Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 15
I>‘V LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 15 Læknar gegn leiðindum í árslok voru landsmenn langt leiddir í leiðindum vegna lækna- mála. Gagnagrunnur doktor Kára hafði tröllriðið samfélaginu og svonefnd dulkóðun stóð í koki hvers manns. Málið var þvælt og lítt skiljanlegt og læknastéttin öll komin í hár saman. Fram til þessa höfðu fáir notið meiri virð- ingar en læknar en eftir atið líkt- ist stéttin helst götustrákum. Lið- in var sú sæla tíð er læknar voru mærðir í óskalögum sjúklinga, hvar á deildum sem menn lágu. Þeir voru í einu orði sagt orðnir drepleiðinlegir. Það er afleit staða manna sem eiga að lækna og líkna. Spaugstefna lækna Orðstír heillar stéttar var í húfi og það ekkert venjulegrar stéttar. Læknar urðu því að bregðast skjótt við. f þeirri vondu stöðu sannaðist enn hið fornkveðna að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. íslenskir læknar fréttu af spaugstefnu norrænna lækna í Danmörku, nánar til tekið stofn- fundi norrænna samtaka um skop í lækningum. Þama var tækifær- ið komið. Með samstilltu átaki mátti koma heilli stétt manna út úr yfirþyrmandi leiðindum. Svo skemmtilega vill til að spé- þing þetta hófst í morgun i Lyng- by, sem er útborg Kaupmanna- hafnar. Þar hittust við morgun- verðarborðið norrænir læknar, léttir í lund. Læknanemar frá sömu löndum fengu að fljóta með og læra. Þeirra er jú framtíðin. Ráðstefnan er á því ágæta hóteli Ermitagen í fyrrnefhdri útborg stórborgarinnar. Að loknu dönsku smörrebröði og álasam- loku í morgun, biðu þátttakenda fyrirlestrar um svokallaðan fag- húmor lækna. Vera kann að sumir þátttak- enda hafi skellt í sig einum græn- um til styrkingar í morgunsárið eða jafnvel fengið sér tómatsafa og piprað hann svolítið. Það fer allt eftir því hvort þeir hafa geng- ið í gegnum danskan húmor strax yið komuna í gærkvöld. Danskur húmor lifir nefnilega talsvert freim á nóttina. Þetta liggur þó ekki fyrir þar sem blaðið var far- ið í prentun áður en læknar og læknanemar mættu í morgun- skattinn. Léttleikinn ríkir Guðmundur Björnsson, formað- ur Læknafélags íslands, stóð í eld- línunni nánast aflt liðið ár í bar- áttunni gegn gagnagrunns-Kára. Félagið varð undir, enda Davíð að baki Kára. Guðmundur vissi því manna best að eitthvað varð að gera svo koma mætti læknum aft- ur til fyrri virðingar. Hann gekk því í það, strax og fréttist af spaugþinginu í Lyngby, að full- trúi íslenskrar læknastéttcir færi þangað. Fyrir valinu varð ágætur heilsugæslulæknir í Garðabæ, Bjarni Jónasson. Bjami situr því þessa stundina í Lyngby fyrir hönd hérlendra starfsbræðra sinna. Hans bíður það erfiða hlut- verk við heimkomuna að koma ís- lenskum læknum aftur til að brosa. Samnorrænn félagsskapur er fráleitt allur skemmtilegur. Til eru afar leiðinlegar stofhanir sem þó þinga reglulega og menn sækja Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðanitstjórí allt frá Grænlandi í vestri til Finnlands í austri. Svo verður ekki um hið nýja félag, Nordisk selskap for medicinsk humor. Þar verður léttleikinn ríkjandi. Kosið verður í stjórn nýja félagsins í dag og er líklegt að Bjarni verði fulltrúi íslands í stjórn hins sam- norræna spaugklúbbs lækna. Hann mun bergja af hinum skandinavíska spébrunni og miðla starfssystkinum sínum hér á landi. Um leið mun hann flytja út islenska fyndni sem þykir afar sérstök. Fyndnustu genin lifðu Til að Bjarni mætti sem best undirbúinn í grínið í Lyngby fór hann á undirbúningsfund um læknaspaugið í Ósló, Vitað er að Norðmenn em ekki eins fyndnir og Danir en þeir gerðu sitt besta. Bjarni sagði í samtali við DV, reynslunni ríkari eftir undirbún- ingsfundinn, að hæfilegt skop auðveldaði samskipti lækna og sjúklinga, auk þess sem skopið væri hreinlega verkjastillandi og lengdi lífið. Hláturinn lengir lífið, sögðu forfeður okkar, og þeir vissu hvað þeir sungu. Sjálfsagt getur Kári sannað það með gena- prófunum að fyndnustu íslending- arnir hafi þraukað af harðræði og leiðindi í ellefu aldir. Þess vegna sé íslensk fyndni eins og hún er. Spá eftir sárgreinum Með heimkomu Bjarna læknis frá Lyngby nú eftir helgina byrjar endurreisn læknaspaugsins sem hvarf alveg í dulkóðun síðasta árs. Sjúklingar mega síðan eiga von á léttari samskiptum við lækna í framhaldinu, skrýtlum á stofugangi og einum og einum norrænum brandara í einkavið- tölum. Þar skiptir auðvitað máli hvers eðlis sérgrein viðkomandi læknis er. Það gefur auga leið að kvensjúkdómalæknir getur ekki notað sama spaugið og augnlækn- ir og vafasamt að hjartalæknar geti leyft sér að spauga við sjúk- linga sína sem gætu hreinlega dáið úr hlátri. Verkjastillandi grín Pistilskrifari hefur sem betur fer aðeins einu sinni þurft á sjúkrahúsvist að halda. Botnlang- inn gaf sig og það var svo sem ekkert fyndið við það, nema hvað ég fékk botnlangakastið í tann- læknastól. Þá hefði komið sér vel hefði tannlæknirinn verið full- numa í læknaspaugi og getað sagt mér einn eða tvo verkjastillandi. Þess í stað hringdi hann á leigubíl og sendi mig á slysadeildina. Þar taldi læknir ekki ástæðu til að- gerða og sendi mig heim í einum keng. Sá kengur stafaði ekki af hlátri, enda var ekki að heyra að læknirinn væri spaugsamur. Heimilislæknirinn var þvi þrautalendingin þegar heim kom eftir þvæling um hálfa borgina í botnlangakasti. Honum var ekki hlátur í hug því hann sendi mig þegar í stað á sjúkrahús þar sem skurðlæknir fjarlægði botnlanga- totima óþægu. Ég hafði ekkert af skurðlæknin- um að segja að vonum enda sof- andi þegar fundum okkar bar saman. Hann kann því að hafa spaugað við kollegana meðan hann teygði sig eftir totunni. Hitt er víst að mér batnaði fljótt og vel enda var bunki útlendra háðblaða borinn í sjúklinga sem voru að koma úr skurðaðgerðum. Hlátur var þó niðurbældur enda tók vel í sauminn á skemmtilegustu síðun- um. Byrjað frá gagnagrunni Það er því tímabært að efla svo- kallaðan faghúmor lækna. Hann var ekki nægur fyrir og dó alveg í hringavitleysunni um gagna- grunninn í fyrra. Islenskir lækn- ar verða því, hvort sem þeim lík- ar betur eða verr, að byrja frá grunni - eða þannig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.