Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 16
16 lennmg MANUDAGUR 15. MARS 1999 Krassað á veggi í Ingólfsstrætinu Ivar Valgarðs- son er skemmti- lega þrjóskur listamaður sem á áreiðanlega ekki upp á pallborðið hjá öllum. Hann er stundum kenndur við mínímalisma og það er í vissum skilningi eðli- legt, þó sú skil- greining sé ekki alveg rétt, a.m.k. ekki miðað við allra ströngustu forsendur mínimalismans. Minímalisminn, eða naumhyggj- an svokallaða, miðar nefnilega ekki eingöngu að því að einfalda formið og útiloka allt skraut, held- ur á jafnframt að tæma listina af innihaldi eða merkingu, eins algjörlega og hægt er. (Reyndar er þaö nánast ómögulegt þar sem sjálft merkingarleysið felur í sér afstöðu, sem aftur hefur ákveðna merkingu!) ívar Vcdgarðsson getur varla talist hreinræktað- ur mínímalisti vegna þess að innihaldið skiptir einmitt meginmáli í verkum hans, þó e.t.v. megi túlka merkinguna á fleiri en einn veg. Líklega má þó segja að vinnubrögð ívars séu í anda naumhyggjunnar, hann gerir að- eins það sem óhjákvæmilegt er til þess að hugmyndin komist til skila og seint verður hann sakaður um glysgirni eða óþarft skraut í verkum sínum. En inntakið hverfur síður en svo þó skrautinu sé sleppt. Nær væri að segja að það skerptist því það sem eftir stendur verður bara hlaðnara merkingu fyr- ir vikið. Sumir halda að einungis latur lista- maður vinni eins og ívar Valgarðsson en það er út í hött. Að baki einfaldleikans liggur mikil hugsun, vinna og sjálfsafneitun. Það er Frá sýningu ívars Valgarðssonar í Gallerí Ingólfsstræti 8 nefnilega hámark agans að leyfa sér ekki að láta allar skemmtilegu og aðlaöandi hug- myndimar sem vakna við gerð verksins flakka, heldur halda sig við hinn hreina kjarna. Myndlist Áslaug Thorlacius Lífið á sínum gamla grunni Á sýningunni sem nú stendur yfir í Ing- ólfsstræti 8 sýnir ívar fjögur verk. Þrjú þeirra eru unnin beint á veggi gallerísins, ferhyrndir fletir litaðir með Crayola vaxlit- um, hver í sínum lit. Fjórða verkið liggur í gluggakistunni, tvö A4 blöð, lit- uð með sama hætti. Verkin bera nöfn lit- anna sem þau eru í: Spring green, Sky blue, Orange og Spring green - Sky blue. Merkinguna má lesa úr öllu; um- gjörðinni, forminu, efninu og titlum verk- anna. Þetta er hefð- bundin myndlist, vegg- málverk eins og fresk- urnar gömlu, sem hafa líka vísun í nýja- brumið, veggjakrot nú- tímans. Crayola vaxlit- urinn er litur barnsins og sú „tækni“ sem flestir hefja sinn myndlistarferil með, hvort sem hann verð- ur lengri eða skemmri. Hann er einnig algengur í veggmálverki, eða hvaða foreldri kannast ekki við vaxlit á vegg? Samt er listamanninum full alvara, um það vitnar strangt form flatanna og um- gjörðin öll. Titléirnir minna á annars konar sakleysi og æsku sem sömuleiðis stendur traustum fótum i gamalli hefð - vorið og sól- ina sem færa heiminum sitt síendurtekna, árvissa upphaf. Þvi fylgja engar kollsteypur heldur endumýjast lífið á sínum gamla grunni. Grasið sprettur helst þar sem það spratt áður, teygir sig bara ögn lengra hér og gefur eftir þar. Það er bjart yfir þessari sýn- ingu þó úr henni megi lesa öll þessi djúpu sannindi um lífið. Hún er líka full af vænt- umþykju þó tilfinningasemin liggi ekki á yf- irborðinu, en kannski er betra að vita að ívar á sjálfur lítil börn. Hún fjallar þannig lika að einhverju leyti um daglega lífið sem er ekki verri spegill á eilífðina en hvað ann- að. Látum því, fyrir alla muni, yfirlætisleys- ið ekki blekkja okkur. Pétur var það Eins og getið var um á menningcirsíðunni fyrir helgi voru stílverðlaun Þórbergs Þórð- arsonar afhent síðastliðinn fostudag í fjórða sinn. Til þessara verðlauna var stofnað árið 1989 þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu Þórbergs og til þessa hafa Gyrðir Elíasson, Þorsteinn frá Hamri og Þor- steinn Gylfason hlotið verð- launin. í þetta sinn hlaut þau Pétur Gunn- arsson, rit- höfundur og ötull kjallara- höfundur hér á DV. í reglum um verðlaunin seg- ir: „(Þau) eru veitt fyrir óvenjulega stíl- gáfu og frumleik í meðferð íslensks máls. Þau geta hlotnast hverjum þeim sem vekur at- hygli fyrir góðan stíl, hvort sem við- komandi er skáld, blaðamaður, stjórn- málamaður eða fæst af öðrum ástæðum við ritstörf." í dómnefnd sitja að þessu sinni Þor- leifur Hauksson fyrir hönd Styrktarsjóðs Þór- bergs og Margrétar, Páll Valsson fyrir hönd Máls og menningar