Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 26
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 26 #1gt fÓlk Klukkan íjögur í dag verður opnuð sýning á verkum Stefáns Sigvalda Kristinssonar í Hinu hús- inu. Stefán er rúmlega þrítugur og fjölfatlaður. Hann er bundinn í hjólastól og tjáir sig með hjálp Blizz-kerfisins. Þeir sem þekkja Stebba segja aö hann sé mjög glaöur og oft ástfang- inn. Kannski er þetta ein af stóru ástunum. Maöur og kona meö barn. Þegar Stefán var lítill strákur hafði hann ekki Blizz-kerfið til að hjálpa sér og því lét móðir hans hann fá penna og liti. Þannig tjáði hann sig í gegnum myndirnar og teiknaði það sem hann vantaði hverju sinni. Stefán bæði teiknar og málar með olíulitum og uppá- haldsmálarinn hans er enginn annar en Rembrandt. Draumurinn að komast til Hollands Á sýningunni eru myndir af fuglum og fólki mest áberandi. Stefán segir að hann hafi mjög gaman af því að teikna alls konar dýr. Skemmtilegast er þó að teikna báta en hann er mjög hrif- inn af bátum eftir að hann var í Hollandi þegar hann var yngri. Þangað dreymir hann um að kom- ast en segir að hann hafi ekki efni á því núna. Aðspurður segist hann ætla að selja mikið af mynd- um svo hann komist örugglega í heimsókn til vina sinna í Hollandi. Stebbi er mjög ánægður þegar hann segir frá því að lá- varður í Hollandi hafi einu sinni keypt af honum verk. Það verður því væntanlega ekki langt í að menn verði farnir að falsa verk hans til að selja. -sm Hér sjáum viö konur á strönd og bát, eftirlætisviöfangsefni Stebba, í fjarska. ... í prófíl Þóra Arnórs stigavörður í Gettu betur Fulit nafn: Þóra Arnórsdóttir Fæöingardagur og ár: 18. febrúar 1975 Maki: Nei Börn: Nei Starf: Dagskrárgerðarmaður á Rás 2, stigavörður í Gettu betur og leið- sögumaður í hjáverkum. Skemmtilegast: Ferðalög, einkum með Rósu. Leiðinlegast: Að tapa. Uppáhaldsmatur: Lasagna a la Maria Uppáhaldsdrykkur: Vatn og rauði bjórinn á Panteka. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Ari bróðir - hann er svo lík- ur mér. Fallegasta röddin: Eríitt fyrir út- varpsmanneskju - hér koma margir kollegar til greina. Broddi og Ari á fréttastofunni eru flottir. Uppáhaldslíkamshluti: Bakið - og hárið. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkis- stjóminni: Pass. Með hvaða teiknimyndapersónu myndir þú vilja eyða nótt: Tinna - þó ekki væri nema til að komast að kynhneigð hans. Ef það gengi ekki, þá væri Calvin fullorðinn spennandi kostur. Uppáhaldsleikari: Hjalti Rögnvalds- son. Uppáhaldstónlistarmaður: Pino Daniele og Cat Stevens. Sætasti stjómmálamaðurinn: Jakob Frímann. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Á ekki sjónvarp. Sé samt stundum fréttir og þætti eins og Öldina okkar. Síðan auðvitað Gettu betur sem mun birt- ast á skjánum innan tíðar. Leiðinlegasta auglýsingin: Þær aug- lýsingar sem segja þér „að spara á kostnað skattsins“ eru vemmilegar. Leiðinlegasta kvikmyndin: Æ. Lík- lega er það Wayne’s world. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Þó að Logi Bergmann hafl fallið niður um sæti í kjörinu um kynþokkafyllsta mann ársins á Rás 2, þá held ég að starfs míns vegna verði ég að út- netha hann sem Herra Skjáfríðan. Uppáhaldsskemmtistaður: La Pan- teka í Genúa - hér heima enda ég yf- irleitt á Sóloni. Besta „pikköpp” línan: Engin virkað á mig hingað Ul. Hvað ætl- ar þú að verða þegar þú verður stór?: Ég ætla aö verða af- bragðs móðir og húsmóðir, eilífðar- stúdent og líklega forseti. Eitthvað að lokum: Já, engin af spumingunum hæfði til að mæra Hl- uga, svo ég geri það hér og nú: Hann er bæði minn uppáhaldsdómari og .dansherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.