Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 15 Æi, ráðherra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. - Án efa brjóstumkennanlegasti ráðherra rfkisstjórnarinnar, segir Sigurður m.a. í upphafi greinar sinnar. Brj óstumkennanleg- asti ráðherra í ríkis- stjórn helmingaskipta- flokkanna er án efa heilbrigðisráðherr- ann, Ingibjörg Pálma- dóttir, og er þá langt til jafnað. Hvenær sem hún þarf að standa fyrir máli sínu hefur maður á tilfinning- unni, að saklaus óviti hafi óviljandi eða óaf- vitandi ratað í þá raun að þurfa að verja sig fyrir umburðarlaus- um strákahópi sem vill fá að vita hvers- vegna hún hafi gert þetta eða hitt, en hún kannast ekki við að hafa gert annað en hlýða boðum að ofan, enda viti hún ekki til að hún hafi sjálf gert eitt eða neitt og geti því ekki bor- ið ábyrgð á því sem gert hafi ver- ið. Þingsöguleg endemi Frammistaða Ingibjargar í sam- bandi við óburðugt frumvarpið um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði, sem síðan var dregið til baka, endursamið í snarhasti og barið í gegn hálfkarað með hof- móðugu og fyrirhyggjulausu of- forsi, var með þvílíkum endemum að lengi mun í minnum haft í þingsögunni. Þó frumvarpið væri einróma samþykkt af stjórnar- flokkunum, eru enn æðimargir endar lausir og vant að sjá hvern- ig framkvæmdin á eftir að verða. Katrín Fjeldsted hefur til dæmis bent á að óleystur sé sá vandi að afla gagna frá lækn- um sem í grundvall- aratriðum séu því andvígir að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar um sjúklinga sína. Nú hefur komið á daginn að formaður Vísindasiðanefndar, sem gegnir lykilhlut- verki í eftirliti með störfum íslenskrar erfðagreiningar, er jafnframt vísinda- ráðgjafi móðurfyrir- tækisins DeCode Genetics. Ekki skal dregið í efa að þessi ágæti dósent og yfir- læknir á Landspítal- anum, Guðmundur Þorgeirsson, sé í alla staði heiðar- legur og vammi flrrtur, en hann er óneitanlega i hlutverkum sem frá öllum siðgæðislegum sjónarmið- um eru allsendis ósamrýmanleg. Það væri nánast ofurmannlegt hreystibragð ef hann treystist til að gæta fyllsta hlutleysis í báðum hlutverkum. Meðvitundarleysi? Hjörleifur Guttormsson vakti athygli á þessu furðulega máli í fyrirspum á Al- þingi og tók rétti- lega fram að það væri algerlega á ábyrgð heilbrigð- isráðherra, en Ingibjörg brást við með sama hætti og jafhan fyrr, talaði í vest- ur þegar Hjörleif- ur talaði í aust- ur, vissi ekki til að neitt væri athugavert við það sem hún var sökuð um og gerði sér augljóslega enga grein fyrir um hvað málið snerist. Óvitaskap- urinn í málflutningi hennar var svo brjóstumkennanlegur að manni kom ekki einusinni til hug- ar að undir kynni að búa flærð eða undirmál. Og þó. Er það í raun- inni hugsanlegt að einn af tíu æðstu ráðamönnum þjóðarinnar geti verið svona einfaldur og skyni skroppinn? Siðblinda er eitt helsta auð- kenni íslenskra stjórnmálamanna og á sér, mér vitanlega, enga hlið- stæðu meðal kollega þeirra norðan Mundíufjalla. Þessi siðblinda er stundum svo inngróin að hún get- ur birst sem fullkomið sakleysi eða meðvitundarleysi. Og þá vakn- ar vitanlega sú spurning, hvort stjómmálamaður sem er fullkom- lega ómeðvitaður um það siðgæði, sem gerir greinarmun á réttu og röngu, sé í rauninni siðspilltur. Böm eru talin saklaus þartil þau einn góðan veðurdag vakna til vit- undar um muninn á réttu og röngu og læra að bera ábyrgð á eigin gerðum. Kannski er kominn tími til að efna til námskeiðs hjá Endurmenntunarstofnun Háskól- ans fyrir þá sem vasast í pólitík, þarsem þeim yrði gert að setja sig inní þau augljóslega torlærðu vís- indi, að í siðmenntuðu samfélagi er gerður greinarmunur á réttu og röngu, siðaðri háttsemi og sið- leysi. Sigurður A. Magnússon Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Siðblinda er eitt helsta auö- kenni íslenskra stjórnmálamanna ogásér, mér vitanlega, enga hliö- stæðu meðal kollega þeirra norð- an Mundíufjalla. Þessi siðblinda er stundum svo inngróin að hún getur birst sem fullkomið sak- leysi eða meðvitundarleysi.