og Gunnar Harðarson fyrir hönd menntamálaráðherra. Dómnefndin rökstyður verðlaunaveiting- una til Péturs m.a. með eftirfarandi hætti: „(Hann) hefur frá upphafi rithöfundarferOs síns lagt sérstaka rækt við stíl verka sinna, enda bera þau_ þess vitni, pétur Gunoa' rsson a líkt og verk Þórbergs sjálfs, að hverju orði hefur verið velt við og merking þess og staða í hverri setningu verið gaumgæfð til hins ýtrasta. Fjölmargar tegundir Pétur hefur fengist við fjöl- margar tegundir bókmennt- anna og alls staðar komið fram með nýjungar, bæði í efhisvali og stíl, og haft mikil áhrif í þeim efnum. Það gildir ekki einungis um skáldsögur hans heldur einnig ljóð, ritgerðir hans og vasabækm sem geyma frumlegar athuganir á töfrum hins daglega lífs. Það sama á við um nýlega og afar vinsæla útvarps- þætti Péturs um íslenska 17. og 18. öld sem hafa verið bornir uppi af sama ferskleika í efnis- tökum og stílgáfu og einkennir önnur verk hans. Nú síðast hafa þýðingar hans á nokkrum stór- virkjum heimsbók- menntanna, m.a. Frú Bovary eftir Gustave Flaubert og I leit aö liónum tímaeftir Marcel Proust, vakið sérstaka athygli bók- menntaunnenda, ekki síst hinn vandaði ís- lenski búningur. Þórbergur Þórðarson sagðist eitt sinn hafa innleitt í íslenskan bókmenntastíl „meiri hraða, fjör, hnittni og tilbrigði í stíl“. Svo vel vill til að þessa lýsingu má sem hægast heimfæra upp á stíl Péturs Gunnarssonar.“ -AI 1999 litaðir bútar Nú fer hver að yerða síðastur að líta inn á lítið listhús sem Ásgeir Lárusson, myndlist- armaður og skáld, rekur utan um eigin af- urðir neðarlega á Skólavörðustígnum, gegnt Mokkakaffi. Innan tíðar á nefnilega að rífa bygginguna sem hýsir galleríið. í þessu gall- eríi hefur Ásgeir unnið bæði að ritstörfum og mál- aralist um nokkurra mán- aða skeið. Meðal annars hefur hann verið að gera myndverk um hartnær tvö þúsund ára sögu mann- kyns, hvorki meira né minna, en það er saman- sett af 1999 lituðum bútum og einungis eftir að bæta viö þeim síðasta. Hins veg- ar vill listamaðurinn árétta að verkið sé til sölu áður en djarfar fyrir nýju árþúsundi. Hver er Jóní Jóns? í kjallaranum undir hinu þekkta Gallerí Asbæk í Kaupmannahöfn eru öðru hvoru haldnar sýningar á verkum ungra lista- manna sem ekki eru enn famir að hasla sér völl á „opnum markaði". Þar er nú að finna samsýningu valinna listnema annars vegar úr málaradeild Konunglegu akademíunnar í Kaupmannahöfn og nema úr listaakademí- unni í Hamborg. Umsjónarmaður menning- arsíðu hjó eftir því að meðal „danskra“ sýnenda er ein stúlka með íslensku nafni: Jóní Jónsdóttfr. Ef til vill er þetta ein af stjörnum framtíðar, hér eða í Danmörku. Sýningin i kjaUaranum hjá Asbæk stendur til 20. mars. Sýnt ókeypis á landsfundi Þeir sem sóttu landsfund Sjálfstæðisflokks- ins eða fylgdust með honum í sjónvarpi sáu að þar vom listaverk uppi um alla veggi, verk eftir Amar Herbertsson, Magnús Kjart- ansson, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Georg Guðna, Guð- jón Ketils- son, Stein- unni Þórar- insdóttur og fleiri. Fyrir þessari upp- hengingu stóð sjáif- skipaður sér- fræðingur Sjálfstæðis- flokksins í myndlistarmálum, Knútur Bruun. Hann hef- ur einnig gefið sig út fyrir að vera sérstakur málsvari íslenskra myndlistarmanna; veriö umhugað um að verja höfundarrétt þeirra og hagsmuni gegnum samtökin Myndstef. Eitt af baráttumálum þeirra samtaka er að lista- menn fái greitt fyrir þátttöku í sýningum og önnur afnot á myndverkum þeirra. Því skýtur skökku við að málsvarinn hef- ur ekki minnst einu orði á greiðslur fyrir af- not við þá listamenn sem lánuðu verk til landsfundarins; væntanlega áttu verk þeirra einungis að vera „góð auglýsing“ fyrir þá, eins og alltaf var sagt hér í gamla daga. Festen fær Bodil Ekkert lát er á velgengni dönsku kvik- myndarinnar Festen sem sló í gegn á kvik- myndahátíðinni hér fyrir skömmu. Áður hef- ur verið minnst á öll Robert-verðlaunin sem aðstandendur myndarinnar sópuðu að sér fyrir hálfum mánuði, Vigdís Óskarsdóttir klippari þeiira á meðal. Fyrir viku voru afhent Bodil-kvik- myndaverðlaun- in, sem eru rót- grónustu og virðulegustu kvikmyndaverð- laun Dana, og þar voru yfirburðir Festen einnig miklir; hún hlaut styttu sem besta mynd, fyrir besta aðalleikara o.fl. Þó kom mynd Lars von Tri- er, Idioterne, mjög fast á hæla henni. Engin verðlaun. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.