Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 31
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999
39
FERÐIR TIL UTLANDA i
Notfærðu þér 800 númerin, gjaldfrjáls þjónustunúmer fyrirtækja,
stofnana og félagasamtaka.
S í M I N N
Jarðvegsskipti eiga sér nú stað við norðurhlið Skakka turnsins og ef vel
tekst til verður turninn orðinn lóðréttur fyrir vorið. Símamynd Reuter
Fimm flugfélög í eina sæng
í næstu viku munu flugfélög-
in American Airlines, British
I Airways, Cathay Pacific, Cana-
f dian Airlines og Quantas í Ástr-
: alíu heija formlegt samstarf sem
Ifelur m.a. i sér sameiginlega
sölu farmiða. Frípunktakerfi
flugfélaganna fimm verður sam-
| ræmt og tengiílug endurskipu-
!!! lagt til hagræðingar fyrir far-
þega. Seinna á árinu mun
finnska tlugfélagið Finnair
væntanlega hefja samstarf við
flugfélögin fimm.
Hæst dánartíðni í Kaliforníu
Það er sorgleg staðreynd að 57
manns létu lífið í skemmtigörð-
um Bandarikjanna á árunum
1973 til 1997. Mestur mannfjöldi
heimsækir jafnan skemmti-
garða 1 Flórída en þar var hins
vegar ekkert dauðsfall skráð.
Kalifomía kemur næst á eftir
hvað snertir vinsældir og þar
létust ljórtán manns á tímabil-
inu. Kalifornía er eitt fjórtán
ríkja sem ekki fer að samræmd-
um öryggisreglum á borð við
þær sem skemmtigarðar í Flór-
ída framfylgja.
Bretar varaðir við
, Breska utanríkisráðuneytið
hefur sent frá sér viðvöran þar
;í sem Bretum er ráðlagt að hætta
< við ferðalög til Jemen. Fiölda
ferðamanna hefur verið rænt í
landinu að undanförnu og þar af
hafa þrír látið líflð þegar her-
menn landsins hafa freistað þess
að frelsa ferðamenn sem haldiö
er í gíslingu.
Hermenn vemda túrista
Þær fregnir berast nú frá
Jamaíku að þarlend yfirvöld
hyggist senda hersveitir á sólar-
strendumar. Hermönnunum er
ætlað að ferðast á reiðhjólum og
gæta öryggis sóldýrkenda.
I Ferðaþjónustan er afar mikil-
væg Jamaíkum og um tvær
i milljónir manna heimsóttu
landið í fyrra. Á síðasta ári voru
skráð 185 alvarleg tilfelli þar
sem glæpamenn veittust að
l'erðamönnum með einum eða
öðrum hætti. Það þykir há tala
þótt hún sé talsvert lægri en
tveimur árum fyrr en þá voru
i; skráðir glæpir gegn ferðamönn-
l um sex hundruð.
Feneyingar flýja og ferðamenn flykkjast til borgarinnar:
Síðustu forvöð að sjá Skakka turninn halla undir flatt:
Lóðréttur í sumar
Síðastliðinn þriðjudag hófst síð-
asti áfangi björgunaðgerða sem ætl-
að er að bjarga einum frægasta
kirkjutumi heims, Skakka tumin-
um í Pisa, frá því að falla til jarðar.
í desember var stálvfrum komið fyr-
ir allt í kringum turninn og nú hafa
tólf stálrör verið sett upp við norð-
urhlið hans. Þar ætla menn að grafa
djúpt í jörðu og skipta algerlega um
jarðveg. Verkið er erfitt í fram-
kvæmd, enda tuminn 150 þúsund
tonn að þyngd.
Það var listamaðurinn Bonanno
Pisano sem hleypti byggingu tums-
ins af stokkunum árið 1194 en þegar
smiðimir vora komnir tvær hæðir
upp voru framkvæmdir stöðvaðar.
Heimildir herma að þá þegar hafi
menn greint skekkju í tuminum.
Það var svo ekki fyrr en tæpri öld
síðar, árið 1274, sem þriðju hæðinni
var bætt við og tuminn var fullbú-
inn árið 1350.
í gegnum aldirnar hafa menn
deilt um hvort skekkjuna megi
rekja til hönnunarinnar eða lélegrar
undirstöðu. Komið hefur á daginn
að síðarnefnda ástæðan er sú rétta
og þess vegna ráðast menn í jarð-
vegsframkvæmdirnar nú.
Það mun vafalaust gleðja margan
ferðamanninn í sumar að mega
þramma upp 294 tröppurnar í
dimmum hringstiga sivalningsins
en turninn hefur verið lokaður af
öryggisástæðum frá árinu 1990. Af
efstu hæð tumsins er afburða út-
sýni þar sem víðsýnt er yfír fjall-
lendi og frjósamar sléttur hins fagra
Toskanahéraðs.
