Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 12
12 MANUDAGUR 15. MARS 1999 Spurningin Hvað er Formúla 1? (Spurt í Hveragerði) Kristjana Arnarsdóttir nemi: Kappakstur. Ég hef séð þetta auglýst í sjónvarpinu. Pabbi horfir alltaf á svona og ég horfi með honum. Ingibjörg Sverrisdóttir garð- yrkjubóndi: Er þetta ekki kappakst- ur sem haldinn er á sumrin? Adda María Óttarsdóttir nemi: Ég held að þetta sé kappakstur. Ég myndi samt miklu frekar vilja horfa á hesta keppa en bíla. Ámundi Ævar, starfsmaður Landssímans: Formúla 1 er einn efsti flokkur í kappakstursíþrótt. Guðrún Jónsdóttir ellilífeyris- þegi: Ég veit að þetta er kappakst- urskeppni en hef engan áhuga á henni. Ég vil frekar horfa á skauta- eða danskeppni. Gunnar Bjamason ellilifeyris- þegi: Ég hef miklu meiri áhuga á fótbolta og handbolta heldur en kappakstri. Lesendur Sjónvarpsleysi er á hafi úti T Bréfritari segir sjómenn greiða afnotagjöld af sjónvarpsdagskrá sem þeir fái svo ekki að njóta úti á sjó. Sjómaður á Austurlandi skrifar: Nú hef ég sem sjómaður verið sviptur þeim sjálfsögðu þægindum, sem flestir landsmenn njóta, nefni- lega að horfa á dagskrá sjónvarps- stöðvanna. - Fyrir þá sem ekki þekkja til sjómennsku þá er rétt að upplýsa hvernig málum er háttað. Um borð í flestum skipum eru sjónvarpstæki (eitt eða fleiri) sem greitt er af lögbundið gjald til RÚV en þau eru með þeim annmarka að útsendingar nást einungis í undan- tekningartilfellum á hafi úti. All- víða er líka greitt til Stöðvar 2 og Sýnar, einkum þó þar sem menn þurfa að eyða tíma sínum um borð í höfnum. Auk þess greiða flestir sjó- menn afnotagjöld af sjónvarpsstöðv- unum heima hjá sér án þess að hafa tækifæri á að njóta þeirra. Það hefur tíðkast hjá flestum áhöfnum að fengnir hafa verið aðilar í landi til að taka upp á myndbands- spólur dagskrá eða dagskrárhluta á meðan skipin eru á sjó og sjómenn- irnir getað notiö dagskrárinnar vik- um eða mánuðum síðar eftir lengd túra. Fram til þessa hefur enginn haft neitt út á þetta að setja enda get- ur það varla talist neinn sérstakur munaður að horfa á gamalt sjón- varpsefni. Þetta hefur verið til siðs, að ég held, síðan myndbandstækið kom hingað til lands. íslenska útvarpsfélagið (ÍÚ) hefur nú lagt fram kæru á hendur ein- staklingi sem gegn vægu gjaldi hafði tekið að sér að taka upp dag- skrá sjónvarpsstöðva fyrir nokkur skip. Gerð voru upptæk mynd- bandstæki og einhver býsn af spól- um á þeim forsendum að hér væri um ólöglega fjölíoldun á efni stöðv- anna að ræða! Haft er eftir Sigurði G. Guðjóns- syni, lögmanni IÚ, í DV 3. mars sl. að hér sé um „skýlaust lögbrot" að ræða. Ekki ætla ég að þræta við lög- lærðann manninn um hvað sé lög- brot og hvað ekki. Mig fýsir hins vegar að vita hvað þeir ætlast fyrir þarna hjá ÍÚ. Skyldi sjómannastétt- in eiga að fara að undirbúa sig und- ir almennt sjónvarpsleysi eða verð- ur stefnt að því að koma sjónvarps- dagskránni til okkar á miðin. Það væri að sjálfsögðu best. Ég get að sjálfsögðu einungis talað fyrir sjálf- an mig en ég held samt að æði mörg sjómannsfjölskyldan hugsi sig vel um áður en farið verður í bankann með gíróseðlana frá íslenska út- varpsfélaginu ef þeir þar ætla að verða til þess að svipta sjómenn sjónvarpsefni. Verðbólgan virðist nálgast Stefán skrifar: Eftir fréttum að dæma virðist sem verðbólgan sé nú stígandi og er nú í marsmánuði komin í 6%. Hvað þýðir þetta í okkar viðkvæma