Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 17 dv Fréttir Suöurnes: Markmiðið að auka áhuga á stærðfræði DV, Suðurnesjum: Stærðfræöikeppni grunnskóla- nemenda var haldin fyrir nokkru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hafa nú verið veitt viðurkenning- arskjöl tíu efstu nemendum í hverjum árgangi og peningaverö- laun sem íslandsbanki í Keflavík veitir þremur efstu nemendum í hverjum árgangi. Prófin voru samin í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði og flmm framhaldsskólar á landinu hafa lagt þau fyrir grunnskólanemendur. Kristján Ásmundsson er deild- arstjóri í stærðfræði og raun- greinum viö Fíölbrautaskóla Suðurnesja: „Markmiðiö með þessari keppni er að reyna að auka og efla áhuga nemenda á stærðfræði. Það er sannarlega gott til þess að vita og mjög ánægjulegt að um 100 krakkar hérna af svæðinu skyldu leggja það á sig að rifa sig upp snemma á laugardagsmorgni til að taka þátt í stærðfræðikeppni," sagði Kristján. í 8. bekk voru efstir Rósant í. Rósantsson og Gísli Á. Gíslason, Holtaskóla, og Siggeir F. Ævarsson, Grunnskóla Grindavíkur. í 9. bekk voru Erla Guðmunds- dóttir, Njarövíkurskóla, og Björg Áskelsdóttir, Holtaskóla, í 1. til 2. sæti og Daníel Pálmason, Grunn- skóla Grindavíkur, í þriðja. í 10. bekk var efst Lórý Benja- mínsdóttir, Holtaskóla, og í 2. og 3. sæti voru Ingunn S. Gunn- laugsdóttir, Holtaskóla, og Einar Oddsson, Njarðvíkurskóla. -AG Stykkishólmur SKOGARSTROND STAÐARSVEIT Snæfellsnes: Valkostir í vegagerð rr r^^sTHELGAFELLSSVEIT \Wí Í Fyrirhugaöur vegur^JT' S yfir Vatnaheiði ^ \/ Grundarfjoröur' EYRARSVEIT Nuverandi Kerlingarskarðsvegur HNAPPAD%LUR DV, Vesturlandi Vegagerðin boöaði, í samvinnu við VSÓ-ráðgjöf, til kynningar á vegarlagninu á norðanverðu Snæ- fellsnesi þann 8. mars að Skildi í Helgafellsveit. Þar voru bornar sam- an tvær leiðir: annars vegar endur- bættur vegur yfir Kerlingarskarð og hins vegar vegarlagning um Vatna- heiði. Á fundinum lágu fyrir drög að skýrslu um mat á hugsanlegum um- hverfisáhrifum vegna nýrrar veg- línu. Fram kemur í drögunum að gert er ráð fyrir lágmarksröskun á lífríki, náttúruminjum og fuglalífi með vegarlagningu yfir Vatnaheið- ina, m.a. á að leggja „fljótandi“ veg yfir mýrlendi svo uppfyllt séu skil- yrði um verndun votlendis. Þegar þessir tveir kostir eru bornir saman vega þyngst rök með lagningu nýrr- ar veglínu yfir Vatnaheiðina að sú leið mun verða 50% öruggari með tilliti til umferðar en endurbættur vegur um Kerlingarskarð. Þá mun hæsti punktur nýrrar leiðar verða 90 metra undir hæsta punkti endurbætts vegar um Kerl- ingarskarð og mikill meirihluti leið- ar undir hæð vegar á Kerlingar- skarði. Mesta hæð yfir sjávarmáli verður 228 metrar á móti 318 á Kerl- ingarskarði. Mesti halli á vegi um Vatnaheiði verður 7,8% á móti 9% á endurbættum vegi yfir Kerlingar- skarð. Vindmælingar sýna einnig minni vindhraða í hviðum á Vatnaheiði en á Kerlingarskarði. Það sem kemur þó kannski mest á óvart er að vegur yfir Vatnaheiði er áætlaður 30 millj- ón krónum ódýrari en endurbættur vegur um Kerlingarskarð. Gert er ráð fyrir að endanleg skýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum verði lögð fyrir skipulagsstjóra ríkisins innan hálfs mánaðar en síðan kveður hann upp úrskurð sinn innan 10 vikna. Þetta ferli mun því taka þrjá mánuði og komi fram kæra vegna úrskurðar hans getur málið tafist í allt að þrjá mánuði tO viðbótar. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á árinu 2000 og þeim verði að fullu lokið árið 2002. -DVÓ/-GK MMC Space Wagon 1996, ssk„ MMCGalant GL 1998, ssk„ 5 MMC L-200 D/C 1993, 5 g„ 4 Toyota Corolla 1995, ssk„ 5 d„ KIA Sportage 1996, ssk„ 5 d„ 5 d„ ek. 46 þus. km, fivitur. d„ ek. 23 þus. km, grar. d„ ek. 92 þús. km, rauður, ek. 35 þús. km, rauður. ek. 33 þús. km, grár. Verð 1.690 þús. V§rÖ27l50 þús. breyttur bíll. Verð 1.350 þús. Verð 960 þús. Verð 1.620 þús. VW Caravelle 1996, 9 manna, I II ■IHIIBI - Suztiki Baleno GLX Wagon MMC Colt 1993, 5 g„ 3 d„ ek. VW Caravelle 1993, 5 g„ 4 d„ VW Transporter 1993, 5 g„ 4 5 g„ 4 d„ ek. 180 þús. km, blár. 1997, ssk„ 5d„ ek. 20 þús. km, 82 þús. km, hvítur. ek. 111 þús. km, grœnn. d„ ek. 155 þús. km, hvítur. Verð 1.550 þús. blár. VerS 1.150 þús. Verð 630 þús. Verð 1.190 þús. Verð 780 þús7 MMC L-300 1996, 5 g., 5 d., ek. Opel Corsa 1,4 1998, 5 g., 3 d. 60 þús. km, 4x4 dísil, hvítur. ek. 11 þús. km, CD, grár. Verð 1.350 þús. Verð 1.100 þús. VW Golí CL 1994, 5 g„ 5 d„ ek. VW Golí GL station 1996, ssk 90 þús. km, hvítur. 5 d„ ek. 42 þús. km, grœnn. Verð 820 þús. Verð 1.280 þús. VW Caravelle dísil 1997, 5 g„ 5 d„ ek. 223 þús. km, rauður. Verð 1.680 þús. VW Transporter 1992, 5 g„ 5 d„ ek. 161 þús. km, hvítur. Verð 720 þús. Hyundai Accent 1998, ssk„ 3 d„ ek. 12 þús. km, dökkgrœnn. Verð 1.020 þús. Suzuki Baleno GL 1996, 5 g. 3 d., ek. 34 þús. km, hvítur. Verð 890 þús. úrval no+a&ra bíla ðf öllom sfasröum 03 ger*um / Borgaitúni 26, símar 561 7510 & 561 7511 Margar biíreiðar á söluskrá okkar er hœgt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.