Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 51
1 1~V' LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 myndbönd »• urlögum nasistanna. Það kom þó ekki í veg fyrir að Raiders of the Lost Ark yrði vinsælasta mynd árs- ins 1984 og hlyti óskarsverðlaunatil- nefningu sem besta mynd. Musteri óhugnaðar Spielberg ætlaði upphaflega öðr- um að leikstýra framhaldinu en Lucas lagði hart að honum að gera það sjálfur. Spielberg viðurkenndi einnig að hann gæti hreinlega ekki hugsað sér að annar leikstjóri færi að fikta við draumaverkefni hans. Paramount var óhrætt við að dæla peningum í myndina eftir velgengni fyrri myndarinnar. Gerði það Spiel- berg og Lucas kleift að nota atriði sem upphaflega höfðu átt að vera í henni en voru felld úr vegna of mik- ils kostnaðar. Tökur gengu nú'al- mennt mjög vel þótt víða væri farið enda var nær sami mannskapur og gerði fyrstu myndina með í för. Indiana Jones and the Temple of Doom var þó frábrugðin fyrstu myndinni og lagði Spielberg áherslu á að nú væri um hreina rússí- banareið að ræða en lítið væri lagt upp úr trúverðugleika. Einkum var þó deilt á myndina fyrir að velta sér upp úr hvers konar viðbjóði. Síðasta krossferðin? Bæði Harrison Ford og Steven Spielberg samþykktu síðar þau sjón- armið að The Temple hefði verið of myrk, of grimm og of hryllileg. Óhætt er að segja að félagamir hafi passað sig á þvi að endurtaka ekki þau „mistök" Eillar götur síðan (því miður). Það var því ákveðið að snúa aftur til upphafsins en nýjabmmið fólst i persónu Henry Jones, föður Indy. Þegar haft er í huga að James Bond var ein helsta fyrirmyndin að Indy var einkar viðeigandi að Sean Connery léki Henry. Og nú hitti Spi- elberg aftur á fonnúluna sína og gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur tóku Indiana Jones and the Last Crusade fagnandi. Orðrómur er enn á ferð um að fjórða myndin sé vænt- anleg. -bæn Framhöld og framhjáhöld Indiana Jones and the Temple of Doom (1984) Hetjan eina sanna kemur fátækum íbúum indversks þorps til bjargar. Djöflasöfnuður nokkur rænir börn- um þeirra og notar í þrælkunar- vinnu. Kate Capshaw lék heimsku ljóskuna sem Indy þarf að bjarga hvað eftir annað, en hún giftist stuttu síðar Spielberg. Vanmetn- asta Indy-myndin, en hún er jafnan talin síöri hinum myndunum. Romancing the Stone (1984) Joan Wilder (Kathleen Tumer), höfundur róman- tiskra skáldsagna, heldur til Suð- ur-Ameríku í von um að bjarga systur sinni úr höndum mannræn- ingja. Hún lendir strax í vandræð- um við komuna, en Indy-legur Kani, Jack Colton (Michael Dou- glas) bjargar henni á siðustu stundu. Þau halda síðan saman út í frumskóginn og lenda þar í fjöl- mörgum ævintýrum. TheJewel ofthe Nile (1985) Óbeint framhald myndar- innar Romancing the Stone. Joan fer til Austurlanda í heim- sókn en er rænt. Jack heldur að sjálfsögðu á eftir henni í von um að bjarga henni. Jack Colton er ágæt- is karakter en hefur ekki roð í Indiana Jones. King Salamons Mines (1985) ■. Jesse Huston (Sharon Sto- '' r ne) fær Allan Quatermain (Richard Chamberlain) til að að- stoða sig við leit að föður hennar í fmmskógum Afriku. Þótt rekja megi upprana þessarar kvikmynd- ar til Indiana Jones er rétt að hafa í huga að hún er gerö eftir skáld- sögu H. Rider Haggards frá árinu 1885. Indy er jú sjálfur ekki svo ýkja frumlegur. Allan Quatermain and the Lost City of Gold (1987) Stone og Chamberlain endurtaka leikinn með „hrikalegum“ afleiðingum. Líklega hefur þessi mynd átt nokkurn þátt í því að menn slökuðu á Indiana Jones stælingum. Stone sýnir versta leik sinn á ferlinum sem Jesse Huston, þótt hafa verði í huga að kvenhetjur Indy eða hermimyndanna hafa almennt ver- ið lítt spennandi hlutverk. Indiana Jones and the Last Crusade (1989) Indy er enn að angra nasista sem að þessu sinni era á höttunum eftir hinu heilaga „grali“. Sean Connery lék fööurinn