Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 ®L ■ V " "\ X" jáP t \ \ zitoÍÉ Nemar á Netinu Hönnunarhópurinn SKODAC hefur komið upp nýrri og mjög vel heppnaðri heimasíðu Félags framhalds- skólanema. Hana er að finna á slóðinni http://www.is- landia.is/effeff/ Fótboltagrín Umsjónarmenn heimasíð- unnar http://www.the-sc- um.freeserve.co.uk/ hafa það að áhuga- máli að gera grín að knatt- spymu- mönn- um og J þá sér- stak- lega þeim sem leika í Eng-landi. Þar er : t.d. hægt að skoða brandara um 1. deildar lið Port Vale. Ódýr plötubúð Á Netinu er hægt að kaupa tónlist mjög víða. Ein þeirra ; verslana sem bjóða töluvert : ódýra geisladiska er búðin http://cheap-cds.com/ hægt að finna mikla umfjöllun um þessa þætti. Slóðin er > http://www.cnn.com/SPECI- ALS/cold.war/ Kalda stríðið Sjónvarpið sýnir um þessar mundir á mánudagskvöldum þáttaröð frá CNN um kalda stríðið. Á vefsíðum CNN er Rafbarbarar Á heimasíðunni j http://www.2600.com/minde x.html leika rafbarbarar og tölvuþrjótar lausum hala og sýna stoltir afrekalista sinn. Þar má m.a. sjá hvaða heima- síður þeim hefur tekist að brjótast inn á og valda þar usla. Flugbrandarar Á heimasíðunni http://www.airtoons.com/ er komið upp um ýmis dularfull leyndarmál sem við koma ör- yggi í farþegaflugi. Geisladiskalist Hún Nikki var að sturlast á öllum ókeypis geisladiskunum sem flæddu til hennar með tímaritum og ýmsu öðru. Þang- að til hún áttaði sig á notagildi þeirra sem listmuna. Afrakst- urinn er hægt að sjá á slóðinni http://www.neosoft.com/nik ki/ Tölvuþrjótar láta finna fyrir sér: Pentagon undir stöðug- um árásum - tölvukerfið vaktað allan sólarhringinn Tölvukerfi Pentagon, aðalbæki- stöðva varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, liggur undir stöðug- um og skipulögðum árásum frá tölvuþrjótum um þessar mundir. Ætlun þeirra virðist vera að nálgast leynilegar upplýsingar. Að sögn starfsmanna varnar- málaráðuneytisins hefur þrjótunum enn ekki tekist að fá aðgang að tölvunetum sem innihalda leynileg gögn. John Hamre, sem hefur yfir- umsjón með öryggismálum ráðu- neytisins, segir þó að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessum mál- um. Hamre hitti í síðustu viku starfs- menn löggjafarvaldsins bandaríska sem yfirheyrðu hann fyrir luktum dyrum um ákveðnar árásir tölvu- þrjóta sem áttu sér stað tvo daga í röð í janúar. Þá voru tölvukerfi flugherstöðv- arinnar í Kelly undir stöðugum árásum, en þar eru geymdar gríðar- lega mikilvægar upplýsingar fyrir flugherinn, sem m.a. skipta miklu máli fyrir bandaríska hermenn í írak og Bosníu. Allt að 100 árásir á dag Þessar árásir voru „úthugsaðar og samhæfðar og voru gerðar frá tölvunetum í Kanada, Noregi og Taílandi“, að sögn fréttastofu NBC. Einnig kom fram hjá sjónvarps- stöðinni að á tölvukerfi Pentagon hefur á síðustu mánuðum verið ráð- ist allt að 100 sinnum á dag frá 15 mismunandi stöðum í heiminum. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar árásir tölvuþrjótanna um þessar mundir. í ljós hefur kom- ið að margar þeirra virðast eiga upptök sín í Rússlandi, en líklegt er þó talið að tölvuþrjótarnir séu ekki þaðan, heldur beini árásum sínum í gegnum rússnesk tölvunet. Við yfirheyrsluna sagði Hamre að menn hefðu af því nokkrar áhyggj- ur að mögulega hefðu tölvuþrjótarn- ir fengið aðstoð frá starfsmanni veimarmálaráðuneytisins sem hefði aðgang að tölvukerfi þess. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi verið áhyggjufull yfir árásum tölvu- þrjóta á opinber tölvukerfi. Bill Clinton hefur í ljósi þessa lagt til að 1,4 milljörðum dollara (um 100 millj- örðum króna) verði varið til barátt- unnar gegn tölvuglæpum af þessu tagi á næsta ári. Vandræðalegar uppá- komur Eðlilegt er að miklir íjármunir fari í gæslu opinberra tölvukerfa í Bandaríkjunum. Vegna gífurlegs umfangs þeirra er að mörgu að gæta og sérstaklega þarf að vakta mikil- vægustu tölvukerfin, eins og það sem notað er í varnarmálaráðuneyt- inu. Þar stendur nú fjöldi manns vaktir allan sólarhringinn við það eitt að fylgjast með því aö allt sé með felldu í öryggiskerfi tölvunets- ins. Þó svo yfirmenn Pentagon vilji aðallega forðast það að óvinir bandarísku þjóðarinnar komist yfir hernaðarleyndarmál er þeim einnig í mun að forðast vandræðaleg mál varðandi öryggi tölvunets ráðuneyt- isins. Nokkur slík hafa komið upp í gegnum tíðina og þá oft af völdum táninga með mikla tölvukunnáttu. Vel