssonar svaraði Harald- ur því til að hann vissi a.m.k. að | hann hefði ekki verið samtíðarmað- ur Rembrandts... Reglugerður Eftir öll ósköpin og sprengjumar í Hagaskóla spunnust nokkuð heift- ugar umræður á fundi fræðsluráðs vegna ákvörðunar Gerðar Óskars- dóttur, fræðslustjóra í Reykjavík og fymum aðstoðarmanns Svav- ars Gestssonar, um hvenær og hvort væri hægt að visa nemendum úr skóla. Skólastjóri Hagaskóla vildi sem eðlilegt var fá leyfi til að vísa nemendum úr skólanum ef þeir væru staðnir að sprengingunum í skólanum. Fræðslustjórinn var ekki á sama máli og ítrekaði að í skólan- um giltu reglur og þeim bæri aö fara eftir. Aðrir fúndargestir skildu ekki reglugerðaræði Gerðar en hún gengur gjaman undir nafninu Reglu-Gerður um þessar mundir... Óskilahross Frétt DV um að gengið væri milli bæja í N-Þingeyjarsýslu með kjör- kassa og mönnum gefinn kostur á að kjósa „utan kjörstaðar" í próf- kjöri framsóknarmanna vakti at- hygli. Álitið er að stuðningsmenn Daníels Árnason- í ar hafi veriö þama | að verki en hann keppir að 2. sæt- inu á lista flokks- ins á Norðurlandi eystra. Halldór Blöndal, ráðherra og þingmaður kjördæmisins, las frétt DV og um leið varð til hjá honum eftirfarandi vísa: Óskilahross i dilk sinn dró, Daníel og ber af smölum. Inn til fjalla út með sjó, er að safna kennitölum. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.