Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 21
Dalvík: Togari smíðaður í skúr Ársfundur 1999 Eróbikkjur frá Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði í líkamsræktinni hjá Fjóiu Þorsteinsdóttur. DV-mynd Garðar Líkamsrækt á Stöðvarfirði DV, Fáskrúðsfirði: í nokkur ár hefur Fjóla Þorsteins- dóttir á Stöövarfirði rekið líkams- ræktarklúbb við bágbomar aðstæð- ur í Samkomuhúsinu á Stöðvarflrði en þar hefur öll íþróttaiðkun innan- húss farið fram siðustu ár. Þar hafa um þrjátíu konur á öll- um aldri frá Breiðdalsvík, Fá- skrúðsflrði og Stöðvarfirði komið saman þrisvar til fjórum sinnum í viku hverri og stundað pallaleik- fimi, lyft lóðum og gert ýmislegt fleira saman í tengslum við Leið til betra lífs sem DV og fleiri hafa stað- ið fyrir. Fjóla segir að áhugi hafi vaxið að undanfömu og aldrei verið meiri en eftir áramót. Hlakkar hún til þess, eins og aðrir, að fá nýtt íþróttahús um næstu áramót og segir það muni verða gjörbylting fyrir alla þá er stunda íþróttir á staðnum. -GH Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn mánudaginn 12. apríl 1999 kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuieg ársfundarstörf. 2. Onnur mál. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 14. mars 1999 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna UFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA Sími: 580 4000, Myndsendir: 580 4099 Netfang: skrifstofa@lifver.is DV, Dalvík: í bílskúr á Dalvík er nýlokið smíði á fjarstýrðu skipslíkani af Björgútfi EA 312. Þetta mun vera eitt stærsta skipslíkan sem smíðað hefur verið, 230 cm langt og 44 cm breitt. í líkaninu er vél og í fyllingu tímans mun það verða sjósett, svo fólki geflst kostur á að berja herleg- heitin augum. Maðurinn á bak við smíðina er Elvar Þór Antonsson, fyrrum sjómaður á Björgúlfl en nú- verandi starfsmaður hjá Fiskeldi Eyjafjarðar. DV leit við í bílskúrn- um hjá Elvari til að skoða djásnið og forvitnast aðeins um tilurð þess. Upphafið Elvar segir að áður en hann hafl ráðist í þetta verk hafi hann fengist við flugvélagmódelsmíði - og bendir því til sönnunar á tvær flugvélar sem hanga í lofti bílskúrsins. Hann hafi alltaf langað til að smíða eitt- hvað eftir eigin brjósti og einhvern tima þegar hann var að glugga í Skipaskrána, þá kviknaði þessi hug- mynd með togarann. „Ég hef sjálfur verið á sjó á Björg- úlfi, að vísu þeim nýjasta, en lagið á þessum heillaði mig meira. Það er til líkan af gamla Björgvin, en það getur vel verið að ég smíði Björgvin svo í framhaldinu, en Björgúlfur varð að ganga fyrir, af trúarástæð- um. í mars 1998 varð Elvar sér úti um teikningar af Björgúlfi - tappatogar- anum. Það var 249 brúttólesta stál- skip, smíðað í Austur-Þýskalandi árið 1959, og er forveri þess Björgúlfs sem nú er gerður út frá Dalvík. Teikningamar voru siðan stækkaðar upp hjá Samskiptum hf. í Reykjavík, úr kvarðanum 1:30 í 1:15, svo auð- veldara væri að vinna eftir þeim. Sjálf smíðin hófst síðan í september sama ár og segir Elvar að hann hafi nánast notað hverja fristund eftir það í smíðina, sem lauk svo í síðustu viku. Þegar er búið að kanna sjó- hæfni skipsins og segist Elvar þurfa að fínpússa ákveðin atriði áður en skipið verður „sýningarhæft", en það taki ekki langan tíma. Efniviðurinn Efniviðurinn í líkaninu er að mestu viður, en radar og ýmsir rTil lclgu SomkomutjölcT' Folleg og sterk. LIFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA Elvar Þór Antonsson með líkanið af togaranum Björgúlfi. smærri hlutir em smíðaðir úr stáli. Böndin í skipsskrokknum eru ná- kvæm eftirlíking fyrirmyndarinnar og eru þau 73 talsins. Vél er í líkan- inu og er það 12 volta mótor, ætlað- ur í bíla, knúinn af skellinöðruraf- hlöðu. Milli mótors og rafhlöðu er' hraðabreytir sem virkar bæði aft- urábak og áfram. Öxull var renndur á líkanið á Bíiaverkstæði Dalvíkur og er hann i sama kvarðanum og skipið. Skipsskrúfan er úr stáli og stýrið á líkaninu er knúð af sér- stakri stýrisvél. Svo er öllum her- legheitunum stjórnað með íjarstýr- ingu fyrir flugvélamódel, og er „skipstjórinn" staðsettur í landi. Nákvæm eftirlíking Öll smáatriði ofanþilja eru unnin sem nákvæm eftirlíking af því sem var. Segir Elvar að dekkið og það sem því tilheyrir sé að mestu unnið eftir gömlum slides myndum frá Ottó Gunnarssyni, sem var skip- verji á Björgúlfi. Og málningin sem notuð er á möstur og rekkverk er sú hin sama og notuð var á þá hluti á Björgúlfi, því Haukur Haraldsson Tjaldaleigon Skcmmtilcqt Dolbrehku £2, sími 544 -*5990 J fann í gömlu dóti frá Út- gerðarfélagi Dalvíkinga málning- arafganga og færði El- vari þegar hann frétti af smíðinni. Elvar segir að margir fleiri hafi lagt hönd á plóginn við að láta þetta verða að veruleika. Nefnir í því sambandi að Óskar Pálmason hjá Tréverki hafi látið sig hafa ýmsa viðarbúta fyrir lítið, svo segja megi að beinn útlagð- ur kostnaður við smiði líkansins hafið verið í lágmarki. En hvað um framhaldið, á að ráð- ast í smíði fleiri skipa? Elvar segir Flugvélamódelin í loftinu. DV-myndir HJÁ að svo geti vel farið. Hann hafi mjög gaman af þessari vinnu og gæti vel hugsað sér að smíða fleiri. Hann segist jafnframt meira en tilbúinn til að smíða slík líkön eftir pöntun- um, ef útgerðaraðilar hefðu áhuga á slíku. -HJÁ HARTOPPAR Frf| BERGMANN? og HERKULES Margir verðllokkar Rakarastofan Klapparstíg MANUDAGUR 15. MARS 1999 Fréttir BIFREIÐASTILLINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.