þekkt er t.d. mál hins tvítuga ísraelska tölvuþrjóts sem á síðasta ári viðurkenndi að hafa brotist inn í tölvukerfi Pentagons vegna „hat- urs á stofnunum“. Hann var ákærð- ur í Jerúsalem í síðasta mánuði fyr- ir samsæri og skemmdarverk á tölvukerfum. Sá heitir Ehud Tenebaum og var þekktur undir dulnefninu „Analyz- er“, eða „greinandinn“. Tenebaum Stjörnustríð: Ný kynningarmynd á Netinu Síðastliðinn föstudag var frum- sýnd á Intemetinu ný kynningar- mynd fyrir hina nýju Stjömustríðs- mynd sem væntanleg er í kvik- myndahús nú í vor. Frumsýningin var samvinnuverkefni kvikmynda- framleiðandans Lucasfilms og tölvurisans Apple. Steve Jobs, stjómarformaður Apple, sagði í siðustu viku að búast ipiiooi i mætti við að á heimasíðu Apple yrði sett yfir helgina met í því hve oft skrá væri sótt á eina heimasíðu. Sagði hann að Apple-menn byggjust við allt að 10 milljónum heimsókna frá aðdáendum Stjörnustríðsmynd- anna og hefðu því aukiö getu heima- síðu fyrirtækisins til að geta tekið við öllum þessum gestafjölda. Núverandi met yfir sóttar skrár á sjálfur Bill Clinton, en vitnisburður hans í Lewinsky-málinu var sóttur 20 til 30 milljón sinnum. Það var þó gert á fjölmörgum heimasíðum víðs- vegar um heiminn og því þurfa Apple menn ekki að ná þeirri tölu til að setja met. Hin nýja kynningarmynd er tvær og hálf mínúta að lengd og verður bráðlega sýnd í kvikmyndahúsum, en ekki verða sýndar fleiri slíkar áður en sýning sjálfrar myndarinn- ar hefst. Hagur Apple í þessari netfrum- sýningu felst aðallega i að kynna netspilarann QuickTime III fyrir netnotendum. Hægt er að nálgast kynningar- myndina á slóðunum http://www.apple.com og http://www.starwars.com. ísraelski táningurinn Ehud Tenebaum var handtekinn í fyrra fyrir að brjótast inn í tölvukerfi varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Yfirmenn þar á bæ vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. vann með bandarískum táningi að tölvukerfi varnarmálaráðuneytisins tölvuglæpum sínum og að sögn áður en þeir voru teknir höndum. hans höfðu þeir brotist inn í um 400 -KJA Tölvusala mun aukast Markaösrannsóknafyrirtækiö International Data Corp. tilkynnti f vikunni aö þaö byggist viö áframhald- andi aukningu á sölu heimilistölva á árinu, sérstaklega f Ijósi mikillar sölu í Bandaríkjunum og Evrópu. Jafnframt telur fyrirtækiö að verö á tölvum muni áfram lækka á næstu mánuðum. Einnig kom fram hjá fyrirtækinu aö tölvuframleiöand- inn Compaq Computer Corp. seldi flestar tölv- ur í heiminum á sföasta fjóröungi síöasta árs. Fyrir- tækiö var þá meö um 15,3% mark- aöshlutdeild. Næst kom IBM meö 9,7% markaöshlutdeild á heimsvísu. Ný beta af Windows 2000 Næsta betaútgáfa af Windows 2000 stýrikerfinu mun sýna keppinautum Microsoft hver ræöur, aö mati Yusef Mehdi, hátt setts starfsmanns fyrir- tækisins. Þetta er þriöja betaútgáf- an af stýrikerfinu sem áöur var þekkt undir nafninu NT 5.0. Betan mun veröa tilbúin í apríl en Microsoft von- ast til að stýrikerfið veröi síöan full- búiö fyrir árslok 1999. Mehdi segir þó aö slíkar dagsetningar skipti f raun ekki öllu máli, stýrikerfið komi einfaldlega á markaöinn þegar þaö er oröiö nógu gott. Windows 2000 er stýrikerfi sem hannaö er til að keyra tölvur á lyrirtækjamarkaöinum. Útgáfa stýrikerfisins fyrir almenna notendur er einnig f buröarliönum en ekki er Ijóst hvenær hún kemur á markaöinn. Flensuvaktin Þó svo það lækni ekki flensu aö vita hvar hana sé aö finna getur þaö hjálp- aö til viö aö minnka útbreiðslu henn- ar. Þetta er a.m.k. skoðun þeirra bandarísku lækna sem halda úti „Flensuvaktinni" á heimasfðunni http://www. fluwatch.com/. Þar geta ferða- menn séð hvaða staöir þaö eru sem skynsamleg- ast er aö halda sig frá og læknar geta jafnframt átt- að sig á þvf hvort flensan sé á næsta leiti. Fjárfest í Linux Enn gengur allt í haginn hjá Red Hat Software sem er stærsti dreifingar- aöili Linux-stýrikerfisins í Bandaríkj- unum. Fyrir helgi keyptu fjögur af stærstu fyrirtækjunum á tölvumark- aönum hlut f fyrirtækinu. Ekki var gefiö nákvæmlega upp hve mikil viö- skiptin voru, en fyrirtækin sem í hlut áttu voru IBM, Compaq, Novell og Oracle. Áöur höföu Netscape og In- tel keypt hlut í fyrirtækinu. Þar sem grunnkóöi Linux er ókeypis þá ganga fýrirtæki á borö við Red Hat út á að veita Linux-notendum þjónustu af ýmsu tagi gegn greiöslu. rsrm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.