Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 40
^Vimiiiigstölur laugardaginn: 13.03. Jókertölur vikunnar: Vinningar Fjðldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 0 3.555.430 2. 4 af r 338.740 3. 4 af 5 61 9.570 4. 3 af 5 1.978 680 8 4 00 3 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 Inflúensan skæðari nú en í fyrra - en hefur náð hámarki Inflúensan sem lagt hefur margan manninn í rúmiö á síðustu mánuðum hefur náð hámarki og er að ganga yfir, að sögn Lúðvíks Ólafssonar, héraðs- læknis í Reykjavik. Flensan er skæð og talið er að um helmingi fleiri hafi veikst á þessu ári en í fyrra. Eitt aðafeinkenni flensunnar er hversu lengi fólk liggur og hversu marg- ir þeir sem bólusettir hafa verið við henni hafa lagst veikir. Bólusetningar eru þó aldrei örugg vöm gegn flensu, að sögn Lúðvíks, þar sem ætlað er að 20-30% þeirra sem bólusettir era fái hana samt. Nú hefur hins vegar meira borið á því en fyrr og er þvi ekki loku fyrir það skotið að eitthvað annað en flensan ein hafi herjað á fólk þar sem ’íkki er ástæða til að ætla að bóluefhið hafi verið lakara en hin siðari ár. -þhs Goðafoss siglir aftur: Fólk í áfengisleit í Vatnsleysuvík Goðafoss er aftur kominn á haf út með nýrri áhöfn en enn eru ekki öll kurl komin til grafar í smyglmálinu sem upp kom þegar skipið kom úr Ameríkusigl- ^hgu sinni fyrir skemmstu. Sést hefur til manna ganga fjörur sunnan Kúagerð- is innan Stóru- Vatnsleysu og við KeÚisnes og er líkum að þvi leitt að þar fari menn í áfengis- leit. Sjónarvottar hafa borið að menn á tveimur pallbilum hafi verið að ferma plast- brúsa áþekka þeim sem fundust sundurskomir út af Gróttu eftir komu Goðafoss til landsins. Menn- liicnir voru kappklæddir á ljósleit- um, japönskum pallbíl í Vatnsleysu- vík og vísast ekki í skemmtiferð því kalt var og hvasst og sjór úfmn og freyðandi. „Ég var ekkert að skipta mér af þessu né spytja mennina hvað væri í brúsunum en best gæti ég trúað að þetta væri áfengi. Brúsarnir vom þesslegir," sagði einn sjónarvott- anna sem átti leið um Vatnsleysuna í gær. „Sex - baujan er í beinni línu frá Keilisnesi og í norðanátt eins og verið hefur rekur plastbrúsana í fjörur hér,“ bætti hann við. Lögreglan í Reykjanesbæ hafði ekki haft spurnir af meintum áfeng- isreka við Kúagerði og Keilisnes í eærkvöldi en ráðgerði að senda bíl lJ5 staöinn og litast um. -EIR Goðafoss á útleið. I gær var haldinn æskulýðsdagur hestamanna í Reiðhöllinní undir yfirskriftinni „Æskan og hesturinn". Sjö hesta- mannafélög stóðu að hátíðarhöldunum og var þar margt til skemmtunar. Hér er engu líkara en Djákninn á Myrká komi ríðandi á sínum Faxa í fylgd hinnar ólánssömu Garúnar. DV-mynd JAK Fastir fyrir á hægri kanti „Davíð Oddsson ákvað augljós- lega að láta ekki andstæðinga okkar sem em að færa sig til okkar ýta okkur til hægri, heldur að skil- greina flokkinn eins og hann hefur alltaf verið, frjálslyndan, borgara- legan flokk. Hann ætlar ekki að hnika flokknum þaðan. Það er mis- skilningur að flokkurinn hafi færst að miðju, hann er fastur á sínum góða stað með sitt breiða fylgi,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hugmyndafræðingur. Hann seg- ir Davíð hafa flutt góðan tón í byrj- un og fundurinn vel skipulagður og menn mjög ánægðir. „Forystan er mjög traust. 