Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 Fréttir Geir H. Haarde, nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Fágað samkennd- arþel á fundinum - hér verða engir eftirmálar, sagði Sólveig Pétursdóttir „Enginn stjórnmálaflokkur á íslandi er með jafnöflugan og sterkan formann og við sjálf- stæðismenn," sagði Sólveig Pétursdóttir en hún laut í lægra haldi fyrir Geir H. Haarde í varaformannskjörinu. Hér er Sólveig á tali við Davíð Oddsson sem hlaut rússneska kosningu í formannsembættið. DV-mynd JAK „Þessi fundur var afskaplega góð- ur, samkennd og samhugur hefur einkennt hann og ég minnist þess ekki að fundurinn hafi verið hald- inn í svo jákvæðu andrúmslofti og það er fagnaðarefni,“ sagöi Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ný- endurkjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins með 97 prósentum at- kvæða landsfundarfulltrúa þegar DV ræddi við hann í gær. Formað- ur flokksins mun ekki fyrr hafa ver- ið kjörinn á svo eindreginn hátt. Davíð segir að flokkurinn fari nú óragur til kosningaundirbúnings. „Þótt okkur líði vel hér, þá þýðir það ekki breytingar á fylgi flokks- ins, ég held það verði á líku róli - vonandi," sagði formaðurinn. Ljóst var á lokadegi landsfundar í gær að mikil sátt ríkir um flesta hluti innan flokksins. í nefndastörf- um var vissulega tekist á um ýmis atriði, þótt full eining, eða því sem næst, næðist í öllum 25 málefna- nefndunum sem sátu að störfum og náðu allar lendingu. En mest reyndi þó á þegar nýr varaformaður flokksins var kjör- inn. í framboöi voru tveir Reykja- víkurþingmenn flokksins, Sólveig Pétursdóttir og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. Aðdragandi kosning- arinnar stóð mestanpart eftirmið- dagsins. Báðir frambjóðendur fóru um meðal fundargesta í Höllinni áður en gengið var til kjörsins til að reyna að afla atkvæða. Á meðan beðið var eftir úrslitum varaformannskjörs kynntu nefnda- formenn niðurstöður í málefnastör- funum. Gífurleg eftirvænting yfir- skyggði umræður. Klöppuðu meira fyrir Geir Svo komu tölurnar sem allir biðu eftir: Sólveig Pétursdóttir 299 at- kvæöi, Geir H. Haarde 898 atkvæði. Forspáir menn sögðu þetta ekki koma á óvart, klappstyrkur hefði verið mældur daginn áður þegar frambjóðendur fluttu ræður sínar. Þá hafi lófatakið sem Sólveig fékk mælst 150 desibel, en Geir H. hefði fengið 170. Ekki er vitað hvort þetta var í raun mælt en víst er að sigur Geirs var stærri en nokkurn óraði fyrir. Atkvæðatölurnar voru vissulega vonbrigði fyrir sjálfstæðiskonur og stuðningsmenn Sól- veigar. En þrátt fyrir þetta hélst einhugur meðal landsfundarfull- trúa það sem eftir lifði fundarins. Áður hafa farið fram kosningar í flokknum sem drógu slóða á eftir sér en ljóst að svo verður ekki nú. Geir H. Haarde sagði eftir kjörið að hann vildi þakka Sólveigu og stuðn- ingsmönnum heið- arlega baráttu. „Andstæðingar okkar munu eflaust halda því fram að aðal- atriðið hafi verið að karl hafi sigrað konu. Það er auðvitað ekki kjarni málsins, lands- fúndurinn var að velja á milli tveggja hæfra einstaklinga. Ég full- yrði að landsfundar- fulltrúar hafa gert upp við sig í þeirri kosn- ingu á fullkomlega málefnalegum forsend- um,“ sagði Geir. „Þessi