“ Að ávaxta fé sitt Nýlega var hér á ferð breskur sérfræðingur, Helen Simons að nafni. Helen þessi starfar nú sem prófessor við háskólann í Southampton, en hún hefur um tuttugu ára skeið rannsakað leiðir sem skólar geta notað til að meta sjálfir starf sitt, árangur þess og skilvirkni. Slíkt mat er nauðsyn- legt ef bæta á skólann og þróa hann í takt við þær breytingar sem verða í heiminum. Gífurlegur áhugi hefur verið á þessu á undan- fórnum áram og hefur Helen ferð- ast víða um heim til að kynna hug- myndir sínar. Árangur á móti útlögðum kostnaði Mat á innra starfi hefur orðið æ mikilvægara fyrir skólana, I kjöl- far þess að markaðssjónarmið hafa víða náð yfirhöndinni. Stjómvöld í mörgum vestrænum löndum þrýsta nú á um að skólar sýni betri árangur fyrir minni pening. í þeim löndum, t.d í Bretlandi, þar sem skólar fá framlag í samræmi við nemendafjölda og skólasóknin er frjáls, skiptir miklu máli fyrir ein- staka skóla að fá „góðan stimpil". En góðan stimpil fá yfirleitt þeir skólar þar sem árangur nemenda í samræmdum prófum er góður. Önnur gæðavið- mið eru sjaldan nefnd, þó að þau eigi vissulega rétt á sér. Kröfur um prófárangur á móti útlögöum kostnaði hafa einnig heyrst hér á landi. Þeir sem sóttu námskeið Helenar Simons fóra væntanlega heim til sín með rétta formúlu í farteskinu. Nú geta þeir tekið til óspilltra málanna og lagt límu-nar fyrir nýju öldina. Peningar sem settir eru í grunn- skólana, skila þá væntanlega margfoldum arði í framtíðinni. - Eða er það svo? Virkja þarf kennara Einna athyglisverðast í mál- flutningi Helenar Simons var áhersla hennar á hlutverk kennara í skólaþró- un. Lykilorð henn- ar var „kennaraþró- un“. Án kennara- þróunar verður ekkert úr neinni skólaþróun, að hennar sögn. En þetta er þáttur sem oft vill gleymast í umræðunni, bæði hér á landi og ann- ars staðar. Það er karpað um laun kennara, rifist um viðverutima, starfs- daga og hvaðeina. En krafan um sí- menntun kennara og virkni þeirra í þróunarmálum heyrist varla, hvorki frá foreldrum, kenn- urum sjálfum né eigendum skól- anna, ríkinu og sveitarfélögun- um. Samt er heimurinn í stöðugri og hraðri þróun og til að geta mætt kröfum nútímans og fram- tíðarinnar væri eðlilegt að kenn- arastéttin, jafnvel meira en marg- ar aðrar starfsstéttir, væri vak- andi fyrir nýjungum, tileinkaði sér nýjar rannsóknarniðurstöður og breytti sér og kennsluháttum sínum eftir þeim. Sveitarstjórnir þurfa, á sama hátt og eigend- ur annarra fyrirtækja, að tryggja það að starfsmenn þeirra fái reglulega þjálfun - á vinnutíma. Frumkvæði í skól- unum sjálfum Um fmmkvæði í skólaþróun sagði Helen Simons, að væn- legast til árangurs væri, ef fyrsta skrefið væri tekið heima í héraði, helst í skólun- um sjálfum, af kenn- urum og foreldrum. Við eigum ekki bara að bíða eftir skipunum og leið- beiningum að ofan, frá ráðuneyt- um og rannsóknarstofnunum. Mikilvægt er einnig að slík fram- þróun sé ávallt í gangi. Því að ekkert stendur í stað, annað hvort förum við áfram eða aftur á bak. Til