1 þeirri tíð sem ég hef verið í flokknum er hún sterkari en nokkm sinni. Það er helst að maður sakni Þorsteins Pálssonar, sem hef- ur verið afbragðs sjávarútvegsráð- herra, og Friðriks Sophussonar, sem var afar farsæll varaformaður". -JBP Arnþrúður Karlsdóttir: Enn óákveðin Amþrúður Karlsdóttir, kaupkona og varaþingmaður Framsóknar- flokksins, sagði í samtali við DV í gærkvöld að enn væri hún óákveðin i því hvort hún ætlaði að taka áskomn Frjálslynda flokksins og leiða listann á Norðurlandi eystra í vor. „Sverrir er að koma í bæinn á morgun og við höldum fund annað kvöld þar sem rædd verða ýmis mál. Eftir þann fund mun ég taka endanlega ákvörðun," sagði Arn- þrúður. -þhs Skíðalyftur sópuðust burt í annað sinn í snjóflóði á ísafirði: Var búinn að vara þá við - segir Olafur Helgi Kjartansson sýslumaður Endurbyggð skíðalyfta, sem eyðilagðist í snjóflóði á ísafirði veturinn 1994, sópaðist burt í snjó- flóði í Seljalandsdal um helgina. Önnur lyfta á sama svæði, svo- nefnd topplyfta, fór sömu leið og 42 tonna endastöð lyftunnar hvarf eins og dögg fyrir sólu. Snjómæl- ingamaður tilkynnti um snjóflóðin klukkan rúmlega 11 á sunnudags- morguninn og viö athugun kom í ljós að fimm staurar af ellefu í annarri lyftunni brotnuðu og sex í hinni. Báðar lyfturnar eru gjöró- nýtar. Eftir snjóflóðið sem féll í Selja- landsdal 1994 og eyðilagði skíða- lyfturnar líkt og nú urðu hat- rammar deilur á ísafirði um hvort endurbyggja ætti Seljalandsdcd sem skíðasvæði: „Ég var búinn að vara þá við. Fyrir fjórum árum sagði ég og lagði áherslu á að ekki ætti að reisa mannvirki þar sem snjóflóð hefðu fallið ef annars væri kostur. Bæjarstjómin hér á ísafirði samþykkti hins vegar að sýslu- manni kæmi þetta ekki við,“ sagði Ólaf- ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, í gærkvöldi. „Eigna- tjónið sem þarna hef- ur orðið er dapurlegt, sérstaklega með tilliti til alls þess sjálfboða- starfs sem þarna hefur verið unn- ið og er nú allt unnið fyrir gýg.“ í kjölfar snjóflóðsins fyrir fjór- um árum komu svissneskir snjó- flóðasérfræðingar til isaíjarðar, tóku út svæðið í Seljalandsdal og skiluðu skýrslu um mál- ið. „Þessi skýrsla var lengi trúnaðarmál og í henni vöruðu Svisslend- ingarnir eindregið við því að skíðasvæðið yrði endurreist í Seljalands- dal. Bæjarstjórnarmenn hefðu betur tekið mark á ráðum Svisslending- anna,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður. ' Svisslendingarnir voru frá Swiss Federal Institute for Snow and Avalanche Research og mátu þeir tjónið í Seljalandsdal á 300 milljón- ir króna. Kristján Þór Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri á ísafirði og núverandi bæjarstjóri á Akureyri, sagði í DV fyrir fjórum árum að „...engin ný sannindi felast í skýrslunni. Mönnum hefur alltaf verið ljóst að snjóflóðahætta er í Seljalandsdal og skýrslan hnykkir reyndar á því atriði að snjóflóða- hætta og góð skíðasvæði fara iðu- lega saman.“ Búið var að lýsa yfir hættuá- standi í Seljalandshlíð og við hest- húsabyggðina í Hnífsdal en sýslu- maðurinn á ísafirði aflétti því í gærkvöld. Á hættusvæðinu í Selja- landshlíð var aðeins eitt hús og íbúarnir staddir erlendis. Ólíklegt er talið að skíðalyftum- ar í Seljalandsdal verði endur- byggðar í annað sinn en í Tungu- dal er annað skíðasvæði með tveimur lyftum og þar er engin snjóflóðahætta. Verður það nú framtíðarsvæði ísfirskra skíða- manna ef að líkum lætur. -EIR Ólafur Helgi Kjartans- son sýslumaður. Veðrið á morgun: Bjart veður norðan- lands Suðaustan strekkingur með snjókomu og síðar rigningu sunnan- og suðvestanlands en nokkuð bjart veður norðanlands og austan með talsverðu frosti. Veðrið í dag er á bls. 45 i---------------- I Sanpdlegrino sokkabuxur MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-550 ný vél tengjanleg við tölvu 8 leturgerðir, 8 stærðir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm borðar prentar í 7 línur Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.