Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 Teena Palmer syngur af plötu sinni Frjálst er í fjallasal á Sóloni íslandusi í kvöld. Frjáls djass í Múlanum Sunnudagsdjass á vegum Jazz- klúbbsins Múlans á Sóloni íslandusi verður að venju annað kvöld. Nú er komið að hinni ágætu söngkonu Teenu Palmer að láta að sér kveða á efri hæð Sólons og mun hún syngja lög af plötu sinni Crucible. Henni til aðstoðar verða Kjartan Valdemars- son, píanó/hljómborð, Jóhann G. Jó- hannsson, hljómborð, Pétur Hall- grímsson, gítar, og Matthías Hem- stock, trommur. Teena Palmer er kanadísk söngkona og tónskáld sem hefur búið hér á landi siðan 1996 og auk þess að koma fram með hinum ýmsu hljómsveitum og ein sér kenn- ir hún við Tónlistarskóla FÍH. Turandot í Laugardalshöllinni Sinfóníuhljómsveit íslands flytur í Laugardalshöllinni í dag kl. 16 óper- una um prinsessuna Turandot eftir Puccini. Hljómsveitarstjóri er Rico Saccani. Um er að ræða sviðsetningu sem Randver Þorláksson stjómar. Þessi uppfærsla er viðamesta verk- efni sem Sinfóniuhljómsveit íslands hefur lagt í fram til þessa og em þátt- takendur hvorki meira né minna en 200. Einsöngvarar eru Veronika Fekete, Daniel Munoz, Lucia Mazz- aria, Sergio Fontana, Þorgeir Andr- ésson, Bergþór Pálsson, Istvan Rozos, Ferencz Gerdesits og Gábor Nemeth. Þá kemur einnig fram Kór íslensku óperunnar, Unglingadeild Söngskólans í Reykjavík og Barna- kór Islensku óperunnar. Kórstjóri er Garðar Cortes. Tónleikar Lúðrasveit Seltjamamess Lúðrasveit Seltjamarness heldur nú sína sjöundu sjálfstæðu tónleika sem verða í íslensku óperunni í dag kl. 14. Á efnisskránni verður tónlist sem spannar tímabilið frá Rossini til þessa dags. Einnig mun Skólalúðrasveit Sel- tjamarness koma fram og leika nokkur lög. Stjómandi lúðrasveit- anna er Kári H. Einarsson og kynnir verður Skarphéðinn H. Einarsson. í dag heldur Gradualekór Lang- holtskirkju maraþontónleika í Lang- holtskirkju frá kl. 10-20. Tónleikarn- ir eru hluti af fjáröflun kórsins vegna tónleikaferðar til Kanada næsta sumar. Á tónleikunum verða sérstakir gestir Barnakór Hallgríms- kirkju, Skólakór Kársness og kvar- tettinn Djúsí-systur, þá mun Lára Bryndís Eggertsdóttir leika á píanó. Öm leikur á Höfn Annað kvöld leikur Örn Magnús- son pianóleikari á tónleikum í Hafn- arkirkju, Höfn í Homafirði. Á tón- leikunum leikur hann fyrir hlé Rímnadansa eftir Jón Leifs og píanósónötu Beethovens ópus 27, Tunglskinssónötuna. örn Eftir hlé leikur Öm Magnússon. Image 1 eða mynf 3 eftir Debussy og efn- isskránni lýkur með Eyju gleðinnar, einnig eftir Debussy sem er eitt feg- ursta verk tónbókmenntanna. Tónleikar til heiðurs eldri borgurum I tilefni af ári aldraðra heldur Tón- skóli Eddu Borg samleikstónleika til heiðurs eldri borgurum í dag kl. 14 í Seljakirkju. Efnisskráin er fjölbreytt, en nemendur koma eingöngu fram með samleiksatriði, auk þess sem kammerhópur og rythmasveit leika. Eftir tónleikana er öldraðum boðið til kaffisamsætis. I Léttskýjað fyrir austan Á morgun verður suðaustan- kaldi og dálítil snjókoma vestan til í fyrramálið en síðan austan- gola og léttir víða til. Hæg breyti- leg átt og léttskýjað á austan- verðu landinu. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig yfir daginn en um og yfir 10 stig i innsveitum inn kvöldið. Sólarlag í Reykjavík: 18.57 Sólarupprás á morgun: 08.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.38 Árdegisflóð á morgun: 08.51 Veðrið í dag Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö -5 Bergsstaðir skýjaó -5 Bolungarvík snjóél -3 Egilsstaðir -3 Kirkjubœjarkl. léttskýjað -2 Keflavíkurjlv. alskýjað -2 Raufarhöfn snjóél -2 Reykjavík rykmistur -4 Stórhöfði léttskýjaö -2 Bergen léttskýjað 6 Kaupmhöfn þokumóöa 4 Ósló snjókoma -0 Stokkhólmur 2 Þórshöfn snjóél 1 Þrándheimur hálfskýjaö 3 Algarve skýjað 13 Amsterdam súld 6 Barcelona skýjað 14 Berlín þokumóða 7 Chicago Dublin hálfskýjað 6 Halifax skýjað 2 Frankfurt skýjað 8 Glasgow skýjað 5 Hamborg rigning 7 Jan Mayen skýjað -3 London alskýjað 5 Lúxemborg rign. á síð. kls. 3 Mallorca hálfskýjaö 15 Montreal heiðskírt -12 Narssarssuaq þoka í grennd -0 New York hálfskýjað -1 Orlando heiðskírt 