Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 47
UV LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 mæli 55 , Brynjólfur Jónsson hundrað ára Brynjólfur Jónsson, fyrrv. skip- stjóri, Snorrabraut 58, Reykjavik, verður hundrað ára á morgun. Starfsferill Brynjólfur fæddist að Höfðabrekku í Mýrdal og ólst upp þar og að Hemru í Skaftártungu, í Vík í Mýrdal og að Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjíjöllum. Hann hóf nám í Stýrmimannaskólan- um í Reykjavík 1919 og lauk þaðan farmannaprófi 1921. Brynjólfur fór suður 1916 og var ráðinn í skipsrúm á litlum mótorbáti í Vogum á Suðurnesjum. Hann flutti síðan til Reykjavíkur og réðst þar á togarann Mars og var þar skipverji á vorvertíðinni og síðan á síld um sum- arið. Hann var í Vík fram að vertíð í ársbyrjun 1917 en fór þá á togarann Ingólf Amarson eina vetrarvertíð. Brynjólfur fór aftur til Víkur um vorið og var þar fram í ársbyijun 1919. Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti) útvegaði honum þá skipsrúm á togar- anum Belgaum, hjá Jes Zimsen og þar var Brynjólfur til hausts 1919 er hann fór í Stýrimannaskólann og aftur frá ársbyijun 1920 og fram til hausts sama ár. Eftir námið í skólanum var hann ráð- inn sem 2. stýrimaður á Belgaum og gegndi því í ár en um þetta leyti var Brynjólfur kominn með fasta búsetu í Reykjavík. Á næstu árum var hann á togurum á vetuma en á síldarskipum á sumrin. Brynjólfur var lóðs á ströndinni fyrir Bretana fyrstu stríðsárin og síðan Brynjólfur skipstjóri á bát Bandaríkjamanna í Hvalfirði, er annaðist flutninga á vamingi tii skipa í skipalestum sem komu inn í Hvalfjörð. Hann starfaði fyrir Bandaríkjaher fram að stríðslok- um en árin á eftir var hann skipstjóri á fiskibátum. Brynjólfur hætti sjó- mennsku 1954 og fór að vinna á Kefla- víkurflugvelli. Fyrst hjá Hamilton verktakafyrirtækinu en síðan sem birgðastjóri hjá íslenskum aðalverk- tökum. Hann lét af störf- um 1984, áttatíu og fimm ára að aldri. Fjölskylda Brynjólfur kvæntist 30.5. 1932 Maren Sigríði Guðmundsdóttur, f. 14.11. 1905, d. 1990, húsmóður. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmunds- son bátsmaður, búsettur í Reykjavík, og Jóhanna Magnúsdóttir húsmóðir. Sonur Brynjólfs og Jónsson. Svanhvítar Sveinsdóttur. f. 22.1.1911, var Sveinn Hilmar Brynj ólfsson, f. 26.5. 1930, d. 26.7. 1997, sjó maður, lengst af búsettur erlendis kvæntist Lára Hafliðadóttur, f. 17.12 1930, og em böm þeirra Kolbrún Svanhvít Matthildur og Brynjólfur Már. Þá átti Sveinn Hilmar soninn Hilmar með Þuríði Jónsdóttur. Fóstursonur Brynjólfs og sonur Sveins er Brynjólfur Már Sveinsson, f. 5.7. 