efna- hagssamfélagi? Jú, það þýðir ein- faldlega að hér fer bókstaflega allt á hvolf verði ekki gripið í taumana nú þegar. Það þýðir ekkert að bíða eftir að kosningar verði afstaðnar. Ekkert er líklegra en núverandi ríkisstjóm sitji áfram. Nema fólk vilji slíka kollsteypu, með því að fá vinstra liðið við stjómvölinn, að hér fari allt úr böndunum. Húsaleiga hefur hækkað um 15%, og það þýðir aðeins eitt, fólk reynir að klófesta einhverja íbúð eða hús- næði til kaups, sem það svo ræður ekkert við að greiða niður, þar sem íbúðaverðið hækkar að sama skapi. Einhvers konar höft verður að setja á til að stemma stigu við gjaldeyris- útstreyminu. Og lækka verður vexti hið snarasta til að fólk nái saman endum í niðurgreiðslum skulda sinna. Bílainnflutning verður að stöðva að mestu, og afnema þarf alla óþarfa styrki (ég nefni skattafslátt sjómanna, og bætur til sjúklinga annarra en þeirra sem eru sannan- lega ófærir um að sjá um sig sjálfir). Hér má ekki verða viðvarandi verð- bólga upp á 6%, þá verður ekki aft- ur snúið. Auglýsingafrelsi fýrir áfengi - höfnum hræsninni Guðjón Guðmundsson skrifar: Ég vil taka fram, í upphafi þessa pistUs míns, að ég ætla ekki að kvarta yfir auglýsingum á áfengi eða tóbaki í blöðum. Það væri að æra óstöðugan því hér flæða inn í landið ógrynni blaða og tímarita með þessum auglýsingum í bak og fyrir. í íslenskum blöðum má þó ekkert auglýsa af þessu tagi. Hræsn- in er í fyrirrúmi ráðamanna sem ekki skilja að auglýsingafrelsi, a.m.k. fyrir áfengi, er eina lausnin. Tóbak mætti líka auglýsa með þeim takmörkunum sem sumar þjóðir krefiast; að tóbak geti verið skaðlegt heilsunni. Aðeins á einum stað á íslandi má auglýsa tóbak og vín. í blöðum þeim sem flugfélögin gefa út til aflestrar og kynningar um borð í flugvélunum. Ég flaug nýlega til útlanda og tók þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringíð í síma 550 5000 rriilli kl. 14 og 16 I Dæmi um auglýsingar sem birtar eru í tímaritinu Atlantica tii aflestrar fyrir er- lenda sem íslenska farþega. - Bréfritari bendir sérstaklega á tóbaksauglýs- ingar án nokkurrar aðvörunar um heilsuskaða. með mér eitt blað, vandað og vel úr garði gert að öllu leyti. Ég sendi hér hjálagt nokkrar úrklippur með aug- lýsingum á áfengi og tóbaki sem eins konar sýnishom. í tóbaksaug- lýsingunum er ekki einu sinni minnst á skaðsemi reykinga, líkt og gert er t.d. í amerískum blöðum. Samt fara þessar flugvélar til Amer- íku og enginn segir neitt þar við þessum auglýsingamáta. Hér er um blað að ræða um borð í íslenskum farkostum, og ættu þá að jafnt að gilda reglurnar um aug- lýsingabannið. - Hvers vegna eru ís- lenskir ráðamenn nú að láta þetta fara í taugarnar á sér? Ég hvet stjómmálamenn og aðra ráðamenn hér til að skoða nú hug sinn gagnvart hinu fáránlega aug- lýsingabanni, a.m.k. á áfengi. Geri þeir það ekki verður að grípa til þess óyndisúrræðis að fiarlægja úr íslenskum verslunum öll erlend tímarit, sem auglýsa þessa „ógn- vekjandi" bannvöru. DV Sjálfstæðismenn sakna Svavars Einar Sigurjónsson skrifar: í sjónvavarpsþætti nýlega var rætt við Svavar Gestsson fyrrv. formann Al- þýðubandalagsins og nú á leið til Kanada sem sendiherra. Ummæli nokk- urra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um samskipti þeirra við Svavar fylgdu. Gráti nær útmáluðu þeir Svavar sem einn verðugasta andstæðinginn frá upp- hafi. Nú er hann farinn til Kanada í skjól hjá Jóni Baldvini