Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Page 51
I 3~\7' LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 59 Hin upprunalega og japanska Godzilla. ramma fyrir ramma) var leikari í búningi Godzillu. Seinna mættust þessir ógnvaldar í myndinni King Kong vs Godzilla (1962). Er hún ein fjölmargra „framhaldsmynda" sem notið hafa vinsælda víða um heim. Reyndar hafa Japanir verið óvenju seigir í framleiðslu margs konar af- þreyingarmenningar. Mætti þar nefha Manga-teiknimyndimar auk flippaðra skrímslamynda. Þá hafa þeir einnig verið iðnir við gerð hvers kyns tölvu- leikja er byggja á þessum fyrirmynd- um, og er Donkey Kong tölvuspilið líklega elsta dæmið. í ljósi vinsælda margvíslegra afþreyingarafúrða þeirra var ekki nema eðlilegt að Jap- anir skyldu ráðast til atlögu við sjálfa Hollywood, og það með nokkrum ár- angri. Nútímaskrímsli Risavaxnar fígúrur vekja ekki leng- ur ótta hjá áhorfendum. Þótt hin tölvuteiknaða Godzilla kunni aö vera „raunverulegri" en þær eldri er hryll- ingur hennar ekki meiri. Nýleg skrímsli eru miklu líkari manninum að stærð og vitsmunum. Jafnan búa þau þó yfir hæfileikum er gera þau ill- viðráðanleg og mætti taka geimver- una í mynd Johns McTiemans Predator (1987) sem dæmi. Áhrifa- mestar em þó jafnan þær myndir sem búa yfir samruna skrímslis og manns. The Fly (1986) gerir þetta á einkar áhrifaríkan máta og er viðbjóðurinn fólginn í samruna flugu og manns. Nýjasta dæmið er Alien Resurrection (1997) sem vinnur á snilldarlegan máta með tengsl manns og geimveru. Aðalpersónan Ripley er tekin að sam- lagast geimverunni og öðlast eigin- leika hennar. Þessar myndir vinna úr ótta mannsins við sjálfan sig, eðli sitt og óeðli. Tröllvaxnar ófreskjur og kjamorkusprengjur óttumst við ekki lengur, en ólíklegt er að við munum nokkm sinni sigrast á þeim ótta er beinist að okkur sjálfúm. „Verið hrædd, verið mjög hrædd." -bæn Them! (1954) Þessi mynd vinnur líkt og Godzilla úr óttanum við áhrif kjamorkunnar. Hermaurar hafa orðið fyrir geislun á tilraunasvæði í Bandaríkjunum og stökkbreyst í risavaxna maura sem ógna tilvist alls mannkyns. Mögnuð mynd sem unnendur fjarstæðukenndra skrímsla verða að sjá. Alien-serían (1979-97) Ein almagnaðasta kvik- myndaröð allra tíma. Ekki sist merkileg fyrir þá ástæðu að ólíkir leikstjórar (Ridley Scott, James Cameron, David Fincher, Jean-Pi- erre Jeunet) leikstýrðu hverri mynd fyrir sig og má greina per- sónulegt handbragð þeirra á myndunum. Er það ekki síst því að þakka að seríunni hefur tekist að viðhalda þokka sínum og krafti. Sameiginlegar em þó myndunum geimskrímslin hans H.R. Gigers og baráttukvendið Ripley (Sigoumey Weaver), sem virðast tengjast sterkari böndum með hverri mynd. Dune (1984) ir ir~k"Á. Vissulega mátti búast við því að vísindaskáldskapar- mynd Davids Lynch myndi brjóta upp norm þeirra. Þó held ég að fáir hafi búist við þessari töfrandi en jafnffamt „fáránlegu" mynd. Aldrei þessu vant koma skrímslin að góðum notum, en hetjumar ná tökum á gríðar- miklum sandorm- um sem koma að sér vel í barátt- unni gegn hinu illa. Þeir sem hrífast lítt af Lynch ættu að forðast Dune sem heitan eldinn. The Fly (1986) Jeff Goldblum leikur vísindamann sem þróar tækni til að færa hluti á milli staða, en er hann reynir hana á sjálfúm sér flækist saklaus fluga fyrir með alvarlegum afleiðingum. Ein af betri myndum hins magn- aða leikstjóra Davids Cronenbergs og besta hlutverk Goldblums á ferlinmn. Predator (1987) Stórir hermenn (þ. á m. Amold Schwarzenegger) með stór- ar byssur í suður-amerískum ffumskógi. Þeir mega sín þó lítils er skrímsli utan úr geimnum ræðst gegn þeim, en það er þeim hæfileikum búið að geta runniö saman við umhverfi sitt. Amie kallinn gefst þó ekki upp. Hörku spennumynd, en rétt er að vara lesendur við framhaldsmyndinni. Þá hefur heyrst að sú þriðja sé á