Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
s *i sælkerinn
*★ ★
Arthur Bogason,
formaöur lands-
sambands smá-
bátaeigenda, gefur
uppskrift að góm-
sætri lúðu. DV-
mynd Teitur
Lúða að hætti
omonotq_
eigenaa
Það er Arthur Bogason, formað-
ur Landssambands smábátaeig-
enda, sem gefur okkur uppskrift
að sjávarfangi eins og honum lík-
ar það best.
„Þessi uppskrift er orðin nokk-
uð gömul hjá mér og ég man ekk-
ert hvemig hún kom nákvæmlega
til. Trúlega er hún blanda af stol-
inni uppskrift og spuna. Hvað um
það - hún er mjög góð og ég er nú
svo sérvitur að ég tel sósuna vera
algerlega mislukkaða - nema leið-
beiningunum varðandi hana sé
fylgt í hvívetna.“
1. Flök af smálúðu lögð í steikar-
pott sem hefur verið smurður að
innan með smjöri. Saltið og piprið
flökin og stráið smá aromati yfir.
2. Bræðið við hægan hita þrjár
til fjórar matskeiðar af smjöri.
Saxið tvo meðallauka, eina stóra
rauða papriku og 200 til 250
grömm af sveppum og setjið út í
smjörið og láta meyrna vel. Bætið
út i tveimur matskeiðum af rjóma-
osti, hálfri til einni matskeið af
kryddosti, einni matskeið af
humarsmurosti og u.þ.b. 1 cm
sneið af piparosti. Látið
ostana bráðna vel, hrærið
stöðugt í. Bætið út í einni
matskeið af tómatkrafti og
tveimur til þremur
gusum af sojasósu. Hrærið.
Setjið 3,5 til 4 desiiítra af rjóma
saman við og látið rétt krauma.
Blandið svolitlu af kræklingum og
skelflettum humri saman við.
Þykkið með sósujafnara í eðlilega
sósuþykkt.
3. Hellið sósunni yfir flökin, rað-
ið ofan á aspas úr einni dós (helst
sem stærstum) og stráið að end-
ingu goudaosti yfir.
Ofninn er hitaður í u.þ.b. 170
gráður og rétturinn bakaður í
u.þ.b. 25 mínútur.
Borið fram með soðnum kartöfl-
um eða hrísgrjónum.
Nykaup
Þnr ' i'itt fei sk k'ikinn býr
★ *
'$natgæðingur
*★ ★---------
vikunnar
Uppskriftirnar eru fengnar frá
Nýkaupi þar sem allt hráefni í
þær fæst.
Guðrún Albertsdóttir gefur uppskrift að lambi og eftirrátti:
Gróft fjölkorna-
brauð
Guðrún segir að ekkert sé betra en borða lambakjöt á köldu vetrar-
kvöldi. DV-mynd E.ÓI
Upplögð sunnudagssteik
eiga að vera 4-6 dl
í pottinum.
Guðrún Albertsdótt-
ir er matgæðingur vik-
unnar. „Að mínu mati
er ekkert betra á köldu
vetrarkvöldi en borða
íslenskt lambakjöt sem
hefur fengið að krauma
vel og lengi,“ segir
Guðrún. „Þessi réttur
er upplögð
sunnudags-
steik.“
Sjö stunda
lambalæri
8-10 beikon-
sneiðar
2 stórir laukar,
skornir í
sneiðar
2-2 1/2 kg
lambalæri
1 1/2 tsk. salt
1/2 tsk. grófmalaður
pipar
1 lárviðarlauf
4 dl vatn
4 dl þurrt hvítvín
Steikarpottur með
loki (t.d. Römertopf-
leirpottur)
Ofnhiti nákvæmlega
100"C.
Leggið beikonsneið-
arnar þversum yfir
lærið í pottinum og
lauksneiðarnar þar
ofan á. Stráið salti og
pipar yfir kjötið sem
síðan er sett í pottinn
ásamt vatni, hvítvíni og lárviðcir-
laufi. Breiðið örk af álpappír yfir
pottinn og setjið siðan lokið á.
Sósan
Munið að vera á
léttu nótunum
svona stuttu eftir
jólin og fleytið
alla fitu ofan af
soðinu og gerið
tæra sósu, sparið
saltið og jafnið
sósuna með
maizena.
Meðlæti
Ég mæli með
soðnum kartöfl-
um og fersku sal-
ati.
Eftirráttur
Skerið niður upp-
áhaldsávextina,
t.d. jarðarber, vin-
ber, kíví og blá-
ber. Berið fram
með jurtarjóma
(t.d. Menkomel
eða Chantibic).
Þeir sem vilja
kaloriubombu
þeyta 1/2 1 af
rjóma og blanaa
út í hann bræddu
Toblerone-
súkkulaöi.