landsfundur hefur styrkt Sjálfstæðisflokk- inn og eflt okkur öll til baráttu. Það ríkir vellíðan og samkennd- arþel á þessum lands- fundi, og hjá vinstri flokkimum er eins og hópur öskurapa hafi safnast saman,“ sagði Geir og var þar að vitna í grein andstæðings Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu. Sterkur formaður Sólveig Pétursdóttir óskaði Geir til hamingju sem og Davíð Odds- syni með sitt endurkjör. „Enginn stjórnmálaflokkur á íslandi er með jafnöflugan og sterkan formann og við sjálfstæðismenn," sagði Sól- veig. Hún sagði að sjálfstæðismenn hefðu valið sér nýjan varaformann og endurkjörið sinn góða formann. Þar með væri komin niðurstaða sem allir sættu sig við. Hún hvatti fólk til að þjappa sér saman að næsta verkefni, alþingiskosning- um, allir sjálfstæðismenn í sama liði. „Hér verða engir eftirmálar," sagði Sólveig. Sólveig vildi ekki taka undir það að landsfundur Sjálfstæðisflokks væri nokkuð hallur undir karlkyn- ið. „Fólk er bara að velja á milli í lýðræðislegu kjöri og þetta er nið- urstaðan," sagði hún. -JBP Einar K. Guðfinnsson: Mikil tíðindi fyrir Vest- firðinga „Þetta eru mikil tíðindi. Flokkur- inn er í senn að taka tillit til umræð- unnar í þjóðfélaginu, en um leiö að leiða umræðuna með því aö marka sér þann sess að vilja taka til gagngerðrar endurskoðunar sjávarútvegs- stefnuna og hafa undir allar þær hugmyndir og E'nar K- þau gagnrýnis- Guðfinnsson. efni sem upp hafa komið,“ sagði Ein- ar K. Guðfmnsson, alþingismaður frá Bolungarvík. - Má treysta ykkur? „Það má alltaf treysta Sjálfstæðis- flokknum." - Gott fyrir þína heimabyggð? „Ég er sannfærður um að Vestfírð- ingar binda miklar vonir við að stærsti flokkur þjóðarinnar leggur fram ályktun af þessu taginu." -JBP Langoröur ungur ræðumaður: Straumur tekinn af hátölurum Ríkharður í ræðustóli í gærdag - þegar hann féllst ekki á að stytta mál sitt um Reykjanesbraut var straumur á magnarakerfi rofinn og sjónvarpsmynd- in hvarf. DV-mynd JAK „Margir hafa haft samband við mig og sagt að þetta hafi verið fuil- gróft, ég var bara búinn að tala í kortér eða tuttugu mínútur," sagði Ríkharður í gær. Hann sagðist fyrir- gefa samherjum sínum í pólitíkinni en þetta yrði rætt í Heimi, félagi ungra sjálfstæðismanna í Keflavík. Slökkt var á magnarakerfi Laug- ardalshallar þegar Ríkharður var í ræðustóli á landsfundinum í gær. Ríkharður Ibsen er kunnur ræðu- skörungur úr ræðuliði Verslunar- skólans fyrir nokkrum árum. Hann gerðist langorður og var áminntur af Sturlu Böðvarssyni landsfundar- stjóra um að stytta mál sitt. Rík- harður var að ræða um tvöfóldun Reykjanesbrautar. Landsfundur vildið lítið aðhafast i því máli en frekar færa ReykjavikurflugvöO út í Skeriafjörö. Áminning Sturlu gagnaði ekki og Ríkharður hélt áfram að tala. Skyndilega fór hljóðið af og lítið heyrðist til hans nema á næstu borðum. Því næst hvarf mynd Rík- harðar af stóra sjónvarpsskjánum. Ungi ræöumaðurinn hélt sínu striki, lauk við ræöuna og fékk klapp. „Það þýðir ekki að hafa fimmtán hundruð manns í gíslingu," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson úr liði ungra sjálfstæðismanna og glotti við þegar þetta gerðist. Margir í hópnum voru sammála þessu. Allir voru að flýta sér út í góða veðrið. Fleiri rafmagns„truflanir“ urðu á fundinum. Þegar Davíð Oddsson var að, fara að ræða við DV og fleiri eft- ir fundinn fóru loftljósin á stórum kafla. Davíð var eldfljótur að finna ástæðuna: „Það er ekki að spyrja að honum Friðriki Sophussyni, varla búinn að kveðja okkur og farinn til Landsvirkjunar þegar hann tekur af okkur ljósin.