1956, vélstjóri í Reykjavík, kvænt- ur Jóhönnu Fjeldsted sjúkraliða og er sonur þeirra Brynjólfur Rafn en áður átti Jóhanna soninn Hjört Fjeldsted. Fósturdóttir Brynjólfs og dóttir Ólafs, bróður Maríu Sigríðar, er Guð- ríður, húsmóðir í Oklahoma í Banda- ríkjunum, gift Doyle Bisbee og era böm þeirra Mary og Donald. Systkini Brynjólfs era öll látin. Þau voru Magnús, f. 1893, var kvæntur Halidóru Ásmundsdóttur; Ólafur, f. 1895, búsettur í Vík í Mýrdal, hans kona var Elísabet Ingibjörg Ásbjörns- dóttir; Þorgerður, f. 1897, en hennar maður var Einar Erlendsson; Guðrún, f. 1900, látin, hennar maður var Guð- mundur Þorsteinsson; Einar, f. 1902, en hans seinni kona var Kristín Páls- dóttir, látin; Steinunn, f. 1905, en hennar maður var Valmundur Björns- son. Foreldrar Brynjólfs voru Jón Brynj- ólfsson, f. 24.8. 1865, d. 20.3. 1948, tré- smiður og vegavinnuverkstjóri í Vík, og Rannveig Einarsdóttir, f. 6.9. 1867, d. 5.5. 1957, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Vík i Mýrdal. Svanlaug Þorsteinsdóttir Svanlaug Þorsteinsdóttir húsmóðir, Dalatanga 15, Mosfellsbæ, verður átt- ræð á morgun. Starfsferill Svanlaug fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og gekk í Miðbæjarskólann. Hún var húsmóðir að Álafossi, að Bessastöðum, á Nesi við Seltjörn, á Korpúlfsstöðum og loks í Mofellsbæ. Fjölskylda Svanlaug giftist 3.6. 1939 Aðalsteini Þorgeirssyni, f. 19.1.1916, d. 26.2.1987, bústjóra. Hann var sonur Þorgeirs Eyjólfssonar, bónda og sjómanns, og Hólmfríðar Guðjónsdóttur húsfreyju. Böm Svanlaugar og Aðalsteins era Guðrún, f. 5.8. 1939, húsmóðir í Kópa- vogi, gift Sverri Guðmundssyni, f. 27.10. 1937, verkfæraverði; Þorgerður, f. 30.12. 1940, húsmóðir í Kópavogi, gift Jóni Björnssyni flugumferðar- stjóra; ísfold, f. 20.3. 1946, aðstoðar- maður iðjuþjálfa, búsett í Mosfellsbæ, gift Kristjáni Haukssyni, f. 10.10.1944, glermálara; Þorsteinn, f. 12.3. 1948, rafvirkjameistari í Reykjavík, kvænt- ur Kristínu Egilsdóttur, f. 7.6. 1947, skrifstofumanni; Helga, f. 21.9. 1950, húsmóðir og nemi, búsett í Reykjavík, gift Ásbirni Þorleifssyni, f. 19.7. 1950, verðbréfasala; Aðalsteinn, f. 8.5. 1952, hestamaður, búsettur í Noregi, kvænt- ur Unn Krogen, f. 15.10. 1960, hesta- manni; Birgir, f. 30.3. 1955, bóndi á Bakka á Kjalamesi, kvæntur Ásthildi Skjaldardóttur, f. 9.6. 1955, bónda; Svanlaug, f. 3.4.1959, bréfberi, búsett í Mosfellsbæ, gift Brynjari Viggóssyni, f. 29.7. 1951, vélstjóra. Systur Svanlaugar: Inga Þorsteinsdóttir, f. 4.7. 1920, húsmóðir í Reykjavík; Hulda Þor- steinsdóttir, f. 15.11.1921, húsmóðir í Reykjavík. Hálfbróðir Svanlaug- ar, sammæðra var Birgir Guðmundsson, f. 13.7. 1925, d. 1948, sjómaður i Reykjavík. Uppeldissystkini Svan- laugar: Baldur Gissurar- son, f. 1925, verkamaður í Svanlaug Þorsteinsdóttir. Hafnarfirði; Erla Gissurardóttir, f. 1927, húsmóðir í Hafnarfirði; Gissur Gissurarson, f. 1931, gæslumaður í Reykjavík. Foreldrar Svanlaugar voru Þorsteinn Guð- mundsson, f. 26.8.1877, d. 10.2. 1926, verkamaður í Reykjavík, og Guðrún Eyþórsdóttir, f. 18.8.1886, d. 4.1.1931, húsmóðir. Fósturforeldrar Svan- laugar vora Gissur Bald- ursson, f. 14.5. 1901, d. í september 1964, sjómaður í Reykjavík, og k.h., ís- fold Jóhannesdóttir, f. 18.2. 1900, d. í ágúst 1962, húsmóðir. Svanlaug tek- ur á móti vinum og vandamönnum í Hlégarði í Mosfells- bæ, sunnud. 