Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Page 27
iy\r LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 %/ÍðsljÓS 27 Ólyginn sagði... ... að Umu Thurman þætti erfitt að samræma móðurhlutverkið og leik- listina. Hún sagði um daginn að það væri algjört kraftaverk ef það tækist að leggja á minnið heilt hlutverk og vera móðir. Hún leikur um þessar mundir í leikritinu The Misanthrope. ... að Pamela væri komin með gæja. Ef eitthvað er að marka slúðrið í Hollywood þá er eitthvað að gerast f ástamálum Pamelu. Hinn heppni er Ben Affleck sem meðal annars hefur lagt Gwyneth Paltrow. Pam og Ben sáust nýlega saman á hnefaleika- keppni en ekki er vitað hvort þau eru alvörupar og hvort þau haldi því áfram. Það er spurning hvað brim- brettakappinn Kelly Slater, kærasti Pamelu, segir um þetta. ... að Jenny McCarthy ætlaði að gift- ast John Asher, leikstjóra nýjustu myndar hennar. Það hefur vakið hneykslan vina hennar þar sem þau kynntust í desember síðastliðnum. Ekki hefur sambandið síður vakið undrun Johns megin og á það sér- staklega við konu Johns, Vanessu, sem frétti af því þremur dögum fyrir jól. Hún segir Jenny vera hjónadjöf- ul og heimilisbrjót. Vanessa réð hlutverkaskipan í myndinni sem Jenny lék í og valdi hana í hlutverk táldragandi vændiskonu. Hún segir að það hafi verið rétt valið. ... að tvær sjónvarpsþáttaraðir væru að syngja sitt síðasta um þessar mundir. Annars vegar er það Hand- laginn heimilisfaðir Tims Allen en hann neitaði áframhaldandi leik þrátt fyrir loforð um dágóða kaup- hækkun. Önnur þáttaröð er einnig í dauðateygjunum og anda nú eflaust margir léttar þvi' að það er Melrós Pleis. Áhorfið á þættina hefur farið minnkandi undanfarið. ... að Julianna Margulies og George Clooney hefðu ekki átt ástarfund utan við myndver Bráða- vaktarinnar. Julianna, sem er hætt á Bráða- vaktinni eins og George Clooney, sagði að fyrra- bragði í spjallþætti að hún og George hefðu aldrei verið saman í raunveruleikanum. Hún sagðist taka það fram vegna þess að þau hefðu átt smástund saman ein á hóteli eftir síðasta þáttinn sem þau léku saman í. Hún vildi alls ekki að það kæmist á slúðurstigið enda skilj- anlegt; hver myndi vilja láta orða sig við George Clooney? ... að Juliette Lewis hefði loks viður- kennt að hún væri eiturlyfjasjúkling- ur. Hún segir að það hafi á tímabili orðið svo slæmt að hún hafi ætiað að hætta leiknum og byrja í fram- reiðslustörfum. Móðir hennar náði að sannfæra hana um að hætta í dópinu og halda áfram að leika. ... að Tammy Wynette fengi ekki að hvílast í friði grafar sinnar. Dætur hennar hafa farið fram á það við heilbrigðisyfirvöld í Nashville að mamma gamla verði grafin upp og krufin. Þær trúa því ekki að læknir geti sagt til um orsök dauða hennar án krufningar. * ENDURFUNDIR Husqvarna Husqvarna heimilistækin eru komin afturtil landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 - 18:00. Endurnýjum góð kynni!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.