að skólinn og kennararnir með honum geti staðið að þessari framþróun, þarf hann að fá fjár- legslegan stuðning frá sveitafélagi sínu, en sálrænan stuðning frá foreldrum, því að góður skóli er allra hagur. Marjatta ísberg „Mat á innra starfi hefur orðið æ mikilvægara fyrir skólana í kjölfar þess að markaðssjónarmið hafa viða náð yfirhöndinni. Stjórnvöld í mörgum vestrænum löndum þrýsta nú á um að skólar sýni betri árangur fyrir minni pening Kjallarinn Marjatta ísberg fil. mag. og kennari Með og á móti Hafa spár fiskifræöinga um loönugengd og -veiðar brugöist? Ekki traust- vekjandi Sverrir Leósson út- geröarmaöur. „Mér finnst það ekki nógu traust- vekjandi hvernig staðið hefur verið að rannsóknum og loðnuleit undan- farin ár. Þetta minnir mig stundum á happa og glappa aðferð hvernig þetta hefur verið gert og dæmin eru mýmörg sem hægt væri að benda á. Ég held að þarna verði að gera bragar- bót og það veru- lega. Það verður að standa miklu betur að rannsókn- um og það verður að standa miklu betur að ráðgjöf fiskifræðinga. Það verður að vinna þetta allt miklu skipulegar og gera þetta þannig að það sé traustvekjandi. Það er gífurlega mikið í húfi og við sáum það núna hversu litlu má muna svo ekki verði breytingar á tillögum um það magn sem veitt er. Það var ekki fyrr en á síðustu metrum loðnuleitarinnar núna í febrúar sem flskifræðingar urðu rólegir og bættu við 250 þúsund tonnum. Ef þeir hefðu farið í land 2-3 dögum fyrr Hefði þessum 250 þúsund tonnum ekki verið bætt við. Þetta sýnir að það er eitthvað mikið að, nema að fiskifræðingam- ir viðurkenni bara að þeir ráði ekki betur við þetta. Ég vildi sjá þetta þannig að þessi tala væri ákveðin í upphafl og svo stæði hún. Öryggi þeirra sem stunda þessar veiðar er ekkert, menn vita ekki hvort þeir em að verða búnir með kvótann og sjómenn vita ekki neitt varðandi sín mál, hvort skipinu þeirra verður lagt á morgun eða eftir nokkrar vikur. Þetta bara gengur ekki svona“. Loðnan erfið „Eg ætla ekki að fara að deila við sjómenn eða aðra hagsmunaaðila um þessi mál í dagblöðum, það get- um við gert á okkar fundum sem haldnir eru vor og haust. Hitt get ég sagt, aö loðn- an er mun erflð- ari við að eiga fyrir okkur en flestar aðrar teg- undir og það stafar af því hversu skammlíf hún er, það er Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræöingur. svo einfalt mál. Loðnan er á 3. og 4. aldursári þegar verið er að veiða hana og það þarf engan speking til að sjá að það er eriftt að spá í framtíðina með fisk sem verður ekki eldri. Hins vegar hafa spár undanfarin ár varöandi það hversu mikið muni verða af loðnu gengið nokkuö vel eftir. T.d. munar varla nema um 10% núna á spá um ílskafjölda og því sem við mældum. Munurinn er hinsvegar í tonnum talið nokkuð meiri, því ein- hverra lduta vegna hafa ætisskil- yrði loðnuhnar verið ákaflega léleg sl. sumar. Það er hins vegar mjög erfitt að spá fyrir um svoleiðis hluti og við höfum ekki verið með rann- sóknir í gangi að sumarlagi sem sýna þá strax á þeim tíma hvað er að gerast. Það er hlutur sem allir eru sammála um að æskilegt væri að gera. Þetta eru ekki flóknar rannsóknir í sjálfu sér, en þær em tímafrekar og mannfrekar og þar af leiðandi dýrar. Svo er annað, en það er háttarlag loðnunnar. Það virðist vera svo að þegar ætisskilyrði eru góð og hún fitnar og vex fljótt að vorinu og fram að sumri, þá verður góð sum- arveiði fram í ágúst. Það þarf svo ekki að halda áfram að haustinu og í janúar.“ -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.