-Reuter
Grímudansleikir og flugeldasýningar
Kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum hefst innan skamms. Þá streyma þúsundir
ferðamanna til borgarinnar til þess að berja augum gríðarlegt sjónarspil há-
tíðarinnar. Símamynd Reuter
Nú styttist óðum í hina árlegu
kjötkveðjuhátíð Feneyinga. Hátíðin
verður sett með pompi og pragt
þann 6. febrúar næstkomandi. Und-
anfarin ár hafa þúsundir ferða-
manna streymt til Feneyja til þess
að upplifa magnaða stemningu há-
tíðarinnar.
Feneyjar eru í hugum margra
Grímuklætt fólk setur sterkan svip á
kjötkveðjuhátíðina í Feneyjum.
Símamynd Reuter
einn rómantískasti staður á jarð-
ríki. Ferðaþjónusta hefur um langt
skeið verið helsti drifkraftur borg-
arinnar. Ferðamannatíminn nær
hámarki yfir sumarið þegar gisti-
rými eru yfirbókuð í borginni en
kjötkveðjuhátíðin í febrúar slagar
hátt upp í aðsókn sumarsins.
Kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum á
sér langa sögu en hún var fyrst
haldin snemma á 17. öld. Þá vora
hátíðarhöldin jafnan í tvo mánuði;
hófust á öðrum degi jóla og lauk
ekki fyrr en daginn fyrir öskudag.
Þegar leið á 19. öldina fóra vinsæld-
ir kjötkveðjuhátíðarinnar þverr-
andi samhliða því að hnignun borg-
arinnar hófst. Minnstu munaði svo
að hátíðin yrði með öllu afnumin í
seinni heimsstyrjöldinni og var lít-
ill bragur að henni allt til ársins
1979. Þá endurvakti hópur aðkomu-
manna þessa fomu hátíð og síðan
hafa vinsældir hennar aukist með
hverju árinu.
Grímuklæddir borgarbúar og
ferðamenn era á hverju strái á með-
an á hátíðinni stendur og áður fyrr
var sagt að þetta væri eini tími árs-
ins sem háir og lágir gætu haft sam-
skipti á jafnræðisgrundvelli.
Grímubúningamir og flugeldasýn-
ingar sveipa borgina dulúð sem
heillar ferðamenn. Nú þykir sum-
um borgarbúum reyndar að kjöt-
kveðjuhátíðin sé orðin fórnarlamb
eigin árangurs. Því flýja æ fleiri
innfæddir borgina og kjósa heldur
að bregða sér i skíðaferð eða jafnvel
fara á kjötkveðjuhátíð annars stað-
ar á Ítalíu.
Engir bílar en ferða-
menn á hverju strái
Feneyjar eru fyrst og fremst
ferðamannaborg og íbúar lifa nær
eingöngu af ferðaþjónustu. Feneyjar
liggja fyrir botni Adríahafs og eru
yfir hundrað smáeyjar með aðeins
75 þúsund íbúa. Mörgum ferða-
manninum þykir borgin í dýrari
kantinum og víst er að auðvelt er að
eyða peningum í Feneyjum. Flesta
ferðamenn dreymir sjálfsagt um að
prófa hinn sérstæða samgöngumáta
Feneyinga, gondólana, sem sigla um
síkin. Slíkt ferðalag kostar þó vart
undir fimm þúsund krónum og er
fólki oftast ráðlagt að taka slíkan
farkost aðeins einu sinni en nota
vatnaleigubátana annars.
Febrúar er háannatími í Feneyj-
um en vanir ferðamenn segja þó
skynsamlegast að heimsækja borg-
ina annað hvort að vori eða hausti.
Yfir sumarið er mannfjöldinn gríð-
arlegur auk þess sem hitinn getur
valdið óþægindum.
Markúsartorgið er staður sem all-
ir ferðamenn, sem á annað borð
koma til Feneyja, heimsækja og
sama gildir um markaðstorgið San
Polo. Þar er afar skemmtilegt mann-
líf og gaman að fylgjast með kaup-
mönnunum sem flykkjast að með
ferskan fisk og annan varning. Þeir
sem vilja heimsækja söfn ættu að
leggja leið sína i Castello-hverfið þar
sem áður var miðstöð skipasmíða.
Þá er kjörið að ganga um Santa
Croce-hverfið ef menn vilja virða
fyrir sér daglegt líf eyjarskeggja.
Feneyjar hafa nefnilega þann góða
kost að hægt er að fara fótgangandi
til flestra áhugaverðra staða.
Á slóðinni travele-
urope.it/venezia.htm á Netinu er
hægt að lesa sig betur til um hvað
Feneyjar hafa að bjóða ferðamönn-
um. -aþ/CNN
V