Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 Lögúriýningu U&ttlagi Raykjavfcur TóflfcJ KjarUn Ólafison Japis Laugavegi 13 kl. 12,30 og í Japis Kringiunni kl. 17 Geisladiskurinn komin aftur! LEIKFELAG REYKJAVÍKUR fflðtal Eyjólfur við hellismunna á Ægissíðu. Hellarnir hafa verið lokaðir í fjöldamörg ár. Eyjólfur Guðmundsson, áhugamaður um manngerða hella í Rangárþingi: Gæfuhjólið tók að snúast eftir áheit á Þorlák helga Fyrir fiórum árum stofnaði Eyjóifur Guð- mundsson áheitasjóð í nafni Þorláks helga. Tilgangur sjóðsins er að safna fé til fornleifa- rannsókna í Rangár- þingi en Eyjólfur hefur í mörg ár beitt sér fyrir því að manngerðir hell- ar í sýslunni verði rannsakaðir. „Það er ekkert vafamál að mann- geröu hellamir í Rangárvallasýslu eru einstakir í sinni röð hérlendis. Hvergi annars staðar er að frnna jafn- marga hella og yfir tvö hundruð eru þegar skráðir. Þarna er falinn merkur hluti í sögu þjóðarinnar sem brýnt er að varðveita fyrir komandi kynslóð- ir,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, áhugamaður um manngerða hella í Rangárþingi. Þótt Eyjólfur hafi í mörg ár beitt sér fyrir að fomleifarannsóknir verði gerðar á hellunum era þau mál skammt á veg komin. Hann seg- ir fornleifafræðinga almennt sammála um að þama sé fjöl- margt merkilegt að finna. - En hvers vegna áheit á Þor- lák helga? „Það var eiginlega fýrir til- viljun að ég hét á Þorlák helga á sínum tíma. Það vora erfiðir tímar í lífi mínu, við mér blasti atvinnuleysi eftir tveggja ára- tuga farsæla búsetu í Noregi. Ég skildi við konuna og skömmu seinna missti ég son minn á besta aldri af slysfórum. Gæfu- hjólið var á hvolfi ef svo má að orði komast. Ég hét 1133 krón- um á Þorlák helga í þeirri von að gæfan mætti snúast mér í hag. Upphæðina valdi ég vegna þess að Þorlákur fæddist einmitt árið 1133. Síðan hef ég eignast góða konu og hús í Rangárvallasýslu og mér hefur gengið flest í haginn," segir Eyjólfur og bætir við að með því hafi hann í raun slegið tvær flugur í einu höggi því pening- unum sem safnast þannig verði varið til fomleifarannsókna á hellunum í Rangárvallasýslu. Hrun hellisins í Odda Að sögn Eyjólfs vex áheitasjóður- inn hægt enda vita fáir um hann. Hann er geymdur í Búnaðarbankan- um á Hellu og þar hafa auk útibús- stjórans, sýslumaðurinn og prestur- inn í Odda umsjón með honum. Sjálf- ur segist Eyjólfur lítið skipta sér af sjóðnum en markmiðið er að safna að minnsta kosti einni milljón króna. „Menn hafa lengi heitið á Strandar- kirkju og oft með góðum árangri. Þeg- ar ég ákvað að velja Þorlák helga var mér minnisstæð frásögn í Landnámu þar sem segir frá því þegar hellir hrundi við bæinn Odda árið 1199. í hellinum hafði verið geymdur naut- peningur og vann vinnufólkið hörð- um höndum að því að bjarga skepnun- um. Þorlákur var á þessum tíma orð- inn dýrlingur og hét fólkið á hann að uxinn mætti bjargast. Það gekk eftir og náðist hann út. Segir sagan síðan að uxinn hafi gengið óstuddur að ná- lægum helli." Lítið verið rannsakað Eyjólfur á sér draum um að mann- gerðu hellarnir í Rangárþingi verði lagaðir, einkum þeir sem þegar eru opnir og þekktir. Þá sé hægt að gera þá aðgengilega ferðamönnum. „Það hefur sama og ekkert verið rannsakað á svæðinu frá Þjórsá til ytri Rangár. Það er enginn vafi i min- um huga að margt merkOegra minja er að finna á svæðinu sem gætu varp- að ljósi á upprana þjóðarinnar og foma búskaparhætti fyrir landnám. Mér finnst afar líklegt að fyrir land- nám hafi menn sunnan úr álfu byggt Suðurland og manngerðu hellamir séu þeirra verk. Hellagerð tíðkaðist ekki á Norðurlöndum, enginn mann- gerður heílir hefur fundist í Noregi og Svíþjóð og þaðan af síður í Dan- mörku. í Frakklandi er hins vegar mikið um manngerða hella sem hýstu gjama búpening. Þeir eru bogamynd- aðir að ofan eins til dæmis hellirinn á Efra-Hvoli,“ segir Eyjólfur. Fjöldagröfin við Pulu Áhugi manna á hellunum hefur að sögn Eyjólfs lítillega vaknað síðustu árin. Þó hafa hellamir á Ægissíðu, sem á árum áður voru algengur við- komustaður ferðamanna, verið lokað- ir í rúman áratug. „Það er sorglegt til þess að vita að hellarnir séu ekki sýnilegir og opnir almenningi. Þeir era miklu viðar um sýsluna en flesta gnmar. Það er til dæmis afar merkilegur hell- ir í Pulu sem lokaðist í svartadauða. Ég rak niður teina við bæinn og tel mig hafa fundið innganginn. Þvi miður er það nú svo að að- eins fomleifafræðingar mega stinga þarna niður graftólum sínum. Heimildir herma að þarna kunni að vera svokallaður Hund- raðmannahellir sem hafi að geyma ósnerta fiöldagröf frá því í svartadauða. Það er með þetta eins og aðrar minjar í sýslunni, úr því fæst ekki skorið nema með fornleifarannsóknum," segir Eyjóifur Guðmundsson um leið og hann hvetur fólk til að heita á Þorlák helga því þannig geri það vonandi sjálfu sér gott auk þess að stuðla að því að fornum aenningarverðmætum erði bjargað. -aþ Eyjólfur Guðmundsson er mikill áhugamaður um varð- veislu manngerðra hella í Rangárþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.