til að taka af honum ómakið í hátíðahöldum landans við vötnin miklu á Winnipegsléttum. Já, Svavars er sárt saknað af Einari Oddi, Sigríði Önnu og Ólafi þingforseta. Nú er bara að þreyja þoirann og góuna þar til nýr og verðugur andstæðingur finnst. Kannski í röðum vinstri grænna eða Samfylkingunni. En hvers vegna voru ekki framkölluð tár úr augum þing- manna Framsóknarflokksins sem sat þó í stjórn með Svavari sællar minningar? Úttekt á stöðu efnahagsmála Snorri skrifar: Ég sakna þess að ekki skuli vera hægt að lesa um afkomu ríkisins i blöð- um hér á landi. Mér finnst vanta t.d. hagfræðilega úttekt á stöðu efnahags- málanna. Ég er ekki alveg sáttur við spádóma hinna ungu fiármálaspek- úlanta hjá verðbréfasjóðunum. Þeir slá úr og í og eru engan veginn samála um þróun hagkerfis okkar. Úr rööum sfiómmálamanna koma ekki fram sann- færandi upplýsingar, hvorki frá stjóm né stjórnarandstöðu. Mér finnst þó trú- verðugast þaö sem frá Seðlabanka ís- lands birtist, en það gerist ekki nema með höppum og glöppum. Yfirlit frá þeim banka ætti að koma mánaðarlega og birtast í blöðunum og öðrum fiöl- miðlum. Fjölbreyttir þættir Trausti hringdi: Mig langar til að þakka stjómanda þáttarins Mósaik sem sýndur er á mið- vikudögum í vetur. Sá síðasti var fiöl- breyttur og fróðlegt aö kynnast við- hotfum fólks, t.d. á Sjúkrahúsinu á Akranesi, gagnvart listinni. Ég verð að segja að þessir þættir sem í vetur hafa verið sýndir í Sjónvarpinu á virku dög- unum em allir áheyrOegir og jafnvel skemmtilegir. Mósaíkþættirnir ekki síst, að mínu mati. Leikritin era hins vegar upp og niðm-, þessi heimatilbúnu, svo og kvikmyndavalið sem er ekki til fyrir- myndar fyrir heimakært fólk um helgar. Enn seinkar vélum Ási skrifar: Ég átti dálítið undir því að vinur minn kæmist klakklaust með flugi til London iokahelgina í febrúar. Það fór þó á annan veg. Slík seinkun varð á brottfór frá Keflavík, sem áætluð var kl. 16:30, að ekki var farið af stað fyrr en undir miðnætti og síðan lent á flugvelli langt utan við London. Farþegar urðu sjálfir að krafla sig af vellinum og taka rútu sem var til staðar á vegum Flug- leiða. Fæstir fundu hana þó, þar sem enginn á vegum félagsins var á staðn- um. Um 4-leytið var svo komið á Victor- ia-brautarstööina þar sem fólk fann sér leigubíla. Undir kl. 5 aö morgni var svo komið á hótel. Á heimleiðinni var líka seinkun, ekki umtalsverð eins og á út- leiðinni, aðeins rúmur klukkutími. Skýringin er hins vegar ávallt sú sama; það tók lengri tíma að hlaða flugvélina en áætlað var! - Þetta er orðið meiri háttar vandamál félagsins sem farþegar sætta sig ekki við skaðabótalaust. Forseti á ferð og flugi Kjartan Kjartansson hringdi: Nú er forsetinn okkar kominn á fulla ferð út í lönd á ný. Bæði í Póllandsferð og svo til Rómar enn á ný. í Póllandi til að ræða við starfsbróður sinn þar um varn- arbandalagiö Nató og í Róm til að skoða innvolsið hjá FAO, landbúnaðarapparat- inu. Það eina sem mér finnst spennandi við þessar forsetaferðir er að fylgjast með því hvor dóttirin fylgir fóöur sínum. Önnur þeúra var í fylgd hans í fyrri Rómarferðinni. Ég trúi ekki öðra en hin hafi fengið að fara í seinni ferðina svo aö ekki sé gert upp á milli þeirra. - Við skulum gæta þess að það erum við, skatt- borgaramir, sem borgum þetta. Okkur er jví ekki alveg sama hvemig að þessum feröum er staðið. Ekki rétt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.