Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 27
iy\r LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 %/ÍðsljÓS 27 Ólyginn sagði... ... að Umu Thurman þætti erfitt að samræma móðurhlutverkið og leik- listina. Hún sagði um daginn að það væri algjört kraftaverk ef það tækist að leggja á minnið heilt hlutverk og vera móðir. Hún leikur um þessar mundir í leikritinu The Misanthrope. ... að Pamela væri komin með gæja. Ef eitthvað er að marka slúðrið í Hollywood þá er eitthvað að gerast f ástamálum Pamelu. Hinn heppni er Ben Affleck sem meðal annars hefur lagt Gwyneth Paltrow. Pam og Ben sáust nýlega saman á hnefaleika- keppni en ekki er vitað hvort þau eru alvörupar og hvort þau haldi því áfram. Það er spurning hvað brim- brettakappinn Kelly Slater, kærasti Pamelu, segir um þetta. ... að Jenny McCarthy ætlaði að gift- ast John Asher, leikstjóra nýjustu myndar hennar. Það hefur vakið hneykslan vina hennar þar sem þau kynntust í desember síðastliðnum. Ekki hefur sambandið síður vakið undrun Johns megin og á það sér- staklega við konu Johns, Vanessu, sem frétti af því þremur dögum fyrir jól. Hún segir Jenny vera hjónadjöf- ul og heimilisbrjót. Vanessa réð hlutverkaskipan í myndinni sem Jenny lék í og valdi hana í hlutverk táldragandi vændiskonu. Hún segir að það hafi verið rétt valið. ... að tvær sjónvarpsþáttaraðir væru að syngja sitt síðasta um þessar mundir. Annars vegar er það Hand- laginn heimilisfaðir Tims Allen en hann neitaði áframhaldandi leik þrátt fyrir loforð um dágóða kaup- hækkun. Önnur þáttaröð er einnig í dauðateygjunum og anda nú eflaust margir léttar þvi' að það er Melrós Pleis. Áhorfið á þættina hefur farið minnkandi undanfarið. ... að Julianna Margulies og George Clooney hefðu ekki átt ástarfund utan við myndver Bráða- vaktarinnar. Julianna, sem er hætt á Bráða- vaktinni eins og George Clooney, sagði að fyrra- bragði í spjallþætti að hún og George hefðu aldrei verið saman í raunveruleikanum. Hún sagðist taka það fram vegna þess að þau hefðu átt smástund saman ein á hóteli eftir síðasta þáttinn sem þau léku saman í. Hún vildi alls ekki að það kæmist á slúðurstigið enda skilj- anlegt; hver myndi vilja láta orða sig við George Clooney? ... að Juliette Lewis hefði loks viður- kennt að hún væri eiturlyfjasjúkling- ur. Hún segir að það hafi á tímabili orðið svo slæmt að hún hafi ætiað að hætta leiknum og byrja í fram- reiðslustörfum. Móðir hennar náði að sannfæra hana um að hætta í dópinu og halda áfram að leika. ... að Tammy Wynette fengi ekki að hvílast í friði grafar sinnar. Dætur hennar hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld í Nashville að mamma gamla verði grafin upp og krufin. Þær trúa því ekki að læknir geti sagt til um orsök dauða hennar án krufningar. * ENDURFUNDIR Husqvarna Husqvarna heimilistækin eru komin afturtil landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 - 18:00. Endurnýjum góð kynni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.