Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 ^ Alþjóðlega geimstöðin: Aætlun jafnvel flýtt Eftir að áætlun um hina alþjóð- legu geimstöð hefur verið frestað ít- rekað gegnum tíðina þá er jafnvel útlit fyrir að eitthvað nýtt sé uppi á teningunum nú. Bandaríkjamenn og Rússar virðast nefnilega vera að vinna að óvæntri áætlun um að senda fyrstu áhöfnina til geimstöðv- arinnar i október, þremur mánuð- um áður en áætlað hefur verið. Til stendur að taka ákvörðun um hvort af verður í næsta mánuði. Ef sú ákvörðun verður jákvæð er ljóst að það myndi ýta undir áhuga al- mennings á verkefninu en að und- anfómu hafa fréttir af geimstöðinni nær eingöngu beinst að vandræðum Rússa við að standa við sinn hluta áætlunarinnar. Ein aðalástæðan fyrir þessum fyr- irtælunum er að því fyrr sem vís- indamenn geta hafíð störf sín í geimstöðinni mun ahnennur áhugi vísindamanna og almennings aukast og slíkt muni á endanum skila sér í meðbyr sem alþjóðlegu geimstöðinni er nauðsynlegur til að hún verði fullbúin sem fyrst. Fjárhagsvandræði Rússa hafa á Svo gæti farið að fyrstu íbúar alþjóðlegu geimstöðvarinnar geti flutt inn strax í haust. síðustu mánuðum leitt til seinkunar á áætluninni því þeir bera ábyrgð á því að senda vistarveruhluta geim- stöðvarinnar út í geiminn. Þeir halda því hins vegar fram nú að þessi hluti verði tilbúinn fyrir geim- skot snemma næsta mánaðar. marssteininn finnst Nóg er af marsgrjóti á Mars eins og sjá má af mynd sem Pathfinder-geim- farið sendi til jarðar fyrir tæpum tveimur árum. Hörgull er hins vegar á slíkum gripum hér á jörðinni. Fjórtándi Vísindamenn hafa staðfest að brúnleitur steinn nokkur á stærð við kókoshnetu sé 14. þekkti loftsteinninn frá Mars sem fund- ist hefur á jörðinni. Það var óþekktur loftsteinafræðingur sem fann hann í lí- býsku Saharaeyði- mörkinni á síðasta ári. Finnandinn sendi tíu gramma sýnishorn af grjót- inu til ítalskra og hreskra sérfræð- inga á þessu sviði sem gátu staðfest að steinninn var af sérstakri gerð sem aðeins er talin geta komið frá Mars. „Við erum i skýjun- um,“ sagði dr. Luigi Folco, einn þeirra sem hafa rannsakað sýnishornið. „Steinninn er greinilega frá Mars og þvi er þetta mjög merkilegur fundur." Steinninn sýnir greinileg merki þess að hafa lent í miklum hremm- ingum, að öllum líkindum þegar sprenging aðskildi hann frá Mars og sendi það í ferða- lag til jarðarinnar fyrir um milljón áirum. En því mið- ur er steinninn ekki sérstaklega gott eintak. Hann er mjög veðraður, hefur sennilega mengast af völdum jarðneskra bakter- ía og því ekki lík- legur til að gefa vísbendingar um hvort líf hafi ein- hvern tímann fundist á Mars. Svo virðist sem 14. marsgrjótinu svipi mjög til þess 13. sem fannst á svipuðum slóðum og er talið líklegt að um sé að ræða tvö brot úr sama loftsteini. Kjúklingar Vísindamönnum i Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum hefur með erfðatækni tekist að búa til kjúklinga með „fætur“ i stað vængja. Þetta gerðu þeir með því að taka gen sem venjulega finnst ein- ungis í fótum hænsna og flytja það til vængja kjúklingafósturs. Líkamshlutarnir sem við það mynduðust misstu nokkur af ein- kennum vængja og fengu í stað þess nokkur einkenni fóta. Fjaðrirnar hurfu, klær eða fingur mynduðust á enda útlimanna og vöðvar sem venjulega finnast eingöngu í fótum voru greinilega til staðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem gen hefur sýnilega valdið því að fram- limur fær á sig útlit afturlims," sagði Dr. Malcolm Logan, sem fór fyrir rannsóknarhópnum, við frétta- menn í síðustu viku. Genið er kall- að Pitxl og er talið eitt af þremur sem skipta hvað mestu máli í bygg- ingu fremri og aftari útlima. Vísindamennirnir telja að þessi rannsókn hafi breytt verulega skiln- ingi þeirra á því hvað ákvarðar myndun útlima hryggdýra. Ný erfðatæknitilraun: fá fætur í stað vængja Kumpánlegir kjúklingar. Ætli þeir séu með framfætur þessir? 33 §kj alaskapar Traustir - vandaðir og á góðu verði! ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR ÁRMÚLA 20 SÍMI 533 5900 Heimatrimform Berglindar I toppformi með Trimformi 586 1686 896 5816 Viltu bæta heilsuna og lifa betra lífi með Nature own? I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.