en River Phoenix heitinn lék Indy á hans yngri ámm. Auk framhaldsmyndanna tveggja hefúr Lucasfilm framleitt fjöldann allan af Indy-söluvarningi, t.d. tölvuleik- inn Indiana Jones and the Fate of Atlantis en þar heimsækir hetjan ögrum skorið ísland. -bæn Myndband vikunnar Raiders of the Lost Ark ★★★ SÆTI FYRRI i VIKA j j VIKUR Á LISTA j J J TITILL j ÚTGEF. j i. j TEG. 1 j 1 j 0 J L j Six Days Seven Nights j SamHyndbönd j Gaman j 2 j 2 j j i 2 J j J Godzilla j Skifan J j Spenna 3 NÝ 1 i J j 1 J Wrongfully Accused Sam Myndbönd j Gaman 4 NÝ j j i 1 i Senseless Skrfan J Gaman 5 i J 3 j' 3 i Sliding Doors j Myndform j Gaman 6 j í 4 j J J C J J b J J J 1 4 i Mercury Rising J j CIC Myndbönd J Spenna j . 7 j 5 Red Comer J WamerMyndir J Spenna 8 'j 6 j J J }. 5 i j J Lethal Weapon 4 j Warner Myndir J j Spenna 9 i io J 3 1 3 i HeGotGame j Bergvik j Drama 10 J 7 j j J J 4 J j J The Object Of My Affection j J Skrfan ) ‘ I j Gaman j 11 j 9 1 ? 1 j 3 j Phantoms j Skrfan j Spenna 12 j i 8 j j i 6 1 TheBigHit J j Skrfan J Spenna 13 j J 12 i 8 i The Man Who Knew Too Little J j Warner Myndir J j Gaman 14 i n j J J 7 J ) 7 J CityOf Angels J Wamer Myndir J Drama J J Spenna 15 13 J J j 7 j Hush J Skrfan 16 j J 16 j J J i 7 ! j i Twiligth j CIC Myndbönd J j Spenna j 17 j NÝ J 1 J 1 1 J Apostile j Skffan j Drama , .J“í ? '■ J J Gaman J 18 Al J J i 13 i The Wedding Singer J J Myndform 19 ! 14 i 9 i Wild Things j Skrfan j Spenna 20 x.. Al j J J 11 1 11 i Martha Má Ég Kynna... J j Háskólabíó j 1 Gaman J Vikan 12. - 18. jan. Hetjan með hattinn og svipuna Harrison Ford í hlutverki Indiana Jones. Tveir fulltrúar frá bandaríska hemum vitja fomleifafræðingsins Indi- ana Jones (Harrison Ford), en þeir hafa komist inn í boðsendingar nasista sem grafa líkt og brjálaðir í sandauðn nokkra í Egypta- landi. Indy er fljótur að átta sig á því að þeir em að leita aö örkinni sem hefur að geyma boðorðin tíu. Hún á að búa yfir ógnvæn- legum kröftum sem Hitler hefur allan hug á að nálg- ast. Indy er sendur út af / eftir örkinni í von um að verða á undan Þjóðverjun- um. Hann þarf þó fyrst að nálgast ákveðinn fomgrip i Tíbet en það er gömul vinkona hans, Marion (Karen Allen), sem hefur hann undir höndum. Nasistamir renna í hlað á sama tíma og þar með hefst kapphlaupið um örk- ina fyrir alvöra. Fáum orðum þarf að fara um frammistöðu Harrisons Fords í aðalhlutverkinu. Hann er stórgóður og Karen Allen er einnig ágæt í sinu hlutverki, og ber af Indy-meyjunum. Einkar vel er skip- að í aukahlutverk, en Ronald Lacey stelur senunni sem hinn grimmi gestapó-pyntari. Um tónlist sá hinn frægi John Williams (Star Wars og Superman) og þekkja flestir kvik- myndaáhugamenn hina frægu Indy- laglínu. Snillingamir í Lucasfílm sáu síðan um tæknibrellur. Allir þessir þættir sameinuðust í að gera Indiana Jones að einu vinsælasta fyrirbæri seinni tíma. Indy er án efa með skemmtileg- ustu og eftirminnilegustu hetjum kvikmyndasögunnar. Það er aftur á móti spuming hversu vel myndin Raiders of the Lost Ark hefur elst. Slagsmála- og tækniatriði virka eðlilega nokkuð gamaldags en þaö er aukaatriöi. Verra er að myndin skuli ekki sýna á sér nýja fleti með breyttum tímum. Þetta er „sama myndin” hversu oft sem horft er á hana og hversu langur tími líður á milli áhorfa og bendir það nú til rýrs innihalds. Indy opnar því ekki frekari víddir fyrr en við fáum hann á tjaldið í nýrri mynd. Þeir kvik- myndaáhugamenn sem muna aftur á mót lítt eftir myndinni (eða (yngri) áhorfendur sem hafa ekki séð hana) geta þó gert margt vitlaus- ara en að rifja upp hetjuna með hattinn og svipuna. » Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Karen Allen, Paul Freeman, Ronald Legacy, John Rhys-Davies og Den- holm Elliott. Bandarísk, 1981. Lengd: 101 mín. Bönnuð innan 12 ára. Bjöm Æ. Norðfjörð ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.