„Bon appétit."
Guðrún skorar á
Rannveigu Stef-
ánsdóttur að vera næsti matgæðing-
ur DV.
Athugið eftir fjórar klukkustund-
ir hvort vanti vökva. Ef svo er skal
bæta við vatni og/eða hvitvíni. Það
450 g hveiti
100 g heilhveiti
4 msk. hveitikom, sléttfullar
4 msk. heilir hafrar, sléttfullar
4 msk. sólblómafræ, sléttfullar
4 msk. hörfræ, sléttfúllar
3 tsk. þurrger, sléttfullar
1 tsk. lyftiduft, sléttfull
3 msk. sykur, sléttfullar
l tsk. salt, sléttfull
75 g smjör
3 dl mjólk, ylvolg
11/2 dl vatn, ylvolgt
1 stk. egg
Leysið gerið upp í ylvolgri mjólk-
inni. Blandið öllum þurrefnum sam-
an. Hrærið síðan gerblöndu, súr-
tnjólk, smjöri, eggi og vatni saman
við. Hnoðið þar til deigið er laust frá
skálinni.
Mótið tvær brauðlengjur eða
nokkur minni brauð, leggið á
smurða bökunarplötu og látið hefast
við stofUhita í 20-30 mínútur (eftir
stærð brauðanna).
Skerið raufar í hvert brauð,
penslið með vatni eða útslegnu
(hrærðu) eggi og bakið við 200”C í
20-30 mínútur. Skvettið einum dl af
vatni í botninn á ofiiinum þegar
baksturinn hefsL
Nykaup
Þcirsem ferskleikinn ijfr
Grillað ungnauta-
kjöt á grófu brauði
Fyrirfjóm.
4 sneiðar af grófu íjölkornabrauði
(sjá hér til vinstri á síðunni)
600 g ungnautasteik úr hrygg, barin
í fjórar 150 g sneiðar (má nota
snitzel)
3- 4 msk. grillsósa (BBQ) eftir vali
1 haus Lollo Rosso salat
4 stk. súrar smágúrkur (gherkins)
16 sneiðar beikon, steikt stökkt
4- 8 stk. sveppir, stórir
4 stk. belgbaunir
8 stk. smámaís
1/2 haus spergilkál
Hvitlaukssósa
2 dl sýrður rjómi (18%)
4 stk. hvítlauksrif, pfessuð
2 msk. Worchestershiresósa
1 msk. sítrónusafi
salt og hvítur pipar úr kvörn
Öllu blandað saman.
Ristið brauðsneiðamar á heitri
pönnu, smyrjiö með hvitlaukssósunni.
Leggið salatblað á hveija sneið og lang-
sneiddar sýrðar gúrkur. Hitiö 2 msk. af
sojaolíu á pönnunni og steikið beikon-
ið stökkt Skerið rauðlaukinn í sneiðar
og tómatana í strimla, bætið á pönnuna
og kryddið með salti og pipar. Takið til
hliðar og haldið heitu.
Sveppirnir skomir í sneiöar,
spergilkál i litla bita og steikt á pönnu
ásamt belgbaunum og smámaís.
Hreinsið pönnuna og hitiö aðrar 2
msk. af sojaolíu. Steikið kjötið í 8 mín-
útur, veltið af og til, penslið með
grillsósunni, leggið á brauðsneiðamar
og steikta grænmetið þar ofan á.
Kúskús með pestó, vorlauk
og grænum spergli
3 3 Fyrirfjóra. 51
250 g kúskús (cous-cous)
1/2 1 grænmetissoð, sjóðandi heitt (1
Knorr-teningur í 1/2 lítra af vatni)
4 msk. pestó, grænt
Meðlæti
16 stk. spergill, grænn
16 stk. spergill, hvitur
6-8 msk. furuhnetur
Hellið sjóðandi heitu grænmetissoði
yfir kúskús í skál og hrærið af og til 1
12 mínútur. Pestó hrært saman við.
Skiptið á diska, leggið soðinn spergil
Skreytið með pönnusteiktum hnetum
og djúpsteiktu basil.
Meðlæti
Skerið neðan af sperglinum og
snyrtiö. Sjóðið í léttsöltu vatni, grænan
; spergil í 34 mín., hvítan í 4-5 mínútur.
Léttbrúnið furuhnetumar á heitri,
: þurri pönnu.
Hollráð
? Gott er að bera djúpsteikt basil fram
með þessum rétti. Þá eru 2-3 ferskar
basilgreinar djúpsteiktar í heitri oliu.
: Látiö dijúpa af þeim á handþurrku eða
stykki og leggið ofan á réttinn þegar
hann er borinn ffam.
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.