Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 39 Flugvöllurinn gengur vel í þetta skipti voru engin neyð- arleg atvik þegar flugvallarstjór- inn I Hong Kong leiddi gesti mn nýjasta flugvöll borgarinnar í síðustu viku. Flugvöllurinn hef- ur nú verið starfræktur í sex mánuði og allt virðist ganga að óskum. Rannsókn á röð óhappa sem urðu þegar völlurinn var opnaður þann 6. júli stendur enn. En vandræði vallarins eru þó ekki fyrir bí þvi flugfélög þrýsta nú harf á að lendingar- gjöld verði lækkuð en þau eru 20% hærri en á vellinum sem var áður notaður. Flugfélagið SAS tilkynnti til dæmis nýlega að það myndi ekki nota völlinn vegna hárra gjalda. Aðalkeppi- nauturinn, Changi flugvöllur í Singapore, lækkaði lendingar- gjöld um 10% nýlega. Sú stað- reynd fer ekki í vel í forráða- menn Hong Kong flugvallar því þeir hafa þegar lækkað húsaleig- una til muna og er hún mun lægri en upphaflega var áætlað. Aldamótatiltekt í París Það stendur mikið til í París þessa dagana og ráun- ar það sem eftir lifu’ árs- ins. Vegna ársins 2000, sem nálgast óðfluga, hyggjast borgaryfirvöld bæta ásýnd borgarinnar til muna. Meðal framkvæmda má nefna nýjar og fallegar göngubrýr yfir ána Signu auk þess sem öll minnismerki í borginni verða tekin í gegn. Einn af hápunktum þessara aðgerða verður vafa- laust þegar segldúknum, sem hefur þakið hluta Vorrar frúar kirkju frá árinu 1993, verður svipt af og við borgarbúum mun blasa kirkjan í öllum sínum mikiifengleika. Þá verða án efa margir kátir þegar Pompi- dousafnið, sem var lokað allt síðasta ár, verður opnað að loknum endurbótum í desember á þessu ári. Snjódýpt í Evrópu - uppgefin í cm Austurríki Fjöll Lyftur opnar 30 110 85% 60 150 98% 20 80 100% 75 150 100% 60 80 100% 30 300 74% Kltzbúehl Lech Frakkland Nægur snjór í Evrópu Það virðist vera nægur snjór á flest- um skíðastöðum Evrópu um þessar mundir. Margir skíðastaðir í Austur- ríki og Frakklandi opnuðu fyrir jól og þótti óvenjusnemmt sums staðar. Þeir sem hyggja á skíðaferðir til út- landa og vilja fylgjast með veður- spánni geta kannað snjódýptina víða á vefnum. Á slóðinni interactivemag- azines.com/snow er að finna ágæta veðurspá fyrir Frakkland, Austurríki og ítaliu. Þar má lesa spá fram í tím- ann auk annarra frétta úr skíðaheim- inum. Þá er skiaustria.com ágæt síða fyrir þá sem ætla til Austurríkis en á síðunni er að firma tengingar inn á fjölmarga skíðastaði. Ferðaskrifstofur bjóða einnig ferðir til Aspen í Banda- rikjunum og á vefnum skinet.com er hægt meðal annars að fræðast um veður óg snjóalög. Hægt að boka ferðir a Netinu Ferðaskrifstofa stúdenta býður nú viðskiptavinum að bóka sjálfir flug og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu hennar. Þessi þjónusta hefur ekki áður verið í boði en bókanir fara í gegnum Amadeus-farbókunarkerfið. Um árabil hefur FS boðið nýjungar i þjónustu og varð hún fyrst ferðaskrif- stofa, sem selja ferðir frá íslandi tU að setja upp heimasíðu. Með nýja bókun- arkerfinu gefst viðskiptavinum m.a. tækifæri tU að skoða flug og aðra tengda þjónustu og skrá bókun sem síðan er unnið úr hjá ferðaskrifstof- unni. Þeir sem bóka sig á heimasíð- unni fara sjáifkrafa í FS-klúbbinn en meðlimir hans fá sendar ýmsar upplýs- mgar, njóta sértUboða og komast í pott sem úr eru dregnar nokkrar ferðir tvisvar á ári. Það er von Ferðaskrifstofu stúdenta að nýjungin á heimasíðunni, www.studtravel.is, auki gæði þjónust- unnar og létti á símasölu og biðröðum á skrifstofunni. Miðstöð um lífríki og auð hafsins DV, Akranesi:_______________________ Fyrir nokkrum árum hóf áhugahóp- ur á Akranesi að skoða hugmyndir um Sjávargarð sem hefði það hlutverk að vera kynningarmiðstöð um lífríki og auðlindir hafsins. Að sögn Bjöms S. Lárussonar, markaðs- og atvinnumála- fuUtrúa Akraneskaupstaðar, vann hóp- urinn gott starf. „Ég efast um að hug- mynd að starfsemi sem þessari hafi áður verið jafhvel undirbúin. Það varð þó ljóst að garðurinn getur ekki staðið undir ijármögnun en reksturinn sjálf- ur ætti að standa undir sér,“ segir Bjöm. Á haustdögum 1997 vora fúUtrúum Akranesbæjar færðar niðurstöður vinnunnar i þeirri von að hrinda mætti hugmyndinni í framkvæmd. Skipuð var nefnd tU að vinna áfram að málinu og starfar hún enn. „Það er okkar mat að það sé beinlínis nauðsyn- legt að kynnmgarmiðstöð sem þessari verði komið á fót. Markmið miðstöðv- arinnar yrði fyrst og fremst að kynna fyrir umheiminum að Islandsmið era ekki bara risavaxið fiskabúr heldur nýtum við auðlindina og gerum það af skynsemi. Hugmyndin er og verður okkar en því miður er þetta ofvaxið einum kaupstað þótt sjálf fjárfestingin sé lítU, eða í kringum 100 mUljónir króna,“ sagði Bjöm S. Lárusson. -DVÓ TILBOÐ / Taktu með ... 16“ 990 kr með 2 áleggstegundum ug 2 I kók Fáðu sent ... 16“ 1.290 kr með 2 áleggstegundum ug 2 I kúk Fáðu sent ... 4 hamborgarar, Opið virka daga kl. 11 - 24 Helgar 11 - 05 IVúpalínd 1 Sími 564 5777 ■ ■■■ JIU JITSU Nú getur þú stundað alvöru SJÁLFSVÖRN Ícs'i'/S. ! m I m ! í » 'm ! ! ■■ l m m I Þú þarft ekki líkamlegan styrk til þess að æfa Jiu Jitsu því við byggjum á 100% tækni. Grunnur margra sjálfsvarnariþrótta Kennslustaðir I" S. 562-7295 ö.DOD-ööyö ð. 400-öoyy 11 mm 11 i ■■■ i ■■■ i ■■■ i ■■■■ híi 1 mm 11 ■■ 11 i ■■ 11 ■■■ r S. 565-8898 UMFBISK S. 486-8699 Útsala - Útsala á öllum vörum Gólf- og veggflísar frá kr. 990 m2 Smiðjuvegí 4a - græn Hreinlætistæki — .; 6/ ■ Blöndunartæki — Sturtuklefar — ♦**** ***♦ ,* Opið laugardag *• Í0-Í6 ^y gata - sími 587-1885
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.