17:1. milli kl. 15.00 og 18.00. Sigurbjörg Lárusdóttir Afmælisgrein um Sigur- björgu Lárusdóttur sem send var ættfræðisiðunni til birtingar og sem birtist i blaðinu á afmælisdegi hennar, þann 12.1. s.l., var vegna tæknilegra mistaka, tíu ára gömul, og því röng í ýmsum megin atriðum. Hér er því birt sú grein - sem upphaflega átti að senda blaðinu og sem nú á við á níutíu ára afmæli Sig- urbjargar. Sigurbjörg Lárusdóttir húsmóðir, vistheimilinu Skjóli við Kleppsveg, áður til heimilis að Baldursgötu 9, Reykja vik, varð níræð þann 12. jan. s.l. Sigurbjörg Lárusdóttir. Starfsferill Sigurbjörg fæddist á Breiðabólstað á Skógarströnd og ólst upp þar og í Reykjavík. Hún stundaði teikninám i skóla Muggs en eftir fermingu fór hún í hárgreiðslunám og tók aukatíma í ensku, þýsku og frönsku. Sigurbjörg stundaði nám við öld- ungadeild MH frá 1972-78, en auk þess hefur hún sótt nokkur námskeið við Myndlistaskóla Reykjavíkur, nám- skeið í meðferð vatnslita við Fort Coll- ins í Colorado og verið i tréskurðar- skóla Hannesar Flosasonar. Hún sýndi olíu- og vatnslitamyndir auk tréskurð- armynda á Mokka á áttræðisafmæli sínu fyrir tiu áram. Sigurbjörg starfaði hjá Pósti og síma í þijú ár, var við nám og störf í San Diego í Califomiu í önnur þrjú ár og starfaði á skrifstofum eftir heimkom- una, lengst af hjá útgerðar- fyrirtækinu Alliance. Sigurbjörg og eiginmað- ur hennar bjuggu á ísafirði frá 1939-41, austur á Fljóts- dalshéraði frá 1941-58 og I Biskupstungum frá 1958-63, en þá fluttu þau til Reykja- víkur. Sigurbjörg var einn af stofnendum kvenfélagsins Bláklukkumar á Egilsstöð- um á Héraði fyrst eftir að hún fluttist þangað. Þá var hún formaður kvenfélags- ins í Biskupstungum um skeið, fýrsti formaður Sjálfstæðiskvenfélags Ámessýslu og kjörin heiðursfélagi þess 1983. Þá hefur hún verið fulltrúi Kvenréttindafélags íslands á heims- mótum á Ítalíu, írlandi, í Þýskaiandi og víðar. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 1937 Braga M. Steingrímssyni dýralækni, f. á Akur- eyri, 3.8.1907, d. 1971. Hann var sonur Steingríms Matthíassonar, læknis á Akureyri, og k.h., Kristínar Thorodd- sen húsmóður. Dóttir Sigurbjargar frá því fyrir hjónaband er Angela Baldvins, f. 1931, tækniteiknari og starfsmaður hjá Pósti og síma, gift Stefáni Pálssyni loft- skeytamanni, en þau eiga þrjár dætur. Angela er dóttir Baldvins Einarssonar, hjá Eimskip. Böm Sigurbjargar og Braga era Grímhildur, f. 1937, bókasafnsfræðing- ur, gift Hauki Guðlaugssyni, söngmála- stjóra Þjóðkirkjunnar, en þau eiga tvo syni; Baldur Bárður, f. 1939, tannlækn- ir í Noregi, kvæntur Esmat Paimani og eiga þau einn son en Baldur á þrjá syni frá fyrra hjónabandi; Halldór, f. 1941, bankastarfsmaður í Osló, en sambýlis- kona hans er Grethe Larsen og á Hall- dór fjögur böm frá fyrra hjónabandi; Steingrímur Lárus, f. 1942, BA og kennari á Akranesi, kvæntur Sesselju Kristínu, fulltrúa hjá Sementsverk- smiðjum ríkisins, en þau eiga fjögur böm; Kormákur, f. 