Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 Fréttir Skipstjóri stefndi ríkinu til greiðslu bóta eftir að sýslumaður á Patró „lá á“ netum hans: Þrjóska sýslumanns bakaði ríkinu kostnað - lét þau ekki af hendi þrátt fyrir að Fiskistofa hefði úrskurðað að þau væru lögleg Sýslumaðurinn á Patreksfirði bakaði ríkinu hátt í hálfrar milljón- ar króna kostnað þegar hann þráað- ist um rúmlega tveggja mánaða skeið við að afhenda sjómanni í bænum 40 net sem hann hafði lagt hald á. Héraðsdómur Reykjavikur hefur dæmt ríkið til að greiða þessa upphæð, fjármuni sem að mestu fel- ast í máls- og lögmannskostnaði, sem varð til vegna þess að sýslu- maður lét netin ekki af hendi til sjó- mannsins, þrátt fyrir að löngu væri ljóst að þau væru ekki ólögleg eins og hann hafði fyrst talið. Málavextir eru þeir að stefnand- inn í málinu var á landleið eftir netaveiðar í Patreksfjarðarflóa þann 16. október 1997, þegar varð- skipsmenn af Óðni fóru um borð til hans til að mæla möskvastærð. Að- eins var hægt að mæla 3 af 40 net- um. Mæling stýrimanns sýndi möskvastærð upp á 5 og 3/4 tomm- ur. Netaskipstjórinn mótmælti þeg- ar mælingunni, enda stóð hann í þeirri trú að netin, sem hann hafði fengið lánuð, næðu 6 tomma möskvastærð. Við komuna til hafnar voru netin 40 tekin, þau innsigluð og afhent sýslu- manninum á Patreksfirði. Skipstjórinn óskaði eftir þvi að starfsmenn Fiski- stofu kæmu vestur til að mæla netin. Reyndist þá möskvastærðin 6 tommur eins og í fyrri mælingum manna frá Fiskistofunni. Nú þótti skipstjóranum sönnur komnar fram um að hann hefði verið meö lögleg net - eins og hann hafði alltaf haldið fram - og krafði sýslumann um að þau yrðu afhent. En sýslumaður neitaði. Viku eftir mælinguna, 7. nóvem- ber, hafði skipstjórinn aftur sam- band við sýslumann sem kvaðst ekki mundu afhenda netin nema sá fyrmefndi viðurkenndi aö þau væru 5 tommur og 3/4! Því hafnaði skipstjórinn. 18. desember hitti skipstjórinn sýslumann á ný sem enn neitaði að afhenda honum netin - hann kvað þau sönnunargögn í opinberu máli, en bauðst til að af- henda þau ef viðurkennt væri að möskvastærðin væri ólögleg. Því hafnaði skipstjórinn sem fyrr. Sjómaðurinn leitaði nú lög- mannsaðstoðar. Lögmaður sendi sýslumanni bréf 30. desember þar sem hann var krafmn um af- hendingu netanna eigi síðar en 7. janúai-1998 - annars yrði haldlagn- ingin borin undir dómara. Einnig var bent á að netin væru sennilega orðin ónýt og úldin. Sýslumaður hringdi þá í skipstjórann og sagðist mundu afhenda netin. Þau voru af- hent 9. janúar, tæpum þremur mán- uðum eftir að þau voru tekin. Skipstjórinn fór fram á rúma milljón króna í bætur, m.a. vegna launakostnaðar og ónýtra neta. Hér- aðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þegar Fiski- stofumenn hefðu mælt netin, hefði svo mikill vafi verið kominn upp um sekt skipstjórans, að sýslu- manni hefði borið að aflétta hald- lagningunni. Þar sem ekki var séð að sýslumaður hefði aðhafst neitt í þessu fyrr en 9. janúar 1998 þótti héraðsdómi ljóst að hann hefði brot- ið stjómsýslulög, ákvæði stjórnar- skrár og mannréttindasáttmála Evr- ópu. Einnig var til þess tekið að sýslumaður benti skipstjóranum aldrei á heimild hans til að bera haldlagninguna undir dómara. -Ótt Þórólfur Halldórsson, sýslumaður. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, bauð upp á lýsi í opinberri heimsókn sinni til Póllands. Kom forsetinn ásamt fylgdarliði sínu í apótek í miðborg Varsjár, en apótekið hefur selt ísienskt lýsi í nær hálfa öld. Af því tilefni hélt Ólafur ræðu þar sem hann sagðist hafa alist upp við það að taka lýsi daglega, en eins og margir eflaust muna var hér skyldutaka á lýsi f skólum í mörg ár. Fulltrúum pólskra fjölmiðla var að lokum boðið að skála við forsetann í eð- alvökvanum íslenska. DV-mynd GTK Litla kaffistofan: Einkarekin veðurathugunar- stöð á Sandskeiði Fíkniefni á Flókagötu Lögreglumenn fundu 12 grömm af amfetamíni og nokkuð af hassi við húsleit á Flókagaötu um helgina. Lögreglumenn stöðvuöu bifreið sem í voru fjórir þekktir „hasshausar" eins og lögreglan oröar það. Veittu mennirnir lögreglunni góðfúslegt leyfi til húsleitar heima hjá einum þeirra og fundust þá fíkniefnin. Mennimir voru þó nokkuð ringlað- ir af vímuefnaneyslu og meðgengu að eiga amfetamínið og hassið. -ELR Sinubruni í kirkjugarði Tvívegis var kveikt í sinu í kirkjugarðinum í Gufunesi um helg- ina. Þá logaði sina í nágrenni kirkjugarðsins í Fossvogi á sama tíma. Slökkviliðsmenn hvetja for- eldra og forráðamenn bama til að aðgæta hvort þau hafi eldfæri undir höndum og brýna jafnframt fyrir þeim að sinubruni geti verið dauð- ans alvara. -EIR Kópavogur: Drukkinn ók á sjö- tuga konu Ekið var á sjötuga konu þar sem hún var á leið yfir Nýbýla- veginn í Kópavogi á laugardag- inn. Konan var á gangbraut og í fullum rétti þegar bíll kom aðvíf- andi og ók hana niður. Þó konan hafi fótbrotnaö, auk annarra minniháttar meiösla sem fylgdu fallinu, fann hún vínlykt af öku- manni bílsins þar sem hann stumraði yfir henni. Gerði lög- reglan viðeigandi ráðstafanir og konan fór á sjúkrahús. Um svipað leyti og þetta gerðist féll maður ofan af þaki húss í ná- grenni slysstaðarins. Hafði hann verið að stefnustilla sjónvarps- loftnet þegar honum skrikaði fót- ur með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar eina þrjá metra. Meiddist hann á mjööm. -EIR „Fólk er alltaf að spyrja mig um veðrið og nú get ég svarað viðskipta- vinunum," segir Stefán Þormar, veit- ingamaður í Litlu kaffistofunni á Sandskeiði. „Ég er með vind- og regnmæli uppi á þaki og barometur með öllum græjum. Þetta er síöan tengt við tölvuskjá hérna inni á kaffistofunni og nú get ég sagt öllum upp á hár hvemig veðrið er.“ Litla veðurathugunarstöðin hans Stefáns kostaði 80 þúsund krónur og hann sér ekki eftir þeim peningum. Hann fær engan styrk frá Veðurstof- unni enda ætlar hann að nota veður- upplýsingamar í eigin þágu. „Það er ákaflega gaman að geta rætt um veðrið af vísindalegri ná- kvæmni. Núna er til dæmis fjögurra stiga frost hjá mér og vindkælingin stendur í mínus 11 stigiun. Vindstig- in eru tvö en rakastigið var að detta út af skjánum hjá mér. Ég kann ekki alveg á þetta ennþá. En þetta er gam- an,“ segir Stefán, stoltur af litlu veð- urathugunarstöðinni sinni í Litlu kaffistofunni. DV, Vesturlandi: Hreppsnefnd sameinaða sveitarfé- lagsins norðan Skarðsheiðar sam- þykkti á fúndi sínum á laugardag að sveitarfélagið skuli heita Borgarfjarð- arsveit. Nafnið verður sent félags- málaráðuneytinu og Ömefnanefnd til staðfestingar. Sveitarfélagið