“ -JBP Stuttar fréttir :dv Skeröingu Samtök psori- asis- og exem- sjúklinga létu um helgina í ljós mikla óánægju með að ný lög um almanna- tryggingar hafi verið samþykkt, sem afnema rétt psoriasissjúklinga til að fara í svokallaða loftslags- meðferð á Kanaríeyjum. í fréttatil- kynningu segjast samtökin undr- ast þrautseigju og harðfylgni heO- brigðisráðherra í þessu máli. Samfylkingin og garöyrkja Ungt fólk í Samfylkingunni var með stutta kynningu á mál- efnum íslenskrar garðyrkju í Kringlunni á fóstudag. Unglið- amir vilja að garðyrkjunni verði veittur aðgangur að ódýrara raf- magni tU að styrkja samkeppnis- stöðu hennar gagnvart evrópsk- um keppinautum. Seinagangur á Akureyri Birgir Reynisson, verslunar- stjóri Rúmfatalagersins á Akur- eyri, undrast seinagang bæjaryfir- valda, en þau hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvað verði um lóð Akureyrarbæjar þar sem aðalí- þróttaleikvangur bæjarins stend- ur. Rúmfatalagerinn vUl byggja verslun á lóðinni. Dagur sagði frá. mótmælt Flugfélagiö áfrýjar Flugfélag íslands ákvað í dag að áfrýja úrskurði Samkeppnisstofn- unar um að banna Flugfélaginu að auka tíðni flugs tU EgUsstaða, frá og með 15. mars. Markaðsstjóri Flugfélagsins telur að Samkeppn- isstofnun brjóti rétt á Flugfélagi ís- lands. Stöð 2 sagöi frá. Afslátturinn ekki gefinn eftir Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags ís- lands, segir að ekki komi til greina að gefa sjómannaaf- sláttinn eftir, nema útgerðin taki við honum. Að hans mati er eðlUegt að af því verði vegna þess að afslátturinn sé í raun niður- greiðsla á launum. Mbl sagði frá. Lyftunni lokaö ÍTR og Bláfjallanefnd ákváðu fyrir helgi í samráði við Vfrmu- eftirlit ríkisins að stööva rekstur stólalyftunnar í Skálafelli. Ákvörðunin var tekin með hlið- sjón af óhöppum sem orðið hafa að undanfórnu við lyftuna. Samningar undirritaðir Samningar um Qármögnun og byggingu fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ voru undirritaðir í gær. Verkafl, dótturfyrirtæki ís- lenskra aðalverktaka, mun byggja húsið á innan við ári. Stöð 2 sagði frá. Fjölgar á barnageödeild Nýjum málum hefur Qölgað mikið að undanfömu hjá Bama- og unglingageðdeUd Landsspítal- ans. Um 100 em á biðlista hjá deUdinni og segir yfirlæknirinn að ekki sé hægt að taka við þessari aukningu að öUu óbreyttu. Sjón- varpið sagði frá. Kosningamiöstöö opnuö Kosninga- miðstöð Vinstri hreyfingarinn- ar - Græns framboðs var opnuð í Reykja- vík um helgina að Suðurgötu 7. Framboðslisti hreyfingarinnar var ákveðinn fyr- ir helgi og er Ögmundur Jónasson oddviti listans. Reykingar minnka Tóbaksnotkun á íslandi hefúr minnkað um 12% á síðustu 13 árum, en á sama tíma hafa reyk- ingar meðal ungs fólks farið vax- andi. ÁTVR hefur aldrei selt jafn fáa vindlinga og á árinu 1998. Sjón- varpið sagði frá þessu. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.