1944, pípulagninga- meistari í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Páisdóttur og á Kormákur þrjú böm frá fyrra hjónabandi; Matthías, f. 1945, pípulagningameistari í Reykjavík kvæntur Ragnheiði Sigurlaugu Helga dóttur kennara og eiga þau fjórar dæt ur; Þorvaldur, f. 1948, sagnfræðingur, kvæntur Ólöfu Sighvatsdóttur kennara og eiga þau tvo syni; Kristín, f. 1949. Sigurbjörg átti fimm systkini sem nú eru öll látin, þau voru Bárður, f. 7.5. 1902, sjómaður í Reykjavik, fórst með togaranum Ólafi 1938; Rósa, f. 3.2.1904, húsmóðir og hannyrðakona; Einar, f. 11.9.1910, verkamaður; Halldór, f. 9.10. 1911, vélstjóri, fórst með togaranum Ólafi 1938; Svanur, f. 28.5. 1913, verka- maður í Reykjavík. Foreldrar Sigurbjargar voru Láras Halldórsson, sóknarprestur á Breiða- bólstað á Skógarströnd, f. 19.8. 1875, d. 17.11. 1918, og k.h., Arnbjörg Einars- dóttir, f. 11.7. 1879, d. 30.11. 1945, hús- móðir. í Miklaholtshreppi, og Elínar Bárðar- dóttur frá Flesjustöðum í Kolbeins- staðahreppi. Halldór var sonur Guð- mundar Þórðarsonar, b. á Svarfhóli, Miðhrauni og víðar, og Þóru Þórðar- dóttur frá Borgarholti. Ambjörg var dóttir Einars Árnason- ar, sjómanns í Garði, og Sigríðar Hall- dórsdóttur. Til hamingju með afmælið 17. janúar 90 ára Anna Kristín Jóhannesdóttir, Hvammi, Húsavik. 80 ára Kristín Þorvaldsdóttir, Hörpugötu 13, Reykjavík. 75 ára Hreiðar E. Jónsson, Reykjasíðu 16, Akureyri. 70 ára Aldís Hafliðadóttir, Grenimel 28, Reykjavík. Héðinn Olgeir Jónsson, Hjallalandi 30, Reykjavík. Ragnhildur Sigurðardóttir, Flétturima 31, Reykjavík. Rannveig Þórsdóttir, Litlu-Hámundarstöðum, Dalvík. Sigurður Haraldsson, Flyðrugranda 8, Reykjavík. 60 ára Aðalbjörg Árnadóttir, Brautarlandi 15, Reykjavík. Hersilia Þórðardóttir, Hvítuhlíð, Strandasýslu. Signý Gunnarsdóttir, Hörðalandi 16, Reykjavík. Þorsteinn Kristinsson, Vesturvangi 4, Hafnarfirði. 50 ára Björg Jósepsdóttir, Kleifarseli 17, Reykjavík. Guðrún Alfreðsdóttir, Brávallagötu 18, Reykjavík. Guðrún Stefánsdóttir, Ennisbraut 33, Ólafsvík. Ólafur Ágústsson, Strandgötu 33, Akureyri. I Viðar Aðalsteinsson, Akurbraut 1, Njarðvík. 40 ára Einar Andrés Símonarson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. Friðrik Gunnarsson, Birkivöllum 17, Selfossi. Guðmundur Ásberg Ambjarnarson, Kögurseli 31, Reykjavík. Gunnai- Þór Hannesson, Efstasundi 12, Reykjavík. Hrund Ólafsdóttir, Hömram, Reykholti. Jón Hörður Hafsteinsson, Óttuhæð 4, Garðabæ. Lára Hrönn Árnadóttir, Litlagerði 12, Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir, Holtagerði 12, Kópavogi. Steinar Steinarsson, Álfaskeiði 55, Hafnarfirði. r Bítasalan Skeifunnt 5 Jeep C herokee Grand L^mited Ætt Láras var sonur Halldórs Guð- mundssonar bónda á Fáskrúðarbakka Nýr bíil, ek. aðeins 1.400 km. Einn með öllu (nema sóllúgu), ABS, ssk., geislaspilari, leður. Verð 3.890.000 stgr. Engin skipti. Uppl. í síma 568-5020 eöa 896-5344 Opiö í dag frá 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.