Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 23
31 MANUDAGUR 15. MARS 1999 Netuppbof í kvold: Minjagripir úr boltanum Langar þig í merkilega minjagripi úr enska boltanum? Þá er um að gera að drífa í að skrá sig á uppboð sem fer fram í kvöld klukkan átta að enskum tíma á netuppboðssíðunni Auction Channel. Uppboðið fer fram samtímis á Netinu og sjónvarpsstöð- inni Sky Sports og geta bæði netverj- ar og sjónvarpsáhorfendur boðið í gripina sem til sölu eru. Þar á meðal eru gripir eins og t.d. árituð treyja framherjans Michaels Owens sem hann bar í leik í Evrópu- Hvaða aðdáandi Michaels Owens myndi slá hendinni á móti áritaðri treyju sem hann hefur notað í leik í Evrópukeppninni? keppninni fyrr í vetur. Einnig er árituð treyja landsliðsfyrirliðans Al- ans Sliearers til sölu og margt, margt fleira. Að sögn forráðamanna Auction Channel eru þeir með uppboðinu í kvöld að reyna að gera uppboð á Net- inu meira spennandi fýrir þá sem eru að fylgjast með. Netuppboð ganga venjulega þannig fyrir sig að fólk fær að bjóða í viðkomandi gripi í ákveðinn dagafjölda þar til lokað er á sölu. Uppboðið í kvöld fer hins veg- ar fram alveg eins og alvöru uppboð, nema nú geta miUjónir netnotenda og sjónvarpsáhorfenda tekið þátt. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni http://www.theauct- ionchannel.com Wlndovvs CE &k>* r 1 j Bill Gates í Kína: Vill Netið í kínversk sjónvörp Bill Gates, forstjóri Microsoft, var á ferð um Austurlönd í síðustu viku. I Shenzhen í Kína tilkynnti hann að fyrir dyrum stæði að veita milljónum sjónvarpseigenda í Kína aðgang að Netinu á næstunni. Þessi áætlun Microsoft hefur verið kölluð „Venus“ og er þar gert ráð fyrir að:- ægt verði að fá aðgang að leikjum, hugbúnaði og Netinu gegnum sjón- varpið með aðstoð tækis sem Microsoft er að þróa með hjálp fjöl- margra stórra kínverskra fyrir- tækja. Notendur munu nota svipuð stjórntæki og við venjulega tölvu, þ.e. stýripinna, lyklaborð og mús til að framkvæma aðgerðir á sjón- varpsskjánum. Gates vildi ekki segja hversu dýrt þetta yrði. „Þetta er er mjög mikil íjárfesting, mun meiri en viðskipti okkar um þessar mundir í Kina benda til. En við ákváðum hins veg- ar að leggja út í hana vegna þess að við trúum því að vöxtur hins kín- verska markaðar verði mikill á næstu árum,“ sagði hann. í Kína eru um 2,1 milljón tölvu- notendur, en innan við tvö prósent þeirra nýta sér Netið reglulega. í landinu eru hins vegar 320 milljón- ir sjónvarpstækja. Gates sagði að tæknin myndi veita ódýran aðgang að Netinu og myndi verða öflugt tæki til mennt- unar. Talsmaður Microsoft sagði að búnaðurinn gæti orðið tilbúinn á næstu mánuðum og myndi kosta milli 120 og 360 dollara, sem eru um 8.400 til 25.000 krónur. Bill Gates kynnir „Venusar-áætlunina" í Shenzhen í Ki'na síðastliðinn mið- vikudag. Leikfamolar Unreal-vélin nýtt Hönnunarhópurinn Infinite Machine hefur keypt leyfi til að nýta Unreal- grafíkvélina við gerð þriðju persónu skotleiks sem hópurinn hef- ur hafiö vinnu við. Infinite Machine er nýtt hönnunar- fyrirtæki en forstjóri þess, Justin Chin, er margreyndur. Hann var einn aðalmann- anna á bak við tölvuleikina Dark Forces og Jedi Knight frá Lucas Arts. í fyrra tók hann sig svo til og stofnaði Infinite Machine. Hann varðist allra frétta um það hvernig hinn nýi leikuryrði en sagöi þó að persónusköpun væri mjög mikiö atriði í leiknum og aö hann myndi innihalda mikinn fjölda persóna. GTA í London Verið er að vinna að framhaldi af hinum geysivinsæla glæponabíla- leik, Grand Theft Auto, sem mun heita sama nafni, að viðbættum tölustafnum 2. Búist er við honum á markaðinn í haust en áður munu verða gefin út viöbótarborö við upp- haflega leikinn. I viðbótinni glíma spilarar við verkefni fyrir bresku mafí- una í London sjöunda áratugarins. Ekki eru gerðar miklar breytingar á leiknum í viðbótinni aöraren búiö er aö bæta við bílum, verkefnum og borg. GTA 2 mun hins vegar inni- halda mun fleiri nýjungar þegar hann kemur loks á markað. V-Rally 2 væntanlegur Infogrames hafa tilkynnt aö kappakstursleikurinn V-Rally 2 muni koma út fyrir PlayStation í lok júní á þessu ári. í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram aö búið er að betrumbæta fyrstu útgáfu leiksins veru- lega. Boðið verður t.d. upp á 18 tegundir áf raunveruleg- um kappakst ursbílum ár- gerð 1999 auk 10 viðbótarbíla, betri grafík og raunverulegri aksturseig- inleika. Keppendur geta svo valið um hvorki fleiri né færri en 92 braut- irí 12 mismunandi löndum. Samtök leikjahönnuða velja bestu leikina Samtök tölvuleikjahönnuða, Comput- er Game Developers’ Association, hafa tilkynnt tilnefningar meðlima til Spotlight-verðlaunanna. Þau eru veitt fyrir þá tölvuleiki sem taldir eru hafa skaraö fram úr á síöasta ári. Verölaunaafhendingin fer fram á ráð- stefnu leikjahönnuða sem fram fer f San Jose í Kaliforníu 17. mars. Til- nefningu sem besti PC-leikurinn fengu Rainbow Six, Half-Life, StarCraft, Thief: The Dark Project, og Baldur's Gate en bestu leikirnir fýrir leikjatölvur þóttu vera The Legend of Zelda: Ocarina of Time, Need for Speed III, Gran Turismo, Metal Gear Solid, Star Wars: Rogue Squadron, Crash Bandicoot: Warped, Turok 2: Seeds of Evil, NFL Blitz og Spyro the Dragon. ________________________ES3 f t t' • • • Auglýst er eftir læknum til starfa í heilsugæslusveit innan friðargæslusveita Atlantshafsbandalagsins (SFOR) í Bosníu-Hersegóvínu. Sveitin mun starfa undir verkstjórn breska hersins skv. samningi milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. í ágúst 1999 mun heilsugæslusveitin gangast undir þjálfun í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan september 1999 og að ráðningartíminn verði sex til sjö mánuðir. Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur, sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 1999.Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar. V........................................... ........................* Læknar íŒffi.®®) mrsi^ Gæðarúm á góðu verði Ragnar Björnsson ehf. DaLshrauni 6, Hafnarfírói, sími 555 0397, fax 565 1740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.