leiöinni. -bæn Them! 1myndbönd *★★ Myndbandalisti vikunnar „,t1]FVRRI i VIKUR j -r 1 t 111 j IÍTI.CC tfp SÆT, J VIKA Á LISTAj TITILL j UTGEF- j TEG- 1 J 1 1 j 2 j 3 j Lethal Weapon 4 J Wamer Myndir j Spenna 2 4 i Mercury Rising j CIC Myndbönd j Spenna j 3 j j 3 j 2 j Red Coraer Wamer Myndir Spenna 4 NÝ j J 1 j Sliding Doors J Myndform J J Gaman j 5 J J 7 í - ji 2 j The Object Of My Affection j Skrfan j Gaman 6 J J 4 4 j The BigHit J Skffan j Spenna 7 j 9 T 6 The Man Who Knew Too Little J Wamer Myndir J Gaman j Spenna ] 8 8 iil 5 ! Hush Sktfan i 9 j j 5 j 5 j CityOf Angels j Wamer Myndir 1 Drama J 10 NÝ Í 1 i J Phantoms Skífan J ■ . Spenna 11 I 6 1 8 í U.S. Marshals Wamer Myndir Spenna 12 NÝ 1 HeGotGame Bergvík J Drama 13 10 j 7 j Wild Things Skffan > Spenna 14 12 5 Twiligth CIC Myndbðnd Spenna 15 11 i 4 Mr.Magoo Sam Myndbönd J Gaman 16 16 7 j For Richer Or Poorer CIC Myndbönd j Gaman 17 i 14 5 j Lost In Space Myndform j Spenna 18 15 j- - ' 10 Martha, MáÉgKynna.... Háskólabió Gaman 19 j Al j 6 j Breast Men Skffan Gaman 20 18 11 U-Tum Skffan j - '. ' Spenna Myndband vikunnar Godzilla Risa-risaeðla Godzilla er engin smásmíði elns og sjá má á myndinnl. Nú virðist handritafátæktin í Hollywood vera orðin svo yfirþyrm- andi að þeir sjá sig tilneydda til að endurvinna gamlar hugmyndir. Það má þó segja að keyri um þverbak þegar þeir eru famir að sækja í ein- hverjar bjánalegustu B-myndir sem til em, japönsku risaskrímslamynd- imar. Maður hefði haldið að menn sem taka sér slíkt verkefhi fyrir hendur væm með skopskynið í lagi, en af myndinni að dæma virðist svo ekki vera. í staðinn fyrir að taka létt á málunum gera þeir misheppnaða tilraun til að búa til tæknibrellu- trylli með smá slettu af umhverfis- vænum boðskap. Matthew Broderick leikur vís- indamanninn Dr. Niko Tatopoulos, sem er rifinn frá rannsóknum á geislavirkum ormum í Tsjemóbyl til að rannsaka ummerki eftir ein- hveija risavaxna skepnu í Panama. Skrimslið ákveður síðan að gera sér hreiður á Manhattan-eyju og Niko vinnur þar með bandaríska hemum að því að koma óvættinum fyrir kattamef. Við sögu koma einnig fyrr- verandi kærasta Niko, sem er upprennandi fréttamað- ur á hötfrmum eftir skúbbi, vinur hennar og mynda- tökumaður og dularfullur Fransmaður sem fylgist grannt með öllu. Godzillan sjálf er litt merkilegur tilbúningur, nánast alveg eins og grameðlan í Jurassic Park, bara miklu stærri og reyndar líka gáf- aðri, eins og sést þegar hún leikur hvað eftir annað á bandaríska her- inn. Svona ofvaxið skrímsli tak- markar verulega möguleikana á hinum hefðbundna hétjuhasar a la Hollywood, enda guggna þeir á verkinu og láta Niko og nokkra félaga hans eyða góð- um hluta úr myndinni í að kljást við bömin hennar Godzillu, sem eru nýbúin að klekjast út. Aftur getum við skroppið í Júragarðinn, því þau eru meinleysislegar útgáfúr af snareðl- unum. Reyndar er þetta aflt saman ákaflega meinleysislegt, enda nenn- ir kvikmyndaeftirlitið ekki einu sinni að banna þetta innan 12 ára. Hvaö leikhópinn varðar em þetta í flestum tilvikum sæmilegir leikar- ar, sem sýna þó engan afbragðsleik í stöðluðum hlutverkum sínum. Á þessu em þó tvær undantekningar. Sú fyrri er Maria Pitillo, sem leikur kærastuna fyrrverandi, en verri leikkonu hef ég ekki séð lengi. Sú seinni er Jean Reno, sem er eina Ijósglætan í þessari ömurlegu mynd og skapar þær hláturrokur, sem ekki koma til vegna afkárlegs sögu- þráðar, efnistaka og persónusköp- unar. Fyrir utan Jean Reno er eigin- lega ekkert gott um þessa hörmung að segja. Hún veröur heimskulegri og leiðinlegri með hverri mínútunni sem líður. Úff! Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Rol- and Emmerich. Aðalhlutverk: Matthew Broderick og Jean Reno. Bandarísk, 1998. Lengd: 134 mfn. Ekki við haefi mjög ungra barna. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.