hafði „Næst ætla ég aö tengja þetta við tölvuna heima hjá mér þannig að ég geti athugað hvernig veðrið er hérna upp frá áður en ég legg af stað.' hlotið nafnið Borgarfjörður. Því nafni var hafnað af Ömefnanefhd og íbúar beðnir um að koma með tillögur um nýtt nafn. Á fúndinum á laugardag var einnig samþykkt að ganga til samninga við arkitektana Guðrúnu Jónsdóttur og Auði Sveinsdóttur um gerð aðalskipu- lags Borgarfjarðarsveitar. -DVÓ -EIR Borgarfjarðarsveit skal það heita Ekki minnkar hann Eins og alþjóð er kunnugt veiddi hinn frjálslyndi Sverrir Hermanns- son, fyrrum bankastjóri, stórlax í Hrútafjarðará í haust og sagði hann 26-27 punda þungan. Setti Sverrir laxinn hfandi í kistu, en þaðan hvarf laxinn og taldi Sverrir að laxinum hefði verið stolið. Hið rétta var hins vegar að starfsmenn Hóla- lax tóku laxinn og notuðu hann í klak. Þeir vigt- uðu laxinn einnig og reyndist hann 21 pund. Laxinn frægi var síðan sendur til uppstoppunar á Akureyri og er það verk á lokastigi. Sverrir leit við hjá uppstopparanum á Akur- eyri fyrir nokkrum dögum og sagð- ist þekkja laxinn aftiu-. Við það tæki- færi sagði Sverrir að þetta væri sinn stærsti lax, en stærstan hefði hann áður veitt 24 punda. Gerir Sverrir þvi ekkert með viktun Hólamanna á fiskinum, eða það að fiskurinn er ekki nema 100 cm langur sem svarar til 21 punda fisks eins og þessi „met- fiskur" var. Á öndverðum meiði Talsmenn stjórnarflokkanna fyrir kosningamar á Norðurlandi eystra eru á öndverðum meiði varðandi það hvar næstu jarðgöng skulu bor- uð á íslandi. Lands- mönnum er kunnur sá vilji Halldórs Blöndals sam- gönguráðherra að tengja Siglufjörð við Eyjafjarðar- svæðið með jarð- göngum um Héð- insfjörð, en Val- gerður Sverrisdóttir, oddviti framsóknarmanna í kjördæminu, stendur fast við hlið formanns Framsóknarflokksins og segir full- um fetum að næstu jarðgöng eigi að bora á Austurlandi. Þykir Valgerður nokkuð „glannaleg" með þessari af- stöðu, því án efa eykur hún ekki fylgi flokksins mikið á Norðurlandi eystra með þessari afstöðu sinni. Aðrir frambjóðendur Framsóknar- flokksins í kjördæminu hafa hins- vegar ekki talaö hátt um málið. Af-Kristnun Séra Kai’l Matthíasson skipar annaö sætið á Usta Samfylkingar- innar á Vestfjörðum. Karl rekur nú harða kosningabaráttu í kjördæm- inu og freistar þess sérstaklega að af- kristna Vestfirðinga. Ekki má skilja þetta svo að Karl gangi hart fram i því að þeir Vestfirðingar afneiti sjálfum Jesú Kristi, held- ur vill Karl að þeir gangi af trúnni á Kristin H. Gunnarsson, fyrrum alþýðubandalagsmann og nú fram- sóknarmann, og kjósi hann ekki. Séra Karl er að af-Kristna kjósendur í kjördæminu. Skotið á Blöndalinn Það er greinUegt að ungir sjálf- stæðismenn í Heimdalli hafa ekki mikinn húmor fyrir hugmyndum Halldórs Blöndals og fleiri lands- byggðarþingmanna um jarðgöng hér og þar. Þeir leggja til að felld verði burt grein í drögum að ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokks um samgöngumál þar sem segir að treysta skuli byggðarlög og tengja saman atvinnusvæði með hagkvæmi'i jarðgangnagerð. Heim- dellingar segja að íjármagna skuli gerð jarðgangna af einkaaðilum. Þá verði þau byggð þar sem þau eru hag- kvæm. - Ekki svo flókið. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.