Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 girnist. Þegar krakkarnir eru spurðir um hlutverk sín í leikrit- inu taka þau skýrt fram að það séu engar aðalpersónur eða auka- persónur i sýningunni. Enginn sem stendur upp úr og því engar stjörnur. Jón Gunnar leikur Baldur. „Hann er drengur í sálarkreppu, bara venjulegur tvítugur strákur sem leitar að nýju orði í stað sagnarinnar „að elska“. Hann er orðinn ósáttur við allt þetta skrum og drasl í kringum ástina og þykir orðið hafa glatað merk- ingu sinni. Hvernig gengur verð- ur bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnar og leikararnir verða báð- ir laumulegir. „Þetta er nýtt verk sem enginn hefur séð og enginn veit neitt um og bannað að segja frá plottinu." Aðalbjörg segist þó geta upplýst að hún leiki ættarfylgju eða skottu sem er að reyna að trufla Baldur í leit sinni að orðinu. Sýningin er fjörug og í kringum hana starfa u.þ.b. 50 manns, þar af 26 leikendur. Mikið er lagt upp úr tónlist og búningum en drengirnir í hljómsveitinni Múm hafa fengið til liðs við sig krakka úr skólanum sem spila á hljóð- færi. Umgjörð sýningarinnar er öll hin glæsilegasta. En hafa þau nokkurn tíma til þess að læra? „Nei,“ segir Aðalbjörg og hlær. „En við erum í fjölbrautaskóla og getum því valið fög í samræmi við þessa miklu vinnu. En það er mikið að gera og hefur verið al- veg siðan í september þegar vinn- an hófst. Svo dæmi séu tekin höf- inn við fengið sex gerðir af hand- ritum þar sem leikritið tekur sí- felldum breytingum í spunavinnu okkar og höfimdarins. Við höfum mikið um það að segja hvernig verkið þróast og það er mjög skemmtilegt." Jón Gunnar segir að höfundurinn, Andri Snær, hafi verið frábær. „Við vorum auðvit- að ansi bíræfin að fá höfund til þess að semja nýtt leikrit i stað þess að sækja í smiðju eldri höf- unda og velja verk sem við þekkj- um og oft hefur verið leikið áður. Við vissum ekkert hvað við vor- Hið splunkunýja leikverk sem verður sýnt í Menntaskólanum við Hamrahlið í kvöld heitir Nátt- úruóperan og er eftir Andra Snæ Magnason. Tveir leikaranna, Að- albjörg Árnadóttir og Jón Gunnar Þórðarson, eru sammála um að það sé erfítt að segja um hvað verkið fjallar. Þeim þykir því best að vitna í sjálfan höfundinn: „All- ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þegar sýningin er skoðuð má greina sterk áhrif frá hinni klassísku óperu, grískum harm- og gamanleikjum, raunsæi, absúr- disma, súrrealisma, Shakespeare, sirkus og teiknimyndum. Þetta er sálfræðidrama með einlægum Jón Gunnar Þórðarson og Aðalbjörg Arnadóttir leika í Náttúruóp- erunni eftir Andra Snæ Magnason sem frumsýnd verður f MH í kvöld undir leikstjórn Hörpu Arnardóttur. DV-mynd GVA undirtóni, ljóðrænt verk, kryddað með kynlífi og ofbeldi. Þó er það ástin sem er rauði þráðurinn." Þarna má greinilega finna allt sem hugurinn um að fara út í. Það þarf mjög mikla bjartsýni i kringmn svona vinnu. En allt hefur gengið vel og þannig verður það vonandi áfrarn," segja Jón Gunnar og Að- albjörg að lokum. -þhs Á/ycá/aA a/Áe/c/i q<jt /aja///l ... í prófíl Védís söngkona úr Verz ó Fullt nafmVédís Hervör Áma- dóttir. Fæðingardagur og ár:Á því herrans ári 1982, á fimmtudegi, kl. 20.15. MakhJón Arnór Stefánsson. Böm: Engin. Starf: Nemi í Verzlunarskóla íslands. Skemmtilegast: Að uppskera eftir langa og erfiða vinnu. Leiðinlegast: Að hafa ekkert fyrir stafni og ekkert að hlakka til. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur matur og flestir skemmtilegir sjávarréttir. Uppáhaldsdrykkur: íslenska vatnið og auðvitað Coca Cola. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka):Engin. Fallegasta röddin:Mamma. Uppáhaldslíkamshluti: Röddin. Hlynnt(ur) eða andvig(iu-) ríkistjóminni: Mjög Besta „pikköpp“línan: Má ég bjóða þér upp á drykk eða viltu | bara fá peninginn? Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór: Ég ætla að verða stærst. Eitthvað aö lokum: Jón, ég elska þig! Með hvaða teikni- myndapersónu myndir þú vilja eyða nótt: Ég vildi gjarn- an eyða nótt með Kenny í South Park en aðeins til þess að hlæja að honum. Uppáhaldsleikari: Helga Braga með Fóstbræðram öllum. Uppáhaldstónlistarmaður: Ég er alæta á tónlist og tónlistar- menn, ég get ekki gert upp á milli. Sætasti stjómmálamaðurinn: Davíð Oddsson ... og Ámi Sig- fússon auðvitað. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends. Leiðinlegasta auglýsingin: Ég horfi svo lítið á þetta. Leiðinlegasta kvikmyndin: Bad Boy Bubby (allavega sú stórskrýtnasta!). Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Gunnar Salvarsson á Stöð eitt. Uppáhaldsskemmtistaður: Heimilið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.