7 París skýjað 7 Róm hálfskýjað 14 Vín rigning 9 Washington alskýjað 1 Winnipeg heiðskírt -17 Kaffileikhúsið: Stuðblanda Söngkonan Magga Stina og herrahljómsveitin Hr.Ingi.R sameinuðu fyrst krafta sína í Kaffileikhús- inu síðastliðið haust og hafa síðan kitlað dansfætur Reykvíkinga viö ýmis tækifæri. Tækifærið gefst einmitt næstkomandi laugardagskvöld, 6. mars, en þá munu Magga Stína og Hr.Ingi.R halda eitt af sínum ótrúlegu stuðböllum og hefst það kl. 23.00. Magga Stína og Hr.Ingi.R flytja indæla stuðblöndu sem vekur upp nostalgískar minningar hlustenda. Á efnisskrá þeirra eru lög sem söngkonur/hljómsveitir eins og Lulu, EOý Vilhjálms, Jefiferson Airplane, Bítl- amir, Lúdó og Stefán og Nancy Sinatra hafa gert vin- sæl. Skemmtanir Misstu ekki af þessu tækifæri tO að berja Möggu i Stínu og Hr.Ingi.R augum. Hljómsveitina skipa Kor- (i mákur Geirharðsson sem spOar á trommur, Hörður Bragason orgeOeikari og Kristinn H. Ámason gítar- leikari. 0.FL. á Amsterdam Hljómsveitin O.FL. verður á Café Amsterdam i Reykjavík á laugardagskvöldið. Sveitin lék þar fyrir hálftim mánuði í gríðarlegri stemningu og má treysta því að hún verður ekki minni á laugardagskvöldið. Hljómsveitina skipa Baldvin Árnason, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Helgi Valur Ásgeirsson, Leifur Viðarsson og ÞórhaOur Reynir Stefánsson. Af þeim Magga Stína syngur þekkt stuölög f kvöld. pOtum er það annars aö frétta að þeir eru nú að und- irbúa sig fyrir upptökur á nokkrum lögum sem verða tekin upp um páskana og væntanlega gefin út þegar sól tekur að hækka enn meira á lofti. dagsönn <*- *★ ★ _ Helga Arnalds túlkar persónurnar. Ketils saga flatnefs Næstu fjóra sunnudaga mun Iðnó taka tO sýningar myndrænu -i leiksýninguna KetOs sögu flatnefs eftir Helgu Amalds og er fyrsta sýningin á morgun, kl. 15. Þessi „farand“-sýning hefur að undan- förnu ferðast miOi skólanna í landinu og fengið góð viðbrögð. Leikhús Inntak sögunnar er fengið úr ís- lendingasögunum og fjallar um kynni foreldra Auðar, KetOs flat- nefs og YngvOdar frá Hringaríki. Það er sögusmettan ísafold sem leiðir okkur í gegnum söguna sem tekur margar óvæntar og spaugi- legar stefnur. Leiksýningin er aOt í senn: brúður, grímur, látbragð, texti, leikur, tónlist og er jafnt fyr- f* ir börn sem fuOorðna. Höfundur verksins er Helga Amalds. Leik- stjóri er ÞórhaOur Sigurðsson og leikmynd er eftir Petr Matásek. Brúður og leikur eru í höndum Helgu. Hagyrðingakvöld Hagyrðingakvöld verður haldið í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi annað kvöld kl. 20.30. Þau serrw verða á paOin- um eru Ólína Þorvarðardótt- ir, Sigmundur Ernir Rúnars- son, Hákon Að- alsteinsson, Hermann Jó- hannesson, Ást- valdur Magnús- Sigmundir Ernir son, Magnús Rúnarsson. Ástvaldsson og Stefán Aðalsteinsson. Stjórnandi er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Menntunin; mátturinn og dýrðin Kvenréttindafélag Islands heldur' ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og er yfirskriftin: Menntunin; mátturinn og dýrðin. Að loknum erindum verða paOborösumræður. Ráðstefnan hefst kl. 10. Samkomur Ódýr leðurföt I dag ætla unglingar í Ung- mennadeild ReykjavíkurdeOdar Rauða kross íslands að selja leð- urföt á miOi kl. 10 og 16 í Sjálf- boðamiðstöð Rauða kross íslands að Hverfisgötu 105. AOur ágóði af sölunni er tO styrktar starfi URKÍ-R. Gengið Almennt gengi LÍ 05. 03. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenqi Dollar 72,580 72,960 69,930 Pund 116,680 117,280 115,370 Kan. dollar 47,620 47,910 46,010 Dönsk kr. 10,5690 10,6270 10,7660 Norsk kr 9,1590 9,2100 9,3690 Sænsk kr. 8,7950 8,8440 9,0120 Fi. mark 13,2100 13,2890 13,4680 Fra. franki 11,9740 12,0460 12,2080 Belg. franki 1,9470 1,9587 1,9850 t Sviss. franki 49,4000 49,6700 49,6400 Holl. gyllini 35,6400 35,8500 36,3400 Pýskt mark 40,1600 40,4000 40,9500 ít. líra 0,040560 0,04081 0,041360 Aust sch. 5,7080 5,7420 5,8190 Port. escudo 0,3918 0,3941 0,3994 Spá. peseti 0,4720 0,4749 0,4813 Jap. yen 0,589300 0,59280 0,605200 írskt pund 99,730 100,330 101,670 SDR 98,150000 98,73000 97,480000 ECU 78,5400 79,0100 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.